Morgunblaðið - 22.09.1995, Side 1

Morgunblaðið - 22.09.1995, Side 1
 BMMHMnnn - Mfi MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARDAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • ttrgtmÞIttfrife Nýtt skipulag EFTIR samanburðasam- keppni þriggja hópa arki- tekta um deiliskipulag fyrir byggð í Hvaleyrarhrauni var ákveðið að velja tillögu Pálmars Kristmundssonar til frekari úrvinnslu. / 17 ► Hótel stækkað á hagkvæm- an hátt VERIÐ er nú að stækka Hótel Borgarnes og verður gistiherbergjum alls íjölgað úr 43 í 75. Ný- byggingin er á fjórurn hæðum og voru þrjár hæðir teknar í notkun í sumar en fjórða hæðin verður innréttuð í vet- ur og byggingunni fulllokið. Byggingarkostnaður er ráð- gerður kringum 70 milljónir króna. Pétur Geirsson hótelsfjóri segir að stækkunin sé byggð á forsteyptum einingum frá Loftorku en arkiekt hússins er Bjarni Vésteinsson á Akranesi. Með því að nota veggeiningar Loftorku næst mun skemmri byggingatími en með hefð- bundinni uppsteypu en eining- arnar koma einangraðar að utan og með gluggum sem einnig eru smíðaðir í Borgar- nesi. Þá er kostnaður við þess konar veggi um 15% Iægri. Pétur segir að mikilvægt hafí verið að ná stuttum bygging- artíma til að halda fjármagns- kostnaði í lágmarki. Nýtingin á Hótel Borgarnesi hefur síð- ustu árin verið um 70% yfír sumarið en kringum 15% að vetrinum og segist hótelsljór- inn sjá merki um vaxandi nýt- ingpi. / 16 ► Heilræði í húsakaupum ÞEGAR keypt er fyrsta fast- eignin er að mörgu að hyggja og gefur Finnbogi Kristjáns- son ýmis heilræði í því sam- bandi. Segir hann lykilatriðið sé að setja sig vel inn í lána- kjör. / 18 ► Milli 20 og 70 umsókn- um um húsbréf hafnað í mánuði hverjum TALSVERT er um það í hverjum mánuði að Húsbréfadeild Húsnæð- isstofnunar ríkisins hafnar um- sóknum um skuldabréfaskipti og hefur milli 20 og 70 umsóknum ver- ið hafnað í mánuði hverjum á þessu ári. Mun fleiri hefur verið hafnað í ár en í fyrra en þá var yfirleitt hafn- að 30 til 40 umsóknum í mánuði nema í nóvember þegar 55 umsókn- um var hafnað. Á þessu ári hefur flestum verið hafnað í maí eða 70, 64 mánuðina mars og apríl, tæpum 50 í júní en mun færri aðra mánuði. í ágúst var 21 umsókn hafnað. í ágúst voru af- greiddar 97 umsóknir þar sem um- sækjendur voni að kaupa sína fyrstu íbúð og nýttu sér hærra láns- hlutfall. Meðalkaupverð þessara íbúða var 5.130 þúsund krónur og meðalfasteignaveðbréf var rúmar 2,5 milljónir króna en ef miðað er við 65% lánshlutfall má gera ráð fyrir að meðalfasteignaveðbréfið hefði verið um 250 þúsund krónum lægra. Af heildarupphæð lánaflokka húsbréfakerfisins á þessu ári fer mikill meirihluti eða 65,6% til kaupa á notuðu húsnæði. Rúmlega 23% fara til nýbygg- inga og 9,19% fara til byggingarað- ila. Þá fer örlítið brot eða 1,7% til að fjármagna endurbætur á íbúð- arhúsnæði. Fram kemur í frétta- bréfi frá Húsbréfadeild að takist hafi að stytta bið eftir afgreiðslu og er biðtími umsókna vegna nýbygg- inga og notaðs húsnæðis nú um ein vika. Utdregin og innleysanleg hús- bréf alls að upphæð um 238 milljón- ir króna hafa ekki borist til úrlausn- ar og bera þessi húsbréf nú hvorki vexti né verðbætur en númer þeirra eru tilgreind í hvert sinn sem útdráttur er auglýstur. Synjanir á umsóknum □ um skuldabréfaskipti 1994 og 1995 80 70 60 50 40 30 20 10 0 J FMAMJ J ASONDJ FMAMJ JÁ Heimild: Húsnæðisstofnun 19 9 4 19 9 5 Nýjung: Tryggingavemd fyrir sj óðfélaga Nú er komínn út nýr bæklingur um ALVÍB með góðum fréttum um lífeyrismál. í honum er að finna upplýsíngar um hvernig tryggja má fjárhagslegt öryggi alla ævina með því að greiða í ALVÍB. Bæklingurínn líggur frammi í afgreiðslum VÍB, Tryggingamiðstöðv arinnar og Sjóvá-Almennr a. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! YÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSB ANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykja vík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.