Morgunblaðið - 22.09.1995, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.09.1995, Qupperneq 16
16 D FÖSTUDAGUR 22.. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hótel Borgarnes stækkað um 32 herbergi maí var steypt platan, 1. júní var steypt gólf yfir fyrstu hæð og þannig haldið áfram upp á fjórar hæðir og allri steypuvinnu lokið 30. júní. Um leið og efri hæðirnar risu hver af annarri var hægt að hefja vinnu við frágang og innrétt- ingar á neðri hæðunum þannig að þtjár neðstu hæðimar voru allar komnar í notkun um miðjan júlí. „Ég ætlaði nú ekki að taka nema tvær hæðir í notkun í sumar en þegar ég sá hversu hratt fram- kvæmdirnar gengu sló ég til með þriðju hæðina og það rak líka á eftir mér að ég gat strax selt í hana svo það var ekki eftir neinu að bíða.“ Byggt úr tilbúnum einingum Pétur segir að þessi stutti bygg- ingartími hafi einungis verið mögu- legur vegna þeirra aðferða sem Loftorka getur boðið: „Húsið er byggt á forsteyptum einingum, útveggir sem milliveggir. Útveg- girnir eru einangraðir að utan og koma tilbúnir með gluggum og gleijaðir. Veggeiningarnar eru síð- an boltaðar og steyptar saman og húsið er byggt þannig að fyrst eru veggir einnar hæðar reistir og þá fyrst er gólf hæðarinnar steypt og svo koll af kolli.“ Meirihluti byggingarefnisins er fengið í héraðinu, sementið frá Akranesi, mölin frá nálægum eyr- um, einingarnar steyptar hjá Loft- orku, gluggar smíðaðir í bænum og einangrunarplastið frá Borgar- plasti svo nokkuð sé nefnt. Konráð Andrésson framkvæmdastjóri Loftorku segir að aðeins járnið sé aðfengið. „Einingamar okkar get- um við steypt í þeirri stærð og lög- un sem menn óska og okkur reikn- ast til að kostnaður við veggi sé kringum 15% lægri en eftir hefð- bundnum aðferðum sem þýðir að í húsum þar sem mikið er um milli- veggi auk útveggja er þessi leið hikstalaust hagkvæmari. Þá gefur okkar aðferð mun meiri byggingar- hraða sem þýðir lægri fjármagns- kostnað enda eru fyrstu reikning- arnir greiddir okkur þegar hótelið er farið að fá tekjur af seldri gist- ingu.“ Pétur segir að þrátt fyrir að hluti hússins hafí verið tekinn í notkun sé ýmislegt eftir: „Ég á eftir að búa herbergin betur, flísaleggja baðherbergin í hólf og gólf, setja sjónvarp og síma á herbergin og síðan ný teppi á gangana og þar fram eftir götunum. Síðan á alveg eftir að innrétta fjórðu hæðina og stefni ég að því að geta verið með allt fullbúið næsta vor þegar aðal ferðatíminn byijar á ný. Þá verður aðal inngangurinn færður til og verður framvegis á miðri bygging- unni þar sem gengið hefur verið beint inní veitingasalina eða fé- lagsheimilið og þar verður sem sagt gestamóttakan framvegis. Þá verður einnig lyfta í nýja hlutanum og hún getur þjónað allri bygging- unni enda er ég að verða æ meira var við að gestir gera ráð fyrir að hótel bjóði uppá lyftu og hún verð- ur trúlega tekin í gagnið í janúar.“ Hvalfjarðargöngin auka möguleikana Hótel Borgames hefur þijá veit- ingasali og segir Pétur að hægt sé að hafa 360 manna veislur ef opið sé milli þeirra allra. „Við þjón- um svo til allri félagsstarfsemi hér í bænum með fundaðstöðu og veit- ingar og þar er talsvert að gera í því yfir vetrartímann og síðan eru veislur og árshátíðir og annað sem krefst umfangsmikilla veitinga enda teljum við okkur hafa ágæta aðstöðu til þess. Hluti af hótelvið- skiptunum tengist líka ráðstefnu- haldi og erum við að vonast eftir meiri bókunum vor og haust.“ Pétur sér einnig fram á að fá fleiri ráðstefnur og aukna gistingu í kringum ráðstefnur sem haldnar eru í Reykjavík og tengir það vænt- anlegum Hvalfjarðargöngum: „Þegar göngin koma verður ekki nema 45 mínútna akstur frá Reykjavík og ég sé því bæði fyrir Morgunblaðið/jt HÓTEL Borgarnes stendur á gömlum merg og hefur nú verið stækkað. Þegar öll viðbyggingin hefur verið tekin í notkun næsta vor eykst herbergjafjöldinn úr 43 í 75. Um 15% lægri kostn- adur við veggi með forsteyptum einingum Með notkun forsteyptra eininga er byggingatím- inn stuttur og fjár- magnskostnaður þar með lægri en þessi leið var farin þegar Hótel Borgames var stækkað. Jóhannes Tómasson kynnti sér hótelbygg- inguna en kostnaður á hvert herbergi er rúmar tvær milljónir króna. HÓTEL Borgarnes stendur á göml- um merg og hefur verið rekið allt frá árinu 1891 eða í yfír heila öld. í sumar var hótelið stækkað og hluti viðbyggingarinnar tekinn þá í notkun og þegar húsið fullbúin á næsta vori hefur herbergjum íjölg- að úr 43 í 75. Kostnaður á hvert nýtt hótelherbergi er rúmar tvær milljónir króna og heildarfjárfesting verksins því um 70 milljónir. Hótel 'Borgames er rekið í nafni hlutafé- lags og er aðaleigandi þess Pétur Geirsson sem stundað hefur veit- ingarekstur í yfír 30 en rúm fjögur ár eru síðan hann keypti meirihlut- ann í hótelinu í Borgarnesi. Hótel Borgarnes hefur átt við fjárhagsvanda að etja all- mörg síðustu árin og þegar ég kom að rekstrinum komst ég að raun um að vandinn var síst minni en tölumar sögðu mér. Fyrstu þijú árin fóru því aðallega í að skera niður kostnað og spara allt sem hægt var,“ segir Pétur Geirsson í samtali við Morgunblaðið. „Þegar þessum aðgerðum var lokið sá ég að þessi rekstrareining var hrein- lega of lítil og stóð þá frammi fyrir þeirri spumingu hvort unnt væri að stækka hótelið með einhveiju móti. Við könnuðum ýmsar leiðir, meðal annars hvort hentugt væri að taka eitthvað af veitingasölunum og breyta þeim í herbergi en sáum að það myndi ekki ganga. Viðbygg- ing var því eina vitið og ákvað ég að ráðast í hana um leið og minnsta vísbending kæmi frá markaðnum um að viðskiptin gætu aukist.“ Teiknaðinnan frá „Um síðustu áramót var ég far- inn að hugsa hvernig sú stækkun gæti orðið, setti fram hugmyndir um herbergjastærð og fjölda, gangarými og annað sem máli skipti og teiknaði eiginlega hótelið innan frá ef svo mætti segja og aflaði mér upplýsinga um alla kostnaðarliði. Ég hafði samband við Konráð Andrésson í Loftorku sem er með aðalaðsetur sitt hér í bænum, steypustöð og framleiðslu á steinsteyptum einingum og spurði hvort hann gæti byggt þetta fyrir mig fyrir tiltekið fermetram- verð. Hann treysti sér til þess og þá var undirbúningi haldið áfram og Bjarni Vésteinsson bygginga- tæknifræðingur á Akranesi ráðinn til að teikna viðbygginguna og hóf undirbúninginn af fullum krafti. Ákveðið var að byggja fjögurra hæða hús og að herbergin yrðu 32.“ Pétur taldi sig síðan hafa fengið vísbendingu frá markaðnum um að þörf væri stækkunar og í lok mars hófust framkvæmdir við grunninn. í lok apríl voru steyptir ,veggir fyrir kjallarann, um miðjan HÉR eru þeir Pétur Geirsson hótelsljóri (t.v.) og Jón sonur hans í anddyrinu sem flutt verður til þegar nýi hlutinn verður endan- lega tekinn í notkun næsta vor. ÞRÍR veitingasalir eru í Hótel Borgamesi og taka þeir alls 360 manns í sæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.