Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 C 3 SÍÐASTLIÐIN ár hafa menn velt því nokkuð fyrir sér hvort tölvutæknin muni ganga af bókinni dauðri. Ný tækni hefur opnað nýja mögu- leika í útgáfu bókmennta. Á svo- kölluðum CD-ROM-diskum er ekki aðeins hægt að birta textann sjálfan heldur einnig allt það ítarefni sem hugsanlega tengist honum, rit- dóma, viðtöl við höfundinn, fræðirit um hann o.s.frv. En þar með er ekki öll sagan sögð því einnig er hægt að hafa hljóð og mynd með textanum. Það væri hægt að birta sjónvarpsviðtal við höfundinn, láta leiklesa söguna og skreyta hana með myndum, hreyfimyndum, ljós- myndum eða grafík. Möguleikarnir eru endalausir og það væri undar- legt ef útgefendur bókmenntaverka myndu ekki nýta sér þá. Mýs og menn á disk í október mun margmiðlunarfyr- irtækið Byron Preiss Multimedia í New York gera tilraun á þessum vettvangi og gefa út eina af kunn- ustu skáldsögum Bandaríkjanna á CD-ROM-diski, Mýs og menn eftir John Steinbeck. í Wall StreetJourn- a 1 segir að ætlun fýrirtækisins sé að gefa út heildarsafn verka Steinbecks en forsvarsmenn þess búast við að selja yfir 50.000 eintök af fyrsta diskinum. Auk sögutextans mun diskurinn innihalda ýmiss konar ítarefni; stór- an hluta af ævisögu höfundarins og skrif um hann, sjónvarpsviðtöl við ekkju hans og höfund ævisögu hans, myndskeið úr bíómyndinni sem gerð var eftir sögunni og úr heimildarmyndum um skáldið, ljós- myndir og ýmiss konar kort. Not- andinn fær leiðsögumann til að leiða sig í gegnum söguna en leiðsögu- maðurinn mun einnig segja ýmsar sögur af höfundinum og tilurð verksins meðan á sögunni stendur. Notandinn er virkur; hann getur Nýir ævin- týraheimar Útgáfa bókmennta í margmiðlunarbúningi á geisladiskum fyrir tölvur getur opnað les- endum nýja heima. Þröstur Helgason komst að því að þetta form útgáfu býður upp á nánast óendanlega möguleika. Morgunblaðið/Kristinn NÝ TÆKNI hefur opnað nýja möguleika í útgáfu bókmennta. Á svokölluðum CD-ROM-diskum er ekki aðeins hægt að birta text- ann sjálfan heldur einnig allt það ítarefni sem hugsanlega teng- ist honum, ritdóma, viðtöl við höfundinn, fræðirit um hann o.s.frv. stöðvað söguna þar sem honum sýnist og flett upp í þeim upplýsing- um sem diskurinn geymir. Að sögn forsvarsmanna fyrir- tækisins er þeim mikið í mun að gera söguna á þessu formi marg- miðlunar aðlaðandi og áhugaverða fyrir notandann. Leiðsögumaðurinn er þáttur í þeirri viðleitni og einnig ijöldi eiginhandarrita Steinbecks sem notandinn getur skoðað. Hug- myndin er að færa söguna og höf- undinn nær njótandanum. Útgefendur hafa áður' reynt að gefa út bókmenntaverk á diskum en alltaf mistekist að láta þau standa undir sér fjárhagslega. Þrátt fyrir það hefur sala á ýmsu öðru margmiðlunarefni blómstrað síðast- liðin misseri. Sala á slíku efni þre- faldaðist í heiminum á síðasta ári, úr 16,5 í 53,9 milljónir diska. Vin- sælasta efnið voru gagnvirkir stríðsleikir, alfræðiorðabækur og fræðsluefni. Söluhæsta bókin á diski var ekki hábókmenntalegs efnis heldur fjallar um samskipti kynjanna og heitir Karlmenn eru frá Mars, konur frá Venus. Þrátt fyrir þetta gerir Byron Preiss-forlagið sér vonir um að Steinbeck muni seljast en það hefur lagt mikið í auglýsingu verkefnisins og markaðssetningu. Forlagið von- ast til að Steinbeck-útgáfan muni ryðja brautina fyrir útgáfu bóka í hinum gagnvirka margmiðlunar- búningi. Ævintýradiskar Hér á landi hafa útgefendur far- ið sér hægt í að tileinka sér þessa nýju tækni. Þó er verið að vinna að nokkrum útgáfum af þessu tagi. Á næstunni mun Mál og menning senda frá sér akademiska útgáfu af Islendingasögunum ásamt orð- stöðulykli á geisladiski. Hjá Námsgagnastofnun er verið að undirbúa útgáfu á geisladiski með norrænum bókmenntum frá fyrri öldum. Að sögn Heimis Páls-1 sonar, sem vinnur að útgáfunni, verða ýmsir möguleikar fyrir les- andann á að afla sér upplýsinga um verkin sem á disknum verða. „Sé lesandinn til dæmis að lesa ljóð Jónasar Hallgrímssonar „Ég bið að heilsa“ getur hann fengið upplýs- ingar um hvað önnur skáld voru að yrkja um á sama tíma, hann • getur jafnvel fengið upplýsingar um hvernig var umhorfs í Kaupmanna- höfn á þeim tíma sem ljóðið var ort.“ Hjá Námsgagnastofnun er einnig í bígerð að gefa út fræðslu- efni á geisladisk. Um er að ræða útgáfu á íslandshandbókinni þar sem landinu er lýst í máli, myndum og kortum. í samvinnu íslensku tölvufyrir- tækjanna OZ og Primus Motor er svo verið að vinna að því að færa Grimms-ævintýri í margmiðlunar- búning. Að sögn Jóns Marínóssonar og Jóns Ármanns Steinssonar hjá Primus Motor er ekki um að ræða bókmenntalega útgáfu heldur teiknimyndagerð af þremur ævin- týranna sem er hugsuð sem leikur fyrir börn (og fullorðna). Rauðhetta er komin lengst í vinnslu en hún hefur verið færð fram í tíma og gerist í nútímalegri stórborg. Not- andinn getur tekið þátt í ævintýrinu . og jafnvel haft áhrif á framvindu sögunnar. Markmiðið er að notand- inn geti skoðað ævintýrið aftur og aftur og alltaf upplifað eitthvað nýtt. Diskurinn er ætlaður til dreif- ingar á erlendum markaði og mun verða leiklesið inn á hann á fjórum . tungumálum; ensku, þýsku, 9 frönsku og spænsku. Samningur . við japanskt dreifingarfyrirtæki er V í burðarliðnum. Þótt þessi útgáfa ,j sé ekki bókmenntalegs eðlis er hún ,J gott dæmi um það sem hægt er að . gera með hinni nýju tækni, tækni sem augljóslega getur opnað mönn- um nýja ævintýraheima. EMIL Jennerjahn og móðir hans. Þær sögur gengu að Jenn- erjahn hefði selt hausinn á sér í þágu vísindanna fyrir þúsund krónur danskar og að hann hefði tvöfalda tannaröð. útvarpinu, en hætti þar til að géta helgað sig ritstörfum. „Skrifa — skrifa — skrifa er það sem ég fæst við og vib fást við“, segir Rasmussen. Hann var altekinn af þeirri hug- mynd að semja bók um sérvitring og furðufugl sem kunnur var í Álaborg á fjórða og fimmta ára- tugnum, Emil Jenneijahn að nafni. Þær sögur gengu að Jenneijahn hefði selt hausinn á sér í þágu vís- indanna fyrir þúsund krónur danskar og að hann hefði tvöfalda tannaröð. Það er haft fyrir satt að hann hafi gengið á fund fógeta til að fá leyfi til að kvænast móður sinni. Þeirri málaleitan var hafnað. „Það gerir ekkert til,“ var svar Jenneijahns, „við sofum hvort sem er saman.“ Varð að skrifa bókina Rasmussen hætti hjá útvarpinu og lýsti eftir sögum af Jenneijahn þegar hann var að semja bókina og fékk mörg svör, nokkrar sagn- anna eru í bókinni. „Ég ákvað að segja sögu Jenneijahns og skálda í eyðurnar," segir Rasmussen, „það kom skyndilega yfir mig að ég yrði áð skrifa bókina og það tók ekki langan tíma.“ Bókin Hvo intet vover. Emil Jenneijahn og hans mor (útg. Klim 1994) hefur komið út í þremur upplögum og um hana hefur verið gerður sjónvarpsþáttur. Smá- sagnasafnið Den forste nat med Jette (Klim, 1995) sem fjallar á opinskáan hátt um kynlíf unglinga í Álaborg á sjöunda áratugnum hefur fengið góðar viðtökur og lofsamlega gagnrýni. Barnabókin Máneknægten (1992) er til í ís- lenskri þýðingu Magnúxar Gezzon- ar, en þýðingin hefur ekki verið gefin út. Bækur flokkaðar Sem ljóðskáld segist Rasmussen vinna með málið og hann er ekki hættur að yrkja þrátt fyrir vel heppnaðar prósabækur. Aðspurður hvort hann væri fyrst og fremst maður frásgnarinnar eða realisti svaraði hann að skáldskapurinn ætti fyrst og síðast að vera skáld- skapur. í Danmörku væri hart bókmenntaumhverfi. Þar væri lögð áhersla á að flokka bækur í barna- og unglingabækur, fullorðinsbæk- ur, vísindabækur o.s.frv. „Ég er viss um að væri H. C. Andersern til nú og sendi handrit til útgef- anda yrði honum gert að ákveða hvaða flokki bókmennta hann ætl- aði að tilheyra“, sagði Rasmussen. — Þú skrifar mest um og frá Álaborg? „Já, ég verð að finna mér annan ' stað að skrifa um. — Kannski Reykjavík næst? „Ég gæti skrifað blaðagrein um dvöl mína hér, en það er nauðsyn- legt að þekkja borgina til að gera henni skil í skáldskap. Öðruvísi get ég ekki unnið. Það eru að vísu dæmi um það í Danmörku að höf- undur láti bók gerast í Madríd án þess að hafa komið þangað. Ef það segir eitthvað um við- leitni mína í skáldskapnum þá get ég upplýst að meðal skáldsagna- höfunda sem ég met mikils eru meistarar frásagnarinnar eins og Halldór Laxness, William Heines- en, Gabriel García-Márquez' og Johannes V. Jensen." Sérvitringnrimi sem vildi kvæn- ast móður sinni Rithöfundur frá Álaborg segír Jóhanni Hjálmarssyni frá því hvemig hann varð að semja bók um furðufugl Morgunblaðið/Ásdís RITHÖFUNDURINN Gorm Henrik Rasmussen var átján ára þegar hann gaf út fyrstu ljóðabók sína og seldi hana á götum úti í Álaborg. DANSKI rithöfundurinn Gorm Henrik Rasmuss- en kynnir verk sín í Norræna húsinu á sunnudaginn kl. 20. Einar Már Guðmundsson les þýðingar sínar á verkum eftir Rasmussen og Magn- úx Gezzon (Magnús Gestsson) les úr nýrri Ijóðabók sinni sem kom út í vikunni. Einar Már mun einnig lesa eigin Ijóð. Gorm Henrik Rasmussen (f. 1955) er frá Álaborg og söguefni hans og yrkisefni eru mörg þaðan. Hann var átján ára þegar hann gaf út fyrstu ljóðabók sína og seldi hana á götum úti í Álaborg. Meðal ljóðabóka hans eru Gor dagen sort (1983) og Aalborgdage (1992). Hann samdi ævisögu breska söngvarans og gítaleikarans Nick Drake (1986), en þá var Drake nær óþekktur í Danmörku og í heimalandinu vissu ekki margir af honum. Það er fyrst nú að farið er að veita Drake athygli. Skrifa — skrifa — skrifa Rasmussen vann um tíma sem dagskrárgerðarmaður hjá danska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.