Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens mrz/£> &BUUH />JeF/t£>) \£árz* ÖRóéfZ J ÖPRU H\tE&ro! J y^ c w & o Oo O0 0 V0UR6 EM0TI0NALLV 8ANKRUPT... N 5C0TT FITZ6ERALP U)A5 EMOTIONALLV 8ANKRUPT...WE'RE ALL EMOTIONALLV 8ANKRUPT... £■'26 03 cO O 1995 Uniled Fealurt Synðcate. Inc. Þú ert tilfinningalega gjaldþrota, skáldið var tilfinningalega gjaldþrota, við erum öll tilfinningalega gjaldþrota. BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 Orð Guðs vors stendur stöð- ugt eilíflega Frá Sóleyju Jónsdóttur: í SKRIFUM um „Trúfræðslu fyrir almenning" frá leikmannaskóla kirkjunnar í Morgunblaðinu, þann 27. ágúst sl. má lesa að halda á námskeið í vetur um inngangs- fræði Gamla testamentisins, kenn- ari dr. Gunnlaugur A. Jónsson. Þar verður m.a. spurt, hvort Gamla testamentið sé úrelt rit eða eigi erindi til okkar við lok 20. aldar. í tilefni þessarar spurningar langar mig að setja litla hugleið- iligu á blað. Jesús Kristur sagði um Gamla testamentið í Jóhannes- ar guðspjalli 17:17: „Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sann- leikur.“ í Hebreabréfinu 4:12 stendur: „Orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hveiju tví- eggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liða- móta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjart- ans.“ Orð Guðs verður aldrei úr- elt. Það er sígilt og á við alla tíma. í Jóhannesar guðspjalli 5:46,47 segir Jesú: „Ef þér tryðuð Móse, mynduð þér líka trúa mér, því að hann hefir ritað um mig. En ef þér trúið ekki ritum hans, hvernig getið þér þá trúað orðum mínum?“ Af þessu sést mjög greinilega, að þeir, sem ekki trúa t.d. sköpunar- sögunni, geta heldur ekki trúað orðum Jesú Krists. Þetta er vissu- lega íhugunarvert. Gleymum því heldur ekki, að Gamla og Nýja testamentið eru algerlega samofin og verða ekki aðskilin. Við lesum í Rómverjabréf- inu 15:4: „Allt það, sem áður er ritað, er ritað oss til uppfræðing- ar, til þess að vér fyrir þolgæði og huggun ritninganna héldum von vorri.“ Hin sanna menning er fólg- in í því að hafa allt Guðs orð að leiðarljósi. Það hefur reynslan sannarlega sýnt. Manneskjan hefir ekkert breyzt, það má m.a. sjá af lestri Gamla testamentisins. Það þarf að skapa virðingu fyrir orði Guðs í skólum landsins, já, og í öllu þjóðlífinu og taka Orðið sem Guðs orð, en ekki sem manna orð. Þá myndi blessun Guðs koma ríku- leg yfir land og þjóð. Hina æðstu speki er að finna í orði Guðs. „Því að Drottinn veitir speki. Af munni hans kemur þekking og hyggindi." Orðskviðimar 2:6. Öll speki, sem t.d. er í Orðskviðunum, gæti forðað mörgum frá miklum harmkvælum, ef farið væri eftir henni. Það er óvinur Guðs og manna, sem sífellt reynir að gera orð Guðs tortryggi- legt (sbr. l.Mósesbók 3:1) og fá mennina til að trúa því ekki. En Guð segir við manninn: „Sjá, að óttast Drottin - það er speki, og að forðast illt - það er vizka.“ Jobs- bók 28:28. „Orð Guðs vors stendur stöðugt eilíflega." Jesaja 40:8. SÓLEY JÓNSDÓTTIR, Akureyri. Til flokksmanna í Alþýðubandalaginu Fri Aðalsteini Á. Baldurssyni og fl.: ÞAÐ skiptir verkalýðshreyfinguna máli að sterk tengsl séu milli forystumanna hennar og verkalýðssinnaðra stjórnmálaafla sem styðja baráttu almennings fyrir bættum kjörum. Það er nauðsynlegt fyrir kjarabaráttu launafólks í landinu að til sé stjórnmálaflokkur sem er í senn róttækur og raunsær. Ein forsenda þess er traust og öflug forysta hinnar pólitísku hreyf- ingar sem vill stuðla að góðu samstarfi þessara mikilvægu aðila. Dæmin sanna að þá hefur best gengið að ná árangri þegar vilji pólitísku hreyfingarinnar til samstarfs við verkalýðshreyfinguna hefur verið eindregnastur. Þegar fagleg og pólitísk barátta leggur saman kraftana. Allar helstu endurbætur á velferðarlöggjöf síðustu tveggja áratuga hafa orðið til fyrir slíkt samstarf. Nú stendur fyrir dyrum að veíja verður Alþýðubandalaginu nýjan formann. Miklu varðar að vel takist til við það val. Þeir sem fylgst hafa með störfum Steingríms J. Sigfússonar und- anfarinn áratug vita að þar fer traustur og hæfur stjórnmálamaður sem vex með þeim verkum sem honum eru falin. Við undirrituð sem gegnt höfum og gegnum ýmsum forystustörf- um fyrir verkalýðshreyfinguna og fyrir hina pólitisku hreyfingu treystum Steingrími J. Sigfússyni best fyrir formennsku í Alþýðu- bandalaginu og skorum á ykkur að gera það sama. AÐALSTEINN Á. BALDURSSON, BENE- DIKT DAVÍÐSSON, EINAR GUNNARS- SON, JAKOB HJALTALÍN, JÓHANN GEIRDAL, KRISTlN HJÁLMARSDÓTTIR, LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR, SIG- URÐUR INGVARSSON, SJÖFN INGÓLFS- DÓTTIR, VIGNIR EYÞÓRSSON. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.