Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 22.. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ja:&. GANGANDI vegfarendur með vagna eiga í sífelldum erfiðleikum við gangstéttarbrúnir. BETRA væri að tengja götu og gangstétt með grunnri rennu á milli niðurfalla. Gangstéttarbrúnir Smiðjan Nauðsynlegt er að endurskoða hönnun á gang- stéttarköntum, segir Bjarni Olafsson, þar sem erfítt getur verið fyrir hjólandi fólk, ekki síst börn- in, að fara yfír götur. Leggur hann til að við endurnýjun gangstétta í framtíðinni verði þetta haft í huga. FYRIR fáum dögum sá ég mæðgur á ferð á reiðhjólum í Reykjavík. Þar virtist vera á ferð- inni ung móðir og lítil dóttir henn- ar. Ferð þeirra virtist vera farin í þeim tilgangi að móðirin væri að kenna dóttur sinni að nota gang- stéttimar og að gæta sín fyrir bílum og hættum í umferðinni um leið og hún kenndi dótturinni hvar hún má hjóla. Telpan litla hjólaði á tvíhjóli, bamastærð og það vakti einkum athygli mína að horfa á þá erfið- leika sem teipan varð að sigrast á þegar þær mæðgur fóm yfír gat- namót. Á miðri götunni sem þær fóm yfir var eyja og í eyjunni var skilti með ör sem vísar bílstjóram á hvom megin við eyjuna þeir skuli aka. Móðirin hjólaði á undan og fór afar rólega svo að dóttir hennar ætti hægara með að fylgja henni. Fyrst þurftu þær auðvitað að hjóla niður af gangstéttarbrún sem var með aflíðandi halla en þó nokkrum stalli, hallinn líka of brattur fyrir litla hjólið og stuttu fætumir náðu ekki niður, þegar telpan ætlaði að nota þá til stuðn- ings. Leiðin lá síðan yfir umferða- reyjuna og þar voru svipaðir erfið- leikar og síðast enn verri þegar telpan hjólaði upp á gangstéttina hinumegin við götuna. Þar varð telpan að fara af baki til að kom- ast upp. Kantar burt Það er vissulega þörf á að end- urskoða hönnun á skilum götu og gangstéttar. Börn leika sér oft við að léggja vegi og götur þar sem þau fá að leika sér frjáls, þ.e.a.s. þar sem hugmyndaflug þeirra fær að vera frjálst. Götur og vegir eru þá gjarnan afmark- aðir frá landinu með því að raða steinum við kanta vegarins. Ég minnist þess að ég lék mér þann- ig á vissu tímabili og undi vel við þau störf. Mér sýnist sem hönnuðir gatna og gangstétta hafi gert þessa afmörkun á milli götu og upp á gangstéttina langt of háa. Getur verið að það sé að hluta til arfur frá bernskuleik? Það er ekki gott að vita. Þó hygg ég að tvö atriði vegi nokkuð sterkt sem rök, þ.e. að gangstéttarbrúnirnar háu eigi að vera vörn fyrir þá sem um gangstéttirnar fara svo að bílar fari síður upp á gangstéttir. í öðru lagi snertir það styrkieika hins steypta kants. Ef steyptur væri lágur kantur mundi vera þörf á að leggja járn í steypuna og einnig að negla kantinn niður með einhveijum hætti. Ég vil varpa fram spurningu um hvort það væri ekki nóg að afmarka þessi skil, stundum að- eins með málaðri línu, grunnri vatnsrennu markaðri í malbikið á milli niðurfalla eða steinaröð með hæfilegum millibilum ? í iðnaðarhverfi Kópavogs hefi ég séð slíka strikamálun fyrir götubreiddina. Hjólreiðafólk, kerrur og vagnar Við getum ekki lokað augum okkar fyrir því að notkun reið- hjóla hefur stóraukist á undan- förnum árum, jafnframt fjölgar þeim sem kvarta undan því hve vont er að komast leiðar sinnar vegna hinna háu gangstétta- brúna. Þetta veldur fólki sem aka þarf barnakerram, barnavögnum, hjólastólum o.fl. ómældum óþæg- indum. Burt með háa kanta Það er ólán og óþarft að steypa þessar háu gangstéttabrúnir og margir munu taka undir þessi orð með mér þegar ég segi: “Burt með háu gangstéttabrúnirnar“. Ég er ekki að gera kröfu um að hafist verði handa við að mölva þessar gangstéttabrúnir með höggmeitl- um eða loftpressuborum. Á hveiju ári er verið að endurnýja svo og svo mikið af brotnum gangstéttum og brúnum þeirra. Nú á liðnu sumri var unnið að því að skipta um lagnir fyrir hitaveitu, kalt vatn, síma o.fl. á stóram svæðum bæj- anna hér í Reykjavík og nágrenni og hvað haldið þið ? Aftur voru steyptar þessar háu gangstétta- brúnir. Það var óþarfi og hefði mátt nota tækifærið og jafna hæðarmuninn töluvert. Jafnvel við götur þar sem heimili og skóli fyrir hreyfihamlað fólk er stað- sett, hafa menn ekki hugsun á að færa stéttirnar til betri vegar fyr- ir hjólastóla og önnur faratæki á hjólum sem ekki era vélknúin, heldur knúin með handafli. Hvers vegna má ekki létta aksturinn fyrir fólkið sem ekur barnavögnum og barnakerrum ? Stafar þessi stöðnun af því að mæður láta ekki til sín heyra ? Eða er það e.t.v. af því að flestir sem stund gæslu smábarna eru telpur sem ekki hafa tamið sér að gera kröfur ? Hér í smiðjunni hefur áður verið bent á að þessi frágangur við gatnagerð er ekki nógu góður og hjólreiðamenn hafa bent á það. Auk þess hafa samtök hreyfihamlaðra oft látið til sín heyra um þessi mál. Fallegt umhverfi Mikil breyting hefur orðið til batnaðar í mörgum bæjum víðs- vegar um landið. Tijálundum hef- ur ijölgað og blóm og fjölbreytileg- ur gróður setur hlýlegan og falleg- an svip á bæina. Margir muna enn eftir stóru drullupollunum í malar- götunum og óhreininda slettum upp um alla húsveggi. Það var til lítils að reyna til að mála húsin og halda þeim við að utan því að í málninguna settist svo mikið af óhreinindum, bæði ryk og drullu- slettur frá götunum. í staðinn era nú komin tré og runnar eða falleg blómabeð meðfram götum svo að bæði gestum og heimamönnum líður betur og era glaðari. Mikill þorri fólks vill nú orðið draga úr notkun bíla og þeirri mengun sem þeim fylgir og úr óhreinindum frá þeim. Af þessari ástæðu meðal annars þurfa ráða- menn við gatnagerð að auðvelda umferð gangandi fólks og hjól- reiðafólks. Margt horfir til bóta í þessum efnum og heldur áfram að batna, það er vel. Það er sérstaklega sá þáttur sem ég hefí rætt mest um hér í þessari smiðjugrein, sem mér finnst knýjandi þörf á að breyta; þ.e. hönnun gatna og gangstétta og tengingin frá götu á gangstétt. Eigulegt hús við Vesturberg TIL sölu er hjá fasteignasölunni Hóli 186 fermetra einbýlishús við Vesturbergi 95 í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum Franz Jezorski hjá Hóli er hér um að ræða afar spennandi eign sem stendur innst í botnlangagötu á frá- bærum útsýnisstað. „Þetta er mjög eigulegt hús, reist árið 1974. Það hefur fengið gott viðhald og er í góðu ásigkomulagi. Eignin skiptist í þijú til fjögur svefn- herbergi á sér gangi. Herbergin eru þijú en voru áður fjögur þar sem tvö voru sameinuð, þessu má breyta ef vill,“ sagði Franz ennfremur. - „Stofan er stór og á sér palli og mjög björt. Úr gluggum stofunnar er frábært útsýni yfir mest alla borgina. Eldhúsið er mjög rúmgott með stóram borðkrók og miklu skápa- og hilluplássi. Sér inngangur er i kjallarann. Þar er eitt stórt herbergi með parketi á gólfi, svo og snyrting. Hentugt fyrir ungling- inn á heimilinu eða eldra fólkið í fjölskyldunni. Húsinu fylgir falleg og vel gróin lóð sem liggur að stóra, óbyggðu en grónu svæði. Verönd er við húsið og snýr mót suðri. Bíl- skúr fylgir húsinu, 30 fermetrar að stærð. Verð hússins er afar hag- stætt, 12,9 millj. kr. Eigandi er til- búinn að skoða ýmis möguleg skipti á ódýrari íbúð, t.d. fjögurra her- bergja íbúð í sama hverfi. VESTURBERG 95 er til sölu hjá fasteignasölunni Hóli og á að kosta 12,9 millj. kr. Lóðir í Borga- hverfií Reykjavík AUGLÝSTAR hafa verið all- margar lóðir í Borgahverfi í Reykjavík og er þar um að ræða lóðir fyrir einbýlishús, raðhús og parhús. Gert er ráð fyrir að þær verði byggingahæfar næsta sumar og haust og sumar vorið 1997. Lóðirnar eru nánar tiltekið við Vættaborgir í Borgahverfi og er um að ræða 33 einbýlishúsalóðir, fimm raðhúsalóðir með alls 29 íbúð- um, sjö parhúsalóðir eða 14 hús og 22 lóðir undir keðjuhús með sam- tals 44 íbúðum. Lóðir fyrir að minnsta kosti 75 íbúðir verða bygg- ingarhæfar næsta sumar en aðrar ekki fyrr en haustið 1996 og þær síðustu vorið 1997. Tekið verður við umsóknum á skrifstofu borgar- verkfræðings i Reykjavík til dagsins í dag. Fasteignasölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson bls. 5 Almenna fasteignasalan bis. 20 Ás bls. 26 Ásbyrgi bls. 23 Berg bls. 26 Borgareign bls. 24 Borgir bls 25 Brú bls. 20 Eignamiðlun bls. 6 00 7 Eignasalan bis. 17°o 25 Fasteignamarkaður bls. 11 Fasteignamiðiun bls. 23 Fasteignamiðstöðin bls. 19 Finnbogi Kristjánss. bls- 17 Fjárfesting bls. 5 Fold W5.15 Framtíðin bls. 12 Garður • bls. 27 Gimli DlS. 21 Hátún bls. 27 Hóll bls. 18-19 Hraunhamar bls. 3 Húsakaup bls. 8 Húsvangur bls. 13 íbúð bls. 28 Kjörbýli bls. 7 Kjöreign bis 22-23 Laufás •’. ; bls. 28 Lyngvík bis. 12 Óðal bls. 1 0 Sef bls. 24 Skeifan is '■ bls. 14 Stakfell bis-12 Valhöll bls. 9 Þingholt bls. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.