Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 31 AÐSENDAR GREIIMAR Ágreiningur sjálfstæð- ismanna á Suðurlandi Vegamál NÝLEGA komu þingmenn Suður- lands og fulltrúar Vegagerðar sam- an til fundar. Fundarefnið var nokk- ur erindi sveitarstjórna af Suður- landi, þar sem farið var fram á flýt- ingu á nokkrum verkum, að þau yrðu unnin nú í september. Á næsta ári stendur íjármagn til þessara verka á vegaáætlun. Sveitarfélög eða verktakar voru tilbúnir til þess að lána. Ekkert þessara verka er stórt í fjárhæðum en þau eru öll stór fyrir hlutaðeigendur, þ.e. þá sem næstir standa framkvæmdum og þurfa á þeim að halda. Skemmst er frá því að segja að þessu var öllu hafnað. Engin miskunn hjá Magnúsi. Ekkert sunnlensku blaðanna hef- ur sagt frá þessum merka fundi. Kannski er ekki hægt að ætlast til þess af þingmönnum Suðurlands að þeir skilji nauðsyn þessara verka. Þarna var þó m.a. um að ræða lag- færingar á gatnamótum Hveragerð- is og Suðurlandsvegar, sem lengi eru búin að vera hættuleg. Hveragerði Hveragerði hefur ekki farið var- hluta af ágreiningi sjálfstæðismanna á Suðurlandi. a) Ekki vildu Þorsteinn og Árni ljós yfir Hellisheiði úr því að ég flutti þá tillögu. b) Jóni Baldvini var hjálpað bæði af vinstri stjórn og af sjálfstæðis- mönnum til að lama íslenska garð- yrkju, sem er stór atvinnugrein í Hveragerði. c) Fijálshyggjugaukar vildu flytja inn ís óheft og lama Kjörís, sem er stórt atvinnufyrirtæki, sem ekki þarf að skammast sín fyrir sína framleiðslu. Nú skal lifa af því að flytja allt inn. d) Og í fjót'ða lagi að tefja lagfæringar á gatnamótunum. Landeyjar Ekki mátti heldur leggja slitlag að félags- heimilinu og skólum Landeyinga, Gunnars- hólma og Njálsbúð. Þar bíða uppbyggðir vegar- kaflar eftir slitlagi sem ella spillist. Þar eru verktakar tilbúnir að lána fram á næsta ár þegar fé stendur fyrir framkvæmd- um á vegaáætlun. Fleiri þörf mál voru þarna til umræðu og afgreiðslu. Verður nánar vikið síðar að vegamálum á Suður- landi. ing í landinu, spyr Egg- ert Haukdal í fímmtu grein sinni, kostað unga fólkið? Ný húsnæðisstefna eða siðleysi? Ný ríkisstjórn hefur tekið við völd- um og þar með nýr húsnæðisráð- herra sem er Páll Pétursson. Eftir því sem frést hefur frá honum virð- ist ýmislegt þarflegt vera í athugun og er vonandi að hann bæti um verk ýmissa fyrirrennara sinna, sem ekki er van- þörf á. En það hefur heyrst af tillögu í húsnæðis- málum sem þegar hefur verið samþykkt frá því núverandi ríkisstjóm tók við völdum. Stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins virðist hafa gengið frá hálfrar millj- óna króna húsnæðis- styrk til Árna Johnsens alþingismanns. Styrk- urinn mun eiga að fara í að byggja nýtt hús í Vestmannaeyjum, en fyrir á hann einbýlishús í Reykjavík og kjallaraíbúð í Vest- mannaeyjum. Þá er hann búinn að fá slitlag, honum að kostnaðarlausu, að hinum nýja byggingarstað. Geri aðrir betur í því að krækja sér í góðan bita frá ríkinu. Fær hver fjölskylda hálfa milljón? Fróðlegt væri að vita hvort allir flokkar í stjórn Húsnæðisstofnunar hafi samþykkt þetta? Hefur hús- næðisráðherra samþykkt þetta? Og er þetta það sem kom skal? Mikill munur verður það ef sérhver fjöl- skylda í landinu fær hálfrar milljóna króna ávísun í húsnæðisstyrk. Gott væri að fá slíkt bréf inn á milli gluggabréfanna og mörg heimilin þyrftu sannarlega á þessu að halda. En er ekki byijað á öfugum enda? Hefði ekki fyrst átt að senda slíkar ávísanir til þeirra sem minna mega sín, og þeir eru margir. En það er gott að eiga von á þessu og nú hljóta mörg heimilin að bíða og vona, því Eggert Haukdal Hvað hefur verðtrygg- Fáum við svör frá try ggingafélögunum? FYRIR nokkru birt- ist grein frá mér í Morgunblaðinu, þar sem ég ræddi sjóða- söfnun tryggingafélag- anna á kostnað bif- reiðaeigenda. í niður- lagi greinarinnar óskaði ég eftir upplýsingum frá tryggingafélögun- um um það hversu mikla íjármuni þau legðu í forvarnir. Ekkert svar hefur borist frá tryggingafé- lögunum um forvarna- starf þeirra. Því tel ég ástæðu til að ítreka fyr- irspurn mína og skýra nánar hvað felst í henni. Við bíleigendur kvört- um undan háum iðgjöldum bílatrygg- inga, en tryggingafélögin segja að eina leiðin til að lækka þau sé að fækka tjónum. Ég er tryggingafélögunum hjart- anlega sammála um nauðsyn þess að fækka tjónum. Jafnframt tel ég augljóst að tryggingafélögin hljóti að gegna þar forystuhlutverki. Þau handleika 5 milljarða króna af pen- ingum okkar bíleigenda á hveiju ári. Áhrifaríkasta leiðin til að fækka umferðarslysum er að veija pening- um í áróður, forvarnir, ieiðbeiningar, upplýsingamiðlun, endurbætur á umferðarmannvirkjum og þar fram eftir götunum. Hver króna sem fer til forvarna getur skilað sér marg- falt til baka. Lítið um forvarnir Ástæða þess að ég spyr trygginga- félögin um bein framlög þeirra ti! þessara mála er einföld. í sannleika sagt ég hef lítið séð til forvama af þeirra hálfu. Þar með er ekki sagt að ekkert eigi sér stað^ Til að mynda er VÍS með fræðslu fyrir unga öku- menn. En í heild virðist mér lítið gert í þessum efnum og alls ekki í samræmi við nauðsyn. Tryggingafélögin ættu — eðli málsins sam- kvæmt — að veija mikl- um fjármunum til for- varna, því þeir skila sér í lægri tjónagreiðslum og lægri iðgjöldum. Ef tryggingafélögin meina eitthvað með nauðsyn þess að draga úr umferðarslysum, verður hugur að fylgja máli. Þau geta sýnt okkur bíleigend- um svart á hvítu hvar þau standa í þessum efnum með því að gera grein fyrir forvarnastarfi sínu til þessa. Nú þegar veija tryggingafélögin tug- milljónum króna hvert og eitt til að fá aukin viðskipti eða kaupa sér vel- vild. Nýlega skýrði framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra frá því að 29% hækkun rekstrarkostnaðar á fyrri hluta þessa árs væri einkum vegna aukins auglýsingakostnaðar. Fór eitthvað af þeim peningum til forvarna, eða fóru þeir mestan part í styrki til íþróttafélaga og auglýsing- ar um bílalán? Neytendur þurfa vemd fyrir tryggingafélögunum Einhver kann að spytja hvort tryggingafélögin séu aflögufær með peninga, úr því að þau tapa meira en milljarði króna á bílatryggingum á hveiju ári, að eigin sögn. Því er til að svara að þetta tap er afstætt, Bótasjóðir tryggingafé- laga stóðu í 12 milljörð- um um áramót, segir Stefán O. Magnússon, sem ítrekar fyrirspurnir til tryggingafélaganna. því á sama tíma taka tryggingafélög- in tvo milljarða króna af iðgjöldum bíleigenda og setja í skattfijálsa bótasjóði. Vaxtatekjur af þessum sjóðum nema einum og hálfum millj- arði króna á ári. Vafalítið vildu flest- ir bíleigendur sjá góðum hluta af þessum fjármunum frekar varið til að draga úr umferðarslysum en að fita tryggingafélögin. Bótasjóðir tryggingafélaganna af ábyrgðartryggingum einum saman stóðu í 12 milljörðum króna um síð- ustu áramót. Þessi sjóðasöfnun sýnir að hagsmunir neytenda eru einskis virtir. Hlutverk Vátryggingaeftirlits- ins virðist eingöngu að gæta þess að tryggingafélögin geti staðið við skuldbindingar sínar, en ekki hvort þau fara langt yfir getu sína. Því er ekkert á Vátryggingaeftirlitið að treysta í þeim efnum. Ljóst er að setja þarf ný lög um tryggingastarfsemi, til að tryggja að hagsmunir neytenda njóti sín ekki síður en afkoma tryggingafélaganna sjálfra. Slík lög þurfa að hvetja til raunverulegrar samkeppni á milli þeirra, því þannig er hag neytenda best borgið. Höfundur er gjaldkeri stjórnar FÍB. Stefán O. Magnússon ekki getur verið að Ámi Johnsen eigi einn að fá slíkan styrk. Á framboðsfundi á Selfossi fýrir kosningarnar í vor vafðist Árna tunga um tönn þegar fundarkona spurði hann hvort hann gæti lifað af lágu kaupi og lágum vaxta- og barnabótum. En hvers vegna datt Árna þá ekki í hug að segja kon- unni að hann mundi senda henni hálfa milljón króna ávísun frá Hús- næðisstofnun eftir kosningar? Verðtrygging í húsnæðismálum Það er meira að frétta af hús- næðismálum þessa dagana en af húsnæðistyrk Árna Johnsens. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðis- manna hefur sýnt ýmsa útreikninga í húsnæðismálum og hafa þeir verið ærið duglegir við að mata tölvuna. En þyrftu þeir ekki að reikna meira varðandi sjálfseignarstefnuna? Hvað fleira eyðilagði þá góðu stefnu en það sem þeir hafa reiknað út? Það var farið að tala um verðtrygg- ingu áður en Ólafur Thors féll frá. Hver var skoðun hans á henni? Eftir honum er haft „að hvorki at- vinnuvegirnir né heimilin þyldu hana“. Vinstri stjórn kom verð- tryggingunni á 1979. Sjálfstæðis- flokkurinn var á móti en síðan varð" hann ásamt öðrum flokkum varð- hundur þess kerfis. Þá vantaði Ólaf Thors. Það er svo af vérðtryggingum að segja að menn voru fljótir að leggja niður verðtryggingu launa. Láglaunamaðurinn mátti ekki fá verðtryggt kaup. Hann varð hins vegar að borga verðtryggðar skuld- ir. Þyrftu ekki ungir sjálfstæðis- menn í dag, úr því að þeir eru að reikna, að láta athuga hvað verð- tryggingin á húsnæðislánum hafi kostað fyrir unga fólkið og heirnilirr^. í landinu? Væri ekki gott að vita í dag hve miklu ráð ólafs Thors, sem ekki vildi verðtrygginguna, hefðu bjargað í húsnæðismálum? Höfundur er bóndi og fyrrverandi alþingismaður. IÐNSKÓLINN f REYKJAVfK Námskeið Húseigendanámskeið Húseigendum leiðbeint (innan- og utanhússviðhaldi. 10 kennslustundir. Haldið laugardagana 7. og 14.10 kl. 8-12. Námskeiðsgjald kr. 6.000. Þekktu bílinn þinn Viðhald og viðgerðir bila. 12 kennslustundir. Haldið fimmtudaginn 5.10 kl. 20-22 og laugardaginn 7.10 kl.8-15. Námskeiðsgjald kr. 8.500. Rennismíði I Undirstöðuatriði i rennismiði. 12 kennstustundir. Haldið laugardagana 30.9 og 7.10 kl. 13-18. Námskeiðsgjald kr. 6.000. Rennismíði II Framhald námskeiðsins Rennismíði I 12 kennslustundir. Haldið laugardagana 14.10 og 21.10 kl. 13-18. Námskeiðsgjald kr. 6.000. - Hlífðargassuða I. MAG Undirstöðuatriði i hlífðargassuðu. 18 kennslustundir. Kennari Steinn Guðmundsson. Haldið 6. og 9.10 kl. 18-21 og 10.10 kl. 8-12. Námskeiðsgjald kr. 9.000. Saumanámskeið I Að verða sjálfbjarga með fötin sín. 12 kennslustundir. Haldið 26. og 28.9 kl. 17-19 og 30.9 kl. 10-14. Námskeiðsgjald kr. 8.000. Saumanámskeið II Einfaldur ungbarnafatnaður. 12 kennslustundir. Haldið 2. og 4.10 kl. 17-19 og 6.10 klDO-14. Námskeiðsgjald kr. 8.000. Saumanámskeið III Verkefni tengd jólahaldi. 12 kennslustundir. Haldið 28. og 30.11 kl. 17-19 og 2.12 kl. 10-14. Námskeiðsgjald kr. 8.000. Sniðagerð í sannri stærð, kvenfatnaður Val grunna og útfaerslur. Forkrðfur: Sveinspróf eða meistara- réttindi. 12 kennslustundir. Haldið 17.10 kl. 20-22 og 20.10 kl. 17-19 og 21.10 kl. 10-14. Námskeiðsgjald kr. 8.000. Gardering í sannri stærð Skorinn fatnaður og sambyggðar ermar. Forkröfur: Sveinspróf eða meistararéttindi. 12 kennslustundir. Haldið 10.10 kl. 20-22 og 13.10 kl. 18-20 og 14.10 kl. 10-14. Námskeiðsgjald kr. 8.000. AUTO-CAD teikniforrit, grunnnámskeið Sambærilegt við áfanga TTÖ102. 40 kennslustundir. Námskeiðið hefst 2.10 kl. 18. Námskeiðsgjald kr. 18.500. Windows 3.11 Undirstaða í notkun tölva. 10 kennslustundir. Haldið laugardagana 30.9 og 7.10 kl. 8-12. Námskeiðsgjald kr. 6.000. Word 6.0, grunnur I Undirstaða í ritvinnslu. 10 kennslustundir. Haldið laugardagana 14.10 og 21.10 kl. 8-12. Námskeiðsgjald kr. 6.000. Excel 5, grunnur I Undirstaða í notkun töflureikna. 10 kennslustundir. Haldið laugardagana 28.10 og 4.11 kl. 8-12. Námskeiðsgjald kr. 6.000. PageMaker, grunnur I Umbrot og setning frétta- og dreifibréfa. 20 kennslustundir. Haldið síðdegis virka daga og laugardaga. Námskeiðið hefst 13.10 kl. 17. Námskeiðsgjald kr. 11.000. Þetta námskeið ásamt framhalds- námskeiði í tölvuumbroti og hönnun samsvarar áfanganum HUG202. Þjónustutækni og hóp- vinnubrögð Grundvallarþættir gæðaþjónustu. Sambærilegt við áfanga TÞJ101. 20 kennslustundir. Haldið fimmtudaga kl. 19-22 og laugardaga kl. 13-17. Námskeiðið hefst 12.10. Námskeiðsgjald kr. 8.500. Almenn bókfærsla, grunnur I Undirstaða í bókfærslu. Hraðyfirferð. 18 kennslustundir. Haldið mánudaga og þriðjudaga kl. 18-20. Námskeiðið hefst 9.10. Námskeiðsgjald kr. 7.000. Nemendur kaupa bókina Bókfærsla IB eftir Tómas Bergsson. Á eftir grunnnámskeiðum fylgja framhaldsnámskeið síðar á haustinu eða I byrjun næstu annar. Kostnaður vegna námsgagna og efnis er innifalinn I námskeiðsgjaldi nema annað sé tiltekið. Námskeiðin eru aðeins haldin ef næg þátttaka fæst. Félög eða fyrirtæki geta pantað þessi sem og önnur námskeið. Kennsla fer fram i Iðnskólanum í Reykjavik. Skráning og upplýsingar á skrifstofu skólans, síma 5526240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.