Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 1
• Nýir ævintýraheimar/3 • Sonur tveggja tungumála/4 • Hvað dreymdi þig, Valentína?/5 MENNING USTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 BLAÐ Meistaran- um lofsam- lega tekið í Slóveníu LEIKRITIÐ Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmunds- dóttur var frumsýnt í borgarleik- húsinu í Ljubljana í Slóveníu á dögunum. Hallmar Sigurðsson leiksljóri segir að óhætt sé að full- yrða að viðtökur hafi verið óvenju- íega góðar. „Þegar ég fór frá Ljubljana var komin gagnrýni á sýninguna í öll- um helstu blöðum og útvarpi og var hún öll mjög lofsamleg, bæði hvað varðar leikritið og sýning- una,“ segir Hallmar. Hallmar vonar að þessar viðtök- ur hvelji til frekari samskipta landanna á milli en hann kveðst hafa orðið var við mikinn áhuga á íslenskri menningu meðan hann var ytra. Fær nýja vídd Hrafnhildur Hagalín Guð- mundsdóttir fór utan til að vera viðstödd frumsýninguna. Kveðst hún vera mjög ánægð með út- komuna. „Sýningin er talsvert ólík sýningunni hér heima en það var mjög gaman að sjá hvernig verkið fær nýja vídd í öðru sam- hengi. Leikararnir voru frábærir en það var vissulega mjög sér- stakt að sjá verkið flutt á tungu- máli sem maður skilur ekki eitt einasta orð í.“ Ég er meistarinn var sýnt við miklar vinsældir í Póllandi á liðn- um vetri. Segir Hrafnhildur að þessar viðtökur Austur-Evr- ópubúa séu nyög ánægjulegar. „Það er gaman að verkið skuli höfða til fólks sem maður skyldi ætla að væri langt í burtu frá manni en er það svo ekki.“ Kristján í Metropolitan METROPOLITAN óperan í New York tekur upp sýningar á ný á Aidu eftir Verdi þar sem Kristján Jóhannsson syngur hlutverk Rada- mes þann 3. október. Þessi upp- færsla var á fjölum óperunnar á síðasta leikári og hlaut mjög góðar viðtökur. Stjórnandi er Christian Badea og með aðalhlutverk fara Nina Rauti- o/Andrea Gruber, Dolora Zajick/Barbara Dever, Timothy Noble/Sherrill Milnes, Carlo Colombara/Robert Lloyd, Stefano Palatchi/Julien Robbins og Kristján Jóhannsson/Michael Sylvester. Morgunblaðið/Árni Sæberg SIGRÚN Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir ætla að einbeita sér að tónleikahaldi á landsbyggðinni á næstu vikum. Diddú, Anna Guðný og Martial í Stykkishólmskirkju Þetta er ekki ævin- týrið um úlfinn SIGRÚN Hjálmtýsdóttir sópran- söngkona, Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari og Martial Nardeau flautuleikari efna til tón- leika í Stykkishólmskirkju klukkan 17 á morgun. Á efnisskránni verða íslensk sönglög, erlendir lagaflokk- ar, verk fyrir flautu og píanó og verk fyrir flautu, sópran og píanó. „Dagskráin er mjög fjölbreytt og vonandi verður eitthvað fyrir alla á þessum tónleik- um. Við lítum í raun- inni á þetta sem fjöl- skylduskemmtun, “ segir Diddú. Tónleikarnir, sem eru þeir fyrstu sem Diddú efnir til í Stykk- ishólmi, hafa um hríð verið í farvatninu en söngkonan hefur tví- vegis á liðnum mánuð- um neyðst til að aflýsa þeim á elleftu stundu. Nú hyggur hún hins vegar að gatan sé greið. „Ég vona að Stykkishólmsbúar taki þessu ekki sem ævintýrinu um úlf- inn. Nú erum við að koma og ætlum meira að segja að koma degi fyrr til að hafa vaðið fyrir neðan okk- ur. Allt er þegar þrennt er.“ Anna Guðný og Diddú ætla að vera með annan fótinn úti á landi fram eftir hausti en fyrirhugaðir eru tónleikar á ísafirði, Akureyri, Þórshöfn og jafnvel víðar. „Okkur Iangar til að fara á staði sem hafa verið vanræktir, til dæmis á Norð- Austurlandi," segir Anna Guðný. Listakonurnar hafa lengi starfað saman en skortur á tíma hefur á hinn bóginn oftar en ekki reynst þeim fjötur um fót. „Við höfum ekki farið í ferð sem þessa síðan ég var í námi. Nú erum við hins vegar báðar á listamannalaunum og höfum því tíma til að einbeita okkur um skeið að þessu skemmtilega listformi, tónleikahaldinu,“ segir Diddú og Anna Guðný bætir við að að það sé afar mikilvægt fyrir listafólk að sinna landsbyggðinni. Nýr sönglagatónn Diddú hefur jafnan mörg járn í eldinum og nýverið efndi hún til tónleika í Princeton í Bandaríkjun- um ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara. Á efnisskránni voru eingöngu íslensk sönglög. „Við renndum alveg blint í sjóinn en það er óhætt að segja að ferðin hafi heppnast mjög vel. Viðbrögðin voru mjög góð og sumir sögðust til að mynda hafa heyrt einhvern sönglagatón sem þeir höfðu aldrei upplifað áður.“ Að sögn Diddúar vöktu íslensku sönglögin óskipta athygli jh;ra. „Bandaríkjamenn lýstu strax yfír áhuga á því að fá að flytja lögin á íslensku, en þeir leggja mikið upp úr því að syngja lög á upprunalega málinu.“ Þegar er kominn skriður á málið því sópransöngkonan Ellen Lang, sem sótti ísland heim á liðnu vori, mun í nóvember gangast fyrir tón- leikum í New York, þar sem hún mun flytja íslensk sönglög á ís- lensku. Að sögn Diddúar eru þessi við- brögð vísbending um það að fyllsta ástæða sé til að kynna íslenska tónlist á erlendri grundu. Hyggst hún ekki láta sitt eftir liggja en þau Jónas stefna að því að flytja sömu dagskrá í London 1997. Þá munu þær Anna Guðný syngja við opnun heimsráðstefnu Kiwanis- manna í Salt Lake City í Bandaríkj- unum og við setningu heimsráð- stefnu kvenna í Tókíó á næsta ári. Wounded Amazon A Ast og tregi í VAN GOGH-listasafninu í Amsterdam hefur í nokkurn tíma staðið yfir ' sýningarröð með meisturum 19. aldar mynd- listar og er nú komið að því að kynna verk þjóðveijans Franz von Stuck (1863-1928) sem aldrei hafa verið sýnd utan þý- skumælandi lands. Sýnd verða verk allt frá byrjun ferils hans. Fyrstu þrjú verkin sem Stuck sýndi árið 1889 í Munchen vöktu mikla athygli en þeim hefur verið safnað saman á ný nú. Þetta eru verkin The Guar- dian of Paradise, Fighting fauns og Inocentia. Verkin, einkum hið fyrstnefnda, vöktu töluverðan kurr á meðal list- unnenda í Múnchen en myndir hans þóttu fjalla á nýstárlegan hátt um átök karla og kvenna, um tilfinningar og díonýsískar ástríður, um ást og trega. Sýn- ingin hefst 29. september. Stykkis- hólmskirkja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.