Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stór og veglegur spjótsoddur fannst í kumlinu í Skriðdal Morgunblaðið/Rax HILMAR Bjarnason og Sigrún Sigurðardóttir, foreldrar Hilmars, afhentu Minjasafni Austurlands beinin og oddinn í gær sem sonarsonur þeirra rakst á í lok júlí, við kumlið. Þau standa hér við hlið Guðrúnar Kristinsdóttur forstöðumanns Safnastofnana Austurlands sem vinnur að uppgreftrin- um ásamt Steinunni og Guðnýju Zoega „Mjög ríkmann- lega búin gröf“ MJÖG stór og veglegur spjóts- oddur úr járni fannst við upp- gröft í gær á kumli frá víkingatímanum í landi Eyrar- teigs í Skriðdal á Fljótsdalshér- aði. Steinunn Kristjánsdóttir minjavörður Minjasafns Austur- lands sem stjórnar uppgreftrin- um segir að í fyrstu hafi verið haldið að málmhluturinn sem stakkst upp úr jörðinni væri sverð eða rýtingur, en annað hafi komið í Ijós við nánari athug- un. Spjótsoddurinn er rúmlega þrjátíu sentímetra langur með fal, og um fimm sentímetra breiður. Hann er mun stærri en oddur sá sem vegfarendur rák- ust á í júlí sl. á þessum stað. Einn- ig fundust bein úr hrossi og hundi í gær, en ekki er búið að finna nein mannabein. Steinunn segir þó næsta öruggt að um kuml sé að ræða vegna þeirra beina sem hafa fundist nú þegar og gripa sem séu ótvírætt frá vikingaöld. Mikil röskun orðin „Rannsóknin I dag hefur leitt í ljós að þetta kuml er mjög rask- að, kannski af mannavöldum eða vegna mun meiri uppblásturs en við áttum von á í fyrstu. Einnig gæti hafa runnið lækur þarna niður, t.d í leysingum, sem eigi sök á sundruninni,“ segir Stein- unn. Minjasafn Austurlands fékk i gær upplýsingar þess efnis að bóndi á nærliggjandi jörð hefði fundið kuml á þessum slóðum fyrir nokkrum áratugum, og gæti verið um sama kuml að ræða. Bóndinn tilkynnti hins veg- ar ekki um fundinn fyrr en fregnir bárust af kumlinu nú. „Mér finnst gröfin mjög rík- mannlega búin á íslenskan mæli- ICAO Þorgeir Pálsson þingforseti ÞORGEIR Pálsson, flugmálastjóri, var í gær kjörinn forseti 31. þings Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) með atkvæðum allra þing- fulltrúa, en þing- ið hófst í Montre- al í Kanada 19. september og stendur til 4. október. Kosningin þykir í senn mik- ilvæg viðurkenn- ing fyrir íslensk flugmál og störf Þorgeirs á alþjóða- vettvangi, því embætti þingforseta skipar virðingarsess í flugmálum heimsins. Þetta er í fyrsta sinn í hálfrar aldar sögu ICAO sem full- trúi Norðurlandaþjóðar er valinn til að gegna þessu starfi. Þing ICAO er haldið þriðja hvert ár. Sendinefndir frá 43 af 183 aðild- arríkjum sækja þingið að þessu sinni auk fulltrúa frá fjölmörgum alþjóðlegum samtökum og stofnun- um er tengjast flugmálum og eru fulltrúar á þinginu rúmlega 700 talsins. kvarða, nær því sem gerist á hin- um Norðurlöndunum þar sem veglegir gripir hafa fundist. Hér er algengara að fáir gripir finn- ist, svo sem einn hnífur, eitt brýni o.s.frv. Þetta er því mjög mikið sem við höfum fundið, ekki síst £ Ijósi þess að við erum nýbyijuð að grafa og rétt búin að kanna efstu jarðlögin. Þetta er greini- lega karlmannnsgröf, en hins vegar hefur ekkert fundist sem staðfestir um hvaða höfðingja er að ræða,“ segir Steinunn. Hún kveðst eiga von á grafið verði áfram til loka næstu viku og verði moldarbarðið þar sem munirnir fundust grafið upp að mestu. Svæðið sem rannsakað verður er um sextán fermetrar ^að stærð. Hægt verður að aldurs- greina spjótsoddanna með tals- verðri nákvæmi með samanburði á lögun þeirra og annarra gripa sem hafa fundist í gegnum tíð- ina, en Steinunn segir þó allt benda til að þeir séu frá því fyr- ir kristnitöku, árið 1000. „Engin kristin áhrif er hér að finna hvað varðar reglur um jarðsetningu og liggja leifarnar þvert á dalinn eins og algengt var i heiðni, þannig að ég myndi telja að kumlið sé frá 10. öld. Eg myndi segja að um merkileg- an fornleifafund væri að ræða, því að allir fundir frá víkingaöld hérlendis eru fremur sjaldgæfir. Það er heldur ekki oft sem kuml finnast, því að þau sjást illa á yfirborði og yfirleitt finnast þau vegna einhverra framkvæmda eða í uppblæstri. Það er lítið um kerfisbundna skrásetningu á fornminjum frá þessum tíma hér- lendis, þannig að mikið er ókann- að í þessum efnum.“ Ekki er um forkönnun að ræða eins og kom fram í Morgunblað- inu í gær heldur hefðbundna fornleifarannsókn undir stjórn Steinunnar. Hún segir grafið í kapphlaupi við veðrið og reynt verði að hraða rannsókninni eftir föngum, því að allt eins sé von á frostskemmdum eða öðrum þátt- um sem sett gætu strik í reikn- inginn. Óneitanlega spennandi „ Við sáum hrossabein og það sem við töldum hugsanlega göm- ul vopn, þegar við vorum á gangi í Skriðdalnum sunnudaginn 23. júlí. Við létum vita af þessu og okkur finnst óneitanlega spenn- andi að fylgjast með framgangi málsins," sagði Hilmar Hilmars- son, en 18 ára sonur hans og alnafni fann hrossabein á gangi með föður sinum og móður, Helgu Björnsdóttur, sem vakti athygli fjölskyldunnar. „Þegar við svipuðumst um sáum við fleiri bein. Auk þess stóð járn, sem okkur fannst líklegt að væri gamalt vopn, upp úr jarðvegin- um.“ Hilmar sagði að fjölskyldan hefði áhuga á sögulegum málum og fundist líklegt að þarna væri Nemendur með leign- bílum í skólana? FÉLAG framhaldsskólanema hyggst semja við leigubílastöðvar um að aka nemendum í skólann. Ævar Kvaran, starfsmaður félags- ins, segir að í flestum tilvikum sé ódýrara fyrir nema að sameinast um að taka leigubíl í skólann en nota strætisvagna. í Félagi framhaldsskólanema eru á bilinu 10-15 þúsund manns. „Þetta verður vonandi gott fyrir báða aðila og leiðir til betri þjón- ustu á lægra verði miðað við að nemendur samnýti leigubíla og um einhvern fastan akstur verði að ræða,“ sagði Ævar. Ævar segir að sé leigubíll tekinn úr Hafnarfirði að Verslunarskólan- um í Reykjavík kosti það nálægt 500-600 krónur. Séu fjórir í bílnum kosti það á bilinu 125-150 krónur. Hins vegar eru ekki fastar ferðir strætisvagna nákvæmlega á milli þessara tveggja staða og með notk- un leigubíls séu nemendur sóttir heim til sín og þeim ekið upp að dyrum skólans. Fyrirhuguð er hækkun fargjalda með strætisvögn- um Reykjavíkur í 120 krónur hver ferð hinn 1. október næstkomandi. --------» ♦ ♦--- Minningar- athöfn um Vivían Hrefnu MINNINGARATHÖFN um Vivían Hrefnu Óttarsdóttur, sem var myrt á heimili sínu í Sviss 9. september sl., verður haldin í Genf í dag, föstu- dag, en hún verður jarðsett á ís- landi. Saksóknari hefur hafið formlega rannsókn á morðinu. Það getur tek- ið marga mánuði og jafnvel ár að dómur verði kveðinn upp í því vegna seinagangs í kerfinu. Morðinginn hefur gengist við verknaðnum og situr í fangelsi. Hann hefur ekki komist í kast við lögin fyrr. kumi. Fótboltamark féll yfir dreng og slasaði hann í íþróttatíma 29 böm hafa slasast lífshættulega á 14 árum TÍU ára drengur hlaut höfuð- og hálsáverka við að lenda undir lausu fótboltamarki í leik- fímitíma í Iþróttahúsinu við Ljósafossskóla í Grímsnesi á mánudag. Að sögn Herdísar Storgaard hafa tuttugu og níu börn slasast lífshættulega þegar fótboltamörk hafa fallið yfír kviðarhol þeirra og sprengt líffæri eða lent á höfði þeirra með alvarlegum afleiðingum á síðustu fjórtán ár. Tvö barnanna eru varan- lega sködduð, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá Slysavarnafélagi Islands. Drengurinn Matthías Þorbjörn Kristjánsson staðfesti að hafa verið í leikfími þegar slysið varð. „Ég hoppaði upp á fótboltamarkið og hékk í því smástund. Eftir að ég sleppti og fór aðeins frá féll markið yfir mig. Markið lenti á hnakkarótinni. En ég man ekkert eftir högginu og mundi ekkert fyrr en pínulítið þegar við vorum komnin á kennarastofuna og kennarinn var að hringja heim. Ég man ekk- ert eftir ferðinni á sjúkrahúsið á Selfossi. Um kvöldið var ég svo fluttur á Borgarspítalann og svaf þar eina nótt,“ segir Matthías. Hann segist hafa vitað að markið var laust en ekki hafa haldið að það myndi detta. Hins vegar segist hann hafa orðið vitni að svipuðu slysi fyrir um ári. Nokkrir strákar hefðu gert sér að leik að hanga í lausu marki fyrir utan skólann. Einum strákanna hefði ekki tekist að sleppa í tæka tíð og markið hefði fallið ofan á hann með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Eftir að Matthías kom af spítalanum í Reykjavík hefur hann verið heima og ekki farið í skólann. Hann segist fínna dálítið til ennþá og er með hálskraga. Ekki er talið að hann hafi hlotið varanlegan skaða. Aðspurður sagðist hann búast við að fara aftur í skólann í lok næstu viku. Nýlegt íþróttahús Herdís L. Storgaard, barnaslysavarnafull- trúi, sagði ríka ástæðu til að brýna fyrir íþróttafélögum og sveitarfélögum að huga að því að fótboltamörk væru tryggilega fest. „ít- rekað hefur verið bent á að þessi mál verði að vera í lagi. KSÍ bað öll íþróttafélög að festa mörk sín fyrir um tveimur árum. Fjölmiðar hefðu margoft birt fréttir í tengslum við slys og Hollustuvernd sendi heilbrigðisfulltrúum bréf í vor. Ég er viss um að þeir hafa brugð- ist við og talað við ábyrgðaraðila. Hitt er svo annað mál hvemig ábendingum frá þeim hef- ur verið tekið,“ sagði Herdís um leið og hún tók fram að tækniblað með leiðbeiningum um hvernig ganga bæri frá mörkum, ætti að liggja frammi á tæknideildum bæjarfélaganna. Herdís tók fram að þegar slys hlytust af lausum fótboltamörkum væru áverkarnir alltaf alvarlegir. „Ég spyr því: Hvað þarf til að menn taki sig á og festi mörkin niður? Fleiri en 29 börn sem hafa slasast lífshættulega?“ sagði hún. Kolbrún Matthíasdóttir, móðir Matthíasar, tók undir hvatningu Herdísar um að séð væri um að mörk væru tryggilega fest. Hún sagði alvarlegt ef ekki væri hægt að treysta því að börn væm örugg í skólanum og öryggisbúnaður í nýjum íþróttahúsum væri eins og best væri á kosið. íþróttahúsið við Ljósavatnsskóla var tekið í notkun í fyrra- haust. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er verið að gera ráðstafanir til að hægt sé að festa fótboltamarkið í íþróttahúsinu með ein- földum og öruggum hætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.