Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 35 SESSELJA BJARNARDÓTTIR + Sesselja Bjarna- dóttir fæddist í Pálsgerði S-Þing- eyjarsýslu. Hún lést í Kristnesspítala 22. júli síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Sum- arrós Sölvadóttir frá Ólafsfirði og Björn Árnason frá Pálsgerði. Sesselja var fjórða í röðinni af fimm systkinum. Elstur var Árni, bókaútgefandi á Akureyri, d. 29. júlí 1992, þá systumar Brynhildur og Ragna, báðar búsettar á Akureyri og yngstur er Björn sem býr í Hrísey. Útför Sesselju fór fram frá Laufáskirkju 29. júlí. LÍF okkar Sellu móðursystur minnar var samofið alla tíð. En ég átti því láni að fagna að vera uppá- haldið hennar, enda var hún mér sem önnur móðir. Sem bam og unglingur gat ég leitað til Sellu með hvað sem var, alltaf hafði hún tíma fyrir mig og aldrei man ég eftir að hún hafi skammað mig. Stutt var á milli okkar þegar ég ólst upp, því ég átti heima í Norður- götu 31 en Sella hjá afa og ömmu í sömu götu nr. 48. Á efri hæðinni bjó bróðir hennar Árni og kona hans Gerður. Árni lést fyrir rúmum þremur árum og tók Sella það mjög nærri sér. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór að fara ein út eftir til Sellu og ég held að það haff ekki liðið sá dagur að við höfum ekki hist þegar ég var bam, annað hvort fór ég út eftir eða hún kom. Hún vildi allt fyrir mig gera og ekkert var nógu gott fyrir mig. Einu sinni fengum við Pallý systir brúður í jólagjöf, en brúðan hennar Pallýar var öðmvísi en mín því þegar hún tók sína brúðu úr sokkunum sáum við að hennar brúða var með svo flottar tær, en það mótaði ekki fyrir tám á minni brúðu. „Mín er miklu fallegri," sagði hún. Grátandi sagði ég Sellu frá þessu. Ég hefði viljað sjá fram- an í afgreiðslufólkið þegar Sella gaf mér brúðu næst því hún tók þær allar úr sokkunum og skoðaði á þeim tærnar. Hún gaf mér líka margar tuskudúkkur sem hún saumaði sjálf, þær voru með málað andlit og hárið úr garni. Ein sem hún gaf mér þegar ég var fimm ára var jafnstór og ég og auðvitað var hún bæði með fingur og tær. Sella var snillingur að mála og teikna og hana hefur örugglega dreymt um að fara í myndlistar- skóla. Börnum mínum var hún ákaflega góð, þó ein dóttir mín, Silja Björk, hafi verið henni kærust. En Sella fékk að ráða nafni hennar og sá hún ekki sólina fyrir henni. Horfði ég því á söguna endurtaka sig því GUNNAR MAGNÚSSON + Gunnar Magn- ússon fæddist í V estmannaeyjum 4. apríl 1928. Hann lést á Landspít- alanum 5. septem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Oddakirkju 16. september. ÞEGAR ég var barn varð það hápunktur sumarsins að skreppa austur til Sillu og Gunnars. Það var æv- intýri fýrir borgarbarnið að fá að skoða dýrin og kynnast sveitinni. Tólf ára sótti ég fast að komast sumarlangt í sveitina. Og þar var ég öll mín unglingssumur. I minn- ingunni hverfa öll unglingavanda- mál. Þau voru ekki til staðar, enda svo mikið að gera í sveitinni. Bjart- ar vomætur í sauðburði með Gunn- ari. Fylgjast með honum sinna skjátunum sínum. Hugsa með sér: „Fé er jafnan fóstra líkt,“ enda engin spurning um það að rollurnar í Ártúnum báru af hvað gáfur snerti. Fá að fara í Galtarholt að áliðnu sumri með bóndanum. Hlusta á hann segja frá sveitinni sinn. Síð- sumarkvöld í eldhúsinu, þar sem Gunnar rakti Njálu nær orðrétt, eða spjallaði um menn og málefni. Frá- sögnin leiftraði af kímni og hann var svo vel inni í öllu. Hann hafði líka alltaf tíma til að spjalla við okkur sumarfólkið og virtist aldur viðmælanda ekki skipta þar neinu máli. Hann átti líka svo auðvelt með að koma auga á kjarna máls- ins og skýra út fyrir manni svo margt sem kom upp í þjóðmálaum- ræðunni og var oft torskilið fyrir unglinginn. Hann kenndi okkur að treysta á okkur sjálf. Fól okkur verkefni og ætlaðist til að við gerðum þau vel. Hjá honum lærði maður að það tók því ekki að gera hlutina nema almennilega. Ég þakka Sillu og Gunnari fyrir hvað þessi ár urðu auðveld. Ártún var mitt annað heimili á þessum árum og oft hugsaði maður „heim“. Og þótt ferð- irnar austur yrðu strjálli eftir því sem árin liðu, þá gleymdist ekki sveitin mín og fólkið þar. Það er með miklum söknuði sem ég kveð Gunnar, þakklát fyrir allt. Blessuð sé minning hans. Pálína Magnúsdóttir. Eins og þín var von og vísa stóð þessi bardagi við þennan erfiða og illviðráðanlega sjúkdóm ekki lengi og hvergi hikað, hvergi hopað, og barist af fullum krafti, þar til yfir lauk svo sviplega og svo fljótt, líkt því kenndir þú mér, fljótlega eftir að fundum okkar bar saman fyrir u.þ.b. tveimur áratugum að „ég gefst upp“ á ekki heima í orðabók- inni og fylgdir þessum orðum eftir með áræði og stefnufestu svo sem sjá má á myndarlegum bústofni og búi. Það er kunnara en frá þurfi að segja að í Ártúnum var jafnan mannmargt og gestum mætt með brosi á vör og handartaki þéttu og hlýlegu og ekki verður minnst á Ártún án þess að nefna konu Gunn- ars Magnússonar heitins, Sigríði Símonardóttur eða Sillu eins og hún var alltaf kölluð og er ekki hægt að ímynda sér annað en að Guð hafí verið ánægður með gott dags- verk þegar hann gaf þessum ein- stöku sálum sáttmála um giftingu því að án annars þeirra væri erfítt að hugsa sér hitt. Ég veit ekki hvað ég get sagt til huggunar þér og þinni fölskyldu, elsku Silla mín, eða systkinum og skyldmennum Gunnars yfir þessu MINNIIMGAR þetta var alveg eins og þegar ég var lítil. Síðustu fimm árin voru Sellu minni erfið, en þá dvaldi hún á Kristnesspítala bundin hjólastól eft- ir heilablæðingu. Fannst henni erf- itt að þurfa að þiggja alla hjálp frá öðrum. Ósjaldan sagði hún við mig þegar ég var að gera eitthvað fyrir hana: „Bára mín, þú hefur svo mik- ið fyrir mér.“ En ég sagði henni oft að hún ætti þetta margfalt skil- ið, því hún hefði alltaf gert allt fyr- ir mig þegar hún gat. Það verður erfitt að hugsa til næstu jóla en það verða fyrstu jólin sem við verðum ekki saman. Ég veit þó að hún verður hjá mér í anda. Ég kveð elsku frænku mína með þakklæti fyrir allt sem hún var mér og minni fjölskyldu. Blessuð sé minning hennar. Bára Ingjaldsdóttir. Elsku Sella mín, núna þegar þú ert horfin sjónum okkar,vil ég hverfa um stund með þér heim til bernskustöðvanna. Lágt á lóuvængjum líður huprinn yfir höf og heiðar heim á dalinn minn, þar sem grasið græna grær um bemskuspor, þar sem leið mitt ljúfa, ljósa æskuvor. (Jón frá Ljárskógum) Heim á dalinn okkar, þar sem fyrstu sporin voru stigin, dalinn sem var umkringdur háum fjöllum, kyrrð og friði, ekkert rauf kvöld- kyrrðina nema hinn svæfandi niður frá ánni og söngurinn í blænum. Þegar blómin höfðu lokað krónum sínum, var allt svo hljótt að næstum heyrðist þögnin tala. Elfur tímans áfram rennur og við nið hennar koma í hugann minningar frá liðn- um ljúfum dögum. Elsku Sella mín, það er 'oft svo skyndilega fráfalli, en ef eitthvað verður sagt þá er ekki á neinn log- ið að þeim hefur borist, svo ekki sé sterkara að orði kveðið, kjark- mikill og góður liðsmaður þarna fyrir handan. Mig langar, sem einn af þeim ijölmörgu sem áttu því láni að fagna að dvelja í Ártúnum og njóta sam- vistar og samveru Gunnars og Sillu í starfi og leik, að segja að þar sitja eftir minningar í miklu magni um lífsbaráttu, óhemju dugnað, sterka vináttu, heiðarleika, heillaráð, sam- kennd og áhuga á lífínu svo að smitaði mann gleði og lífsvilja og aldrei gleymist frásagnagleði Gunn- ars sem var svo skýrt uppsett og skorinort að sögurnar liðu hjá eins og kvikmynd og það góð kvikmynd og börnin, unglingarnir og fullorðn- ir sem hlustuðu hugfangin á gátu ekki komist hjá því að skynja magn- að augnablikið sem Gunnari var svo auðvelt að skapa og það var ósjald- an að mér, og án efa mörgum öðr- um, fannst sem heima væri í góðu yfirlæti og góðum félagsskap. Þó að ekki sé einleikið hvernig fólki kemur saman þá verður sagan allt- af besti dómarinn og segir kannski mest þegar horft er um öxl. Dvalar- tími, tryggð og fjöldi þeirra er áttu viðdvöl í Ártúnum segir allt sem segja þarf um þá sem byggðu þetta bú. Og nú ert þú farinn í aldanna skaut svo fljótt og svo skyndilega að ekki varð rönd við reist og það skortir orð til að lýsa svo harðsnú- inni ákvörðun af hendi Guðs sem þó hefur án efa haft ábyrgðarmikið starf handa þér að sinna, stórum huga og krafmikli vinur. Þá minn- ist ég þess, það eitt sinn sagðir þú mér frá persónu í íslendingasögun- um, sem mig skortir minni til að nafngreina, sem hafði að orði á dánarbeði eftir að hafa að ósk sinni verið borinn út undir bert loft: „Ég fel sálu mína þeim er sólina skóp,“ því að það mundi vera sá er mestur væri. Eg man vel að þér þótti þetta skynsamlega ályktað vegna þess að slík trú hlyti að vera falslaus sem hún svo sannarlega er, en einnig er falsleysi það sem einkenndi þitt ævistarf og viðkynning við þig, og þú vannst þitt starf falslaust af ein- erfitt að kveðja en að leiðarlokum vil ég flytja þakklæti til þín frá börnum mínum og bamabörnum fyrir allt sem þú varst þeim og okkur öllum og fyrir þann mikla kærleika sem þú gafst, þegar mest á reyndi. Ég fann það best þegar veikindi og aðra erfiðleika bar að höndum, hvað þú varst okkur mik- ils virði og kom það best fram við yngstu dóttur mína, Báru, sem þú unnir mjög og barst á örmum þín- um, bæði í gleði og sorg, enda unni hún þér mjög og dáði þig umfram alla aðra og svo dóttir hennar, Silja Björk, sem þú lagðir mikið ástríki á og unnir mjög. Minningin andar í okkar sál ilmi frá dánum rósum og hjartans þakk- læti til þín fyrir að hugsa um og hlúa að foreldrum okkar þegar þeir voru hnignir á efri ár og sjúkir. Þú vildir öllum liðsinna sem erfitt áttu og voru minnimáttar og fóru dýrin ekki varhluta af þeim kærleika þín- um. Ég vil senda þakklæti mitt og okkar allra fram í Kristneshæli, til starfsfólks og lækna fyrir frábæra umönnun og alla hjúkrun sem henni var veitt þegar mest á reyndi. Svo bið ég þér allrar blessunar um ókomna tíð og að þú sameinist því umhverfi sem þú dvelur í núna og þeim leiðum sem framundan eru. Svo kveð ég þig með erindi Jóns frá Ljárskógum: Núna þegar haustar og hníga blóm og falla heldur þú í burtu og vegir skilja um sinn. Ef ég gæti handsamað himins geisla alla ég hnýtti úr þeim sveiga að skreyta veginn þinn. Brynhildur Björnsdóttir. Elskuleg frænka okkar, Sess- elja, eða Sella eins og hún var ætíð kölluð, er nú farin frá okkur og komin til betri staðar, komin til Guðs eins og dóttir mín komst að orði. Þó að dauðinn komi sem vinur, eins og í Sellu tilfelli, eru samt sorgin og söknuðurinn mikill-*^- og hugurinn leitar á vald minning- anna. Ég minnist allra stundanna hjá Sellu þegar ég var barn, hve dugleg hún var að leika sér við mig og hve mikla þolinmæði hún sýndi mér. Hjá henni var aldrei neitt stress eða læti og alltaf hafði hún tíma til að sýna mér ást og umhyggju, sama hve upptekin hún kannski var. Ég minnist einnig þess er við sátum heima hjá henni og spiluðum rommý og hlógum heilu og hálfu dagana. Já, minningarbrotin eru mörg og öll eru þau mér jafn mikilvæg, en ” uppáhaldsminningin mín er frá því að ég var tæplega fjögurra ára. Þá vaknaði ég eitt sinn eldsnemma að vetri til og hljóp berfætt á náttkjóln- um til hennar, barði svo allt að utan og hrópaði: „Lelló, Lelló, opn- aðu.“ Og Sella tók mér opnum örm- um, kaldri og búin að skera mig á tánni. Þetta atvik segir mér, elsku Sella mín, hve stóran sess þú skipaðir í hjarta mér. Þú elskaðir mig skilyrð- islaust og ég vissi að hjá þér ætti ég athvarf og traustan vin, sama á hveiju gengi. Elsku Sella mín, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, megi <•» Guð og gæfan fylgja þér á nýja staðinn. Eg kveð þig með ljóði úr ljóðabók afa míns, Hjalta Friðgeirs- sonar, sem ég veit að þú hélst mik- ið uppá: Mig langar að færa þér, ljúfa rósin, lifandi kerti á jólunum. Okkar á milli loga ljósin með leiðslu á báðum pólunum. Silja Björk Sverrisdóttir. lægni og á þann hátt komst þú fram, stundum ákafur, stundum framsækinn en umfram allt falslaus og einlægur og hjartagóður maður og fyrir það verður þú alltaf í minn- ingunni einstakur. Um leið og ég er sannfærður um að hugur þinn mun ekki hverfa frá okkur strax, og þú munt gæta Sillu sem fyrr, þá er ég ekki í neinum vafa um hvert ferð þinni er heitið, til fundar við þann er sólina skóp og ég veit að þar mun verða tekið vel á móti þér. Það er sárt og erf- itt að sjá á bak þér, kværi vinur. Farðu í Guðs friði. Ég votta Sillu og fjölskyldu henn- ar, systkinum og ættingjum Gunn- ars mína dýpstu samúð og bið Guð um að létta þeim sorgina við frá- fall Gunnars Magnússonar. Þorvaldur Geirsson. + Vinkona mín, frú ÍSAFOLD JÓNSDÓTTIR, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 20. september. Elfn Hannam. + Föðursystir okkar, BERGÞÓRA HAFLIÐADÓTTIR, Sæunnargötu 6, Borgarnesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness aðfara- nótt 16. september 1995. Útförin fer fram frá Borgameskirkju mánudaginn 25. september kl. 14.00. Jóhanna Lárusdóttir, Unnur Lárusdóttir, Sigurður G. Lárusson. t Við þökkum auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og úför móður minnar og tengdamóður, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Munaðarnesi, Árneshrjeppi, Strandasýslu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og hjúkrunarfólki á elliheimilinu Grund fyrir góða umönnun. Friðbjörg jngibergsdóttir, Eysteinn Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.