Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 4
I KNATTSPYRNA Sala samningslausra leikmanna og takmörkun erlendra leikmanna stangast á við reglur Evrópusambandsins Evrópudómstóllinn getur kollvarpad ríkjandi kerfi CARL Otto Lenz, helsti laga- sérfræðingur Evrópudómstóls- ins, sagði í gær að sala samn- ingslausra knattspyrnumanna í Evrópu og takmarkaður fjöldi erlendra leikmanna í liði stang- aðist á við reglur Evrópusam- bandsins og ráðlagði Evrópu- dómstólnum að úrskurða í máli belgíska leikmannsins Je- an-Marc Bosman samkvæmt því. Fylgi dómstóllinn venju og fari eftir tillögum ráðgjafans gjörbreytist fyrirkomulag knattspyrnumála í Evrópu, en dóms er að vænta í árslok eða byrjun næsta árs. Þetta hefur verið löng barátta,“ sagði Jean-Louis Dupont, lög- fræðingur Bosmans, en áréttaði að málinu væri ekki lokið. „Það er mikilvægt að undirstrika að þetta er ekki dómur Evrópudómstólsins, en engu að síður er þetta mjög mikilvæg vísbending." Tildrög málsins eru þau að Bos- mann hafði gert samning um að skipta úr belgíska félaginu FC Liege í franska féiagið Dunkerke 1990, en belgíska félagið kom í veg fyrir félagaskiptin og setti Bosmann í bann. Hann fór með málið fyrir dómstóla í Belgíu þar sem úrskurð- að var honum í hag og fer nú fram á sem samsvarar um 66 millj. kr. í skaðabætur frá UEFA og Knatt- spymusambandi Belgíu, þar sem hann segist hafa verið settur á svartan lista vegna málaferlanna. Bosman var viðstaddur þegar Lenz kvað upp úrskurð sinn og þakkaði leikmannasamtökum í Evrópu stuðninginn. „Þau hafa stutt mig andlega og fjárhagslega," sagði hann og beindi orðum sínum sér- staklega til leikmannasamtakanna í Frakklandi, Danmörku, Portúgal og á Spáni. Skýrsla Lenz var 124 blaðsíður. Hann sagði að greiðsla fyrir leik- mann hindraði fijálsan flutning sem stríddi gegn reglum Evrópusam- bandsins og ekki væri hægt að rétt- læta reglu um fjölda erlendra leik- manna í liði því hún mismunaði þegnum þjóðanna. Til að tryggja minni félög sem væru háð söiu leik- manna lagði hann til að hluta af tekjum allra félaga mætti skipta á milli þeirra á svipaðan hátt og UEFA gerir í meistaradeildinni. Luc Misson, annar lögfræðingur Bosmans, sagði að honum hefði verið sagt að UEFA ætlaði að reyna að viðhalda núverandi kerfi með því að fá viðkomandi ríkisstjómir til að gera tilslakanir á Rómarsáttmál- anum. Hann sagði ennfremur að ef Evrópudómstóllinn færi að til- mælum Lenz væru dómarar í Evr- ópusambandinu bundnir af nið- urstöðunni. Reuter Áfangasigur BELGÍSKI knattspyrnumaðurinn Jean-Marc Bosman sagðl að belgíska félaglð FC Llege hefðl eyðllagt ferll hans með því að koma í veg fyrlr að hann sklptl og færi til franska félagslns Dunkerke eins og um hafði samlst. Hann fór með mállð fyrlr dómstóla og fagnaði áfangaslgrl f gær með lögfræðlngum sínum, Luc Mlsson (t.v.) og Jean-Louis Dupont (t.h.). UEFA vill eigin reglur og berst gegn breytingum Lennart Johansson, formaður Knattspymusambands Evr- ópu, UEFA, sagði að umræddar breytingar á félagaskiptum sköpuðu óreiðu og barist yrði fyrir því hjá Evrópusambandinu að knattspyrn- an hefði eigin reglur. í yfirlýsingu UEFA kom fram að tillögur Lenz væri skoðun en ekki dómur og Evr- ópudómstóllinn gæti tekið þær allar til greinar, sumar eða engar. „Við treystum því að dómstóllinn rann- saki frekar staðreyndirnar og lögin áður en úrskurður verður kveðinn upp,“ sagði m.a. í yfirlýsingunni. UEFA sagði að málið ógnaði stjóm leikmannakerfisins og gæti alvar- lega skaðað minni félög sem treystu á sölu leikmanna til að afla nauðsyn- legra rekstartekna. Wolfgang Ni- ersbach, talsmaður Knattspymu- sambands Þýskalands, tók í sama streng og Johansson um að tillögur Lenz kæmu niður á minni félögum. Hann sagði að núverandi fyrirkomu- lag væri lífsspursmál fyrir knatt- spymuna, einkum minni félög og áhugamannafélög, því sala á leik- mönnum héldi þeim gangandi. Hann sagði að nánast einu tekjur áhuga- mannafélaga væm vegna sölu leik- manna og í Þýskalandi nytu sjö síð- ustu félög leikmanns sölu hans frá áhugamanafélagi til atvinnumanna- félags. „Allt of mikið er hugsað um stóm félögjn og atvinnumannafé- lögin á kostnað áhugamannanna. Það verður að líta á knattspymuna í heild." Niersbach sagði ennfremur að ekki ætti að breyti leyfilegum fjölda erlendra leikmanna með hveiju liði. „Reglurnar varðandi erlenda leik- menn hafa sannað sig og em góð- ar. Þær ganga vel og vom í góðu lagi áður en Evrópusambandið kom til sögunnar. Ef við köstum þeim fyrir róða geta 11 Brasilíumenn leik- ið fyrir Frankfurt og 11 Argentínu- menn fyrir Hamburg. Það rústar markaðnum innanlands. Hvemig á átta ára enskur drengur að tengjast hverfisliðinu þegar enginn Englend- ingur leikur með því?“ Forseti Alþjóða samtaka leikmanna ánægður GORDON Taylor, forseti Al- þjóða samtaka leikmanna og formaður Samtaka enskra at- vinnuknattspymumanna, lýsti yfir ánægju með framkomna ábendingu til Evrópudómstóls- ins, en varaði við að ákvörðun um frjálst flæði leikmanna inn- an Evrópu gæti komið niður á svonefndum minni félögum. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir framtíð alþjóða knatt- spymu,“ sagði Taylor. „Von- andi eigum við aldrei aftur eftir að sjá að atvinnuknatt- spymumanni sé neitað um rétt til að skipta um félag að eigin ósk.“ Hann lofaði Bosman og lögfræðinga hans fyrir að fylgja málinu eftir af ákveðni og þrautseigju í fimm ár og sagði að atvinnuknattspyrau- menn ættu skilið að hafa sama rétt og aðrir launþegar í Evr- ópusambandinu. Mál Bosmans sannaði að íþróttir væru ekki hafnar yfir almenn lög. Hins vegar sagðist Taylor hafa áhyggjur af þvi að félög innan Evrópusambandsins sætu ekki við sama borð og félög utan þess ef Evrópudóm- stóllinn færi að tillögunum og hann óttaðist mest fækkun leikmanna og félaga félli dóm- ur Bosman í hag. Ótímabær umræða RICK Parry, talsmaður ensku úrvalsdeildarinnar, sagði að ekki væri ástæða til að hlaupa upp til handa og fóta vegna tillagna Lenz og umræða um aðför að knattspymu fram- tíðarinnar væri ótímabær og á villigötum. „Knattspyrnan og markaðurinn aðlaga sig að aðstæðum og finna nýjan starfsgrundvöll ef breytingar verða á kaup- og sölukerfi leik- manna og reglum um fjölda erlendra leikmanna." Parri sagði að tilkynning gærdags- ins hefði ekki komið á óvart og þegar hefðu farið fram al- varlegar viðræður við félög deildarinnar um möguleg út- spil vegna hugsanlegar niður- stöðu í málinu. Enska knatt- spyrausambandið sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins, þar sem fram kom að aðalatriðið væri að tryggja rétt hvers knattspyrnumanns til að eiga möguleika á eins miklum laun- um og kostur væri á stuttum og ótryggðum ferli með hlið- sjón af hag iþróttarinnar á öllum stigum. Nauðsyn á samningum GRAHAM Kelly, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnu- sambands Englands, sagði að skoðun Lenz kallaði á þörf skynsamlegra viðræðna og samninga UEFA, Evrópusam- bandsins og leikmanna. Hann sagðist ekki vi(ja sjá núverandi fyrirkomulag á félagaskiptum hverfa á einni nóttu og ráð- lagði UEFA „að vera raunhæft og skynsamt í samningum**. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.