Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 27
26 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 27 iltffrgtittÞIafeií STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GATT OG SKÖMMT- UNARKERFIÐ LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur nú úthlutað innflutningskvóta á unnum kjötvörum til nokkurra fyrirtækja. Samkvæmt skuldbindingum GATT-sam- komulagsins ber að leyfa innflutning á magni, sem samsvarar 3% af innanlandsneyzlu landbúnaðarvara, með tolli sem er lægri en verndartollar þeir, sem lagðir eru á almennan búvöruinnflutning. Landbúnaðarráðu- neytið nýtti sér við þessa úthlutun lagaheimild, sem bættist inn í lögin um framkvæmd GATT-samkomulags- ins í meðförum Alþingis. Þannig ákvað ráðuneytið að úthluta tollkvóta til hæstbjóðanda, þ.e. þeirra fyrir- tækja, sem vildu greiða hæst gjald í ríkissjóð fyrir að fáað flytja inn útlent kjöt. í sumum tilfellum er þetta gjald mjög hátt. í Morgun- blaðinu í gær eru þannig rakin dæmi um að fyrirtæki, sem flytur inn kalkúnaálegg, og greiðir um 300 krónur fyrir hvert kíló. Ofan á það leggst 204 króna tollur, og þar ofan á bætist svo gjaldið, sem fyrirtækin greiða í ríkissjóð fyrir að hreppa það hnoss, sem tollkvótinn er. Þetta gjald er um 300 krónur, eða álíka og innkaups- verðið. Þetta gjald leggst að sjálfsögðu ofan á verð* vörunnar, sem neytendur þurfa að greiða. í rauninni virkar þetta skömmtunarkerfi ríkisins því þannig, að fyrirtækin keppa um það hvert þeirra geti selt neytendum vöruna á „lágu“ tollunum á sem hæstu verði - og þá hljóta margir að spyrja, hvort markmið GATT um takmarkaðan innflutning á viðráðanlegu verði hafi náðst. Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, segir í Morg- unblaðinu í gær að hann telji þá aðferð, að selja innflutn- ingskvótana, stríða gegn GÁTT-samkomulaginu, enda sé verið að setja viðbótargjald ofan á vöruna. Fram hefur komið að Neytendasamtökin eru sömu skoðunar. Erfitt verður væntanlega að fá úr því skorið, hvort um samningsbrot er að ræða, nema með því að málinu yrði vísað til dómstóla eða Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis, hefur hins vegar bent á að hið takmarkaða framboð á tollkvóta þýði að markaðsverð myndist á honum, rétt eins og öllum öðrum ta'kmörkuð- um gæðum. Þótt tollkvóta væri úthlutað t.d. með lilut- kesti, er engin trygging fyrir því að hann gangi eklci kaupum og sölum og kaupverðið leggist ofan á útsölu- verð viðkomandi landbúnaðarvöru. Fram hefur komið að sérfræðingar Efnahags- og framfarastofnunarinnar hafi mælt með því að uppboðs- aðferðin yrði notuð. Það er staðreynd að hún er notuð víða um lönd til að úthluta takmörkuðum gæðum, til dæmis útvarps- og sjónvarpsrásum og aflakvótum. Þau sjónarmið hafa ekki notið meirihluta stuðnings á Al- þingi hingað til, þegar um þau takmörkuðu gæði er að ræða. Á það ber hins vegar að líta að enginn „náttúru- legur skortur“ er á innflutningskvóta landbúnaðaraf- urða á lágum tolli, heldur er skorturinn til orðinn vegna stjórnvaldsákvörðunar. Engin þörf væri fyrir skömmtun- arkerfi af því tagi, sem hér hefur verið búið til, ef inn- flutningur landbúnaðarvara væri frjáls og tollar al- mennt lágir. Með tímanum hlýtur sú að verða raunin. Núverandi fyrirkomulag innflutningsmála, þar sem aðeins er leyfð- ur takmarkaður innflutningur í raunverulegri verðsam- keppni við innlenda framleiðslu, má ekki verða annað en millibilsástand og tími aðlögunar íslenzks landbúnað- ar að alþjóðlegu markaðsumhverfi. Margt bendir til að í næstu lotu viðræðna um alþjóðlega fríverzlun verði frelsi í viðskiptum með landbúnaðarafurðir enn aukið. Almennt innflutningsfrelsi, sem komið er á með GATT-samkomulaginu þótt tollar séu enn himinháir, er auðvitað gífurleg breyting. Neytendur eiga nú val um til dæmis erlenda osta, ístegundir og von bráðar kjötvörur, þótt verðið sé hátt. Þannig fær almenningur forsmekkinn af frjálsum aðgangi að heimsmarkaðnum. Kröfur um aukið frelsi og lægri tolla munu því verða æ háværari, enda eru öll skömmtunar- og haftakerfi vond. LJÓÐASAFN Davíðs Stefáns- sonar er komið út í fjórum l bindum í tilefni af aldaraf- ' mæli skáldsins á þessu ári. Heildarsafn Davíðs hefur verið ófá- anlegt um skeið en er nú gefið út í nýjum búningi í gjafaöskju. í safninu eru prentaðar allar tíu ljóðabækur skáldsins, allt frá þeirri fyrstu Svört- um fjöðrum, sem kom út árið 1919, til Síðustu ljóða, en sú bók var gefin út að Davíð látnum árið 1966. Gunn- ar Stefánsson bókmenntafræðingur ritar inngang að safninu og segir þar meðal annars: „Skáldskapur Davíðs talar beint til hjartans, þess vegna mun hann lifa. Hann túlkar vafninga- laust hið frumlæga lífsyndi, gleðina að vera til ... Vinsældir Davíðs með- al þjóðarinnar á sinni tíð jafnast á við þá hylli sem helstu stjörnur dæg- urtónlistar og kvikmynda njóta nú á tímum, - og þær entust mun betur.“ Svartar fjaðrir undir koddanum Með fyrstu bók sinni, Svartar fjaðrir, má segja að Davíð Stefánsson hafi þegar fengið á sig ímynd þjóð- skáldsins. Sagan segir að ungar stúlkur hafi sofnað með bókina und- ir koddanum og fólk hafi sést lesa hana á götuhornum. Bókin var lesin upp til agna og áður en varði voru komin lög við ljóðin sem hljómuðu í öllum áttum. Jóhannes úr Kötlum lýsti viðbrögðunum við bókinni þann- ig: „Hafi nokkru sinni leiftrað af eld- tungu í íslenskri ljóðlist, þá var það þegar Davíð Stefánsson hóf þar flug- ið á sínum „Svörtu fjöðrum". Og það var langt og leikandi flug. Heimasæt- urnar stóðu á hlaðinu, fullar eftir- væntingar og hlustuðu á þessa nýju, endurleysandi tungu. Jafnvel karl- arnir, feður þeirra, kinkuðu ruglaðir kollinum og fyrirgáfu þeim. Enginn stóðst þennan magnaða söng.“ Gísli Jónsson fyrrverandi mennta- skólakennari sem kynntist Davíð vel sagðist í samtali við blaðamann ekki hafa upplifað að konur svæfu með ljóð skáldsins undir koddanum og fólk læsi þau á götum úti en sagðist trúa þessum sögum. „Hins vegar man ég eftir því,“ bætti Gísli við, „að margar konur sögðust aldrei hafa séð neinn mann glæsilegri á kjólfötum en Dav- íð. Hann var sjarmör. Davíð var ótrúlega heppinn að því leyti til að hann kom fram á nákvæm- lega réttum tíma. Ekkert ljóðskáld er jafnfjarri því að vera á undan eða eftir samtíð sinni.“ Vandræðaskáld - Þjóðskáld Gunnar Stefánsson bókmennta- fræðingur ritar inngang að hinni nýju útgáfu á Ijóðasafni Davíðs. Gunnar sagði í samtali við blaðamann að inngangurinn ætti fyrst og fremst að vera upplýsandi fyrir nýja lesend- ur skáldsins. Hann sagðist reyna að gera grein fyrir þróun og samfellu í skáldskap Davíðs. „Það má sjá ákveðnar áherslubreytingar í skáld- skap hans, fyrst í stað er hann um- fram allt tilfinningaskáld, ástarskáld en smámsaman eykst áhuginn á trú- ar- og þjóðfélagsmálum. Öll ljóð hans hafa þó nokkur samkenni. Davíð orti í þjóðkvæðastíl og var ætíð hinn mælski og lýríski söngvari. Sömuleið- is var alltaf mikill kraftur í kveðskap hans, Davíð var skapmikill og það hafði áhrif á ljóð hans. Hann taldi sjálfur að hann væri ögrandi í ljóðum sínum, að hann væri ádeiluskáld, vandræðaskáld en fólk leit ekki þann- ig á hann, hann var þjóðskáld." Á þessu ári eru liðin hundrað ár frá fæðingu * Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi. I tilefni þess hefur verið gefíð út heildarsafn ljóða hans. Þröstur Helgason segir frá fyrstu viðbrögðum við skáldskap Davíðs og ræðir við nokkra aðdáendur hans. DÁVÍÐ Stefánsson Er þetta skáldskapur? DAVÍÐ Stefánsson tók snemma að yrkja en fyrstu viðtökurnar . voru kannski með talsvert öðrum hætti en menn gætu haldið. Hann lýsti þessu síðar svo: „Þegar ég kom í gagnfræðaskólann á Akur- eyri, yngstur bekkjarbræðra minna, gerist eitt sinn sá atburð- ur, að einn þeirra, kvað lofkvæði um allar skólasystur okkar. Fór þá skáldskaparalda um skólann. Einn góðan veðurdag settist ég út í horn og fór að yrkja, eins og hinir. Þá komu piltar til mín. Einn þeirra benti á mig, og mælti háðs- lega: Sjáið þið drenginn! Ert þú nú líka farinn að yrkja? Þetta var í raun og veru fyrsta kveðjan sem ég hlaut sem skáld. Ég varð sneyptur og steinhætti." Skáldskaparþörfin vaknaði þó fljótt aftur í brjósti Davíðs. Ljóð eftir hann birtust í tímaritum árið 1916 og vöktu töluverða athygli. Að vísu tóku ritstjórar tímarit- anna sem birtu kvæðin þeim frem- ur fálega, eins og Sigurður Nor- dal Iýsti, annar þeirra sagðist ekki finna að þetta væri neinn skáld- skapur, hinn sagði að þau mættu vera betur ort. Um vinsældir Davíðs sagði Sig- urður síðar: „Að ýmsu leyti var ferill Davíðs Stefánssonar hrein- asta Aladínsævintýri í samanburði við hlutskipti flestallra islenzkra skálda. Það skipti varla neinum togum, að ljóð hans voru komin á hvers manns varir, um leið og hin fyrstu þeirra voru komin á prent. Þessum almennu vinsældum átti hann síðan að fagna ævilangt.“ Segja má að Davíð hafi dottið úr tísku um skeið. Hann þótti gamal- dags í hinum hefðbundna kveðskap sínum og ekki nógu róttækur. í rit- dómum um bækurnar sem hann orti í kreppunni á fjórða áratugnum, / byggðum (1933) og Að rsorðan (1936), má sjá að sumir töldu þarna vera komið eiginlegt öreigaskáld en þegar á leið skáldaferilinn var Davíð oftar talinn til borgaralegra skálda. „Vafalaust hefur hann goldið þess,“ sagði Gunnar, „að vinstri menn litu hann hornauga, Steinn Steinarr talaði til dæmis lítilsvirðandi um hann. Davíð var líka andvígur formbyltingunni, atómskáldskapnum og þótti því gamaldags. Nú eru hins vegar forsendur til að meta hann upp á nýtt, skoða hann eins og hann var, sem hið flugmælska tilfinninga- skáld.“ Aðspurður sagði Gísli Jónsson að Davíð hefði ekki verið pólitískt þenkj- andi. „Hann var að minnsta kosti ekki flokkspólitískt þenkjandi. Hann var mikill þjóðernissinni í jákvæðum skilningi þess orðs. Hann var líka mikill frelsisunnandi og gagnrýndi hvers konar kúgun og harðstjórn; það skipti ekki máli hvort frelsinu var ógnað frá hægri eða vinstri ef nota má svoleiðis klisjur.“ Ég elskaði gneistaflugið Stöðu sinni í íslenskum bókmennt- um og eðli skáldskapar síns lýsti Davíð sennilega best sjálfur í ræðu sem hann flutti á sextugsafmæli sínu; þetta segir hann um Svartar fjaðrir en gæti allt eins átt við um kveðskap hans almennt: „Á æsku- árum mínum, þótti sá bragur ljósasti vottur visku og náðar, sem var kald- hamraður og torskilinn og virtist myrkvaður af mannviti. Að þeirra dómi gat engin speki birst í látlausum orðum, og þeim fjölgaði óðum, sem misstu sjónar á Fífilbrekkum Jónasar og altarisljóðum Hallgríms og Matt- híasar. Þannig var ástatt, þegar fyrsta ljóðabók mín, Svartar fjaðrir, kom út. Það var engan veginn ætlun mín né áform, að hefja með kveðskapar- hætti mínum atlögu gegn ákveðnum skáldum eða stefnum, heldur kvað ég aðeins, eins og mér var eðlilegast og lét best. Ég skal viðurkenna, að ég var í.senn stórlátur og auðmjúk- ur, barn gleði og sorgar. En mig skorti bæði lífsreynslu og lærdóm hinna eldri, skorti taumhald á tilfinn- ingum mínum og ástríðum, enda þótt alvara ieyndist bak við trylling- inn. Ég elskaði gneistaflugið, og svo best taldi ég mig geta þjónað sann- leikanum og listinni, að ég beitti sjálf- an mig hlífðarlausri játningu, birti hugsanir mínar og tiifínningar í orð- um, sem væru jafn auðskilin barninu og spekingnum.“ Það mætti ef til vill líta á þessa ræðu sem nokkurs konar varnarræðu skáldsins, strax í upphafi ferilsins var að honum sótt fyrir að vera of væminn og tepruiegur I yrkingum sínum. Sumum þótti þetta síðbúin rómantík. Frægast er andsvar Þór- bergs Þórðarsonar við Svörtum fjöðr- um, en hann gaf út ljóðabók sína Hvítir hrafnar þremur árum seinna. Má segja að sú bók sé í heild sinni háðsglósa á hinn upphafna, ljóðræna og rómantíska skáldskap Davíðs. Gísli Jónsson segist aldrei hafa spurt Davíð hvort þetta verk Þór- bergs hafi komið illa við hann, en telur ólíklegt að skáldið hafi látið sér fátt um finnast. í sígildan búning Ólafur Ragnarsson framkvæmda- stjóri Vöku-Helgafells, sem gefur safnið út, sagði í viðtali við blaða- mann að forlagið hafi orðið vart við að Davíð höfðaði ekki síður til unga fólksins en þess eldra og því hafi verið kominn tími til að gefa hann út á ný. „Davíð er einn af tiltölulega fáum höfundum sinnar kynslóðar sem nær til uppvaxandi kynslóðar og hluti af skýringunni er að það er búið að gera lög við svo mörg ljóð- anna hans. En skýringin er einnig sú að ljóðin eru einföld og aðgengileg og um leið tilfinningarík." Bækurnar eru bundnar inn í frem- ur gamaldags band með mikilli gyll- ingu á kilinum og segir Ólafur að það hafi verið gert af ásettu ráði. „Við vildum færa Davíð í sígildan búning enda eru ljóðin hans sígild.“ -f ___________ V Mikil gremja meðal félaga í Slysavarnafélaginu vegna uppsagna Átaka- fundir um starfs- manna- málin Styr hefur'staðið um starfsmannamál innan Slysavamafélags Islands síðustu misseri og hart veríð deilt um uppsagnir. Guðjón Guð- mundsson komst að því að tekist verður á um starfsmannamálin á fundi nú um helgina. UM SÍÐUSTU helgi fundaði 20 manna hópur um- dæmisstjóra, formanna björgunarsveita og slysa- varnadeilda hvaðanæva af landinu sem _ andvígir eru stefnu stjórnar SVFÍ í starfsmannamálum. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins var mikil gremja meðal fundar- manna og stjórn SVFÍ settir þeir úrslitakostir að hún taki upp breytta stefnu eða unnið verði markvisst að því að fella hana í stjórnarkjöri á næsta landsþingi sem haldið verður í maímánuði á næsta ári. Það er ef til vill til marks um andrúmsloftið innan félagsins að viðmælendur Morgunblaðsins vildu ' sem minnst láta hafa eftir sér og fæstir viidu koma fram undir nafni. Um næstu helgi verður haldinn sam- eiginlegur fundur stjórnar, vara- stjórnar, umdæmisstjóra og deildar- stjóra á ÍJlfljótsvatni þar sem helsta fundarefnið verður starfsmanna- stefna félagsins. Dræmari móttökur í söfnunum Einn af heimildarmönnum Morg- unblaðsins segir deilurnar hafa haft áhrif utan félagsins og sjái þess meðal annars stað í dræmari mót: tökum aimennings þegar SVFÍ stendur fyrir söfnunum. Þessa full- yrðingu hrekur Gunnar Tómasson, varaforseti SVFÍ, og segir t.d. happ- drætti félagsins sl. vetur, eftir að Hálfdáni Henryssyni, þá- verandi deildarstjóra björgunardeildar SVFI, var sagt upp störfum, hafa skilað meiri tekjum en nokkurt annað happ- drætti félagsins síðastliðin átta ár. Safnanir hafi ekki verið í gangi en félaginu hafi borist gjafir og áheit og ekkert hafi dregið úr því. Félag- ið hafi t.a.m. fyrir hálfum mánuði fengið neyðarskýli að gjöf frá fyrir- tækjum og einstaklingum. Heimildarmenn Morgunblaðsins segja að rekja megi upphaf deiln- anna innan félagsins til þess þegar Árni Gunnarsson fyrrverandi al- þingismaður lét af störfum sem framkvæmdastjóri að eigin ósk síðla árs 1992 og við tók núverandi fram- kvæmdastjóri, Esther Guðmunds- dóttir. Áherslubreytingar hafi orðið í stjórnun með nýjum framkvæmda- stjóra sem leiddu meðal annars til árekstra milli starfsmanna og stjórnar. Deilurnar hafi síðan komið upp á yfirborðið þegar Hálfdáni var sagt upp 20. október 1994. Það hafi ekki síst verið hvernig staðið hefði verið að uppsögn hans sem vakti gremju félagsmanna. Skipt var xum skrá að skrifstofu Hálfdáns þeg- ar hann brá sér frá eftir að hafa verið afhent uppsagnarbréfið. Þegar hann sneri aftur til að ná í eigur sínar varð hann að biðja fram- kvæmdastjórann að opna hurðina að herberginu og kom þá í ljós að tölvudisklingar hans voru horfnir. Þá fékk hann afhenta aftur og var framkvæmdastjórinn viðstaddur meðan Hálfdán eyddi persónulegum gögnum af disklingnum. 6. maí síðastliðinn var Guðbimi Ólafssyni, fyrrverandi skrifstofu- stjóra og aðalbókara SVFÍ, sagt upp störfum vegna „samskiptaörðug- leika og trúnaðarbrests". Guðbjörn, sem stjórn SVFÍ vildi ekki að ynni út uppsagnarfrest sinn, hyggst reka mál sitt fyrir dómstólum ef með þarf. Einn starfsmaður hefur sjálfur sagt upp störfum vegna óánægju með framvindu mála og var ekki óskað eftir því að hann ynni út umsaminn uppsagnartíma. Annar starfsmaður hefur tilkynnt að hann muni hætta störfum fyrir félagið verði ekki tekin upp ný stefna í starfsmannamálum. Heimildarmaður Morg- unblaðsins segir að þess- um starfsaðferðum stjóm- ar SVFÍ sé ekkert að linna og mörgum þyki mál til komið að stjórnin fari að snúa við blaðinu, jafnvel þó fyrr hefði verið. Esther Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri SVFÍ segir það sína skoðun að friður sé að komast á í félaginu þótt ekki hafi enn öll starfs- mannamál verið útkljáð. Hún segir að unnið hafi verið að því hörðum höndum að vinna að lausn þessara mála og farið hefði verið ofan í kjöl- inn á þeim. Hún sagði þessi mál vera í ákveðnum farvegi en gert væri of mikið af því að ýfa upp sár þegar verið væri að reyna að sætta ólík sjónarmið. Ákveðinn hópur óánægður Gunnar Tómasson lítur þetta sömu augum. Hann segir að félagið sé komið yfir erfiðasta hjallann hvað þessi deilumál varðar. Því sé ekki að neita að átök hafi orðið um þær tvær uppsagnir sem hafi orðið. Ónn- ur þeirra hafi endað með sátt en seinni uppsögnin sé óútkljáð ennþá. „Það er ákveðinn hópur sem er óánægður með uppsagnirnar. Ég held að hópurinn álíti að hægt sé að koma á breytingum á næsta landsþingi en stefni ekki að því að koma neinum breytingum á núna að öðru leyti en því að komist verði að niðurstöðu um það hvernig starfsmannamálin verða meðhöndl- uð. Lokauinræðan um þessi mál gæti farið fram á fundinum á Úlf- ljótsvatni og niðúrstaða gæti legið fyrir á næsta iandsþingi,“ segir Gunnar. Hópur félagsmanna sem er and- vígur starfsmanna- og stjórnunar- stefnu SVFÍ, hélt fund um síðustu helgi og þar var ákveðið að skýra ekki frá því sem þar fór fram í fjöl- miðlum. Samkvæmt heimildum blaðsins voru samdar ályktanir á fundinum sem bornar verða upp á sameigin- lega fundinum á Úlfljótsvatni um helgina. Mikil óánægja kom fram með það hvernig stjórn SVFÍ hefði staðið að málum og að hún hefði ekki farið að lögum fé- lagsins. Rætt var á ýund- inum að stjórn SVFÍ yrðu settir þeir úrslitakostir að hún tæki upp breytta stefnu í starfsmannamál- um sem staðfest yrði á fundinum á Úlfljótsvatni. Annars yrði unnið markvisst að því að fella stjórnina á næsta landsþingi. Tekinn af vöktum vegna greinaskrifa Gunnar Tómasson segir að hvað sem þessu líði þá verði hvort eð er kosið um alla stjórnina á næsta landsþingi. Hann sagði að eðlilegt hlyti að teljast að á fundinum á Úlfljótsvatni ræddu menn um breytta stefnu í sambandi við starfs- mannamál en minnti jafnframt á að á síðasta stjórnarfundi 1. júlí' sl. / hefði verið ákveðið að framkvæmda- ráð færi með starfsmannamál. Þar hefði stjórn og varastjórn ákveðið að taka upp breytta stefnu frá því sem verið hefði. Síðan hefði ekkert mál af þessu tagi komið upp. Nýlega var reyndar Friðrik H. Friðriksson, einn af vaktmönnum Tilkynningaskyldunnar, tekinn út af vöktum og að hans sögn var honum gefín sú skýring að hann hefði tjáð sig um málefni félagsins í blaðagrein. Þetta segir Gunnar Tómasson að sé ósatt og þessum misskilningi hefði verið eytt á fundi með starfs- manninum og formanni Starfs- mannafélags ríkisstofnana sl. * þriðjudag. Umræddur starfsmaður hafi verið settur í önnur verkefni og launakjörum lians hefði ekki ver- ið í neinu breytt. Friðrik segir að ekki hefði verið hægt að skiija þetta á annan veg. Á fundinum si. þriðju- dag hefði framkvæmdastjóri félags- ins og varaforseti hins vegar sagt að þarna hefði verið um misskilning að ræða. Á fundi „andófshópsins“ um síð- ustu helgi var það einnig rætt að farið yrði fram á það við stjórnina að boðað yrði til aukalandsþings en engin ákvörðun var tekin um það. í lögum SVFÍ getur enginn boðað til aukalandsþings nema stjórn fé-- lagsins og telja viðmælendur Morgunblaðsins að atburðirnir und- anfarin misseri sýni að breyta þurfi lögunum á þann hátt að stjórnin verði ekki einráð um að boða til þess. Gunnar Tómasson kvaðst hafa heyrt af því að tvær ályktanir hefðu verið samþykktar á fundinum um síðustu helgi sem verði lagðar fyrir næsta landsþing. Önnur þeirra gangi út á það að kveðið verði á um það hvernig sveit-- ir og deildir félagsins geti óskað eftir aukalandsþingi. Hann segir að vilji sé fyrir því innan stjórnar SVFÍ að breyta lögunum á þennan veg. Hin ályktunin gangi út óljósar hugmyndir um stjórnarkjör sem hann kveðst hafa spurnir um að ekki hafi verið algjör sátt um á fundinum. * Félagið komið yfir erfiðasta hjallann Óánægja viss hóps með uppsagnirnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.