Morgunblaðið - 22.09.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 22.09.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 Jttorgitnfetafrfö ■ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER BLAB Sveiflan ígóðu lagi hjá Seve KEPPNIN um Ryd- er-bikarinn hefst á Oak Hill golfvellin- um í Rochester í Bandarikjunum, nánar tiltekið í New York ríki, í dag en þar mætast lið Bandarikjanna og Evrópu. Hér má sjá Spánverjann Severino Balleste- ros fínpússa sveifl- una fyrir átökin og eins og sjá má þurfa kappamir ekki að hafa fyrir því að sækja sér bolta, séð er fyrir því að þeir séu til taks. Evrópubúar hafa fullan hug á að endurheimta bikarinn sem Bandaríkjamenn hafa unnið siðustu tvö skiptin. I fjór- menningnum í dag leika (ræstir út kl. 12) Faldo og Mont- gomerie á móti Pa- vin og Lehman, Torrance og Rocca mæta Haas og Co- uples, Clark og Ja- mes mæta þeim Love og Maggert og Langer og Jo- hansson leika við Crenshaw og Strange. Balleste- ros hvílir því í fyrstu umferð. Nánari umfjöllun er um baráttuna um Ryder-bikarinn á C2 og C3. Reuter Valur mætir CSKA Moskva í Þýskalandi ÍSLANDSMEISTARAR Vals í handknattleik hafa náð samkomulagi við rússneska liðið CSKA frá Moskvu, að báðir leikir liðanna í Evrópu- keppni meistaraliða fari fram í Lttbeck í Þýska- landi 6. og 7. október. Þar með spara liðin tölu- verðar peningaupphæðir í ferðakostnað, en eins og hefur komið fram þá voru Valsmenn að velta því fyrir sér að draga liðið út úr Evrópu- keppninni, þar sem ferðakostnaður til Moskvu hefði farið hátt í tvær milljón kr. Valsmennn léku báða leiki sína í Evrópu- keppni meistaraliða í fyrra gegn Kolding í Danmörku og féllu úr leik í 1. umferð, árið áður léku þeir báða leiki sína gegn Sandefjörd I Noregi í 2. umferð og féllu úr leik. Valsmenn hafa því ekki leikið heima í Evrópukeppni frá því í október 1993, er þeir mættu Tatra Koprivnica frá Tékklandi. Sigurður tekur sæti Bjarka SIGURÐUR Sveinsson, hornamaður úr FH, heldur með landsliðinu í handknattleik til Rúmeníu í dag. Sigurður tekur sæti Bjarka Sigurðs- sonar, Aftureldingu, sem á ekki heimangengt. Landslið- ið, sem leikur gegn Rúmeníu í Vilcea á miðvikudaginn, er þannig skipað: Guðmundur Hrafnkelsson, Val og Berg- sveinn Bergsveinsson, Aft- ureldingu, markverðir. Aðr- ir leikmenn: Valdimar Grímsson, Selfossi, Sigurður Sveinsson, FH, Gunnar Bein- teinsson, FH, Páll Þórólfsson, Aftureldingu, Júlíus Jónasson, Gummersbach, Róbert Sig- hvatsson, Aftureldingu, Geir Sveinsson, Montp- ellier, Einar Gunnar Sigurðsson, Selfossi, Jón Kristjánsson, Val, Dagur Sigurðsson, Val, Pat- rekur Jóhannesson, KA og Ölafur Stefánsson, Val. Arnar Már og Úlfar í Portúgal KYLFINGARNIR Arnar Már Ólafsson og Úlfar Jónsson úr Keili eru farnir til Portúgals þar sem þeir ætla að æfa áður en þeir halda til Spánar þar sem þeir munu taka þátt í undan- keppni fyrir Evrópumótaröðina i golfi, sem verður ieikinn í námunda við Barcelona 17. til 19. október. „Þetta kom nú nokkuð snöggt upp,“ sagði Úlfar í samtali við Morgunblaðið. „Það var ekki fyrr en á mánudaginn sem í ljós kom að við gætum farið til Portúgals og verið þar í tvær vikur við æfingar. Peter Salmon þjá Úr- val-Útsýn sá um að útvega okkur þessa ferð. Við förum síðan yfir til Spánar og verðum hjá kunningjafólki Arnars Más í viku áður en sjálft mótið liefst,“ sagði Úlfar. Keppendur í undan- keppninni verða tæplega 600 og verður leikið á fjórum völlum. Dómarinn vildi ekki boraa lodfeidi Forráðamenn knattspyrnuliðs Dynamo Kiev neita því stað- fastlega að þeir hafi reynt að bera mútur á spænska dómarann, An- tonio Lopex Nieto, fyrir leik liðsins gegn Panathinaikos í síðustu viku, en fyrir það hefur UEFA dæmt Kiev í þriggja ára bann. Dómarinn heldur því fram að sér hafi verið boðnar tæpar tvær milljónir króna og tveir loðfeldir að auki. Danska liðið Álaborg munu að öllu óbreyttu taka sæti Kiev í riðlinum. „Þetta er hræðilegt. Við reyndum ekki að múta neinum, en það verð- ur erfitt að sanna að dómarinn segi ósatt,“ sagði Olewy. Semenenko talsmaður Dynamo í gær, en félag- ið hefur áfrýað úrskurði UEFA. Vasyl Babychuk, varaforseti Dynamo, og Igor Surkis, stjórnar- maður, mega hvorugur hafa af- skipti af knattspyrnu það sem þeir eiga eftir ólifað. í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér segjir að dómar- inn hafí beðið þá um að útvega honum, línuvörðunum tveimur og varamanninum, loðfelda og loðhúf- ur. „Þegar við komum með þetta til þeirra nokkru fyrir leikinn og réttum honum reikninginn sagði hann: „Fyrst þið komið með svona háan reikning þá þarf ég hvorki loðfeldi né minjagripi." Svo virðist sem dómarinn hafí síðan lagt fram þennan reikning hjá UEFA. Sam- bandið hafði um tvennt að velja; refsa dómaranum eða heimaliðinu og dómarinn var tekinn trúanleg- ur,“ sögðu Babychuk og Surkis. BLAK: ÍTALIR EVRÓPUMEISTARARIHORKULEIKIAÞENU / C4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.