Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 B 7 v FERÐALÖG BUNU beint að flugu á Schiphol-flugvelli. UTSTILLING kráar, sem ætl- að er að laða að gesti. söfn eru í hverf- inu, kannabis- safn og erótiskt. Bæði ollu mér nokkrum von- brigðum. Var mér sagt að við Dam í miðbæ Amsterd- am væri erótíska safnið „Venusar- hof,“ sem væri öllu betra en það sem er í rauða hverfinu. Neysla kannabisefna er áberandi í Amsterdam, sérstaklega á ákveðn- um kaffihúsum, þar sem menn kaupa sér maríjúana í poka í stað smáköku með kaffinu. Jafnvel þeir sem ekkert þekkja til þessara eitur- efna eru fljótir að átta sig ef þeir villast inn á reyk-kaffihús, því í loft- inu er jafnan þykkur mökkur, auk þess sem gestir sitja og vefja sér vindlinga eða púa þá í stað þess að KAUPMAÐUR ert annað en sem selur ekk- tannbursta. VERSLUNARFERÐ gæludýrinu. með drekka te, kaffí eða bjór, eins og tíðkast á almennum kaffihúsum. Gestir í Amsterdam eru flestir mjög fljótir að Iæra þrjú orð í hol- lensku, nöfn á torgunum Leidse- plein, Rembrantdtplein og Dam. í kringum þessi þrjú torg er aragrúi af krám, veitingahúsum og skemmtistöðum, þvílíkur fjöldi að marga mánuði tæki að kynna sér þá alla. Listamenn af öllum gerðum troða reglulega upp í miðbænum með óformlegum hætti og dæmi um slíka uppákomu er fimleikasýning vöðvastælts karl- manns, sem kvöld nokkurt steig fram á Leidseplein, klæddur gylltu pungbindi einu fata. Auk þess sem hér hefur verið greint frá eru margir afar áhugaverðir staðir í Amsterdam og er þeirra flestra getið í bæklingum og bókum fyrir ferða- menn. Þeir sem dvelja lengur en 2-3 daga í Amster- dam ættu að nota tækifærið og bregða sér út fyrir borgina, til dæmis til Zaanse Schans, þar sem nokkrar myllur eru enn í notkun, m.a. ein þar sem gerð er lífræn málning. Einnig er hægt að kynna sér ostagerðalist þar, eða útskurð á klossum, einum þekktasta skófatnaði Hollendinga. Ég held að ekki skipti máli hvort menn gera stuttan stans eða langan í Amsterdam. Borgin er svo full af lífí og svo fjölskrúðug að til að láta sér leiðast þurfa menn að vera veru- lega leiðir á lífinu. ■ Brynja Tomer Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FRAMKVÆMDIR við Sigurðarskála í Kverkfjöllum. Stækkun Sigurðar- skála lokið Nýr formaður hja Félagi íslenskra ferðaskrifstofa Egilsstöðum, Morgunblaðið FÉLAGAR úr Ferðafélögum Húsavíkur og Fljótsdalshéraðs unnu að stækkun Sigurðarskála í Kverkfjöllum. Stækkunin nem- ur um 50 fermetrum að grunn- fleti og nýtist sem borðsalur fyr- ir 50 manns og svefnloft fyrir 25 gesti. Með þessum breytingum batnar aðstaða skálavarða til muna og eldhúsaðstaða verður rýmri og þægilegri. Hluta af gamla húsinu var breytt jafn- hliða þessum stækkunum þannig að nú tekur skálinn alls 85 manns í gistingu. Að verkinu unnu um 50 manns og tók það tvær helg- ar. Kostnaður við þessar breyt- ingar er um 3 milljónir. Yfirsmið- ur með framkvæmdunum var Hermann Eiríksson. ■ HÖRÐUR Gunnarsson, forstjóri Urvals/Utsýnar var nýlega kosinn formaður Félags íslenskra ferða- skrifstofa. í stjóm félagsins vora kjörnir: Kjartan Lárasson, frá Ferðaskrifstofu íslands, Helgi Jó- hannsson, frá Samvinnuferð- um/Landsýn, Sím- on Pálsson, frá Flugleiðum og Sigurjón Haf- steinsson frá Ferðamiðstöð Austur- lands. Félagið er málsvari ferða- skrifstofa á Islandi og annast al- menna hagsmunagæslu fynr at- vinnugreinina. Skrifstofa FÍF er í Hafnarstræti 20, Reykjavík. ■ Hörður Gunnarsson i Flugfarþegi framtíðarinnar Engum leiðist Sjónvarpsskjár er við hvert sæti og er þar hægt að sjá fjölbreytta skemmtidagskrá, kvikmyndir eða aðra afþreyingu. Spilavíti er í flugvélinni og geta farþegar spilað fjárhættuspil hver við annan gegnum tölvubúnað í sjónvarpsskjánum. Persónulegt sæti Farþegi slær inn upp- lýsingar um hæð, þyngd og sérþarfir. Tölvustýrður búnaður sér því næst um að stilla sætið í samræmi við vaxtarlag hans, svo honum líði sem best. Þannig sér teiknari þýska tímartisins Focus fyrir sér að búnaður flugvéla verði eftir fimm ár, eða árið 2.000 Disklingar Farþegi kemur með eigin tölvu- diskling og vinnur eða dundar sér við tölvuleiki meðan hann flýgur milli áfangastaða Sími Sími er sjálf- sagður búnaður við hvert sæti og getur farþegi greitt fyrir símtöl með símakorti eða greiðslu- korti, eftir því sem honum hentar Tölvutenging Tölvubúnaður er undir hverju sæti, sem gerir farþega kleift að tengjast móðurtölvu flugvélarinnar Eigiö eldhús Eyrir brottför er matarbakka komið fyrir við sæti allra farþega. Þar er einnig ofn og getur farþegi hitað matinn upp þegar honum hentar síma né bréfsíma um borð í vélum sínum og segir Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi, að áhugi farþega á því sé ekki mikill skv. skoðana- könnunum. „Við fylgjumst vel með þróun á þessum málum og einnig með viðhorfum farþega okkar. Þessi tækni er enn mjög dýr og miðað við notkun held ég að ekki myndi borga sig að símavæða vélar okkar. Möguleikar á að setja upp ýmis kerfi, síma- eða afþreyinga- ■EBB kerfi, eru hins vegar til staðar í Boeing 757 vélum okkar, svo ef ákvörðun væri tekin um að setja þau upp, væri það mögulegt með skömmum fyrirvara.“ ■ Brynja Tomer Kynning á Tælandi í Reykjavík KYNNING á Tælandi, sem ferðamannalandi og vettvangi viðskipta, var haldin á Hótel Sögu um síðustu helgi. Kom starfsfólk tælenska sendiráðsins á íslandi sérstaklega til landsins þess vegna, en sendiráð- ið hefur aðsetur í Kaup- mannahöfn. Einnig kom til landsins Apirax Wan- asathop, hagfræðiráðu- nautur og hlýddu um 100 manns á erindi hans um möguleika á við- skiptatengslum íslands og Tælands. í máli Wan- asathop kom m.a. fram að erlendir fjárfestar njóta ýmissa skattaívilnana og hvatti hann íslendinga til að auka viðskiptatengsl landanna. Vægi ferðaþjónustu hefur aukist á síðustu áram og samkvæmt upp- lýsingum frá tælenska ferðamálráð- inu komu tæplega 6 milljónir ferða- manna til landsins árið 1993. Hita- beltisloftslag er á Tælandi og era árstíðirnar þrjár. Sumarið, heitasti tíminn, er frá mars til maí og regn- tíminn frá júní til september, en þá skín sólin yfirleitt milli þess sem rignir. Vetur er frá október til febr- úar og er meðalhiti þá í kringum 27 gráður. í tímaritinu Sawasdee var nýlega greint frá því að nú leggi tælensk ferðamálayfirvöld meiri áherslu en áður á hvers kyns tómstundir. Nefnt er sem dæmi að golfvöllum hafi fjölgað og að við strandir sé mikið um alls kyns vatnaíþróttir, t.d. sigl- ingar og köfun. Ævintýraferðir af ýmsu tagi séu mjög vinsælar og yfir 100 tælenskar ferðaskrifstofur sérhæfi sig í slíkum ferðum. í Saw- asdee kemur fram að gönguferðir" um þjóðgarða og fialllendi Tælands séu nú með vinsælustu afþreyingu sem í boði er. Á Tælandskynning- unni í Reykjavík var vikið að ýmsum möguleikum á afþreyingu, en þó var ríkari áhersla lögð á að saga landsins væri merk og hefðir tælensku þjóðar- innar og menning væra heimur sem spennandi væri að kynnast. ■*■ BT maam

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.