Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 C 3 KEPPNIN UM RYDER-BIKARINN Severino Ballesteros um Ryder-keppnina, virtustu liðakeppni golfsins Raunverulegur sigur- vegari er golfið sjálft RYDER-KEPPNIN í golfi milli Bandaríkjanna og Evrópu hefst á Oak Hill-golfvellinum í Rochester í New York-fylki í Bandaríkjun- um. Þetta er í 31. sinn sem keppnin fer fram og er hún án efa virtasta liðakeppni sem haldin er í golf i. Keppnin hefur verið haldin annaðhvert ár allt frá 1927 nema hvað ekkert var keppt á stríðsárunum, frá árinu 1939 til ársins 1945. Bandaríkjamenn eru handhafar bikarsins góða en flestir veðja á að hið reynslu- mikla lið Evrópu sigri að þessu sinni. SAM Torrance hefur lelkið vel að undanförnu. Reuter ;ru nýliðar eins og Svíinn ndinni, eða lan Woosnam. Ekki sjón- varpað beint ÍSLENSKU sjónvarpsstöðvarn- ar ætla ekki að sýna beint frá Ryderkeppninni, en Ríkissjón- varpið sýndi beint frá síðustu keppni við mikinn fögnuð kylf- inga. Bæði RÚV og Stöð 2 hyggjast þó sýna eitthvað frá Ryder-keppninni síðar, en ekki verður um beinar útsendingar að ræða. Það er alla vega ljóst að hvorug stöðin sýnir beint og ekki er nákvæmlega vitað hve- nær þættir frá keppninni verða sýndir. Fyrir þá sem áhuga hafa á að fylgjst með Ryder þá verður keppnin sýnd í beinni útsend- ingu á SKY sport og sú stöð næst víða þannig að áhugasam- ir kylfingar eiga ekki að vera í vandræðum með að fylgjast með keppninni. Mörg öldurhús borgarinnar ná SKY sport og einnig margir gilfklúbbar og einnig mun Golfheimur, sem er að opna á ný um helgina, vera með Ryder-keppnina alla helg- ina. Keppnisfyrikomulagið í Ryder er skemmtilegt. Leiknar eru 36 holur á dag og er um holukeppni að ræða. Menn leika fjórmenning fyrir hádegi og síðdegis er það fjór- leikur. Fjórmenningur er þannig að tveir leika saman gegn tveimur mótherjum og slá menn til skiptis þó þannig að sá sem á upphafs- höggið á fyrsta teig slær upphafs- höggið á oddateigum. Fjórleikurinn er þannig að tveir og tveir leika og slá báðir upphafshögg. Síðan velja þeir þann bolta sem þeim líst betur á og slá báðir þaðan og svo koll af kolli. Síðasta daginn er síðan hefðbundin holukeppni milli átta manna úr hvoru liði. Eins og venjulega er búist við skemmtilegri keppni enda mætast þarna flestir af bestu kylfingum heimsins. Auðvitað væru liðin eitt- hvað öðruvísi væru Ástralir og Suð- ur-Ameríkumenn með, en engu að síður verða flestir þeir bestu á Oak Hill-vellinum í dag þegar flautað verður til leiks. Evrópa er með gríð- arlega reynslumikið lið og samtals hafa kapparnir tólf verið 51 sinni í Ryder-liði en Bandaríkjamenn að- eins 15 sinnum, einu sinni sjaldnar en Faldo og Ballesteros hafa verið. í liðinu eru fímm nýliðar en aðeins tveir í því evrópska. Óreyndir Bandaríkjamenn Bandarískir fjölmiðlar hafa gagnrýnt valið á sveitinni. Sérstak- lega þykir furðulegt að John Daly skuli ekki vera með og einnig telja margir að Lee Janzen hefði átt heima í liðinu. Ef Bandaríkjamaður hefur unnið Opna breska meistara- mótið hefur hann alltaf verið valinn í Ryder-liðið en Lanny Wadkins, fyrirliði Bandaríkjanna, sá ekki ástæðu til að velja Daly í lið Banda- ríkjanna. Það sem helst velkist fyrir mönn- um í sambandi við sveit Evrópu er að nokkrir af reyndari mönnum hennar hafa ekki ieikið neitt sér- staklega vel að undanförnu. Bem- hard Langer, Severino Ballesteros og Nick Faldo eru þar nefndir til sögunnar en þeir hafa mjög mikla reynslu og hafa jafnan staðið sig frábærlega. „Það vegur þungt — vona ég,“ sagði Faldo í gær. „Marg- ir okkar hafa reynt allt sem hægt er að reyna í golfi og þegar komið er í Ryder skiptir það öllu máli,“ bætti hann við. Ian Woosnam, sem var valinn í liðið þegar ljóst var að Olazabal gæti ekki verið með, sagði: „Eg held að þegar komið er að því að leika síðustu holurnar geti reynslan ráðið öllu. Óreyndari menn gætu farið að flýta sér og fundið óþægi- lega mikið fyrir pressunni sem er á mönnum.“ Curtis Strange, leik- reyndur í liði Bandaríkjanna, lítur öðrum augum á þetta. „Eg held að of mikil áhersla sé lögð á reynslu Evrópubúa. Við erum með fullorðna menn í þessu og þó að sumir séu með í Ryder í fyrsta sinn þá eru þetta strákar sem hafa sigrað á sterkum mótum og ég er viss um að þeir fara ekkert á taugum." Létl yfir liði Evrópu Andinn í evrópsku sveitinni síð- ustu dagana fyrir keppnina hefur verið mjög góður og liðsmenn sveit- arinnar eru staðráðnir í að endur- heimta bikarinn. Það er líka full ástæða til bjartsýni því flestir í sveitinni hafa leikið vel að undan- förnu og þá ekki síst Skotarnir Sam Torrance og Colin Montgomerie, sem hafa verið mjög „heitir" í haust. „Sjálfstraustið er í lagi í okkar liði og við ætlum að nýta okkur það til síðustu holu,“ segir Torrance. „Ég hef tvisvar verið í tapliðinu og ég ætla mér alls ekki að vera það núna,“ sagði Montgomerie og þá bætti Torrance við: „Ég hef tvisvar verið í sigurliðinu og er ákveðinn í að vera í því núna.“ Montgomerie lék níu leiki af tíu mögulegum í síðustu tveimur Ryder og segist til- búinn að spila alla leikina núna. „Auðvitað er ég til í að spila alla fimm leikina. Mér fínnst ég spila vel þessa dagana og maður vill endilega vera með í baráttunni úti á vellinum," sagði hann. Veðurspáin er ekki góð fyrir helgina, það á að kólna verulega og rigna. Er það ekki hagstætt fyr- ir Evrópu? „Nei, ég held að veð- urspáin hér geti aldrei orðið nógu slæm til að jafnast á við veðrið heima,“ sagði Skotinn Sam Torr- ance. Lanny Wadkins, fyrirliði Bandaríkjanna, sagði það misskiln- ing að það væru bara sólstrand- argæjar í hans liði. „Ef þið haldið að við séum ekki vanir slæmum aðstæðum hafíð þið aldrei spilað golf á vesturströndinni í janúar og febrúar. Strákarnir eiga allir fína regngalla og fá mikið af handklæð- um. Strákarnir verða tilbúnir,“ sagði hann. Severino Ballesteros er gamall refur í golfínu og hann hefur sínar meiningar í sambandi við Ryder. „Það er frábært að tólf bestu úr evrópsku mótaröðinni mæti tólf bestu úr bandarísku mótaröðinni. Þegar öllu er á botninn hvolft að kveldi dags þá er hinn raunverulegi sigurvegari golfið sjálft.“ KEPPNiN UM RYDER-BIKARINN 1995 Ryder - keppnin, virtasta liöakeppnin í golfi, hefst í dag á Oak Hill golfvellinum í Rochester, New York. Par mætast liö Evrópu og Bandaríkjanna. SIGURVEGARAR 1927 Bandaríkin 1929 Bretland 1931 Bandaríkin 1933 Bretiand 1935 Bandarikin 1937 Bandaríkin 1939-45 Ekki var keppt á strídsámnum 1947 Bandaríkin 1949 Bandarikin í? 1951«; Bandaríkin \ 1953 Bandarikin 1955 Bandaríktn 1957 Bretland 1959 Bandarlkin 1961 Bandarikin 1963 Bandarikin 1965 Bandaríkin 1967 Bandarikin 1969 Bandarikin 1971 Bandaríkin 1973 Bandaríkin 1975 Ba ndarikin 1977 Bandarikin 1979« Bandaríkin 1981 Bandaríkin 1983 Bandarlkin 1985 Evrópa 1987 Evrópa 1989 Evrópa 1991 Bándaríkin 1993 Bandaríkin vCurtis Strange H#. LIÐIN Lanny Wadkins Bernard Gallacher (Fyrirliöar) Fred Couples Severiano Ballesteros (Spáni) Ben Crenshaw Howard Clark (Bretlandi) Brad Faxon Nick Faldo (Bretlandi) Jay Haas David Gilford (Bretlandi) PélerJacobsen Mark James (Brellandi) Tom Lehman Per-Ulrik Johansson (Svíþjóð) Davis Love Bernhard Langar (Þýskal.) Jeff Maggert Colin Montgomerie (Bretlandi) Phil Mickelson Costantino Rocca (Itallu) Corey Pavin Sam Torrance (Bretlandi) lan Woosnam (Bretl.) 13. braut, „HillofFame" Par 5, 547 metrar Falleg en erfið braut. Lækur rennur þvert yfir brautina 275 m frá teig og flötin er umkringd af sex glompum. REUTER Oak Hill völlurinn Rochester, New York Hola Metrar Pat 1 Challenge 402 4 2 Breather 367 4 3 Pines 185 .3 4 High and Mighty 521 5 5 Double Trouble 371 4 6 Pin Point 153 3 7 Creek'sEtbow 394 4 8 Wayside 390 4 9 Needle'sEye 383 4 ÚT 3.166 35 10- Counoil Grove 392 .4 11 Wateriall 176 3 12 Léa ningOák 340 4 13 HillofFame 547 5 14 Bunker Hili 295 4 15 Plateau 168 3 16 Stiaightaway 401 4 17 Twin Tees 419 4 18 Goin'Hóme 407 SÁI INN 3.146 35 ALLS 6.312 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.