Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 39 Sjálfsbjörg selur þvotta- klemmur í íjáröflunarskyni SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatlaðra og Sjálfsbjargarfélög- in um land allt standa fyrir sölu helgina 23.-24. september á Sjálfsbjargarklemmunni. Síðasti sunnudagur í septem- ber hefur um árabil verið merkjadagur Sjálfsbjargar en í fyrra var ákveðið að fara óhefðbundna leið í fjáröflun og selja þvottaklemmu í stað merkis. Klemman er hvít að lít, 2x6 sm að stærð með áprentuðu merki samtakanna og slagorð- unum „stigar stía sundur“. Seg- ull er á bakhlið klemmunnar þannig að hægt er að hengja hana upp t.d. á ísskápa. „Sjálfsbjörg vonast til þess að flestir Islendingar styðji það markmið að íslenskt samfélag skuli vera fyrir alla, líka hreyfi- hamlaða, og taki sölufólki okk- ar vel þegar það býður Sjálfs- bjargarklemmuna. Fyrir utan að styrkja starf Sjálfsbjargar má líka nota klemmuna til að halda saman reikningum, giró- seðlum og alls kyns bréfum, eða til að hengja upp þvottinn. Sjálfsbjargarklemman kostar 300 kr.,“ segir í frétt frá Sjálfs- björgu. Málþing þroskaþjálfa FÉLAG þroskaþjálfa, Landssam- tökin Þroskahjálp og Þroska- þjálfaskóli íslands standa sameig- inlega að málþingi laugardaginn 23. september. Málþingið er hald- ið í BSRB-húsinu, Grettisgötu 89, 4. hæð. Yfirskrift málþingsins er Sam- starf, samkennd og gagnkvæm virðing. Ný vinnubrögð. Málþingið verður sett af félags- málaráðherra, Páli Péturssyni, kl. 9. Að setningu lokinni mun verða fjallað um viðfangsefni ráðstefn- unnar af fötluðum, foreldrum og starfsfólki sem starfar að málefn- um fatlaðra. Auk þess mun Bryn- dís Víglundsdóttir,^ skólastjóri í Þroskaþjálfaskóla íslands, flytja erindi um hvort áherslur hafi breyst í menntun þroskaþjálfa og Ástríður Stefánsdóttir læknir og siðfræðingur Ijallar um siðfræði og rannsóknir á fólki. Tilgangur með ráðstefnunni er að efla skoðanaskipti á milli þeirra aðila sem á einn eða annan hátt tengjast daglegu lífi fatlaðs ein- staklings auk þess sem leitað verður svara við því hvernig best sé hægt að tryggja að fatlaðir njóti réttinda sinna og sjálfstæðis. Ráðstefnan er öllum opin. Haustlitaferð til Þingvalla ALÞÝÐUBANDALAGIÐ fer í dagsferð til Þingvalla laugardag- inn 23. september. Lagt verður af stað frá Laugavegi 3 kl. 12 og áætlaður komutími í bæinn er kl. 18. Frá Þingvöllum verður farið að Nesjavöllum og m.a. verður virkj- unin skoðuð. I Nesbúð veðrur áð og hægt að kaupa kaffi og með því þar. Leiðsögumaður verður Freysteinn Sigurðsson. Ferðin kostar 1.000 kr. fyrir fullorðna og frítt fyrir börn. Vinsamlegast tilkynnið þátt- töku í síma skrifstofu Alþýðu- bandalagsins milli kl. 10 og Y4. Haustlita- og grillferð Utivistar ÁRLEG haustlita- og grillferð Útivistar verður farin í Bása í kvöld, föstudaginn 22. september. Lagt verður af stað kl. 20 frá BSÍ. A laugardeginum verður boðið upp á tvær mismunandi göngu- ferðir um Goðaland, sem nú skrýðist sínum fögru haustlitum. Á laugardagskvöld verður sam- eiginlegt borðhald og matreidd steikhanda öllum hópnum. Um kvöldið verður kvöldvaka og kveikt verður í varðeldi. Á sunnu- dag er boðið upp á gönguferð um nágrenni Bása en haldið heim á leið kl. 14.30. Fararstjórar eru Anna Soffía Óskarsdóttir og Kristján Jóhannesson. Undanrásir í atskák HALDNAR verða undanrásir vegna íslandsmótsins í atskák 1996 dagana 22. og 23. septem- ber. Teflt verður í Reykjavík, á Akureyri og Vestfjörðum. í Reykjavík hefst mótið kl. 19 föstudaginn 22. september. Tefld- ar verða fjórar umferðir og fimm á laugardag og hefst taflið þá kl. 13. Teflt verður í Faxafeni 12, Reykjavík. Fundur um hreyfingnu HEILBRIGÐISTÆKNIFÉLAG íslands mun halda fræðslufund föstudaginn 22. september nk. Fundurinn verður kl. 15-18 á Hótel Sögu, þingsal B. Efni fundarins er greining og mæling á hreyfingum, þarfir, tækni og möguleikar hér á landi. Fjallað verður um mælingar frá sjónarhóli sjúkraþjálfunar, íþróttaþjálfunar, gervilimasmíðar og þjálfunar hesta. Markmið með fundinum er að upplýsa tilgang hreyfigreiningar á ofannefndum sviðum, lýsa nauð- synlegum tæknibúnaði til slíkra mælinga og fá fram hver staða mála sé hér á landi í þessum efn- um. ■ DREGIÐ var í happdrætti Iþróttafélags heyrnarlausra þann 17. september 1995. Eftir- farandi númer eru vinningsnúm- er: Ferð með Samvinnuferðum Landsýn, hver vinningur á 50.000 kr.: 606, 901, 1347. Ferð með Samvinnuferðum Landsýn, hver vinningur á 30.000 kr.: 72, 923, 1004, 1268, 2272, 2573. Ferð með Samvinnuferðum Landsýn, hver vinningur á 25.000 kr.: 362, 986, 1279, 1735, 1882, 2148, 2396. Hægt er að vitja vinninga í Klapparstíg 28,101 Reykjavík Vinninga ber að vitja innan árs frá drætti. (Vinningsnúmer eru birt án ábyrgðar) FRÉTTIR Ríkiskaup ræktu ekki leið- beiningarskyldu sína MORGUNBLAÐINU hefur borizt eft- irfarandi athugasemd frá Gísla Maack, löggiltum vátryggingamiðlara: I REGLUM um innkaup ríkisins, sem settar voru af stjórn opinberra inn- kaupa í september 1993, segir orð- rétt á bls. 15: „Ef hraða þarf innkaupum má í sérstökum undantekningartilvikum nota lokað hraðútboð. Gera þarf sér- staka grein fyrir þörf á slíku útboði. Sein vinnubrögð hjá viðkomandi stofnun geta í engu tilviki réttlætt að viðhafa lokað hraðútboð.“ Ég verð að viðurkenna að ég hef nokkra samúð með Ríkiskaupum í þessu máli. Það er Ijóst að Landhelgis- gæslan hefur komið með þetta útboð til þeirra á síðustu stundu og þeir hafa staðið frammi fyrir því að ef þeir ekki notuðu lokað hraðútboð, þá yrðu þeir ábyrgir fyrir því að TF-LIF kæmist ekki til landsins á tilsettum tíma. Engu að síður þá eru ákvæðin um lokað hraðútboð alveg ótvíræð og skiptir engu máli þó að forstjóri Ríkis- kaupa sé ekki sammála þeim. „Sein vinnubrögð hjá viðkomandi stofnun geta í engu tilviki réttlætt að viðhafa lokað hraðútboð." Landhelgisgæslan hafði vitað frá því í júní 1994 að þyrlan yrði afhent um þetta leyti og sat því á málinu þar til á síðustu Athugasemdir við ummæli forstjóra Ríkiskaupa stundu. Forstjóri Ríkiskaupa kvartar yfir því að við höfum ekki óskað eft- ir viðbótarupplýsingum skriflega eða beðið um frestun á útboði. Það er rétt að í þeirri tímaþröng sem við vorum í við að undirbúa tilboð í tæka tíð, var óskað munnlega eftir viðbót- arupplýsingum. Fulltrúi Ríkiskaupa gerði hins vegar enga athugasemd við það og sendi okkur þessar upplýs- ingar þegar þær lágu fyrir. Þegar við létum bóka rökstudd mótmæli okkar fyrir opnun tilboða þá var m.a. lögfræðingur Ríkiskaupa viðstaddur og sýndi hvorki hann eða aðrir fulltrúar Ríkiskaupa nokkur við- brögð við mótmælum okkar og voru þau aldrei rædd efnislega. Því síður var okkur leiðbeint um að við gætum farið fram á frestun útboðs. Hvað varðar því aðfínnslur forstjóra Ríkis- kaupa í Morgunblaðinu í gær, er því ljóst að Ríkiskaup hafa ekki rækt leið- beiningarskyldu sína skv. stjómsýslu- lögum og er því þessum áskökunum vísað heim til föðurhúsanna. Forstjóri Ríkiskaupa lýsir því yfir að hann telji að réttara hefði verið að skera úr um þessi ágreiningsefni fyrir dómstólunum. Hér er mælt með aðferðum sem stjómsýslan hefur not- að til að hrista af sér þá sem ekki taka því þegjandi sem að þeim er rétt. Éndurbætur á lögum og reglum eins og t.d. ný stjómsýslulög og samn- ingurinn um Evrópska efnahagssvæð- ið bjóða nú upp á fljótvirkari úrræði eins og t.d. stjórnsýslukæru þar sem ákvarðanir lægra stjómvalds eru bornar undir æðra stjómvald eða kæm til eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem ákvörðun stjómvalds eins aðilda- ríkis er borin undir stofnunina. í þessu felst mikil réttarbót, því misvitrir embættismenn geta stundað hreina skemmdarstarfsemi við túlkun og af- greiðslu mála í st|ómkerfinu og falið sig síðan á bak við kostnaðarsaman og tímafrekan málarekstur. Aldrei fyrr minnist ég þess þó að lægra sett stjómvald hafí opinberlega neitað að fara að fyrirmælum æðra stjómvalds, þ.e. þess ráðuneytis sem það heyrir undir, eins og haft er eftir forstjóra Ríkiskaupa í flölmiðlum. Eru kannski íslenskir embættismenn orðnir svo sjálfstæðir að þeir þurfa ekki að fara að lögum og fyrirmælum yfírboðara sinna? Gísli Maack, lögg. vátryggingamiðlari. Evrópusambandið í menntamálum Kynningarráðstefna um Sókrates KYNNINGARRÁÐSTEFNA um Sókrates, nýja samstarfsáætlun Evrópusambandsins í mennta- málum, verður haldin föstudaginn 22. september 1995. Fyrir hádegi verður ráðstefna í Borgartúni 6 og á Grand hóteli Reykjavík, Sig- túni 38, eftir hádegi. Fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og gesta- fyrirlesarar frá Bretlandi og Dan- mörku halda erindi um mismun- andi þætti áætlunarinnar: Eras- mus (háskólastig), Comenius (lægri skólastig) og Lingua, full- orðinsfræðsla og fjarkennsla. Eftir hádegi verður ráðstefnan tvíþætt; háskólastig annars vegar og önnur skólastig hins vegar. Ráðstefnan er á vegum mennta- málaráðuneytisins, Alþjóðaskrif- stofu háskólastigsins (landsskrif- stofa Sókratesar á íslandi), og framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins. Fulltrúum frá öllum skólastigum verður boðið á ráð- stefnuna. Sókrates-átlunin var sett á laggirnar 14. mars 1995 og á að standa til ársloka 1999. Þáttt'ak- endur eru Evrópusambandslöndin fimmtán auk íslands, Noregs og Lichtenstein. Sókrates-áætlunin höfðar til mjög breiðs hóps, allt frá fyrsta skólastigi og jafnt til nemenda kennara og sérhæfðs starfsfólks skóla og annarra menntastofnana. Þessir aðilar geta nýtt sér á ýmsan hátt þá möguleika til fjöl- þjóðasamstarf sem áætlunin býð- ur upp á. Dagur heyrn- arlausra DAGUR heyrnarlausra er hald- inn hátíðlegur um heim allan síðustu helgi september ár hver og dagana 22.-24. september heldur Félag heyrnarlausra á íslandi upp á daginn í 7. sinn. Dagskráin hefst föstudaginn 22. september kl. 18 með opnun sýningarinnar Tónlist augans í Listhúsinu í Laugardal þar sem heymarlausir listamenn sýna myndverk sín. Laugardaginn 23. september verður gengið frá Kjarvalsstöðum kl. 13.30 að Laugavegi 26 í Reykjavík þar sem Félag heyrnarlausra hefur opið hús og býður upp á léttar veitingar til kl. 18. Sunnudaginn 24. september verður hátíðarmessa í Áskirkju kl. 14. Sr. Miyako Þórðarson messar. Ræðumaður dagsins er Vilhjálmur G. Viihjálmsson. Fé- lag heyrnarlausra minnir á pennasölu í tilefni dagsins og biður fólk að taka sölubörnum vel. AFSLATTUR AF SKERMUM TIL 1. 0KT0BER. MIKIÐ ÚRVAL ARMULA 24 S: 568 1518

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.