Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 21 LISTIR HAUKUR Dór opnar sýningu í Gallerii Fold á morgun, Iaugardag. Haukur Dór í Gall- eríi Fold SÝNING á málverkum eftir Hauk Dór verður opnuð í Gall- eríi Fold við Rauðarárstíg á morgun, laugardag kl. 15. I kynningarhorni gallerísins verða sýndar grafíkmyndir eftir Birnu Matthíasdóttur. Haukur Dór stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykja- vík 1958-62, The Edinburgh College of Art, Skotlandi 1962-64, Kunstakademiet í Kaupmannahöfn, 1965-67 og í Visual Art Center í Bandaríkj- unum 1982. Hann lagði stund á málaralist og leirmunagerð og hefur dvalist langdvölum í Bandaríkjunum, á Spáni og í Danmörku. Nú er Haukur Dór kominn heim og búsettur á Stokkseyri. Hann hefur haldið ljölda einka- sýninga hér á landi og erlendis og tekið þátt í mörgum samsýn- ingum. Birna stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur, Myndlista- og handíðaskóla Is- lands, Forum grafikskólanum í Malmö, Winchester School of Art, Spáni og í Winchester Englandi. Birna hefur haldið einkasýn- ingar í Bretlandi og Svíþjóð og tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún er búsett í Bretlandi. Sýningin stendur til 8. októ- ber og er opið daglega kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18. Eiríkur Smith NÚ STENDUR yfir í Hafnar- borg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, sýning á nýj- um málverkum eftir Eirík Smith. A sýningunni er að finna ol- íumálverk og vatnslitamyndir, allt verk sem Eiríkur hefur unn- ið á síðustu tveimur árum. Sýningunni lýkur 25. sept- ember og er opin frá kl. 12-18 alla daga. Síðasta sýn- ingarhelgi SÝNINGUM Ragnheiðar Hrafnkelsdóttur, Huldu Ág- ústsdóttur, Andreas Karl Schulze og Jóns Laxdal Hall- dórssonar í Nýlistasafninu Iýk- ur nú á sunnudag. Sýningarnar eru opnar dag- lega-frá kl. 14-18. Sýning Sigurborgar í LISTHÚSI 39, Strandgötu 39 í Hafnarfirði, stendur nú yfir sýning á olíumálverkum eftir Sigurborgu Jóhannsdóttur. Verkin eru öll unnin á þessu ári og er þetta síðasta sýningar- helgi. Þetta er önnur einkasýning Sigurborgar og er hún opin virka daga frá kl. 10-18, laug- ardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18. Verur MYNPOST Listhúsið Úmbra MÁLVERK MARGRÉT REYKDAL Opið þriðjudaga til laugardaga frá 13-18, sunnudaga 14-18, til 4. október. Aðgangur ókeypis. RÝMIÐ gegnir miklu hlutverki í dúkum Margrétar Reykdal, en á allt öðrum forsendum en hjá þeim sem vinna út frá rými sýningarsal- anna sjálfra. Þannig er ekki um að ræða innsetningu í rými í venju- legum skilningu, heldur vinnur hún í rými sjálfs myndflatarins. Hún staðsetur fígúrur inn í sam- þjappaða miðlæga formaheild, sem í eðli sínu nálgast að vera hrein strangflatalist, umgerðin þung og brotin, en í miðbiki er sem gluggi eða skjár opnist inn í mynd- verkið. Þar sitja eða standa fígúr- í rými ur, ein eða fleiri, lokaðar inni í eigin sjálfi, umkomulausar og veikburða. Manni dettur lífsfirring nútímans í hug og smæð mannsins í vélrænum og miskunnarlausum tækniheimi. Lífsfirringin og háskinn virðast alltaf hafa staðið nærri mynd- sköpun Margrétar og form mynda hennar oftar en ekki óákveðin og krampakennd. Svo er einnig að hluta til að þessu sinni, en nú virðist hún vera að rjúfa þennan óskilgreinda vítahring og vera á leiðinni til fjölþættari og mark- vissari vinnubragða. Litrófið er safaríkara og hér er myndin „Undur“ (6) gott dæmi um það, einnig myndirnar „Tvö inni“ (10) og „Felur“ (11), auk þess sem formin eru léttari og lífrænni, meiri stígandi í þeim en í annan tíma. Trúlega sætir þó myndin „Ljós í glugga" (7), mestum tíðindum fyrir sértæka og markvissa bygg- ingu og efniskenndan litastyrk. Hún ætti líka að vera inni í mynd- inni uin núviðhorf á Norðurlönd- um, því rannsóknir á ljósbrigðun- um eru aftur á dagskrá sbr. sýn- inguna „Níu spursmál um ljósið“ sænskt málverk 1873-1995“, sem opnuð verður á Núlistasafninu í Stokkhólmi um næstu helgi. Bragi Ásgeirsson. 1 1 11 I_1 IJI II u ».J 11 11 I s I s. Ifsköttun og flókið skattkerfi leiða til undan- skota og misréttis. Þess vegna verður skatt kerfíð að vera réttlátt og skilvirkt. A Ð C Einfalt og skilvirkt skattkerfi dreg- '. ur úr svartri atvinnustarfsemi og eílir um leið heilbrigða samkeppni. íslendingar eiga enn eflir að sníða ýmsa vankanta af skattkerfi sínu og gera það skilvirkara. Lækkun virðisaukaskatts í sam- ræmi við það sem tíðkast í helstu Evrópuríkjum myndi stnðla að betri skattskilum, draga úr svartri vinnu og styrkja samkeppnisstöðuna. Afnema bervörugjald eða satneina það virðisauka- skatlkerfinu því að tvöfalt kerfi neysluskatta leiðir til I •Afnema á vörugjald eða sameina það virðisaukaskatti. • Hœtta mismunun sem misliátt Iryggingargjalclfelur í sér. • Leggja þarfniður stimpilgjald. • Hœtta sérstökum sjómanna- afslœtti. brenglunar í hagkerfínn. Að auki þarf að afnema þann ójöfnuð sem felst í misháu tryggingargjaldi og leggja niður forneskjulega skatta á borð við stimpilgjald. Samtök iðnaðarins álíta að sérstök skattmeðferð fyrir einstakar atvinnugreinar eða starfshópa sé dærni um úreltan hugsunarhátt. Q) SAMTÖK IÐNAÐARINS LJ L.l II ■ 1 1.1 II 1 J I I U II II 11 "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.