Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 C 5 Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir annað kvöld leikrítið Hvað dreymdi þig, Valentína? eftir Ljúd- mflu Razumovskaju á Litla sviði Borgarleikhússins. Orri Páll Ormarsson kynnti sér verkið og komst meðal annars að því að konan finnur ekki fyrír lífínu þegar enginn karlmaður er í húsinu. HVER ER ÞÁ VON MANNKYN SIN S? MÆÐUR, dætur, ást, hatur, hamingja, draumar og árekstrar við veruleikann eru ofarlega á baugi í leikritinu Hvað dreymdi þig, Valentína? eftir rússneska leikritaskáldið Ljúdmílu Raz- umovskaju sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir á Litla sviði Borgarleikhússins annað kvöld. Leikritið fjallar um mæðgurnar Nínu, Valentínu og Ljúbu sem búa saman við mikil þrengsli. Ljúba á sautján ára afmæli og móðir hennar og amma eru í óða önn að und- irbúa veisluna. Þá hleypur hins vegar snurða á þráðinn og uppgjörið er óumflýjanlegt. „Verkið snýst um manneskjur, samskipti þeirra, tilhneig- inguna til að tortíma því sem stendur manni næst og draum- inn um betra líf,“ segir Sigrún Edda Bjömsdóttir sem leik- ur Valentínu og grípur til orða persónunnar sem hún túlk- ar máli sínu til stuðnings: „Jafnvel ríki sem búa við sitt hvora hugmyndafræðjna reyna að lifa saman í friði en við, þessar þijár manneskjur, getum það ekki. Hver er þá von mannkynsins?“ Afskaplega vel skrifað Guðrún Ásmundsdóttir, móðir Sigrúnar Eddu, leikur Nínu. Að hennar mati eru þessi orð Valentínu lýsandi fýr- ir hugsun höfundarins. „Við ætlum svo oft að bjarga heimin- um en ættum kannski að huga betur að því hvernig við komum fram við þá sem standa okkur næst.“ Hvað dreymdi þig, Valentína? er fyrsta leikrit Raz- umovskaju en kunnasta verk hennar hér á landi er senni- lega Kæra Jelena sem sýnt var við miklar vinsældir í Þjóð- leikhúsinu um árið. íslenska þýðingu verksins gerir Árni Bergmann, Stefan- ía Adolfsdóttir sér um búninga, leikmynd er eftir Steinþór Sigurðsson og lýsingu hannar Elfar Bjarnason. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Leikendurnir þrír, mæðgurnar og Ásta Arnardóttir sem leikur Ljúbu, eru á einu máli um að verkið sé afskaplega vel skrifað. Persónurnar séu sannar og spretti úr lifandi kviku. „Það leiðir mann inn í ný lönd að vinna svona góð- an texta,“ segir Guðrún, „og ég hef á tilfinningunni að við eigum eftir að finna marga nýja fleti á þessu verki þegar líður á sýningarnar." Sigrún Edda segir að Razumovskaja sé að vissu leyti Tsjekhov nútímans. „Persónur Tsjekhovs þrá alltaf að kom- ast í borgina en mæðgurnar í þessu verki þrá að komast í sveitina. Reyndar virðast persónur í rússneskum verkum NÍNA man tímana tvenna en kemur engu tauti við Valentínu. oft vilja vera nákvæmlega þar sem þær eru ekki. Grasið er í þeirra huga alltaf grænna hinum megin.“ Þokukennd skil Ásta segir að hið óvænta setji jafnan sterkan svip á verk Razumovskaju. Skilin á milli hláturs og gráturs séu þokukennd. „Þótt mikil átök séu í verkunum er alltaf stutt í húmorinn," og Guðrún bætir við: „Það er þetta sem er mest spennandi við leikhús; hláturinn í svona verkum sprettur úr allt öðrum grunni en í hefðbundnum gamanleik." Razumovskaja ætlaði, að sögn Sigrúnar Eddu, að verða leikkona. „Það er greinilegt á skrifum hennar að hún þekk- ir leikarann og lífið á sviðinu mjög vel. Þótt miklar sveifl- ur séu í verkunum leiðir eitt af öðru með eðlilegum hætti.“ Guðrún segir að Hvað dreymdi þig, Valentína? höfði jafnt til karla sem kvenna þótt það fjalli um konur. „Karl- maðurinn leikur mjög stórt hlutverk í þessu leikriti. Líf konunnar snýst að miklu leyti um karlmanninn og það er sama hvernig við konurnar bröltum, við þurfum á honum að halda. Þessar þijár konur eru þar engin undantekning; þær hafa allar mjög sterka ástarþrá." Sigrún Edda tekur í sama streng: „Óhamingja þeirra felst að miklu leyti í karlmannsleysinu eða eins og Valent- ína segir: „Þegar enginn karlmaður er í húsinu finnur kon- an ekki fyrir lífinu“.“ Stöllurnar eru því sammála um að þær séu ekki að leika ■ í „kvennaleikriti" heldur „karlmannslausu leikriti". „Það er mikill munur þar á,“ segir Guðrún. Viðkvæmt umfjöllunarefni Samband móður og dóttur er öðru fremur í brennidepli í verkinu. Guðrún segir að það sé einatt viðkvæmt umfjöll- unarefni. „Það skiptir allar konur mjög miklu máli að kom- ast vel frá þessu sérstaka mæðra/dætra sambandi. Allar reynum við að vera góðar mæður og góðar dætur enda eru þetta ein mikilvægustu tengslin í lífinu.“ Sigrún Edda er henni sammála en finnur fyndinn flöt á málinu: „Síðan endum við allar sem vondar tengdamæður.“ En hefur sú staðreynd að Guðrún og Sigrún Edda eru í raun og veru mæðgur áhrif í híta leiksins á sviðinu? Sú síðarnefnda er fljót til svars. „Það er auðveldara að vekja upp réttu tilfinningarnar þegar maður horfir á raun- verulega móður sína. í verkinu horfumst við til dæmis í augu og óskum þess að geta framlengt ættlegg okkar. Þetta er einhvem veginn svo raunverulegt og um leið skemmtilegt.“ Guðrún hleypir brúnum við þessi ummæli og slær á létt- ari strengi: „Þetta segir hún núna. Þegar hún var að byija að leika mátti það alls ekki fréttast að við værum mæðg- ur; hún vildi komast áfram á eigin verðleikum.“ Ásta segir að það séu forréttindi að fá að vinna með mæðgunum og kveðst hafa notið þess að fylgjast með sambandi þeirra á sviði leikhússins - og lífsins. „Hún hefur líka fallið vel inn í hópinn; ég lít eiginlega orðið á hana sem barnabarn mitt,“ segir Guðrún og stöllurn- ar skella uppúr - samstilltar eins og á sviðinu. GUÐRÚN Ásmundsdóttir á fjörutíu ára leikafmæli um þessar mundir. Hún steig fyrst á fjalir Þjóðleikhússins árið 1955 og lét fyrst að sér kveða í leikritinu í deiglunni eftir Arthur Miller. „Eg var búin að leika nokkur smáhlutverk áður en þegar ég horfi til baka finnst mér þetta hafa verið mikilvægast í byijun,“ segir leikkonan. Guðrún var nýútskrifuð úr Leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins og að sýningum loknum hélt hún til Englands í fram- haldsnám. „Þegar ég kom það- an lék ég Önju í Kirsubeija- garðinum eftir Tsjekhov i Þjóðleikhúsinu. Um tuttugu árum síðar varð ég síðan svo lánsöm að fá að leika móður Önju í sama leikriti. Rússnesku leikritin hafa alltaf verið mér mikil heilla- stjarna og hvernig sem Hvað dreymdi þig, Valentína? verð- ur tekið verða þau það áfram. Að fá að halda upp á fjörutíu ára leikafmæli sitt í slíku leik- riti, með slíka meðleikendur og jafn góðan leikstjóra eru forréttindi. Hefði ég vitað þetta fyrir fjörutíu árum hefði ég örugglega verið hress með lífið og tilveruna." Guðrún segist ekki eiga sér neitt uppáhaldshlutverk af þeim ótalmörgu sem hún hef- ur leikið um ævina. „Það sem Fram- tíðin er brenni- depillinn maður gerði fyrir fjölmörgum árum skiptir ekki máli í dag. Framtíðin er brennidepilíinn.“ Lárus besti kennarinn Guðrún kveðst hafa unnið með og lært af fjölda hæfi- leikaríkra leikara um dagana, ekki síst í upphafi ferilsins. Nefnir hún Lárus Pálsson sér- staklega. „Það var mjög dýr- mætt að fá að læra þjá honum. Þegar ég lít til baka er ég ekki í vafa um að hann var minn besti kennari, bæði hér- Iendis og erlendis." Kveðst Guðrún hafa fengið gott veganesti hjá honum. „Lárus bar mikla virðingu fyr- ir texta og það var alveg heim- ur út af fyrir sig hvernig hann kenndi nemendum sínum að flytja ljóð.“ Guðrún segir að ungir leikarar í dag hafi ótvíræða hæfileika og margt hafi breyst til hins betra í íslensku leik- húsi frá því hún steig fyrst á fjalirnar. Sá böggull fylgi hins vegar skammrifi að yngri kyn- slóð leikara sé ekki kennt að bera nógu mikla virðingu fyr- ir flutningi orðsins. „Danir hafa ræktað þessa snilld og danskir leikarar geta enn þann dag í dag fyllt heilu hús- in á upplestrum. Islenskir leik- arar mættu taka sig á hvað þetta varðar því hæfileikarnir eru til staðar.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg VALENTÍNA kveðst skilja Ljúbu dóttur sína. Hefur hún rétt fyrir sér?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.