Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Lögfræðingar á Vestfjörðum stofna með sér félag Sýslumað- urinnfyrsti formaðurinn Isafirði - Starfandi lögfræðingar á Vestfjörðum stofnuðu með sér félag á föstudaginn var. Fór stofn- fundurinn fram á Hrafnseyri í Arnarfirði, fæðingarstað Jóns Sig- urðssonar. Á stofnfundinum voru sam- þykkt lög félagsins auk þess sem fyrsta stjórnin var kjörin. f henni eiga sæti þeir Jónas Guðmunds- son, sýslumaður á Bolungarvík, formaður, Ríkharður Guðmunds- son, sýslumaður á Hólmavík og Tryggvi Guðmundsson hdl. á ísafírði. Að afloknum stofnfundinum var efnt til kvöldverðar að Hótel Flókalundi í Vatnsfirði. Á fundin- um var einnig ákveðið að efna til fræðslufundar þar sem fenginn yrði fyrirlesari til að upplýsa lög- mennina um ýmis mál er lög- mannsstarfið varðar. Af sem áður var ÞAÐ ER af sem áður var þegar Oræfin vestan við Snæfellið, sem heita Vesturöræfi, eru smöluð. Áður fyrr voru öræfin eingöngu smöluð á hestum en eru núna aðallega smöluð á fjór- hjólum, bílum og fótgangandi. Einnig sjást nokkrir hestar með í för. Fréttaritari tók myndina þegar lagt var af stað í fyrstu göngur vestur á öræfi frá Sauðahnúk nú í haust. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir FULLTRUAR Kiwanishreyfingarinnar ásamt starfsmönnum réttargeðdeildarinnar á Sogni. Hveragerði - Kiwanismenn hafa tilkynnt þá ákvörðun að hluti af söfnunarfé því sem safnast mun í landssöfnun Kiw- anis 21. október nk. renni til verndaðs vinnustaðar á Sogni í Ölfusi. Þessi ákvörðun Kiwanis- manna var tilkynnt formlega á Sogni síðastliðinn mánudag. Þriðja hvert ár stendur Kiwanishreyfingin á íslandi fyrir sérstöku söfnunarátaki. Hefur sá dagur gengið undir nafninu K-dagurinn og þjóðin ávallt stutt dyggilega þetta átak Kiwanismanna. Hrafn Sveinbjörnsson, frá K-dagsnefnd, sagði m.a. í ávarpi, að fjármunir þeir sem safnast hafa hefðu ávallt runnið til málefna geðsjúkra hér á landi. Kiwanismönnum væri það mikið kappsmál að vel væri búið að þessum málaflokki og nefndi hann Bergiðjuna sem Kiwanis styrkir rétt- argeðdeild- ina á Sogni dæmi um stað sem Kiwanis hef- ur stutt við bakið á í gegnum árin. I ár var ákveðið að veita starfseminni á Sogni lið og veita hluta söfnunarfjárins til upp- byggingar verndaðs vinnustað- ar á Sogni í Ölfusi, en þar fer fram meðferð fyrir geðsjúka afbrotamenn. Á Sogni dvelja nú 7 vistmenn. Stofnunin var opn- uð í október 1992 og þar hafa dvalið 11 vistmenn frá upphafi. Að sögn Grétars Sigurbergs- sonar, yfirlæknis, fer mikið frumkvöðlastarf fram að Sogni. „Engin hefð hefur verið fyrir meðferð geðsjúkra afbrota- manna á Islandi og af því leiðir að öll mótun meðferðarstefnu fyrir þessa einstaklinga hefur komið í hlut okkar hér á Sogni. Hér fer fram ýmiss konar með- höndlun með það að markmiði að aðlaga vistmenn þjóðfélag- inu að nýju. Gera vistmenn vinnuhæfa og hættulausa um- hverfi sínu. Til þess að ná þess- um markmiðum fer hér fram margvísleg starfsemi og er ekki að efa að stuðningur Kiwanis- hreyfingarinnar kemur í góðar þarfir.“ Þess má geta að nefnd Evr- ópuráðsins um meðferð fanga gaf starfseminni á Sogni mikið hrós fyrir góðan aðbúnað, með- ferðaranda og færni starfs- fólks. r UTSOLUMARKAÐUR Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FRÁ aðalfundi NAUST á Egilsstöðum. V Tegund: Greenies • Stærðir: 27-35 • Litir: Grænir.vínrauðir Ath! Ullarfóðraðir,hlýir og góðir með grófum gúmmísóla Ioppskórinn ÚTSÖLUMARKAÐUR AUSTURSTRÆTI 20 • sími 552 2727 Póstsendum samdægurs Aðalfundur NAUST Rætt um landslags- vernd og umhverfismál Egilsstöðum - Aðalfundur NAUST, Náttúruverndarsamtaka Austur- lands, var haldinn í Hótel Vala- skjálf á Egilsstöðum. Fyrirlesarar voru Sigmundur Einarsson jarðfræðingur og ritstjóri Náttúrufræðingsins. Flutti hann erindi um landnotkun og landslags- vernd. Auður Sveinsdóttir, formað- ur Landverndar, ræddi um svipmót landslags og skipulag. Ragnar PABBI/MAMMA Allt fyrir nýfædda barniö ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 - S. 5512136 Kristjánsson, starfsmaður Náttúru- verndarráðs, talaði um efnistöku og landslagsvernd og Helgi Hall- grímsson flutti erindi um skógrækt og landslagsvemd á Héraði. Áhuga- hópur innan NAUST lagði áherslu á mikilvægi kynningar og umræðu um fyrirhugaðar virkjanafram- kvæmdir norðan og austan Vatna- jökuls og hvatti til þess að ráð- stefna yrði haldin um málið. í framhaldi af fundinum var hald- ið upp á 25 ára afmæli samtakanna og var Hjörleifi Guttormssyni veitt viðurkenning fyrir störf í þágu þeirra en hann stofnaði samtökin fyrir aldaríjórðungi. Formaður NAUST er Heimir Þór Gíslason. Sjálfstæðismenn á Vestfjörðum Matthías heiðurs- félagi AÐALFUNDUR Kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum var haldinn að Núpi í Dýra- fírði 9. og 10. september sl. Heiðursgest- ur fundarins var Matthías Bjarnason fyrrum al- þingismaður og ráðherra. Á fundin- um ríkti sam- hugur og eindrægni um að styrkja stöðu Vestfjarða svo búseta yrði þar lífvænlegri. Þorsteinn Víglundsson, við- skiptafræðingur, flutti erindi um fiskveiðistjórnun Evrópu- sambandsins. í hófí á laugardagskvöldið var Matthías Bjarnason gerður heiðursfélagi kjördæmisráðs- ins og þökkuð áralöng og far- sæl störf í þágu vestfirskrar byggðar. Formaður kjördæmisráðs- ins var kjörinn Geirþrúður Charlesdóttir, ísafirði. Áðrir í stjórn eru Björg Guðmunds- dóttir, Bolungarvík, Kristján Kristjánsson, ísafirði, Þórir Örn Guðmundsson, Þingeyri og Gísli Ólafsson, Patreksfirði. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir SÉRA Tómas Guðmunds- son og eiginkona hans, Anna Sveinbjörnsdóttir, Séra Tóm- as kveður Hveragerð- issöfnuð Hveragerði - Fjöldi Hver- gerðinga vottaði sr. Tómasi Guðmundssyni og eiginkonu hans Önnu Sveinbjömsdóttur virðingu sína og þakklæti fyrir vel unnin störf við sérstaka kveðjuguðsþjónustu í Hvera- gerðiskirkju sl. sunnudag. Tónlistarflutningur setti mikinn svip á guðsþjónustuna, barnakór söng og kirkjukórinn lagði sitt af mörkum ásamt hljóðfæraleikurum og ein- söngvurum. Sr. Tómas Guðmundsson hefur þjónað Hveragerðis- og Kotstrandarsókn í tæpan aldarfjórðung. Framan af þjónaði hann einnig Hjalla, Þorlákshöfn og Selvogi og var prestakallið þá eitt það stærsta á Suðurlandi. Síðustu árin hef- ur sr. Tómas einnig gegnt embætti prófasts í Árnespróf- astsdæmi. Hinn 1. október nk. mun sr. Jón Ragnarsson taka við emb- ætti prests í Hveragerðis- og Kotstrandarsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.