Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 1
LÆQSTA-VERÐ ABYRGÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM FLORIDA 7.590 BRETLAND 13.020 KANARÍ 11.690 TÚNIS 29.900 Morgunblaðið/Ámi Sæberg SEINNA blómaskeiðið - Soda Stream- tækin eru núna mest notuð til að búa til kolsýrt vatn. Rykið dustað af Soda Stream ÞÓTT íslendingar státi af heimsins besta drykkjarvatni virðist neysla kolsýrðs vatns, sem selt er í flöskum hafa aukist töluvert að undanförnu. Margir hafa líka dustað rykið af gömlum Soda Stream-tækjum til áð búa til kolsýrt vatn heima hjá sér. Tæk- in þóttu ómissandi á mörgum heimilum fyr- ir 15 árum, en voru þá einkum notuð til að laga sykraða, bragðbætta gosdrykki. Um langt skeið virtust Soda Stream-tækin ætla að hljóta sömu örlög og fótanuddtækin, sem oft er vitnað til þegar sölumátt auglýsinga og nytsemi hluta ber á góma. í stað þess að nudda fótlúna fúna mörg þeirra í geymslum og skúrum og, fram til þessa, oft með Soda Stream-tækin sér við hlið. Hálfur lítrl á 6-7 krónur Sól hf. flytur inn og selur Soda Stream- tæki. Stefán Garðarsson, sölustjóri, segir að fyrir jólin hafi selst um eitt þúsund tæki og salan sé enn að aukast. Sól hf. býður viðskiptavinum sínum að taka gömul tæki á 1.000 kr. upp í ný. Út úr búð kosta tæk- in 4.900 kr. með kolsýruhylki, áfyllingu og þremur stærðum af plastflöskum. „Ef stofn- kostnaður er frátalinn kostar hálfur lítri af kolsýrðu vatni úr Soda Stream ekki nema 6-7 krónur, en sama magn er selt á 90-110 krónur í flöskum í verslunum. Sparnaður er umtalsverður, en tækið ætti líka að koma í veg fyrir sjoppuferðir og óhóflega kaffi- drykkju á heimilum og vinnustöðum,“ segir Stefán. Aðspurður sagði hann, að núna notuðu fáir bragðefni, eins og kóla-, appelsínu- eða límonaði, en mikill fengur þótti í slíku á fyrra blómaskeiði Soda Stream-tækjanna. „Allir eru að hugsa um heilsuna og vita að það er hollt að drekka vatn, en mörgum finnst kolsýrt vatn ferskara. ■ ÞÝSKA flugfélagið LTU sem í sumar flaug vikulega á milli Diisseldorf og Kefla- víkur, mun næsta sumar bæta flugi milli Hamborgar og Keflavíkur við áætlun sina. Að sögn Maríu Jónasdóttur, fjármála- stjóra Ferðamiðstöðvar Austurlands, sem hefur umsjón með flugi LTU til íslands, er áætlað að flug félagsins til landsins hefjist 3. júní á næsta ári og ljúki um haustið á svipuðum tíma og nú. LTU hóf að fljúga til íslands 29. maí og síðasta flugið var 18. september síðastlið- inn. Um var að ræða 17 flug með 209 sæta Boeing 757-200 vélum félagsins eða sætaframboð upp á um 3.500 sæti alls. „Nýtingin var á heildina litið mjög góð. Með þessu flugi komu rúmlega 2.200 Þjóðverjar að viðbættum þeim Islending- um sem nýttu sér flugið," sagði María. Flelrl ÞjóAverjar Upplýsingar frá Ferðamálaráði íslands sýna að fleiri Þjóðveijar komu til íslands í júni, júlí og ágúst á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Þá komu hingað 21.933 Þjóð- veijar, en 23.107 nú. Fjölgunin nemur þv( 1.174 ferðamönnum, eða 5,4%, og segir María eðlilegt að áætla að hluta þessarar aukningar megi rekja til áætlun- arflugs LTU. Farþegar LTU frá Dusseldorf til ís- lands voru, að sögn Mariu, flestir erlend- ir ferðamenn, í hópferðum, með flug og bíl pakka eða einstaklingar sem keyptu bara flugið til og frá landinu. „íslending- ar sem fóru með félaginu til Dússeldorf voru í viðskiptaerindum eða ferðamenn. Margir þeirra nýttu sér ódýrt tengiflug frá Dusseldorf sem LTU bauð upp á.“ Þar sem um var að ræða áætlunarflug LTU til íslands var hægt að bóka far með félaginu á öllum helstu ferðaskrif- stofum landsins. Fullt verð var 27.000 krónur auk flugvallarskatts upp á 1.640 krónur. Miðað var við einnar viku lág- marksdvöl og eins mánaðar hámarksdvöl. Ungt fólk undir 21 árs aldri fékk 25% afslátt af fullu verði. ■ MAROKKO 24.700 MALAGA BAHAMAS 9.980 21.060 Innifalið í verði er: kaskótryogina, lækkun s|alfsabyraðar, trygging g. stuldi og allir staðbundnir skattar. Oll veríi eru í Islenskum krónum og eru vikuverð.Fiorida: ótakmarkaður akstur og kaskó. 588 35 35 Opið mán-fös 9-18 lau 10-14 JEtrgiiwM&bíiíb FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 B LTU eykur tlug til Tslands næsta snmar Hulunni svipt af virkni verkjalyfsins aspiríns VONIR manna til að framleiða væg asp- og mest notuðu verkjalyfjum í heiminum irínskyld verkjalyf, sem ekki hafa einnig hafa vísindamenn ekki getað sagt til um bólgumyndandi áhrif á slímhúð í maga hvernig það linar þjáningar, þar til fyrir ' og skeifugörn, hafa nú skömmu að aspirínið var „staðið að Vanir um nwtt heldur g|æðst- Vísinda- verki“. vomr umnyrr menn við Háskólann í Það hefur reyndar verið vitað í meira verkjalyf an Chicago hafa nú fundið út en tuttugu ár að aspirín og skyld lyf aukaverkana á hvern hátt aspirín hindrar hafa áhrif á virkni ensíma sem búa til myndun prostaglandína, en prostaglandínin. Fyrir fáum árum upp- þau eru hópur náskyldra götvuðu vísindamenn hins vegar að asp- efna sem m.a. eiga þátt í bólgusvörun irín grípur inn í starfsemi tveggja líkra og myndun sársauka, að því er segir í prostaglandínmyndunar-ensíma, nýju hefti af tímaritinu New scientist. PGHS-1 og PGHS-2. Þrátt fyrir að aspirín sé eitt af elstu Vísindamennirnir við Chicago-háskóla áttuðu sig á að aspirínsameindimar koma sér fyrir inni í göngum sem eru í ensímunum og koma þannig í veg fyrir að prostaglandínin geti myndast. Aspriínið hefur verkjastillandi verkun þegar það hindrar störf PGHS-2 en aukaverkanirnar verða vegna tengingar þess við PGHS-1. Binda menn nú von- ir við að þessi upp- götvun geti orðið til þess að það tak- ist að framleiða nýtt verkjalyf sem ekki hefur auka- verkanir aspiríns- ins heldur eingöngu verkjastillandi verk- un. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.