Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sonur tveggja tungnmála Rithöfundurinn Patríck Chamoiseau frá frönsku eyjunni Martinique kveðst stefna að margþættri heild í skrifum sínum, sem er án efa venslað uppruna hans og menningn. Sindri Freysson ræddi við Chamoiseau. Morgunblaðið/Þorkell CHAMOISEAU kveðst telja nauðsynlegi í skáldskap nútímans að sameina hið þjóðlega og hið alþjóðlega, safna saman brotum sundraðs heims. CHAMOISEAU, ein.skær- asta stjarna í frönskum bókmenntaheimi um þessar mundir og gestur á nýliðinni bókmenntahátíð, var einhveiju sinni spurður afhveiju í ósköpunum hann byggi á Mart- inique, fjarlægri eyju í Karíbahaf- inu, en ekki í iðu stórborgarinnar París. Hann varð undrandi við spurninguna og kvaðst telja París vera miklu meiri eyju en Mart- inique. Þetta svar lýsir heimsmynd hans ágætlega. Bátur með fullfermi þræla Fljótt á litið er hægt að sjá hlið- stæðu á milli Martinique og íslands í þeim skilningi að um ríki eyja- menningar er að ræða, innrás nú- tímans varð seint og gerðist hratt, auk þess sem báðar þjóðirnar þekkja nýlenduherra af eigin raun. Chamoiseau kveðst telja margt sameiginlegt með íslandi og heima- landi sínu, en á sama tíma sé grund- vallarmunur þar á. ísland hafi þrátt fyrir allt mjög rótgróinn bakgrunn, bæði í bókmenntalegu og menning- arsögulegu tilliti. „Islendingar búa að sterkri hefð sem á sér enga hliðstæðu í mínu heimalandi. Þið eigið íslendingasögurnar en öðru máli gegnir um okk- ur, við eigum ekkert sam- bærilegt, sem þýðir að þegar ég lít um öxl blasir ekki við löng og glæsileg menningar- saga, heldur bátur sem kem- ur siglandi með fullfermi þræla. Á Martinique voru frumbyggjar en þeim var útrýmt og íbúar eyjarinnar sem voru fluttir frá Afríku, Evrópu og AusturlÖndum nær, voru rótslitið fólk. íbú- ar Martinique eru því ekki afkvæmi þjóðar sem ný- lenduherrar lögðu undir sig, heldur þjóð sem nýlendu- herrarnir tóku með sér til eyjarinnar. Fólkið hafði ekk- ert samband við uppruna sinn öldum saman, svo að ef hægt er að tala um minni þjóðar og menningu, var henni útrýmt með þeim af- leiðingum að sú veröld fór alveg forgörðum. Frum byg- gjamir voru drepnir og til varð blanda af fjölda mörg- um ólíkum málum, kynþátt- um og þjóðum sem leiddi til samþættingar margra og ólíkra hugarheima. Leit að sjálfsmynd Ég nota orðið hugarheim- ur í merkingunni afstaða til allra hluta, gildismatið sem ákvarðar fegurðarskyn okkar og mótar tilveruna að öðru leyti. Fyrir vikið eigum við ekki neina goðsögn sem liggur til grundvallar sjálfs- mynd okkar, á sama hátt og íslend- ingar eiga sögurnar eða Grikkir goðafræðina." Um miðbik þessarar aldar þegar krafa nýlendanna um sjálfstæði varð háværari, hófu menn að hug- leiða á Martinique eins og á öðrum eyjum í Antilla-eyjaklasanum í Vestur-Indíum, hvert væri sameig- inlegt einkenni íbúanna. Þeir fundu ekkert eitt sem þeir gátu fest hend- ur á eða nægði til að grundvalla á sjálfsmynd, og sátu því uppi án sjálfsmyndar. . „Fólki fannst þetta sérkennilegt og brást við með því að leita út fyrir eyjarnar, sumir til Afríku og aðrir til Evrópu eða Indlands. Menn grófu mjög djúpt eftir rótunum. Fólk skipti sér niður í samræmi við þessa leit og sumir sögðust vera Afríkubúar, aðrir Evrópumenn eða Indveijar. Þá varð til hugmynd um menningu kreóla sem miðast að því að vinna úr þessu undri og einkennilegu kringumstæðurn og sameina alla , þessa þætti. Ég er t.d. þeldökkur og því með rætur í Afríku, en það skýrir ekki mína sjálfsmynd, því að áhrifin koma líka frá Evrópu og Indlandi. Ég er því i senn Afríku- búi, Evrópubúi, Indveiji og inn- fæddur íbúi Martinique. Hugmynd- in gengur í raun út á að læra að lifa og sætta sig við fjölbreytnina. í veröldinnni sem við búum í eru tungumál, menningarsvæði og hug- arheimar sífellt að snertast og tak- ast á í góðu eða illu. Kreólar þekkja þessa snertingu og fjölbreytnina henni samfara, því að sjálfsmynd okkar byggir á henni. Fyrir vikið erum við betur búin undir nútímann en íslendingar sem eiga ríka sögu og mynda fremur einsleita þjóð.“ Olíkar raddir virtar - Standa íbúar Martinique þá ekki heiðursvörð um þjóðernið? „Við leggjum áherslu á að standa vörð um þjóðernið á þann hátt að hver rödd og þáttur í þjóðfélaginu fái að njóta sín. Allt skipulag þjóðfélagsins verður að miðast við þetta markmið, því að skipti einhver hópur meira máli en annar, myndast ójafn- vægi og deyfð í þjóðfélaginu. Áður fyrr var sú stefna rekin á heimsvísu að þjóðríkið útrýmdi minnihluta- hópum eða innlimaði þá inn í heild- ina, en nú vilja minnihlutahópar rísa upp og láta ljós sitt skína. Þetta er í fullu samræmi við kreólsku hugmyndina um að virða rödd hvers og eins.“ Chamoiseau hefur gert margvís- legar tilraunir með franska tungu í bókum sínum sém telja meðal annars safn ævintýra og leikrit byggt á ævintýraverum, þijú rit- gerðasöfn, tvær minningarbækur og þijár skáldsögur. Hann grefur upp gleymd orð eða smíðar ný og allur hans stíll einkennist af hæfi- legri leikgleði og virðingarleysi fyr- ir reglum franskrar málfræði og ritháttar. Friðrik Rafnsson hefur þýtt kafla úr óbirtri bók hans, Écr- ire en pays dominé, sem kemur út hjá Gallimard í janúar nk., en þar segir að „setning felur í sér draum þegar hún neyðir hugann til að taka skuggalegar kollsteypur. “ Mér fannst ástæða til að spyija hvort þessi tilraunagleði stafí af þvi að hann er sonur tveggja tungu- mála, frönsku og kreólamálsins, eða vegna þess að hver sá heimur sem höfundur skapar þarf nýtt tungu- mál að einhveiju leyti? „Einmitt vegna þess að ég er sonur tveggja tungumála varð ég með- vitaður um fjölbreytni rótanna og um leið sá ég að við urðum að beita nýjum aðferð- um við baráttuna fyrir sjálfsmynd. Þar sem franskan tilheyrði herra- þjóðinni höfnuðum við henni sem tungumáli lyginnar og snerum okk- ur að kreólsku, tungumáli sannleik- ans. En þetta reyndist ekki vera alveg jafneinfalt og við ímynduðum okkur, því að franskan hafði numið land í hugum okkar. Um leið og við höfnuðum henni vorum við að hafna hluta af okkur sjálfum. Ég áttaði mig á að afkvæmi tveggja tungumála eru ákaflega gæfusöm. Þvi má líkja við að hafa tvö hljóm- borð til að spila á og töfra fram tónlist úr stórum og miklum flygli. Allar heimsins tungur Ég lít í raun svo á að allir höf- undar nútímans séu umflotnir fleiri tungumálum en áður fyrr, sem sé þeim til góðs. Stefnumót tungu- mála getur af sér þróun, á sama hátt og má ímynda sér að ætti sér stað hjá málara sem fengi heim- sókn frá geimveru sem kynnti fyr- ir honum nýja liti eða litróf. Áður fyrr þurftu rithöfundar að búa til eigin málheim eða tungutak innan þess tungumáls sem þeir drukku í sig með móðurmjólkinni, en rithöf- undar nútímans sem hafa allan heiminn undir vinna eðlilega úr öllum tungum heimsins. Umhverfi þeirra hefur þanist út. Ef við ímyndum okkur að ég skrifaði á íslensku væri ég að skrifa íslensku á ystu nöf, íslensku sem einkenndist af jarðskjálftum og óör- yggi því hún er í tengslum við önn- ur tungumál og getur ekki vikist undan þeim. Þessi klára sjálfsmynd sem við gefum okkur að hafi verið til, vissan og ræt- urnar, hefur sundrast í einni allsheijar sprengingu. Eftir situr sú spurning hvernig menn bregðast við spreng- ingunni; hvernig er hægt að skrifa í sundruðum heimi? Nú þarf að búa til þann stað sem maður skrifar um úr brotum umheimsins, safna honum saman á einn stað, ef svo má segja. Þetta er að minnsta kosti mín aðferð. Annaðhvort eru höfundar afar þjóðlegir í dag eða slitnir úr öllum tengslum, hluti af sundur- lausri alþjóðamenningu. Galdurinn felst í að sameina hið þjóðlega og alþjóðlega. Ég líki þessu ástandi við ákveðið tímabil í þróunar- sögunni, þegar myndvana þróunin gat af sér lífverur sem gátu bæði lifað á sjó og landi; þær þurftu að að- lagast aðstæðum og þróast áfram. Menning landa þarf í raun að vera á svipuðum slóðum, einhvers konar sendi- og móttökutæki í senn, sem sendir heiminum skilaboð um sérkenni sín og tekur á móti svipuðum skeytum annars staðar frá.“ Ekki skilja fossinn til botns Chamoiseau segist grípa jöfnum höndum til skáld- söguformsins, ritgerða og leikrita af nauðsyn. Hann geri greinarmun á fjölbreytileika þess veruleika sem hann skrifar um ann- ars vegar og hins vegar ijölbreyti- leika heimsins, og til að brúa þetta bil þurfi hann að nota mismunandi aðferðir. Hann telji skáldsöguna í raun mest freistandi, því að innan hennar sé hægt að koma öllum myndum texta fyrir; leiþþáttum, ljóðum eða ritgerðum. „Ég er að reyna að skrifa einhvers konar heild, en heild sem er margbrotin eins og mósaík," segir hann. Hann kveðst ekki líta svo á að stílbrögð af þessu tagi séu banabiti þýðinga á verkum hans. „Áður fyrr hugsuðu þýðendur svo að verið væri að þýða úr einu tæru og gagnsæju tungumáli yfir á annað sem eins væri ástatt um. Nú er þetta breytt, enda ekki hægt að skilja allt til fulls og menn verða fremur að skynja eða finna fyrir en að skil- greina. Til þess að geðjast heimin- um hafa sumir höfundar farið þá leið að verða gagnsæir í skrifum sínum og stíl. Ég tel hins vegar mikilvægt að höfundurinn sé sá sem hlúir að hinu ógagnsæa. Þessu má líkja við að standa fyr- ir framan Gullfoss, andaktugur af hrifningu yfir fegurðinni og mætt- inum, en reyna ekki að skilja foss- inn til botns. Skáldsagan sam- kvæmt mínum skilningi lýtur sömu lögmálum." Hver rödd og þáttur fái að njóta sín Höfundurinn hlúi að hinu ógagnsæa MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Kjarval - mótunarár 1885-1930, Kristín Gunnlaugsdóttir, Forn leirl- ist frá Perú og Konur og vídeó. Ásmundarsafn Stfllinn í list Ásmundar fram á haust. Ásmundarsalur Kristján Davíðsson, til 1. október. Listasafn íslands Haustsýning Safns Ásgríms Jóns- sonar til 26. nóvember. Norræn aldamótalist til 24. setpember. Gerðuberg Inga Ragnarsd. til 16. nóvember. Ljósmyndagalleríið Myndás Leifur Þorsteinsson ljósmyndari sýnir til 6. október. Gallerí Álafoss Hanna Bjartmars Arnardóttir sýnir til 1. október. Gallerí Fold Haukur Dór sýnir til 8. október. Birna Matthíasd. í kynningarhomi. Gallerí Sævars Karls Eygló Harðardóttir sýnir. Við Hamarinn Sigríður J. Bjarnad. til 1. október. Hafnarhúsið Sjóminjasýning til áramóta Galleri Umbra Margrét Reykdal, til 4. október. Gallerí Greip Listritarinn og leturteiknarinn Kat- harina Piepe, til 24. september. Þjóðminjasafnið Sýn. „íslenskir kirkjugripir" og mannamyndir ísl. listam. í Bogasal. Norræna húsið Sýn. „Þetta get ég nú gert“ til 1. okt. „Besta kápan mín“ í anddyrinu til 1. okt. Nýlistasafnið Ragnheiðir Hrafnkelsdóttir, Hulda Ágústsdóttir, Andreas Karl Schulze og Jón Laxdal Halldórsson sýna til 24. september. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Norska textíllistakonan Grete Bor- gersrud sýnir til 24. september. Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Siguijón Ólafsson stendur í allan vetur. Galleri Stöðlakot Eiríkur Smith, til 25. september. Hafnarborg Eiríkur Smith, til 25. september. Mokka Hekla Dögg, Hildur Jónsdóttir, Erling Klingenberg og Valborg Salóme Ingólfsdóttir sýna ásamt Erlu Franklíns til 4. október. Listhús 39 Sigurborg Jóhannsd. sýnir til 25. september. Gallerí Ríkey Sýning á verkum Ríkeyjar. Listhúsið Laugardal Eva Benjamínsdóttir sýnir til ára- móta. Ráðhúsið Textílsýning til 4. október. Borgarleikhúsið Verk Ólafs Gíslasonar til 14. okt. TONLIST Laugardagur 23. september Afmælistónleikar RúRek 95 í Hall- grímskirkju. Sunnudagur 24. september Afmælistónleikar Sigfúsar Hall- dórssonar tónskálds endurteknir í Listasafni Kópavogs kl. 20.30. Mánudagur 18. september Tónleikar Sigfúsar Halldórssonar í Listasafni Kópavogs kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek og tár lau. 23. sept., fim., lau. Taktu lagið, Lóa lau. 23. sept., fim., lau. Stakkaskipti fös. 29. sept. Borgarleikhúsið Lína Langsokkur lau. 23. sept., sun. Súperstar lau. 23. sept., fim., fös. Hvað dreymdi þig, Valentína? Frums. sun. 24. sept., fim., fös. íslenska leikhúsið í djúpi daganna lau. 23. sept., fös. Loftkastalinn Rocky Horror fös. 29. sept., lau. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör sýnir Himna- ríki, lau. 23. sept., fös. KVIKMYNDIR MÍR „Friður fæddum" sun. kl. 16. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þess- um dálki verða að hafa borist bréf- lcga fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 91-5691181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.