Morgunblaðið - 23.09.1995, Side 2

Morgunblaðið - 23.09.1995, Side 2
2 C LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Falsarar á uppleið Alice Beckett fullyrðir að æ algengara sé að fölsuð listaverk séu boðin til kaups og að listaverkasalar láti fremur vera að at- huga hvort um falsanir sé að ræða en að flekka orðspor stéttarinnar með umræðu um fölsuð verk. UMRÆÐA um fyrirhuguð listaverkakaup breska listasafnsins hefur vakið upp umræðu um hvernig listkaupendur geta verið vissir um að þeir séu að kaupa upprunalegu verkin. í grein eftir Alice Beckett í The Sunday Times fyrir skömmu, eru færð rök fyrir því að mörg þekktustu listaverk heims, svo sem Mona Lisa eftir Leonardo da Vinci, kunni að vera falsanir. Listasöfn og listfræðingar kjósi hins vegar að kanna verkin ekki til fulls, svo að þeir bíði ekki skaða af, komi í ljós að um falsanir sé að ræða. í greininni er fullyrt að fyrst og fremst sé listfræðingunum um að kenna að ekki sé betur kannað en raun beri vitni hvort listaverk séu fölsuð eður ei. Reyni menn að vekja máls á þessu, komi menn að luktum dyrum. Ekkert er öruggt, verá kann að sjálf Mona Lisa sé fölsun. Verkinu var stolið úr Louvre-safninu árið 1911 og komst ekki í hendur safn- varða fyrr en 15 mánuðum síðar. Fjölmargir hafa orðið til þess að fullyrða að eftirlíkingu verksins hafí verið skilað til safnsins. Annað dæmi er Kouros-stytta sem J Paul Getty-safnið í Kaliforn- íu greiddi um sjö milljónir dala fyr- ir árið 1985. Allt bendir nú til þess að styttan, sem sögð var frá 6. öld TOM Keating gerði um 2.000 verkum gömlu meistaranna og leyna því. fyrir Krist, sé fölsun úr smiðju eins af aðstoðarmönnum myndhöggvar- ans Auguste Rodin og gerð í kring- um aldamótin síðustu. Fölsunum fjölgar Beckett segir enga leið að gera sér grein fyrir því hversu stór hluti listaverka t.d. í Bretlandi sé falsað- ur en fullyrt hefur verið að allt að 50% af þeim listaverkum sem boðin eru til sölu, séu ekki upprunaleg. Hafa uppboðshaldarar og aðrir listaverkasalar viðurkennt að æ meira sé um falsanir á márkaðnum. Á síðustu árum hafa þeir sem stunda peningaþvætti uppgötvað að kaup og sala á fölsuðum lista- verkum séu ábótasöm. Fyrstir voru eit- urlyfjabarónar í Kólumbíu, nú hefur rússneska mafían fylgt í kjölfarið. Hún beinir sjónum sínum einkum að íkonum og voru um 30 íkonasalar myrtir á síðasta ári. Listaverka- salar sitja uppi með mikið magn falsana. Allir hafa þeir einhvern tíma selt fölsuð verk, sumir vita af því en kjósa að láta sem ekkert sé. Engan skyldi undra að þeim sé illa við um- ræðu um lista- eftirlíkingar af verkafalsanir, gerði lítið til að þvl- hún grefur undan starfs- vettvangi þeirra. Bók um listaverkafalsanir, sem Beckett sendi nýverið frá sér, hefur vakið mikla reiði þeirra sem höndla með listaverk og varð Beck- ett að gera breytingar á bókinni áður en hún fékkst útgefin af ótta við lögsókn. í málaferlum gegn listaverkaföls- urum í Bretlandi verður að færa sönnur á að ætlun þeirra hafi verið að plata kaupendur. Listaverkasal- ar taka við verkum sem reynast falsanir, komi það í ljós innan fimm ára frá því að verkið var keypt og takist að færa sönnur á að lista- verkasalinn hafi ekki getað komist að hinu sanna nema með geysilega dýrum rannsóknum. Falsarar í hefndarhug Falsarar beita ýmsum brögðum, fá gjaldþrota listaverkasafnara til að segjast hafa átt verkin, fá t.d. ættingja listamannanna til að segja verkin ekta, eða falsa slíka yfirlýs- ingu. En hveijir falsa listaverk? Þeir eru yfirleitt listamenn sem telja sig misskilna og eru í hefndarhug, full- yrðir Beckett. Einn af þeim er Eric Hebborn, sem vann við listaverka- viðgerðir á sjötta áratugnum. Hann áttaði sig fljótt á færni sinni við að skálda í eyðurnar á gömlum skemmdum listaverkum. Hebborn einbeitti sér að teikningum Hollend- ingsins Willem van de Velde og gætti þess að nota ekki liti sem ekki voru til á tíma listamannsins. Ekki komst upp um Hebborn fyrr en árið 1978 er safnvörður tók eft- ir förum í teikningu sem sögð var eftir Francesco della Cossa sem virtust vera eftir rakvélablað. Upp komst um Hebborn en þá höfðu þrír listfræðingar lýst Cossa-teikn- inguna ófalsaða. Einn þekktasti falsari Bretlands var Tom Keating, sem kvaðst hafa falsað um 2.000 ver. Keating lést árið 1984 en hann fullyrti að hann hefði ekki leynt því hvað hann fékkst við. Aðrir hafi hins vegar gert það, ekki síst listaverkasalar. Enn eitt dæmi um falsara var Hollendingurinn Han van Meeger- en, sem sérhæfði sig í fölsunum á verkum Johannes Vermeer á fjórða og fimmta áratugnum. Upp komst um Meegeren er hann var ákærður í stríðslok fyrir að hafa afhent Gör- ing eina af myndum Vermeers. Til að bjarga sér úr klípunni játaði hann að hafa falsað myndina og selt Göring. Sannaði hann mál sitt með því að mála eftirlíkingu einnar myndar Vermeer, án þess að hafa fyrirmynd. Þijár myndlistarkonur opna sýningar á verkum sínum í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni Kristín Geirsdóttir Morgunblaðið/Þorkell Hafdís Ólafsdóttir Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Þorkell Þóra Sigurðardóttir RJÁR ungar myndlistarkonur opna sýning á verkum sínum í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni í dag kl. 16. Þetta eru þær Kristín Geirsdóttir, Hafdís Ólafs- dóttir og Þóra Sigurðardóttir. Blábakki er yfirskrift málverkasýningar Kristínar Geirsdótt- ur. Verk Kristínar eru óhlutbundin og eru myndirnar fjölbreytt- ar á að líta. Dimmir litir, bjartir litir, krossform og skálínur og nokkurskonar gluggar inn í „mystískan“ bakgrunn. Áhrif sækir hún í náttúruna og viðfangsefnið er, að hennar sögn, að sýna skilin milli ljóss og myrkurs. í samtali Morgunblaðsins við Kristínu sagði hún að á sýning- unni mætti í raun sjá mikla uppstokkun. „Ég mála aldrei myndr- aðir eða sama formið aftur og aftur. Skammvinn fyrirbæri í náttúrunni heilla mig og kraftinn sæki ég í náttúruna," sagði Kristín og kvað borgarnáttúruna spila þar að sjálfsögðu inn í líka. Kristín segist skissa úti í náttúrunni þó myndirnar verði svo allar óhlutbundnar þegar inn í vinnustofu kemur. „Óhlutbund- in verk tengjast huga mínum og tilfinningum. Ég var miklu formrænni áður fyrr en er núna að bijótast út úr forminu," sagði hún. Aðspurð segir hún að þó krossform skipti stundum fleti myndanna upp séu þær ekki trúarlegar, þó það sé auðvit- að túlkunaratriði hverju sinni. Dimmblár litur vatnsins Allar myndir Hafdísar Ólafsdóttur eru tréristur og mynd- efnið er vatn í öllum sínum fjölbreytileik og formi en Hafdís segist hrifin af breytileika náttúrunnar og afmarkar hún við- fangsefni sitt á hveijum tíma. Áður hefur hún t.d. fengist við fjöll og sanda sem aðalatriði. „Eg ferðast mikið og sæki efnivið í myndir mínar í náttúru Islands og drekk í mig liti hennar. Ég safna áhrifum frá náttúr- Krafturinn kemur úr náttúrunni unni og færi inn í vinnustofu," sagði Hafdís í spjalli við Morgun- blaðið. Hún segir að sér hafi alltaf þótt vatn skemmtilegt við- fangsefni hvort sem það er í föstu formi jökla eða salt í sjónum. Litirnir eru einkum dimmblár grunnlitur vatnsins eins og hún orðar það, þó það geymi í raun alla liti. Litur þess ræðst af ljósmagni sem fellur á það eða margbreytilegu umhverfmu sem speglast í því.„Þegar ljósið hverfur minnka litimir og allt verð- ur dökkt og lífvana," segir Hafdís réttilega og bætir við að þó aðaláherslan sé að sjálfsögðu blái liturinn sé sýningin litrík. Tíminn og andstæður forma og lita eru einnig stór þáttur í myndunum.,, Hver árstíð og hver staður hefur sinn lit,“ seg- ir hún. „Ég vinn mjög jafnt allt árið og verkin bera sterkan keim af árstíðunum," sagði Hafdís að lokum. Litríkur leir afmarkar rýmið Þóra Sigurðardóttir sýnir þrívíð verk og teikningar. Af- mörkun staða í rými er henni hugleikið viðfangsefni og notar hún til þess ýmsar aðferðir. Meðal annars má sjá eitt skot sýningarsalarins afmarkað með náttúruleðju eða mold, sem hún hefur sett beint á vegginn. Einnig eru málningar- dósir á hvítmáluðum viðarbakka notaðar sem efniviður og stillt upp á miðju gólfi. Með því afmarkar Þóra staði og rými sem getur verið allt frá innra rými dósanna að pláss- inu sem verkið tekur á gólfinu „það augljósa og ósýni- lega,“ eins og hún kemst að orði í sýningarskrá. Teikningar hennar eru allar unnar með bleki, krít og blý- ant á límgrunnaðan striga og eru köflóttar á að líta og mynda samhljóm með salnum sem er flísalagður og kantaður. Þóra hefur sýnt verk sín erlendis og þá mest í Dan- mörku, þar sem hún stundaði framhaldsnám í myndlist. Á samsýningu sem hún tók þátt í þar nýlega vann hún verk inn í eitt horn staðarins og voru þá mjúkir skrýtnir púðar aðal- efniviðurinn og minntu á furðuleg lífræn geimveruegg úr vísindaskáldsögu, eins og einn danskur gagnrýnandi komst að orði. „Þessi form, sem eru ekki ósvipuð púðum, hef ég notað því þau eru hlutlaust form fyrir mér, líkt og dósirnar sem eru á sýningunni núna,“ sagði Þóra. Leðjan sem hún notar í áðurnefnt veggverk er áhugavert efni að hennar sögn og mjög litríkt. Hún notar hversdagsleg efni og segist halda að fólk sé að opna augun fyrir fegurðinni sem býr í hlutum eins og málningardósum, taupokum, svampi og fleiri efnum sem hún notar. „Fólk þarf bara að gefa sér tíma til að skoða og vera forvitið, þá áttar það sig á verkunum," sagði Þóra að endingu. Allar sýningarnar standa til 8. október og eru opnar kl. 12-18 alla daga nema mánudaga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.