Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF * SKIPTAR SKOÐANIR UM DÝRATILRAUNIR Dýrin sem deyja fyrir vísindin EGGERT Gunnarsson, umsjónarmaður tilraunadýra á Keldum, með einn skjólstæðinga sinna ► Rannsóknarstofur víða um heim nota fallöxi til aö aflífa til- raunadýr. Tekið skal fram að dýrin eru svæfð óður en þau eru sett í fallöxina. Magnús Jóhannsson, prófessor í læknadeild, hefur um árabil unnið að skyldum rannsóknum en hann einbeitir sér að hjartavöðvum og notar marsvín auk rottanna. Hann beitir einnig kolsýru við aflífun dýranna en lætur þeim síðan blæða út. Alls láta 50-100 rott- ur og marsvín árlega lífið vegna SÉRRÆKTAÐAR hárlausar mýs eru notaðar til að kanna dreifingu lyfja um Iíkamann. Þ-Viömiöin eru alls staðar svipuð. Sjónarhorn lækn- isf ræðinnar er róðandi; að það sé réttlætanlegt að fórna dýrum fyrir hagsmuni mannsins. Á HVERJU ári eru um 150 milljónir dýra um allan heim notaðar í tilraun- ir. Deilur um notkun tilraunadýra hafa staðið lengi erlendis og stundum orðið mjög heiftarlegar. í Bretlandi eru starfandi mjög róttæk dýra- verndunarsamtök, Animal Liberation Front, sem lýst hafa á sig ábyrgð á morðum á vísindamönnum sem hafa stundað dýratilraunir auk innbrota í rannsóknarstofur til að frelsa til- raunadýr. Heldur hljótt hefur verið um þessi mál á íslandi. Þó hafa tilraunir á ^ dýrum verið stundaðar hér um all- langt skeið og ýmsir vísindamenn beitt þeim við rannsóknir. Stuðnings- menn dýratilrauna segja þær nauð- synlegar til að ná árangri í læknavís- indum. Andstæðingar þeirra segja að alltaf séu til aðrar leiðir. Undlr fallöxina í Hálsaskógi Sigmundur Guðbjamarson, fyrrver- andi háskólarektor, hefur notað rott- ur við tilraunir í rúm 20 ár. Hann hefur einkum rannsakað áhrif matar- æðis á starfsemi hjartans. Rottunum er gefið smjör, lýsi, kornolía og fleiri tegundir feitmetis. Sigmundur segir að rannsóknimar valdi dýrunum eng- um kvölum. „Þegar rottumar eru komnar á réttan aldur aflífum við þær með bestu aðferðum sem þekkt- ar eru. Fyrst eru þær látnar í lokuð búr og hleypt inn kolsýru sem svæf- ir þær á skömmum tíma. Síðan eru þær settar í einfalda en sérhannaða fallöxi. Þegar rottumar eru dauðar tökum við úr þeim hjartað til rann- sókna.“ Sigmundur segir að enn hafi engin aðferð fundist til að gera þessar tilraunir án þess að nota dýr. Tilraunarottumar sem Sigmundur og samstarfsmenn hans nota eru geymdar í nýlegu húsnæði sem er sérstaklega búið í þessum tilgangi og nefnist það Hálsaskógur. Raka- stigi og hita er haldið jöfnum og eins og best hentar rottunum. Húsnæðið er vel hljóðeinangrað þannig að utan- aðkomandi truflanir valdi ekki dýr- unum í Hálsaskógi streitu sem gæti haft áhrif á tilraunir. Áður en nýja húsnæðið varð tilbúið voru rottumar geymdar við heldur verri aðstæður. Þar voru til dæmis vandræði vegna þess að ræsisrottur reyndu að koma sér inn utan frá til að komast að kvendýrunum í búrunum. Engar framfarlr án dýratilrauna rannsókna hans. „Þetta er lejðinleg- asti hluti rannsóknanna, að þurfa að drepa dýr. En ef ekki væru stundað- ar tilraunir á dýrum yrðu engar framfarir í læknavísindum, engin ný lyf kæmu til sögunnar. Ef við erum ekki tilbúin að fóma dýrum til að prófa lyf verðum við að prófa þau á mönnum og það yrði aldrei sam- þykkt.“ Stefán B. Sigurðsson, prófessor í lífeðlisfræði, hefur notað líffæri úr dýrum bæði til kennslu og rann- sókna. Hann vinnur að rannsóknum á astma og notar til þess lungu úr svínum. Við kenrislu í lífeðlisfræði eru aðallega notaðar rottur. Þær em annaðhvort aflífaðar með málmkylfu sem er slegið aftan á hnakkann þannig að mænan fer í sundur, eða svæfðar með lyfjum. Nemendum er aldrei leyft að aflífa dýrin, það gera aðeins menn með sérþekkingu. „Líf- færin eru tekin úr dýrunum og nem- endum sýnt hvemig þau störfuðu. Einnig er sýnt hvernig lyf geta haft áhrif á starfsemina." Lifandi dýr eru notuð þegar athugaður er blóðþrýstingur við kennslu í læknadeild. Rottumar eru svæfðar og síðan gefín lyf sem hafa áhrif á blóðþrýstinginnn. Fín- gerðri nál er stungið í æð til að mæla blóðþrýstinginn, svipað og gert er við skurðaðgerðir á mönnum. Dýraverndunarfólk hefur mótmælt tilraununum og bent á að hægt sé að nota aðrar aðferðir við kennsluna. Stefán segir að dregið hafí verið úr notkun lifandi dýra í þessum tilgangi og nú séu þau aðeins notuð í lækna- deild. í hjúkrunarfræði séu til dæmis notaðar aðrar aðferðir. Þar sem lömbin þagna Nær öll tilraunadýr sem notuð eru hér á landi eru upprunin á Tilrauna- stöðinni á Keldum. Eggert Gunnars- son, doktor í dýralækningum, hefur yfímmsjón með tilraunadýrunum þar. Á Keldum eru stofnar af rottum, músum, marsvínum, kanínum, kind- um og hestum sem notaðir eru við rannsóknir og til blóðtöku vegna framleiðslu á bóluefnum og mótefn- asermi í dýralyf. Eggert segir að reynt sé að halda notkun tilraunadýra sem mest í skefjum. Til þess er beitt þremur aðferðum, á ensku nefnd 3R; replace- ment, refine- ment, redu- TILRAUNAROTTUR eru þægileg og meðfæri- Ieg dýr og bíta sjaldan. kannað Iöggjöf ýmissa landa í þess- um efnumi Hann segir að viðmiðin séu alls staðar svipuð. Sjónarhorn læknisfræðinnar er ráðandi; að það sé réttlætanlegt að fórna dýrum fyr- ir hagsmuni mannsins. Lítil takmörk eru sett við því hversu mikinn sárs- auka dýrin megi þola, aðeins að hann sé hafður eins lítill og hægt er miðað við aðstæður. Sigfús segist sjálfur vera þeirrar skoðunar að það sé í lagi að nota dýr í vísindalegum til- gangi. „Samkvæmt svonefndum Helsinkisáttmála er óleyfílegt að nota lyf á mönnum fyrr en þau hafa verið reynd á dýrum. Þess vegna verður engin framþróun í þessum efnum nema með dýratilraunum. Ég held að dýrin þjáist ekki meir í til- raununum en sjúkt fólk gerir.“ Réttlndl manna og dýra Ásgeir Brynjar Torfason heimspeki- nemi hefur í sumar kannað mismun- andi viðhorf til dýratilrauna. Hann skiptir þeim í fjóra meginstrauma. I þeim fyrsta eru þeir sem samþykkja engar dýratilraunir. Þeir telja allar lifandi verur jafnréttháar og að eng- ar þeirra megi nota sem tæki. Með dýratilraunum er brotið gegn réttind- um dýranna. I öðrum hópi eru þeir sem telja dýratilraunir aðeins réttlætanlegar ef við erum tilbúin til að gera sömu hluti við fólk sem hefur sama vits- munastig og þau, til dæmis á mönn- um sem orðið hafa fyrir heilaskaða. Fylgismenn þessarar kenningar telja rangt að mismuna lífverum eftir teg- undum og líkja því við kynþáttafor- dóma. ction. í fyrsta lagi er reynt að beita öðrum rannsóknar- aðferðum en dýratilraunum ef hægt er. í öðru lagi er reynt að valda dýrunum sem minnst- um sársauka. í þriðja lagi eru allar aðstæður staðlaðar til að hægt sé að komast af með sem fæst dýr. Dýr frá Keldum eru notuð til rannsókna í Háskólanum og til kennslu þar og í menntaskólum. Dýrin eru aldrei notuð nema í eina tilraun. Séu þau ekki aflífuð við tilraunina er það gert á Keld- um og þar eru hræin alltaf brennd. Ný dýraverndunarlög í vor voru sett ný lög um dýra- vernd meðal annars með ákvæð- um um tilraunir á dýrum. Þau eru almennt orðuð og litlar breyt- ingar hafa orðið frá fyrri lögum en í framhaldi af lagasetningunni á að setja nýja reglugerð sem kveður nánar á um dýratilraun- ir. Þriggja manna tilraunadýra- nefnd, skipuð Brynjólfi Sand- holt yfírdýralækni, Dagmar Völu Hjörleifsdóttur dýralækni og Jón Kalmanssyni frá Siðfræðistofnun Háskólans, tók nýlega til starfa og á að skila tillögum að nýrri reglugerð 1. nóvember. I tengslum við starf nefndarinn- ar voru tveir nemendur við Há- skóla íslands styrktir af Nýsköp- unarsjóði til að kanna reglugerðir og viðhorf til dýratilrauna í öðrum löndum. Sigfús Gissur- læknanemi hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.