Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 Lesið í málverk VII Undraland 1984 AUGUSTSTRIIMDBERG 1849-1912 ALLIR þeir sem fylgjast með list.um munu vel vitandi um stærð og umfang leikskáldsins August Strindbergs, en þeir eru þó enn til sem ekki vita að hann var einnig framúrskarandi ljós- myndari og óviðjafnlegur mál- arí. Hafði lengi meiri metnað í þá átt að vera skilgreindur málari en ljósmy ndari eða leik- skáld. Ekki vita heldur allir, að samtímamaður hans og fé- lagi á Berlínarárunum, norski málarinn Edvard Munch, var prýðilegur stílisti, þótt aldrei muni honum hafa dottið í hug að gera tilkall til þess að vera nefndur rithöfundur. Þeir voru keppinautar í lífi og list, elsk- uðu og dáðu um tíma sömu konuna, og kveiktu hvor í öðr- um um tilkomumiklar athafnir á aðskiljanlegustu sviðum. Við hæfi er líka að upplýsa, að tilvitnunin „Ijósid úr norðri" varð til í Þýskalandi fyrir alda- mót er þessir tveir jöfrar ásamt norska leikskáldinu Ibsen (hér mætti einnig nefna norska tón- skáldið Grieg, danska málar- ann Hammershöi og raunar fleiri) voru að koma fram og sigra á meginlandinu. Var þá átt við, að nýjar og ferskar hugmyndir ættu upptök sín á Norðurlöndum. Þremenninganir sökktu sér niður í rannsóknir er snertu duldir sálarlífsins og voru skrefi á undan nútímasálfræði. Lífið, ástin og dauðinn voru þau viðfangsefni sem gagntóku þá, ásamt því að list þeirra sótti þrótt og næringu í það sem efst var á baugi í samtímanum. Hinar miklu uppstokkanir og hræringar á mannlífisvettvangi áranna voru meginásarnir, með nýrri tegund félags- og ein- staklingshyggju í ört vaxandi borgarkjörnum viða um álfuna, og aukinni sjálfsvitund kvenna. Jafnframt voru þeir Strind- berg og Munch heillaðir af nýj- um uppgötvunum, eins og ljós- myndavélinni og röntgengeisl- unum, sem færðu menn nær sjálfinu og afhjúpuðu innri ein- kenni. Strindberg varð fljót- lega bergnuminn af Ijósmynda- tækninni og gerði röð sjálfs- mynda 1886,1893 og 1906, sem bera vott um mikinn skilning og innsæi á listræna möguleika miðilsins Ljósmyndavélin framkaliaði ytri einkenni fólks og jafnvel þóttust menn stundum greina áru viðkomandi að baki þeirra, en röntgengeislárnir gengu í gegnum menn og hluti og voru hið mikla nýnæmi og umræðu- efni tímanna. Allt i einu var mögulegt að taka myndir í gegnum tréborð og þessi að- ferð við að Ijósmy nda hluti varð hið nýja æði á mörkuðum og farandleikhúsum. Mjúkir geisl- arnir gengu í gegnum tréð og skildu eftir för af samsetningu þess, árhringjum, kvistum, og þótti mikið undur. Bæði Strindberg og Munch voru hér með á nótunum frá ¦nHHHBHHnRHR upphafi og þegar Röntgen kynnti gegnumlýsingartækn- ina, í grein sinni „Um nýja teg- und af geislum" 1896 og fjall- aði um svonefnda X geisla hélt Strindberg því staðfastlega fram, að hann hafi uppgötvað þetta miklu fyrr með sínum dimmu ljósgeislum! Alveg má gera ráð fyrir, að snillingurinn hafi uppgötvað sitthvað við framköllun ljósmynda sinna, en þó er maður helst á því að hann hafi gert sér grein fyrir ferlinu með því yfirburða hugsæi sem hinn stóri andi hafði þróað með sér og kemur greinilega fram í málverkum hans árum fyrr. Málverkið „Undraland", er þannig málað tveim árum áður en grein Röntgen birtist og telst skilvirkt dæmi um mynd- gert innsæi á huglægu nótun- um. Vinna listamannsins við garðrækt í Dornach, Austur- riki, örvaði sköpunarmáttinn á þann veg að virkja meira innsæi og tilfinningu, en að endurgera og kortleggja ytri einkenni og ásýnd sýnilegra fyrirbæra. Deila má hvort Strinberg hafi verið á undan Röntgen, en al- veg má fallast á að hann hafi verið langt á undan ýmsum straumum í málaralist, einkum hvað snertir sjálfsprottin óformleg vinnubrögð. Félagi hans, Edvard Munch, er tvímælalaust frumkvöðull og einn mesti áhrifavaldur hins úthverfa innsæis í myndlist, þ.e. „expressjónismans", og Strindberg telst sömuleiðis með hinum fyrstu til að uppgötva áhrifamátt hinna hugsæju og sjálfsprottnu vinnubragða. I beinu sjónmáli við fyrirbæri náttúrunnar þurrkaði hann svo til allt sýnilegt út af yfirborði myndflatarins til hags fyrir lif- un augnabliksins. Seinni tíma myndlistarmenn, eins og áhangendur óformlegr- ar sjálfsprottinnar listar („Art- Informel") hafa viljað sverja af sér öll tengsl við náttúruna og sýnilegan veruleika, en sjálf- ur æðstiprestur þeirra, Jean Fautrier, hafnaði þeirri skil- greiningu afdráttarlaust á miðjum sjötta áratugum, því hann var á móti skilgreining- unni „Óraunveruleiki hins „in- formela" tjáir alls ekkert". Sjálfur sagði hann: „Engin list- grein er fær um að miðla, ef hún er ekki hluti þess raun- veruleika sem hún hrærist í." Tengsl Strindbergs við nátt- úruna og undur hennar voru mikil og djúp, hann hefur skynjað að ljósið kemur innan frá, hver jurt úr moldu vaxin er sem lampi, endurvarp birtu- gjafa allífsins. Myndferlið er meira sjálfsprottið en úthugsað og telst gott dæmi um skáldað- ar og meðvitaðar tilviljanir í myndlist. Skógurinn fær á sig svip hellismunna og sér í opið rými í miðju myndarinnar, þar sem birtist eins og speglun eða endurvarp á vatni, ofan á vatn- inu flýtur svo óskilgreindur hvítur og bleikur depill. Málverkið er sem tákn fram- kvæmdarinnar, Ljósið úr norðri, þvi það birtir okkur undraland úr ríki náttúrunnar, likast rafmögnuðum sjónræn- um titringi dularfullra lýsandi jarðmagna. Bragi Ásgeirsson Málverkið er á sýningunni Ljósið úr norðrí í Lista safni Islands. i i € « « « « « « I I € I i < í i Saga og hús á Seyðisfirði BOKMENNTIR Húsasaga HÚSASAGA SEYÐIS- FJARÐARKAUPSTAÐAR eftír Þóru Guðmundsdóttur. Safnastofnun Austurlands. Seyðisfjarðarkaupstaður. Seyðis- fírði, 1995 - 464 síður og 3 kort. Á ÞESSU ári heldur Seyðis- fjarðarkaupstaður hátíðlegtáldar- afmæli sitt og hefur mikið verið um að vera þar eystra í allt sumar eins og oft hefur verið sagt frá í fjölmiðlum. Eitt af því sem gert hefur verið til að minnast þessa aldarlanga ferils er útgáfa einkar veglegrar bókar um húsasögu kaupstaðarins. Ungur Seyðfirð- ingur, Þóra Guðmundsdóttir, arki- tekt, hefur unnið verkið. Enda þótt bókin heiti „húsa- saga" felur hún meira á milli spjalda. Fyrsti kaflinn, rúmar 30. bls., ber heitið Þróun byggðar. Eftir að landslagi og staðháttum hefur verið lýst er rakin þróun byggðarinnar í Seyðisfirði allt frá fyrstu tíð og til dagsins í dag. Það er jafnframt atvinnusaga, menn- ingarsaga og sitthvað fleira. Er þetta einkar aðlaðandi greinar- gerð, efnismikil, hnitmiðuð og vel sögð saga. Mikill fjöldi skemmti- legra gamalla mynda fylgir þess- um kafla. Þó að kaflinn sé ekki lengri en 30 bls. og texti ódrýgist af myndum er þetta samt býsna mikið lesmál þar sem brot er stórt og letur fremur smátt, í þremur dálkum á síðu. Maður fær því býsna góða hugmynd um sögu þessa staðar sem eitt sinn var einn „alþjóðlegasti" kaupstaður íslands með fjölbreytilegu og iðandi mann- lífi. Að loknu þessu yfirliti kemur stuttur kafli um húsagerðir og stíleinkenni. Þeim kafla fylgja einnig myndir af helstu gerðum eldri húsa ásamt nokkrum skýr- ingarmyndum. Er auðfundið að þar hefur fagmaður um fjallað. Síðan kemur aðalkafli bókarinn- ar: Húsaskrá. Þar eru tilgreind hús sem byggð hafa verið fyrir 1940 (raunar eitt frá 1943). Elsta húsið sem enn stendur var byggt árið 1870, ef frá er talið eitt sem upp- haflega var byggt árið 1850 en hefur verið gert upp mörgum sinn- um síðan. Vitaskuld er þetta ekki nema lítill hluti af húsum í bænum eins og sést á kortunum aftast í bókinni. En býsna mörg'eru þau samt. Á bls. 439 segir svo: „Á Seyðisfirði fóru saman velmegtarár kaupstaðarins og blómaskeið ís- lenskrar timb'urhúsagerðar. Hér risu því á árunum 1895-1922 myndarlegustu timburhús landsins, bæði opinberar byggingar og íbúð- arhús." Og síðar segir: „Seyðfirski aldamótabærinn [hefur] nokkra sérstöðu meðal ís- lenskra bæja. Óvíða er að finna svo heild- stæða og óspjallaða timburhúsabyggð." Á öðrumn stað er svo talað um það af nokk- urri hryggð hvernig farið hafi verið með mörg þessara húsa. Þau voru látin grotna niður og eyðileggjast eða þeim var breytt allavega, svo að hinn gamli stíll þeirra fór forgörðum. Þau voru forsköluð, bárujárns- klædd, gluggum breytt til vansa, ljótar viðbyggingar settar við o.s.frv. En „smám saman eru augu Seyðfirðinga að opnast fyrir þeim verðmætum sem í þessari. sérstöðu felast, enda gestir óþreyt- andi að róma fegurð bæjarins." Þá er að víkja að sjálfri Húsa- skránni. Húsin sem um ræðir standa (eða stóðu) við sextán göt- ur, sem greint er frá í stafrófsröð og eftir húsnúmerum. Fyrst er fjallað um hverja götu í heild sinni, staðsetningu hennar og byggðar- sögu. Síðan koma húsin í númera- röð. Umfjöllun um hvert hús er tvískipt. Annars vegar er lýsing á húsinu og saga þess. Sagt er frá eigendum, íbúum, starfsemi sem þar fór fram og ýmsu þar að lút- andi. Eru þetta oft fróðlegar frá- sagnir og stundum prýddar mynd- um. Hins vegar er svo mynd af húsinu eða myndir hafi því verið breytt og stöðluð atriðaskrá: Nafn (eða nöfn), byggingarár, stærð, stærð lóðar og eigendur. Þá er einnig lagt mat á fjögur atriði með stjörnumerkingum: umhverfislegt gildi, listrænt gildi, sögulegt gildi og ásigkomulag. Eins og höfundur getur réttilega um er slík einkun- Þóra Guðmundsdóttir nagjöf alltaf umdeil- anleg, en nauðsynleg er hún engu að síður, ef athafnir eiga að fyigja orðum. Að lokinni Húsa- skrá er stuttur kafli sem nefnist Húsafrið- un. Þar segir m.a. frá húsakönnun^ sem Hörður Ágústsson gerði á Séyðisfirði árið 1976. Útskýrð eru lagafyrirmæli um frið- un, verndun og varð- veislu mannvirkja og vikið að Seyðisfirði í því sambandi. I Eftirmála víkur höfundur að nokkrum grundvallaratriðum og gerir grein fyrir ýmsu varðandi húsin og tilorðningu bókarinnar. Hún spyr í upphafi: Hvers vegna á að skrifa húsasögu? og svarar svo: „Húsin eru leiktjöld þeirrar margbrotnu sögu sem hér hefur orðið til og tengja okkur henni áþreifanlegum böndum. Þegar gamalt hús hverfur, rýrir það ekki aðeins umhverfið, heldur er horfin ákveðin tilvísun í söguna og smám saman týnist sagan sjálf." Þetta er vel mælt og vissulega satt og rétt. Skrár allar í bókinni eru gerðar af vandvirkni: heimildaskrá, myndaskrá og nafnaskrá. Þá eru að lokum þrjú einkar velgerð kort. Hið fyrsta er aldurs- greiningarkort húsa. Fjögur tíma- bil eru aðgreind með mismunandi litum: 1921-1940, 1901-1920, 1881-1900 og 1858-1880. Annað kortið tekur yfír umhverfislegt gildi húsa og er matskvarðinn einnig táknaður með fjórum litum og loks sýnir þriðja kortið á hlið- stæðan hátt tæknilegt ásigkomu- lag húsanna. í Aðf araorðum Guðrúnar Krist- insdóttur forstöðumanns Safna- stofnunar Austurlands segir: „Húsasaga Seyðisfjarðarkaup- staðar er handa Seyðfirðingum með þeirri ósk að hún leysi úr spurningum um hús og sögu og auki almennan áhuga á húsa- vernd. Bókin er einnig ætluð skipulagsyfirvöldum að hafa til hliðsjónar þegar taka þarf ákvarðanir um framtíð einstakra gamalla húsa og bæjarhluta á Seyðisfirði. Húsasagan er handa ferðamönnum á Seyðisfirði og öllu áhugafólki um húsagerð." Að því frátöldu að þessi bók er fullstór að hafa í farteski sínu ef menn koma í kynnisför til Seyðis- fjarðar eru þetta orð í tíma töluð. Eg vil bæta því við að þetta er bók sem bæjaryfirvöld annarra bæjarfélaga ættu að skoða vand- lega, draga lærdóma af og taka sér til fyrirmyndar. Þá má það ekki gleymast að þessi bók er ein- stök fróðleiksnáma og að mikið augnayndi er að skoða myndir af mörgum húsunum, því að ófá þeirra hafa verið og eru stórglæsi- leg. Um fá þeirra verður sagt það sem ég heyrði mann einn segja í útvarpinu nú nýverið er hann var spurður um gömul hús í sínum bæ: Þau væru flest horfin og væri lítil eftirsjá að þeim, þar sem þau hefðu verið lítið annað en minnisvarði um fátækt og van- kunnáttu. Þannig var það ekki á Seyðisfirði. Bók þessi er unnin af einstakri vandvirkni og smekkvísi. Fyrir það á höfundurinn mikið lof skilið. Þessi afmælisgjöf til Seyðfirðinga og hins fagra kaupstaðar þeirra er svo sannarlega vegleg, gagnleg og viðeigandi. Sigurjón Björnsson i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.