Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ SYFI-fréttir Á UNDANFÖRN- UM mánuðum hafa verið í fjölmiðlum miklar umræður um málefni Slysavarnafé- lags íslands og þá sér- staklega vegna starfs- mannamála. Margir hafa velt því fyrir sér hvað sé í raun og veru að gerast innan vé- banda SVFÍ því þegar slík umræða kemur upp á yfirborðið þá sé jafnan nokkuð á und- an gengið sem skýrir málið. Á landsþingi SVFÍ sem haldið var í Hafnarfirði á vordögum 1992 var Einar Sigur- jónsson kjörinn forseti félagsins og voru ekki allir á eitt sáttir við þá skipan mála. í framhaldi af kjöri Einars sem forseta ákvað þáverandi framkvæmdastjóri að láta af störfum hjá félaginu og hverfa til annarra starfa. Fljótlega var auglýst eftir nýj- um framkvæmdastjóra og bárust nokkrir tugir umsókna um starfíð og voru þar á meðal margir hæfir einstaklingar. Eftir að umsóknirn- ar höfðu verið til skoðunar hjá stjóm félagsins í nokkurn tíma var ákveðið að ráða núverandi fram- kvæmdastjóra, Esther Guðmunds- dóttur, til starfsins. Þessi ákvörð- un mun hafa verið tekin eftir að utanaðkomandi aðili hafði haft samband við menn innan stjórnar til ,að hafa áhrif á ákvörðunartöku í málinu. Nokkrir stjórnarmenn og þá einkum menn innan fram- kvæmdaráðs félagsins töldu að með þessari ráðningu væri verið að tryggja félaginu beinan aðgang að æðstu stjóm björgunarmála í landinu og jafnframt að tryggja félaginu yfírburðastöðu í neyðar- símamálinu, þ.e. að greiða fyrir því að félaginu yrði falin rekstur Guðbjörn Ólafsson í margar gerðir bíla Mjög gott verð. neyðarnúmerins 112. Fljótlega eftir að hinn nýi fram- kvæmdastjóri tók við störfum fóra að koma upp alvarleg sam- skiptavandamál inn- anhúss í höfuðstöð- vum félagsins á Grandagarði 14. Framkvæmdastjórinn virti ekki þær stjóm- unarlegu boðleiðir sem uppsettar voru í ráðningarsamningum starfsmanna, gekk framhjá yfírmönnum er hann hafði afskipti af undirmönnum þeirra og miðlaði ekki þeim upplýsingum sem nauð- synlegar voru til þess að starfsem- in gengi snurðulaust fyrir sig. Ekki er vitað til þess að fram- kvæmdastjórinn hafi leitað eftir því að stjórnkerfi félagsins yrði breytt til samræmis við upptekna stjórnunarhætti. Starfsmenn sem ræddu þau vandamál sem upp voru komin við einstaka stjórnarmenn töluðu jafn- an fyrir daufum eyram. Fljótlega fór svo að koma í ljós að þeir starfsmenn sem höfðu sjálfstæðar skoðanir og létu þær í Ijós vora ekki taldir æskilegir lengur og var þá markvisst farið að ganga fram hjá þeim og snið- ganga í starfí. Eðlileg skoðana- skipti og rökræður um leiðir urðu hættulegar starfsöryggi manna. Hinn 20. október 1994 hófst atlagan að „óæskilegum“ starfs- mönnum með brottvikningu deild- arstjóra björgunardeildar félags- ins fyrir þær sakir að hann var trúr því verkefni sem hann hafði hjá félaginu, þ.e. stóð vörð um hagsmuni björgunarsveita þess og vildi efla björgunarþáttinn í starfí félagsins. Allir starfsmenn félags- ins utan tveir, framkvæmdastjór- inn og leiðbeinandi sem nýlega hafði hafíð störf hjá Slysavarna- skóla sjómanna, mótmæltu þessari brottvikningu harðlega og lýstu áhyggjum sínum yfír þeirri skerð- ingu á starfsöryggi sem við blasti að uppteknum þessum nýju stjóm- arháttum. Fljótlega kom svo í ljós að aftökulistinn var lengri. Forystu af hálfu stjórnar í þeim aðgerðum, sem á eftir fylgdu, höfðu í fýrstu framkvæmdastjór- inn, forseti félagsins, Gunnar Tóm- asson, fyrsti varaforseti og Garðar Eiríksson gjaldkeri, en fljótlega kom fram að við forystu höfðu tek- ið gjaldkeri og fyrsti varaforseti. Kom nú berlega í ljós að forsetinn var ekki starfinu vaxinn, hann hafði ekki næga yfirsýn yfír starf- semina, gerði sér ekki grein fyrir eðli og orsökum þeirra vandamála sem upp vora komin og gat ekki sætt ólík sjónarmið né veitt þá for- ystu sem nauðsynleg var. Fyrsti varaforseti og gjaldkeri höfðu tekið forastuna og gerst sérstakir tals- menn stjómar en af skoðunum for- seta bárast engar fregnir. Nú hefur þremur starfsmönnum verið sagt upp störfum og tveir hafa sagt upp störfum sjálfír og era þeir allir hættir nema einn sem hættir í lok september. Sjötti starfsmaðurinn sætir nú þegar þetta er skrifað sérstökum refsiað- gerðum yfírboðara sinna vegna greinar eftir hann „Tilkynninga- skylda - svar til Einars Siguijóns- sonar“ sem birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst sl. Ekki er ljóst hveijar lyktir verða á hans máli. Þremur starfsmönnum var ekki gefinn kostur á að vinna út samnings- bundinn uppsagnarfrest. Til þessa hefur þessi vandræðagangur framkvæmdaráðs í samskiptum við starfsmenn félagsins kostað það 2,5-3 milljónir króna í laun Þeir starfsmenn sem höfðu sjálfstæðar skoð- anir og létu þær í ljós, ----------------------- segir Guðbjörn Olafs- son, voru ekki taldir æskilegir lengur. til starfsmanna fyrir uppsagnar- fresti er starfsmönnum sem hættu störfum var meinað að vinna svo og vegna miskabóta o.fl. Þeim starfsmönnum sem vikið hefur verið fyrirvaralaust frá störfum hefur að sjálfsögðu ekki gefíst neitt svigrúm til að miðla til eftirmanna sinna upplýsingum varðandi það starf sem horfið var frá, þannig að með þessum starfs- mönnum hefur horfið frá félaginu mikið magn þekkingar og starfs- reynslu. Sérstaklega hefur þetta komið hart niður á björgunardeild félagsins, þar sem þaðan hafa horfíð frá störfum starfsmenn með yfirgripsmikla þekkingu á björg- unarmálum, málefnum kafara, áfallahjálp og rekstri og þróun Tilkynningaskyldu ísl. skipa, t.d. er þegar komin upp sú staða að félagið hefur misst niður þá for- ystu sem það hafði um uppbygginu og þróun sjálfvirkrar tilkynninga- skyldu. Grein Einars Siguijóns- sonar forseta félagsins í Morgun- blaðinu 3. ágúst sl. er sorglegt dæmi um afleiðingar þessa. Hér hefur stjórn félagsins sýnt vítavert gáleysi, því ein af frum- skyldum stjórnarinnar hlýtur að teljast vera það að standa vörð um þá þekkingu og reynslu sem til staðar er innan félagsins hvort sem í hlut eiga starfsmenn eða félagsmenn. í lögum félagsins þar sem fjall- að er um tilgang þess er efst á lista þetta markmið: „Að sporna við hverskonar slysum og vinna að því að hjálpa þeim sem lenda í háska.“ Hver sú athöfn stjórnar sem veikir þetta markmið er víta- verð og er það lífsspursmál fyrir Slysavarnafélag íslands og alla þá sem kunna að þurfa á aðstoð þess að halda í framtíðinni að slíkt atferli stjórnar félagsins leggist af hið allra fyrsta. Innan deilda og björgunarsveita félagsins eru hundruð manna og kvenna sem leggja af mörkunum óhemjumikið sjálfboðaliðastarf auk þess sem margir björgunar- sveitarmenn verða af tekjum þeg- ar þeir taka þátt í björgunarstörf- um sem tíðum koma upp á þeirra vinnutíma. Ekki hafa komið fram neinar kröfur um að mönnum sé bætt slíkt tekjutap. Forseti félagsins hefur farið fram á það að vera launaður í hálfu starfi fyrir félagið og innan stjórnar þess er nú til umræðu að launa stjórnarmenn sérstaklega fyrir þeirra stjórnarstörf og fínnst nú ýmsum að stjórnarfólk sé nú farið að ljarlægjast hinn almenna félagsmann nokkuð mikið og ótt- ast að með þessu sé vegið að sjálf- boðaliðastarfinu. Vegna þess sem hér að framan hefur verið rakið hafa ýmsir fé- lagsmenn vakið máls á því að nauðsynlegt sé að boða nú þegar til aukalandsþings til að fjalla um þá stöðu sem félagið er komið í og leita leiða til úrbóta. Eðlilegt væri að ef meira en helmingur deilda og björgunarsveita félags- ins færu fram á að boðað yrði til aukalandsþings þá sé það gert. Lög félagsins eru hinsvegar þeim annmörkum háð að einungis stjórn félagsins getur boðað til aukalandsþings en innan stjórnar er ekki vilji til þess. Tíminn fram til næsta reglulegs landsþings sem verður í maí 1996 getur reynst félaginu dýrkeyptur ef núverandi stjórn þess snýr ekki af þeirri braut sem hún hefur markað sér. Skylt er að fram komi að innan stjómar félagsins er minnihluti sem lagst hefur gegn þeim stjórn- arháttum sem að framan er lýst. Höfundur erfyrrv. skrifstslj. SVFÍ. Samkeppni krefst betra skattkerfis sem AÐ undanförnu hef- ur samkeppni stórauk- ist á íslandi. Sam- keppni milli fyrirtækja innanlands hefur auk- ist og aðrar atvinnu- greinar sem ekki áttu áður í erlendri sam- keppni eru nú orðnar samkeppnisgreinar. Dæmi um þetta er byggingariðnaður og ýmsar þjónustugreinar svo sem á sviði fjár- mála, samgangna og vátrygginga. Reyndar hefur almenningur á íslandi ekki notið sem skyldi þeirra tollalækkana samið var um t.d. í EES-samningn- um, því íslensk stjórnvöld ákváðu að mæta tollalækkunum með hækkun vörugjalda og allir þekkja íslensku útfærsluna á GATT-samn- ingnum sem tryggja átti aukin við- skipti og tollalækkanir á landbún- aðarvörum. Vitað er og viðurkennt að þeir sem keppa þurfa að standa jafnt að vígi. Þegar þjóðfélag okkar er að mestu opið fyrir samkeppni á flestum sviðum er þess vegna höf- uðnauðsyn að starfsskilyrði ís- lenskra fyrirtækja séu ekki lakari en keppinautanna. íslensk stjórn- völd virðast þó hafa átt erfitt með að skilja að innganga okkar í EFTA kallaði á bætt starfsskilyrði fyrir iðnaðinn en skilningur á þessu virð- ist nú fara vaxandi eftir því sem samkeppnisgreinunum fjölgar og samkeppnin eykst. Samkeppni um framleiðslu, fjármagn og fólk Þótt skattlagning sé ekki sam- ræmd í löndum ESB og EES- samningurinn fjalli ekki um skattamál er augljóst að á opnum innri markaði eru einstök lönd í rauninni í samkeppni um fram- leiðslu, fjármagn og fólk. Ef skatt- ar hér eru óhagstæðari en í öðrum löndum verða okkar fyrirtæki und- ir í samkeppninni og framleiðslan flyst úr landi. Samkeppni um er- Sveinn Hannesson lenda fjárfestingu er hörð og þar skipta skattarnir höfuðmáli. Ef okkar framleiðsla verður undir og fjár- magnið leitar annað glatast störfin og fólkið flytur úr landi. Þótt talsvert hafi áunnist í því að laga íslenska skattkerfið að því sem gerist og gengur í nágranna- og samkeppnislöndum okkar er þó enn margt ógert og því miður miðar allt of hægt því allar tafír á nauðsyn- legum úrbótum skaða okkur sjálf. Ég nefni hér sem dæmi að það olli íslensku atvinnulífí ómældu tjóni að það skyldi taka stjórnvöld tvo áratugi að uppfylla loforðið, sem gefíð var við inngöngu okkar í EFTA, að taka upp virðisaukaskatt í stað söluskatts. Það er úreltur og háska- legur hugsunarháttur, segir Sveinn Hannes- son, að mismuna megi einstaklingum eða atvinnugreinum í skatta- málum. Nauðsynlegar breytingar á skattkerfinu Einn stærsti gallinn á okkar skattkerfi er að við búum enn við tvöfalt kerfí neysluskatta með tveggja þrepa virðisaukaskatti og sjö þrepa vörugjaldi sem í reynd er ekkert annað en gamli söluskatt- urinn afturgenginn með öllum hans göllum, mismunun og neyslu- stýr- ingu. Það er forgangsverkefni að afnema vörugjaldið eða sameina það virðisaukaskattinum. Skoða þarf hiklaust og án tafar upptöku veiðileyfagjalds en á móti verði virðisaukaskattur lækkaður að sama skapi. Lækkun virðisauka- skatts í átt til þess sem þekkist í flestum Evrópulöndum myndi stuðla að betri skattskilum, bæta skattskil og draga úr svartri at- vinnustarfsemi sem er mikið og vaxandi vandamál á þeim sviðum sem skattheimta er orðin óhófleg. Úrelt mismunun milli atvinnugreina Það er úreltur og háskalegur hugsunarháttur að mismuna megi einstaklingum eða atvinnugreinum í skattamálum eftir ímynduðu mik- ilvægi þeirra eða skiptingu í sam- keppnis- og heimamarkaðsgreinar. Engin atvinnugrein er meira vernd- uð en íslenskur landbúnaður sem ber lægra tryggingargjald en t.d. byggingar- og verktakastarfsemi sem er iðnaður í harðri samkeppni. Þessa mismunun ber að afnema og sama máli gegnir um forréttindi einstakra starfsgreina og hópa. Má þar nefna sérstakan sjó- mannaafslátt, svo ekki sé minnst á sérstök skattfríðindi sem þing- menn voru svo einstaklega ósmekk- legir að úthluta sjálfum sér. Þróun skattkerfisins Taka þarf upp markvissa þróun- arvinnu á sviði skattamála. Sem dæmi má nefna að ýmsar þjóðir (nú síðast Danir) hafa tekið upp sér- staka skattalega hvata til fyrir- tækja sem stunda rannsóknar- og þróunarstarf. Einnig má nefna að dregist hefur úr hófi að samræma skattalega meðferð mismunandi sparnaðarforma, sérstaklega í ljósi þess að hvetja þarf almenning til aukinnar fjárfestingar í atvinnufyr- irtækjum. Skilvirkt og réttlátt skattkerfi er höfuðnauðsyn fyrir íslensk fyrir- tæki og einstaklinga. Það kallar á mikla og markvissa vinnu og þar má ekkert til spara, enda mun af- raksturinn skila sér margfalt. Höfundur er frnmkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.