Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 1
92 SIÐUR B/C/D tvgnnlMhifrifr STOFNAÐ 1913 215.TBL.83.ARG. FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Þingmannalaun hækkuð NEÐRI deild þýska þingsins sam- þykkti í gær að breyta stjórnar- skránni og hækka laun þingmanna um 40% á fimm árum. Jafnaðar- mannaflokkurinn, stærsti stjórn- arandstöðuflokkurinn, snerist á sveif með Kristilegum demókröt- um, flokki Helmuts Kohls kansl- ara, í atkvæðagreiðslunni. Sam- steypustjórnin var hins vegar klof- in í málinu, því Frjálsir demó- kratar lögðust gegn launahækk- uninni. Tillagan var samþykkt með 507 atkvæðum gegn 139 og fimm sátu hjá. Sérfræðingar um sögu þings- ins sögðust ekki vita til þess að stóru flokkarnir tveir hefðu áður sameinast um breytíngii á stjórn- arskránni án stuðnings eins af minni flokkunum. Efri deild þingsins á eftir að samþykkja launahækkunina, en hún hefur sætt harðri gagnrýni. „Vitið þið hvað kjósendurnir eru reiðir?" spurði dagblaðið Bild þingmennina í fyrirsögn á forsíðu. A myndinni greiðir Kohl atkvæði. Forseti Bosníu segir að ekki verði ráðist á Banja Luka Sókn Króata og múslima stöðvuð Sar^jevo, Vín, Washington. Reuter. STJÓRNARHER Bosníu og króat- ískar hersveitir hættu í gær að sækja í átt að serbnesku borginni Banja Luka í vesturhluta landsins. Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, sagði að stjórnarherinn myndi ekki ráðast á Banja Luka en setti það skilyrði fyr- ir allsherjarvopnahléi í landinu að yfirmenn serbneska hersins færu úr borginni. Sóknin hafði staðið í ellefu daga og tryggt múslimum og Króötum yfirráð yfir helmingi landsins. 130.000 serbneskir íbúar lögðu á flótta vegna bardaganna. Izetbegovic sagði að ef samið yrði um vopnahlé myndi það gilda í tvo mánuði og sá tími yrði notaður til viðræðna um varanlegan frið eftir 41 mánaðar stríð. Hann sagði að Bosníustjórn setti þau skilyrði fyrir vopnahléi að yfirmenn serbneska hersins færu frá Banja Luka, að vegir til Gorazde í austurhluta lands- ins yrðu opnaðir og umsátrinu um Sarajevo aflétt. Hermenn halda til Króatíu Embættismenn Atlantshafs- bandalagsins (NATO) og Sameinuðu þjóðanna sögðu að Serbar hefðu orðið við kröfunni um að aflétta umsátrinu ,um Sarajevo og flytja þungavopn sín frá borginni. Þeir hótuðu hins vegar hörðum loft- árásum af hálfu NATO á víghreiður Serba ef þeir stæðu ekkivið loforð sín um að hætta árásum á bosnísku höfuðborgina. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna höfðu varað ráðamenn í Sarajevo og Zagreb við því að sókn- in í norðvesturhluta Bosníu gæti stefnt friðarviðræðum í hættu. Þeir sögðu að stjórnarherinn og Króatar hefðu hætt hernaðaraðgerðum sín- um á þessum slóðum. „Sést hefur til króatískra hersveita fara yfir landamærin til Króatíu," sagði tals- maður samtakanna, Alexander Ivinko. John Shalikashvili, forseti banda- ríska herráðsins, sagði í gær að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir að senda allt að 25.000 hermenn til Bosníu ef friðarsamningur yrði und- irritaður. Bandarísku hermennirnir yrðu þó ekki nema helmingur þess liðsafla sem þyrfti til friðargæslunn- ar. Indland „Krafta- verk" í hofunum Nýju Delhí. Reuter. ÞUSUNDIR manna flykktust í gær í hof í Indlandi og Nepal eftir að sú frétt breiddist út eins og eldur um sinu að lík- neski af guðum hindúa hefðu drukkið mjólk sem borin var fyrir þau. Hofin voru troðfull af fólki sem hafði frétt að mjólk, sem var hellt á líkneski af guðinum Shiva og Ganesha, guðinum með fílshöfuðið, hyrfi með dul- arfullum hætti. Rökhyggjumenn andmæltu þessum fréttum. „Margir þeirra sem trúa á slíka atburði eru að leita að kraftaverkum og vilja ekki líta á þá með gagn- rýnu hugarfari," sagði Sanal Edamarukku, framkvæmda- stjóri Sambands indverskra rökhyggjumanna. „Kraftaverkið" rannsakað Þeir sem trúðu því að lík- neskin drykkju mjólkina voru hins vegar miklu fleiri og marg- ir snerust til hindúatrúar þegar þeir urðu vitni að „kraftaverk- inu". Þúsundir manna lögðu niður vinnu til að bíða í löngum röðum við hofin. Yfírvöld í Nýju Delhí sögðu að vísindamenn yrðu fengnir til að rannsaka hvort um kraftaverk væri að ræða. Skortur var á mjólk og yfirvöld í. Delhí gerðu ráðstafanir til að afla 100.000 lítra til viðbótar. Mjólkurverðið snarhækkaði vegna tíðindanna. Mótmæli í Manila Reuter Fulltrúadeild Bandaríkjaþings Þjarmað að Kastró Washington. Reuter. FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í gær með miklum meiri- hluta atkvæða að herða þvinganirnar gegn Fídel Kastró, leiðtoga Kúbu, og hindra erlendar fjárfestingar í landinu. Helstu ráðgjafar Bills Clintons forseta hafa lagt til að hann beiti neitunarvaldi sínu berist tillagan á hans borð óbreytt þar sem hún geti skapað spennu í samskiptum við önnur ríki og stefnt hagsmunum Bandaríkjanna erlendis í hættu. Tillagan var samþykkt með 294 atkvæðum gegn 130, sem nægir til að hnekkja neitunarvaldi forsetans. Báðar deildir þingsins verða að sam- þykkja tillöguna og óljóst er hvaða stuðning svipuð tillaga hefur í öld- ungadeildinni. MÖRG þúsund vinstrisinnaðra verkamanna og námsmanna á Filippseyjum fóru í gær í kröfu- göngur til að mótmæla fyrirhug- uðum hækkunum á bensíni. Um- ferð stöðvaðist víða í Manila vegna mótmælanna og atvinnulíf lamaðist í borginni Iligan í suður- hluta landsins. Á myndinni sjást mótmælend- ur fyrir utan forsetahðllina í Manila. Spjaldið, sem haldið er á lofti, sýnir mann með tvö andlit. Vinstri helmingurinn er andlit Fidels Ramosar forseta, en hinn helmingurinn sýnir Ferdinand Marcos, fyrrverandi einræðis- herra Filippseyja. Ýmsir stjórn- málamenn hafa vænt Ramos um að viHa setja herlög. Einvígi Kasparovs og Anands í New York Sjöundajafnteflið Ncw York. Reuter. SJÖUNDU skákirini í heimsmeist- araeinvígi Garrís Kasparovs og Ind- verjans Viswanathans Anands lauk með jafntefli í gærkvöldi eftir 25 leiki. Anand var með hvítt í skák- inni og tefld var Sikileyjarvörn. Ollum skákunum sjö hefur lokið með jafntefli og skákmeistararnir eru því með þrjá og hálfan vinning hvor. Næsta skák verður tefld í dag. Titringur vegna ummæla Waigels London. Reuter. RAINER Masera, fjárlagaráðherra ítalíu, vísaði í gær á bug ummæl- um Theos Waigels, fjármálaráð- herra Þýskalands, þess efnis að ítalir gætu ekki orðið stofnaðilar að myntbandalagi Evrópusam- bandsins (ESB). Masera sagði ummælin „vanhugsuð og óviðun- andi". Waigel lét einnig svo um mælt að erfitt yrði fyrir Hollendinga og Belga að fullnægja skilyrðum Maastricht-sáttmálans um mynt- bandalagið. „Þetta endurspeglar að nokkru leyti skoðanir almennings í Þýska- landi sem hefur miklar áhyggjur af því að missa þýska markið," sagði James Montier, hagfræðing- ur fjárfestingarfélagsins Kleinwort Benson. „Svo virðist sem það sé ekki lengur pólitískur vilji fyrir myntbandalaginu í Þýskalandi." Hagfræðingar bentu á að svipuð ummæli þýskra ráðamanna hefðu valdið gengishruni nokkurra gjald- miðla á árunum 1992 og 1993. Gengi ítölsku lírunnar lækkaði í gær en þýska markið og sviss- neski frankinn styrktust á mörkuð- um í Evrópu í kjölfar ummæla Waigels. Gengi Bandaríkjadollars lækkaði einnig og fór um tíma nið- ur fyrir 100 jen í Tókýó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.