Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Listamenn mótmæla tillögum um að flytja tómstundastarf í Ketilhúsið Húsið í lykilhlutverki Listamiðstöðvar í Grófargili TIL umfjöllunar eru í íþrótta- og tómstundaráði tillögur um að færa tómstundastarf sem verið hefur á Punktinum í Ketil- húsið í Grófargili. Bæjarstjóra, Jakobi Björnssyni, var fyrir fund bæjarráðs í gærmorgun afhentur undirskriftarlisti með 19 nöfnum, einkum listamanna á sviði tónlistar, myndlistar og leiklistar þar sem slíkum áform- um er mótmælt. Þar segir að vegna hugmynda sem fram hafi komið um að taka Ketilhúsið undan yfir- stjórn menningarmálanefndar og þar með úr samhengi við Listagilið og nota það sem eins konar tómstundamiðstöð vilji undirritaðir árétta að Ketilhús- ið hafa frá upphafi gengt lykil- hlutverki í áformum um Lista- miðstöðina í Grófargili, sem góð sátt hafi náðst um í bæjarfélag- inu. Þarf ekki að kosta miklu til „Það er ljóst að hægt er að taka Ketilhúsið í notkun fyrir margvíslega listastarfsemi, án þess að til þess þurfi að kosta miklu fé í upphafi," segir í list- anum til bæjarráðs og að Gilfé- lagið hafi lagt fram tillögur þar um sem njóti stuðnings menn- ingarmálanefndar. „Við lýsum yfir stuðningi við framkomnar tillögur Gilfélags- ins um nýtingu Ketilhússins enda teljum við þær best falln- ar til að styðja áframhaldandi viðgang þeirrar starfsemi Listasumars og Gilfélagsins sem verið hefur í húsinu undan- farna mánuði og er fyrirhuguð áfram. Þess vegna mótmælum við því að Ketilhúsið verði skil- ið frá listastarfseminni með þeim hætti sem íþrótta->og tóm- stundaráð leggur til. Tillögur þessa efnis eru sem fyrr segir til umfjöllunar hjá Iþrótta- og tómstundaráði og sagði Guðmundur Jóhannsson sem sæti á í ráðinu að enn hefðu ekki verið lagðar fram mótaðar tillögur í þessum efnum, en verið væri að vinna að málinu. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson LISTAMENN vilja nýta Ketilhúsið í Grófargili undir listastarf- semi af ýmsu tagi, en til umfjöllunar er í Iþrótta- og tómstunda- ráði tillaga um að flytja starfsemi Tómstundamiðstöðvarinnar Punktsins í húsið. Ragnheiður Ólafsdóttir og aðrir Gilfélagar eru því mótfallin. Háskólinn á Akureyri Gyða Har- aldsdóttir ráðin lektor GYÐA Haraldsdóttir hefur verið ráð- inn í starf lektors í sálarfræði við Háskólann á Akureyri. Hún fæddist árið 1953, lauk BA- prófi í sálfræði við Háskóla íslands 1978 og doktorsprófi í sömu grein frá The Victoria University of Manc- hester árið 1983. Doktorsverkefni hennar fjallar um gildi örvunar og viðhalds tiltekinna ósjálfráðra við- bragða fyrir þroskaframvindu barna með Down’s heilkenni. Hún hefur frá 1989 verið for- stöðumaður Ráðgjafar- og greining- ardeildar á Svæðisskrifstofu fatlaðra á Norðurlandi eystra, þar sem hún hefur m.a. athugað þroska og ýmiss konar frávik í þroska og hegðun hjá börnum og fullorðnum. Þá hefur hún unnið að skipulagningu og eftirfygld meðferðarúrræða og ráðgjöf við for- eldra og starfsmenn. Nýlega öðlaðist hún viðurkenningu menntamála- ráðuneytis sem sérfræðingur á sviði fötlunarsálfræði. Við háskólann mun Gyða einkum kenna þroskasálfræði og námssál- fræði, en hún hefur störf við skólann 1. janúar næstkomandi. -----» ♦ »----- BÉTVEIR um helgina FURÐULEIKHÚSIÐ sýnir í sam- vinnu við Leikfélag Akureyrar barnaleikritið BÉTTVO í Sam- komuhúsinu um helgina. Þtjár sýningar verða á sunnudag, kl. 13.30, 15.00 og 17.00. Á mánu- dag verða tvær sýningar, kl. 10.00 og 17.00. Þetta eru síðustu sýning- arnar á Akureyri, en á þriðjudag verður leikritið sýnt á Vopnafirði. Leikritið er byggt á samnefndri bók Sigrúnar Eldjárn og fjallar um tvíhöfða geimstrák sem kemur til jarðarinnar. Morgunblaðið/Hólmfríður Vegaframkvæmdum lokið í Grímsev nsey. t/ VEGAFRAMKVÆMDUM í Grímsey er nú lokið og er það aðeins á eftir áætlun, enda gekk verkið ekki áfallalaust fyrir sig. Síðasti skammturinn af tjöru kom með Sæfara á mánudagskvöld. Var vestankaldi og leiðindaveður og gekk sjórinn yfir hafnargarðinn á meðan dælt var yfir í tankbílinn og aðstæður því allar erfiðar en jafnframt vel af sér vikið hjá Örlygi Ingólfssyni skipstjóra að komast upp að. í gær fór Sæfari fyrri ferðina með tæki og verður seinni ferðin farin í dag. Grímseyingar eru afar ánægðir með þessar miklu vegabætur, bundið slitlag komið á nær allan veginn. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson Páll Sólnes sýnirí Ketilhúsi PÁLL Sólnes opnar sýningu í Ketilhúsinu í Grófargili á morg- un, laugardaginn 23. september. Páll stundaði listnám við Skol- en for Brugskunst í Kaupmanna- höfn 1978-1982 og var búsettur þar um árabil, hélt einkasýning- ar og tók þátt í samsýningum. Hann sýndi á Akureyri árið 1984 ogáísafirði 1990. Á sýninguni í Ketilhúsinu eru 15 olíumálverk, flest máluð á Akureyri á þessu ári. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 til 18.00 og stendur til 8. október. Bæjarráð Akvörðun um húsa- leigubæt- ur frestað BÆJARRÁÐ Akureyrar frestaði á fundi sínum í gær að taka ákvörðun um hvort greiddar verði út húsaleigu- bætur á næsta ári í sveitarfé- laginu, en félagsmálaráðu- neyti hefur minnt sveitar- stjórnir á að ákvörðun þurfi að liggja fyrir 1. október næst- komandi. Á fundi bæjarráðs var ekki gerð athugasemd við útgáfu leyfis til Sigurðar Einarssonar til að reka veitingastað að Strandgötu 53 og bera fram veitingar utanhúss framan veitingarstaðarins. Þá var á fundi bæjarráð samþykkt að rífa húseignina Strandgötu 53B fyrir næstu áramót og jafnframt að segja upp leigusamningi við Sigl- ingaklúbbuinn Nökkva um bráðabirgðaafnot af hús- næðinu. Bæjarráð fól tæknideild bæjarins á fundinum í gær að kanna hvernig grunnvatns- stöðu og grunnvatnsrennsli er háttað á kirkjugarðssvæðinu og hvort raunhæft sé að fram- ræsa landið frekar en þegar hefur verið gert, en kirkju- garðsnefnd hefur farið fram á að úrbætur verði gerðar vegna jarðvatns í kirkjugarðinum við Þórunnarstræti. Bæjarráð óskaði eftir að leitað yrði sér- fræðiráðgjafar jarðfræðings og vill að greinargerð verði lögð fyrir bæjarráð. Erindinu var að öðru leyti vísað til gerð- ar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Forgangslisti í íþróttamálum Bæjarstjórn hefur ekki sam- þykkt listann ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð hefur samþykkt stefnu í upp- byggingu íþróttamála til næstu þriggja ár þar sem verkefnum er raðað í for- gangsröð. Bæjarstjórn Akur- eyrar hefur ekki tekið afstöðu í málinu, en ranglega var frá því sagt í blaðinu í gær að bæjarstjórn hefði samþykkt stefnu Iþrótta- og tómstunda- ráðs. Fjallað verður um for- gangslista ráðsins í tengslum við seinni umræðu um þriggja ára áætlun um rekstur og framkvæmdir á vegum Ak- ureyrarbæjar á fund bæjar- stjórnar 10. október næstkom- andi. Um sálina GARRETT Barden heimspeki- prófessor við university Col- lege í Cork á írlandi flytur opinn fyrirlestur á vegum kennaradeildar Háskólans á Akureyri á morgun, laugar- daginn 23. september kl. 14. í stofu 24 í húsi skólans við Þingallastræti. Fyrirlesturinn nefnist „Um sálina“ og fjallar um ólíkar hugmyndir um eðli manns- sálarinnar. Hann er öllum opin enda sérstaklega saminn fyrir almenning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.