Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 MINNIIMGAR > RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Ragnheiður Guðmundsdótt- ir fæddist á Næfra- nesi í Dýrafirði 10. júní 1913. Hún lést á Hrafnistu 13. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- munda Kristjána Benediktsdóttir frá Hjarðardal í Dýra- firði og Guðmund- ur Þórarinn Guð- mundsson, útvegs- bóndi frá Næfra- nesi í Dýrafirði. Foreldrar Ragnheiðar bjuggu á Næfranesi. Ragnheiður var fimmta í röðinni af níu systkin- um. Elst var Ólöf (látin), Guð- mundur (iátinn), Sigurður (lát- inn), Guðbjörg (látin), Halla, Björn (látinn), Valgerður og Gunnar. Hinn 11. nóvember 1939 gift- ist Ragnheiður Guðna Jóni Guð- bjartssyni vélsljóra, f.v. stöðv- arstjóra á Ljósafossi, f. 29. júní 1916. Börn þeirra eru: Halldóra Salóme, f. 2. desem- ber 1940, gift Sig- urði Inga Sveins- syni og eiga þau þrjú börn; Iris Bryndís, f. 7. nóv- ember 1942, gift Jóni Birgi Jónssyni og á hún tvo syni; Kristjana, f. 12. október 1944, gift Baltasar Samper og eiga þau þrjú börn; Ásgeir, f. 22. febr- úar 1947, giftur Bryndísi Símonardóttur og eiga þau tvær dætur; Sigþrúður Þórhildur, f. 10. apríl 1950, gift Árna Mogens Björnssyni og eiga þau fjögur börn; Ragn- heiður Gunnhildur, f. 18. júlí 1951, gift Ove Gaihede og eiga þau þrjú börn. Langömmubörn- in eru sjö. Útför Ragnheiðar fer fram frá Bústaðkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. MEÐ örfáum orðum langar mig að kveðja elskulega tengdamóður mína. Það var fyrir um það bil 27 árum sem mín fyrstu kynni af Ragnheiði Guðmundsdóttur urðu. Þá var ég að koma í fyrsta sinn á heimili þeirra hjóna, Ragnheiðar og Guðna, á Ljósafossi við Sog. Ekki var laust við að örari hjart- sláttar gætti hjá mér, ungum mann- inum, sem var að hitta tilvonandi tengdaforeldra sína í fyrsta sinn. H Þá kom strax fram hvað þessi rólynda, glæsilega kona hafði góð áhrif á alla og allt í kringum sig, enda urðu þessi fyrstu kynni mín af þeim hjónum upphaf góðrar og langrar vináttu milli okkar. Þær voru ófáar ferðirnar austur að Ljósafossi enda undu börnin sér vel þar og sóttu mjög að fara til ömmu og afa í sveitina. Þau áttu mikið af hestum og var oft sprett úr spori um nágrennið og stundum í lengri reiðtúra. Ragnheiður Guðmundsdóttir lauk gagnfræðaprófi frá Núpsskóla í Dýrafirði en starfaði síðan við hjúkrunarstörf á ísafirði. Hún flutt- ist tlT Reykjavíkur 1933 og vann við verslunarstörf í Keflavík, hóf síðan nám í hjúkrun við Hjúkrunar- skóla íslands árið 1934. Árið 1935 var Ragnheiður við nám og störf á Vífilsstaðaspítala, starfaði við hjúkrun og aðhlynn- ingu berklasjúklinga sem þar voru til meðferðar. Ragnheiður veiktist þar af berklum og dvaldist á spíta- lanum sem sjúklingur í þijú ár. Eftir það fer hún til Danmerkur og býr hjá systur sinni Ólöfu. Dvöl- in næsta eitt og hálfa árið í Dan- mörku verður henni mikil heilsubót en hún flutti heim til íslands árið 1939. Ragnheiður giftist Guðna Jóni Guðbjartssyni vélstjóra árið 1939 og hefja þau búskap á Seljavegi 3 í Reykjavík. Árið 1943 flytja þau að Ljósafossi í Grímsnesi þar sem Guðni hefur störf sem vélstjóri og síðan stöðvarstjóri. Á heimili þeirra á Ljósafossi var oft gestkvæmt, jafnframt því að fjölskyldan var stór og undraðist maður oft hvernig Ragnheiður gat alltaf töfrað fram góðan og girni- legan mat handa öllum, þó að óvænt bættust við gestir í mat, enda var hún listakokkur. Hún hafði einnig sömu listrænu hæfileikana í öllu ^ sem laut að hannyrðum og eru það ófáar flíkumar sem hún pijónaði og saumaði á börnin sín og bama- bömin. Ragnheiður hafði unun af bóka- og ljóðalestri og þrátt fyrir annríki við heimilisstörf á stóm heimili fann hún sér einatt stund til að sinna þeim hugðarefnum sínum. Þau Ragnheiður og Guðni ferðuð- ust mikið á hestum. Oft fóm þau í langar hestaferðir um landið og höfðu einstakt dálæti á að sjá land- ið frá því sjónarhorni sem hesta- ferðalög um óbyggðir íslands gefa. Ragnheiður hafði alltaf sterkar til- finningar til náttúm landsins. Árið 1985, þegar Guðni hættir strörfum við Sogsvirkjanir, flytja þau til Reykjavíkur og búa í Dala- landi 4. Síðustu fjögur árin átti Ragnheiður við erfiðan sjúkdóm að stríða og hafði dvalið á Hrafnistu frá því í maí í vor. Ég og fjölskylda mín þökkum henni fyrir góðar minningar sem munu lifa með okkur um ókomna framtíð. Ég sendi tengdaföður mínum og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Ég nýt hins ljósa, langa dags á leið um eyðipll, um hijósturmela, hraun og urð. Þar hverfa spor mín öll. Við heiðarlandsins helgiró mig hrifning grípur sterk. Hér brýtur ekkert boðorð guðs, hér bletta ei mannaverk. (Öm Amarson.) Árni Mogens Björnsson. Hún amma er dáin „ ... og kom- in til guðs og englanna og þar sem sólin skín alltaf“, en þannig birtist fregnin Jökli litla nývöknuðum að morgni miðvikudagsins. Öll vissum við að hveiju dró en samt er það sárt og þó gott því amma var orðin mikið veik. Minningarnar hrannast upp um góða, blíða og glæsilega ömmu sem var samt svo sterk og ákveðin — vissi hvað hún vildi alveg fram á það síðasta. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuð í hjarta en falleg og björt sýn Jökuls mun lifa með okk- ur í minningunni um þig. Elsku afi, guð gefi þér styrk í þinni miklu sorg. Ragnheiður og Þórunn. cuando muere una mujer como ella toca a muerte la tierra, e! cielo a gloria (Úr „Poema en tres cantos“ eftir Ramón de Compoamor.) „Þegar kona eins og hún deyr, ómar foldin af sorg en himinninn af gleði,“ kvað spænska skáldið Compoamor um þá sterku og djörfu konu Teodoru. Þessar ljóðlínur komu upp í huga minn við fregnina um andlát tengdamóður minnar ásamt svo mörgu öðru á þessum kveðjustundum. Ég ætla mér ekki að nema staðar við einstök atvik ævi hennar, heldur leiða hugann að því af hvaða efni sál hennar var gerð, úr hvaða þáttum óforgengi- legur persónuleiki hennar var ofinn. Ég held að líf þeirra sem lifa sterku og auðugu innra lífi sýnist einatt á ytra borði vera fábrotið og snautt af stórtíðindum. Eða vill nokkur andmæla því að líf mikils hugsuðar er í raun sögulegra og átakameira en ferill ævintýramanns? Og Ragn- heiður var ekki ævintýrakona. Ragnheiður var svo lánssöm að vera fædd á grænum víðernum Vestfjarða og mótast í æsku af samfélagi sem sjálft var ungt. Ferskleiki og hreinleiki umhverfís- ins nærði opinn og ungan hug og t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, séra JÓN EINARSSON prófastur, Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 23. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á sóknarkirkjur hans: Hallgrímskirkju í Saurbæ, Leirárkirkju og Innra-Hólmskirkju. Hugrún Guðjónsdóttir, Sigríður Munda Jónsdóttir, Guðjón Ólafur Jónsson, Kristín Huld Haraldsdóttir, Jóney Jónsdóttir, Gunnlaugur Aðalbjarnarson, Einar Kristján Jónsson, Dagný Jónsdóttir, Hrafnkell Oddi Guðjónsson, Erla Gunnlaugsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÓAFANNEY VALDEMARSDÓTTIR frá Bolungarvík, sem lést 17. september, verður jarð- sungin frá Digraneskirkju, Kópavogi, mánudaginn 25. september kl. 15.00. Johanndine Sverrisdóttir, Valdimar Guðmundsson, Steinunn Kristjánsdóttir, Salmann Kristjánsson, Elisabet Kristjánsdóttir, Sigurður Kristjónsson, Guðbjörn Kristjánsson, Pálína Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Marselía Jónsdóttir, Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, Anna Kristinsdóttir, Selma Friðriksdóttir, allar götur síðan varðveittist í djúp- um sálar hennar, þar sem efniviður fenginn í æsku er geymdur, endur- ómur af kyrrð og asaleysi þess lífs sem lifað var á hennar heimaslóð- um. Þegar ég hitti hana fyrst var sem ég kannaðist við allt þetta. Ég hafði áður verið næstum því ár á íslandi og ég var í þeirri erfiðu stöðu að ganga á eftir dóttur hennar með þeim ósvífna ásetningi að kvænast henni. Ég gerði mér grein fyrir því, af reynslu minni sem sjómaður í ýmsum fiskiplássum hér, að fólk sem átti rætur utan Reykjavíkur var mjög alvarlega þenkjandi, og þessi vitneskja gerði mig hikandi og óvissan í minni sök. Sem betur fór eru persónur sem hafa heil- steypta skapgerð og ríkt innra líf eins og Ragnheiður færar um að kafa djúpt í heiminn og sál annarra og ég gerði mér því fljótlega grein fyrir því að ég hafði ekkert að ótt- ast. Við gátum ekki talað saman og ég varð að treysta á það, að sú létta skikkja sem hjúpar veruleik- ann og skilur á milli hans og alls þess sem sál okkar geymir mundi reynast svo þunn og gisin að ekki kæmi í veg fyrir að við gætum tal- að saman á orðlausri tungu hjart- ans. Ragnheiður var ein þeirra sem deildi ekki um skoðanir sínar, hún bar þær blátt áfram fram. Hún kunni ekki við trúðboðsákafa neins- konar, hún kunni vel við óhindrað flæði hugmynda og viðhorfa. Hún fylgdi sinni sannfæringu og virti sannfæringar annarra - ef hún gat treyst því að menn tækju mark á þeim sjálfir. Hún var umburðarlynd, hún trúði því að hver einlæg skoðun og trú væru heilög. Hún treysti hvorki á afl né rökvísi, heldur fyrst og fremst á þann sannleika sem sprettur af því að virða og viður- kenna það sem er. Ragnheiður var þroskuð kona á besta aldursskeiði þegar fundum okkar bar saman. Hún axlaði ábyrgð á stórri fjölskyldu, sum bama henn- ar voru að stofna sínar eigin fjöl- skyldur, hún tók til sín alla gleði og hveija þraut sem fylgir slíkum breyt- ingum í lífí hvers og eins. Hún var fögur kona og virðuleg og bauð af sér besta þokka, frábær móðir, eig- inkona, ljós í húsi bónda síns. Heim- ili hennar var ekki aðeins gestrisið með þeim hætti sem menn eiga að venjast á Islandi, hver heimsókn þangað var veisla og hátíð og skemmtun og tími hlýlegra mann- legra samskipta. Dásamleg kvöld þegar atvik úr merkum hestaferðum voru lögð á minnið, þegar hún og maður hennar Guðni tóku hvort öðm fram um sögugleði í ítarlegum og líflegum frásögnum. Þegar rifjuð voru upp á kyrrum stundum tár og hlátrar, gleði og sorgir sex bama, sex manneskja sem voru að verða til og var eitt þeirra konan mín. Þessar heimsóknir voru svo ánægju- legar og freistandi að ég man að oft lögðum við í svaðilfarir yfír Kamba og um Grímsnes, sem þá gátu verið torsóttir í flughálku á dimmum vetri, en allt fór það jafnan vel, við komum til Ljósafoss til að njóta hlýjunnar í ilmandi eldhúsinu og samfundanna sem ekki vom síð- ur hlýlegir og ávallt gleðilegir. Það sem fyrst var grunur, eins- konar orðlaust varð mér æ ljósari staðreynd eftir því sem mér fór fram í að tala íslensku. Þá talaði þögn hennar líka sínu máli til min. Hún hélt áfram að ávarpa mig án orða, eða í fáum orðum, en nú kunni ég að hlusta og skilja fyndni henn- ar og skopskyn þegar hún fann ástæðu til að segja öðrum meiningu sína. Hún lagði sig fram um að sýna mér, langt að komnum inn í þessa samhentu fjölskyldu, hina mestu virðingu og tillitssemi. Mat- argerðarlist sem var fágæt á þeim tíma kunni hún svo ágætlega að hún gat búið til hverskyns krásir sem stæðust kröfur hins duttlunga- fyllsta evrópska sælkera. í öllu ann- ríki sínu fann hún tíma til að pijóna mér miklar og dásamlegar peysur sem eins og skiluðu til mín þeirri hlýju sem hún bar í minn garð. Á erfiðum stundum var hún mér sem móðir og gimsteinn sálar hennar skein skærast einmitt við slíkar aðstæður. Það sama má segja um djúp og innileg samskipti hennar við böm sín: alltaf var hún til stað- ar, reiðubúin til hjálpar, þátttöku og skilnings. Slík var sú sál sem við kveðjum í dag, slík var afstaða hennar öll til lífsins. Á ævikvöldi mínu vona ég að ég geti skilað sem best áfram til bamabama hennar þeim blíða kven- leika sem nú við öll söknum sárt. Sýnt minningu hennar allan þann sóma sem henni ber - í þeirri von að bæði ég og aðrir fái sem mest lært af hennar mörgu mannkostum. Baltasar. Björn Gíslason, Sigríður Sigfúsdóttir, Þorsteinn Björnsson, Sóley Karlsdóttir, Anna Lilja Björnsdóttir, Erlendur Kristjénsson, Sigríöur Karlsdóttir, Sigríður Filippia og Karl Óttar Erlendsbörn, Jónas Sigurðsson, Elsa Nína Sigurðardóttir, Sunna María Jónasdóttir. Ástkærir synir okkar og bræður, FINNUR BJÖRNSSON, KRISTJÁN RAFN ERLENDSSON ogSVANURÞÓR JÓNASSON, sem fórust í flugslysi þann 14. sepember sl., verða jarðsungnir á Patreksfirði á morgun, laugardaginn 23. september, kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast þeirra, er bent á björgunar- og hjálpar- sveitir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu, er sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför GUÐNÝJAR JÓNSDÓTTUR, Hvammi á Húsavík. Fyrir hönd ættingja, Þorgeir Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.