Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF KRISTÍN og Guðmundur á nýslegnu grasþaki annarrar álmunnar á Reynistað. Af þakinu er afar fallegt útsýni, m.a. yfir Faxaflóann og vestur á Snæfellsnes. Fyrr í sumar var Ijaldi slegið upp á krokketvellinum fyrir framan húsið og efnt til brúðkaupsveislu þegar sonurinn gekk í hjónaband. EIGENDUR Reynisness, Eggert Hjartarson og Grima Huld Blængsdóttir, ásamt börnum sínum Láru Ósk og Gunnari Smára og heimilishundinum Húgó. Hvorki Reynisnes né Reynistaður eru á deiliskipulagi hverfisins og því hefur Eggert lent í basli með að fá leyfi til að byggja bílskúr. STÓLPARNIR í arninum eru smíðaðir með rúmstólpa á Þjóðminjasafninu að fyrirmynd. Þangað er hugmyndin að þverfjölinni einnig sótt. Stefán Eiríksson, myndskeri, skar hana út en entist ekki aldur til að klára hana. Dótt- ir hans Soffía tók þá við og Iauk verkinu. Eins Og vin í eyðimörk REYNISTAÐUR og Reynisnes, í Skerjafirðinum, bera eigendum sinum fagurt vitni um natni og alúð enda hlutu þeir nýlega viðurkenningu Reykjavíkurborg- ar fyrir endurbætur á gömlum húsum. Húsin standa þar sem gamli Skildinganesbærinn var áður, eins og vin í „eyðimörk" borgarinnar, hvítmáluð með rauðu þaki og bláum glugga- körmum. Afkomendur Eggerts Claessen og Soffíu Jónsdóttur Claessen eiga húsin, en þau hjónin keyptu Skildinganesjörðina upp úr 1920. Eggert var hæstaréttarlögmaður og bankastjóri um tíma, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins og stjórnarformað- ur Eimskips í fjölda ára. Hann bjó á Reynistað, sem hann nefndi svo sjálfur eftir Reynistað í Skagafirði, en þaðan var hann ættaður. í Reynisnesi bjó bónd- inn í Skildinganesi. Sá sem síð- astur bjó á jörðinni var Georg Jónsson, bróðir þeirra Ríkharðs, myndhöggvara, og Finns, list- málara. Dætur Eggerts og Soffíu eru tvær, Kristín sem býr á Reyni- stað og Laura sem býr í lítilli íbúð í Reynisnesi. Sonur Lauru, Eggert Hjartarson, keypti Reyn- isnes af foreldrum sínum og býr þar ásamt fjölskyldu sinni. Hjörtur Pjetursson faðir hans, nefndi bæinn Reynisnes og sótti það einnig til Skagafjarðar en áður fyrr hét kirkjujörðin Reynistaður, Staður í Reynisnesi. * mhg ÞESSA kistu smíðaði Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri, og gaf systur sinni, Kristjönu Haf- stein, móður Hannesar og Lauru Hafstein. Laura var amma Kristínar og Lauru Claessen Laura og Hjörtur létu mála kistuna og nú prýð- ir hún heimili Eggerts sonar þeirra. Greind hjá fóstrum mæld í móðurkviði ÚTLIT er fyrir að hægt sé að átta sig á námshæfileikum meðan fóst- ur er enn í móðurkviði. Nýlegar rannsóknir á Norður-írlandi benda til að með hversdagslegum hljóðum sé unnt að átta sig á námshæfileikum áður en við fæð- umst. Eitt þúsund ófrískar konur tóku þátt í rannsókn írska prófessorsins Peters Hepper. Hann framkallaði ýmis hljóð og eftir 22 vikna með- göngu mátti greina viðbrögð fóstra við hávaðanum. Um leið og hávaðinn hófst hreyfðu þau sig. Smám saman virtust fóstrin venj- ast látunum og hættu að kippa sér upp við þau. { tímaritinu Asiaweek er haft eftir Hepper að fóstrin hafi verið misjafnlega lengi að venjast hávaðanum, en þau sem hafi verið fljótari að venjast honum hafi einnig verið fljótara að venjast nýjum hljóðum eftir fæðingu. Segist hann telja að með þess- ari aðferð megi greina hvort fóstur komi til með að eiga erfitt eða auðvelt með að læra þegar þar að kemur. „Því hraðar sem við venj- umst einhverju, þeim mun hraðar getum við Iært. Því er eðlilegt að álykta að fóstur sem er mjög lengi að venjast utanaðkomandi hljóðum og hávaða komi til með að eiga í námserfiðleikum." segir hann. Hepper er þeirrar skoðunar að gott geti verið fyrir verðandi for- eldra að vita að ófætt barn þeirra muni eiga við námserfíðleika að stríða. Þeir geti þá undirbúið sig betur og veitt barninu aukinn stuðning þegar á reynir. ■ íslenski hesturinn linar þjáningar MS-sjúklinga MS-SJÚKLINGURINN ljómaði þegar hann var kominn á bak ís- lenska hestinum Agnari. Hann stóð upp úr hjólastólnum og gekk með erfíðismunum upp sérhannaðar tröppur til að komast á bak. Systir hans og sjúkraþjálfarinn hjálpuðu honum að setjast. Hestasveinninn hélt Agnari á meðan og strauk honum rólega um snoppuna. Beatrix Markwalder, sjúkra- þjálfari í Zúrich í Sviss, býður upp á sjúkraþjálfun á hestbaki yfir sumarmánuðina. Hún segir að út- reiðin hafi ekki aðeins góð líkamleg áhrif heldur hafi útiveran og sam- skiptin við hestinn og hestasveininn einnig upplífgandi áhrif á sálina. íslenski hesturinn er sérstaklega vel til þessarar þjálfunar fallinn. Skapgerð hans, kraftur, hæð, breidd og göngulag eru hin ákjósanlegustu. Markwalder notaði Haflinger-hryssu fyrstu tvö árin sem hún bauð upp á þessa þjálfun en það gekk ekki. Haflinger-hross eru ættuð úr Ölpunum í Suður- HJÖLASTÖLLINN bíður sjúklingsins þegar honum er hjálpað aftur af baki. Reiðtúrinn slakar á vöðvunum og sjúklingurinn á auðveldara með gang á eftir. •i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.