Morgunblaðið - 23.09.1995, Page 7

Morgunblaðið - 23.09.1995, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 C 7 Sigfús Halldórsson Söngvar Sigfúsar endurteknir SIGFÚS Halldórsson tónskáld, listmálari og heiðursborgari Kópavogs varð 75 ára 7. sept- ember. Af því tilefni var efnt til afmælistónleika á vegum Kópavogsbæjar í Listasafni Kópavogs þar sem eingöngu voru flutt lög eftir afmælis- barnið. Svo margir urðu frá að hverfa að ákveðið var strax að endurtaka tónleikana. Nú er búið að flytja þá fjór- um sinnum og hefur aðsókn verið slík að fleiri tugir manna hafa þurft frá að hverfa hveiju sinni. Sumir hafa freistað þess í þrí- gang að komast inn en ekki komist, að því er segir í frétta- tilkynningu. Tíu söngvarar flytja lög Sig- fúsar og lýkur tónleikunum á því að Sigfús Halldórsson og Friðbjörn G. Jónsson, en þeir eiga langt samstarf að baki, flytja nokkur lög þ.á m. eitt alveg nýtt, sem frumflutt var fyrsta kvöldið. Ákveðið hefur verið að end- urtaka tónleika þessa á sunnu- dags- og mánudagskvöld og heQast þeir kl. 20.30 í Lista- safni Kópavogs. Forsala aðgöngumiða er í safninu á opnunartíma þess frá kl. 12-18. Nýjar bækur • í A UÐLEGÐ íslendinga eru raktir megjnþættir úr sögu bókaútgáfu á íslandi frá upp- hafi og fram á þessa öld, get- ið þeirra er þar komu mest við sögu og hins helsta sem þeir létu frá sér fara. Jafnframt er greint frá ís- lenskri bókaútgáfu erlendis, fyrst og fremst í Danmörku og í Vesturheimi, en einnig í öðrum löndum þar sem íslenskir fræðimenn störf- uðu oft við hlið erlendra áhugamanna um íslensk og önnur norræn fræði. Allítar- lega er greint frá helstu heim- ildum er að gagni mega koma við bókfræðistörf og söfnun, enda tilgangur bókarinnar að veita slíka alhliða þekkingu á efninu. Höfundur bókarinnar, Böð- var Kvaran (f. 1919), hóf snemma söfnun blaða og tíma- rita. Sá hluti safns hans mun hafa verið einn hinn stærsti í eigu einstaklings hér á landi og jafnvel miðað við opinber söfn. Heimilda- og nafnaskrár fylgja þessu 433 bls. ritverki auk fjölda mynda m.a. af bók- um og titilblöðum bóka og tímarita. Þá eru þættir í lok bókarinnar um nokkra þekkta bókamenn og stórsafnara. Útgefandi erHið í'slenska bók- menntafélag. Bókin kostar 5.700 kr. Elfar sýnir á Stokkseyri NÚ stendur yfir sýning Elfars Þórðarsonar í Kaffíhúsinu Við Fjöruborðið á Stokkseyri. Elf- ar sýnir átján vatnslita, olíu og olíupastelmyndir. Sýningin er opin á opnunar- tíma Kaffihússins og lýkur 8. október. Verk nasista og kommúnista sýnd á myndlistarsýningu í Þýskalandi Hitler og Stalín í Berlín ÞEGAR umsjónarmaður listaverka Berlínarborgar, Jöm Merkert, ætlaði að líta á nokkur listaverk á listasafni bandaríska hersins í Washington á síðasta ári, varð hann fyrst að fá til þess leyfi hjá þýska utanríkisráðu- neytinu. Og þegar leyfið var fengið, varð sendiherra Þýskalands í Banda- ríkjunum að tilkynna safnstjórninni þetta, ekki nægði að Merkert gerði það. Myndimar sem hann æt.laði að líta á vora á meðal 200 verka frá nasista- tímabilinu í Þýskalandi en þau hafa verið geymd í Bandaríkjunum frá stríðslokum og hafa verið talin of hættuleg til að Þjóðveijar fái að líta þau augum. Hundraðum annarra þýskra listaverka frá tímum Þriðja ríkisins var skilað til Þýskalands fyr- ir tveimur árum en þau eru vandlega geymd í skjalageymslum skattstof- unnar í Munchen. Fá söfn hafa lagt í að sýna verkin af ótta við viðbrögð almennings. „Þetta er stór kafli, og- afar erfiður, í þýskri listasögu og hann er ekki til sýnis. Fyrir því er ef til vill góð ástæða, seg- ____ ir Merkert í samtali við breska blaðið Observ- er.„Kannski er það vegna þess að þetta er svo slæm list. En til að meta það verðum við fyrst að sjá verkin.“ Hengd upp í 3 metra hæð Það munu Berlínarbúar og listunn- endur á leið til borgarinnar í haust sjá, því nýverið var opnuð mikil myndlistarsýning sem ber heitið Berlín-Moskva, Moskva-Berlín 1900- 1950 í Martin Gropius-byggingunni. Á sýningunni er dregin upp mynd af listrænum tengslum borganna á fyrri hluta þessarar aldar. Áður- nefndar myndir frá nasistatímanum eru aðeins um fimm hundraðshlutar verkanna á sýningunni en þau era alls um 2.200. Telur Merkert fullvíst að nasistamyndirnar muni vekja mesta athygli og óttast raunar við- brögðin. Því hefur verið gripið til þess ráðs að hengja myndirnar upp í um 3 metra hæð, til að koma í veg fyrir að þær verði eyðilagðar. Ekki kom til greina að sleppa því að sýna myndirnar þar sem sýningin hefði þá ekki getað talist góð yfirlitssýn- ing. Hún er unnin í samvinnu við Púsjkín-safnið í Moskvu og sýnir hvemig þróunin í listalífí borganna var á fyrri hluta aldarinnar. Arkitekt- inn Daníel Liebeskind hefur hannað tvo gríðarstóra fleyga í rauðum og svörtum lit og kljúfa þeir gólf sýning- arsalanna. Fleygarnir bera lit blóðs og nætur og tákna hugmyndafræði alræðisins þar sem þó glittir í sjálf- stæða listsköpun á milli þeirra. Á svæðinu á milli fleyganna eru sýnd verk listamanna sem voru reknir í útlegð á tímum Hitlers og Stalíns. Gömul hugmynd Hugmyndin að sýningunni kvikn- aði árið 1988, ári fyrirfall Berlínarm- úrsins. Átti hún upphaflega að vera um áhrif Rússa í Berlín á þriðja ára- tugnum en í kjölfar byltingar komm- únista í Rússlandi flýði um hálf millj- ón Rússa til Berlínar. Þeirra á meðal vora margir listamenn og nægir þar að nefna Marc Chagall og Vladimir ---------- Nabokov. Blómstraði listalíf í borginni á þessum tíma. í upphafi aldarinnar litu þýskir listamenn mjög til þess sem var að gerast í Rússlandi en listamenn þar leituðu sér innblásturs í Berlín. Era verk tónskáldanna Arnolds Schönbergs og Alexanders Skijabíns, og leikhús- mannanna Max Reinhardt og Konst- antíns Stanislavskíjs gott dæmi um hversu margt sameiginlegt var í listalífi borganna tveggja á þessu tímabili, að mati blaðamanns Obser- ver. Sýningar þýskra listamanna í Moskvu og rússneskra í Berlín voru haldnar árið 1922 en skömmu síðar var endir bundinn á þetta listræna frelsi er Stalín tók við stjórnartaum- unum í Sovétríkjunum. Eftir að Hitl- er komst til valda í Þýskalandi var Rússunum ekki lengur vært í Berín og flýðu þeir úr landi, ásamt mörgum þýskum starfsbræðram sínum. Að sögn Merkets breyttu sumir þýsku listamannanna sem eftir urðu, litlu í verkum sínum nema umfjöllun- arefninu. Bendir hann á andlitsmynd Of hættuleg listaverk fyrir Þjóðverja GERVITÓNLISTARMAÐUR Ivans Puni, sem málað- ur var í Berlín árið 1921. MYND Emils Scheibes, „Hitler í fremstu víglínu“ er ein myndanna sem Þjóðverjar hafa ekki mátt sjá. af Hitler eftir Walter Einbeck því til stuðnings og segir að hefði mynd- in ekki verið af Hitler, hefði hún líklega þótt hið ágætasta verk. „Hvernig geta menn neitað að sýna t.d. þessa mynd og segja hana lélega list vegna umijöllunarefnisins, þó að hún sé einstaklega vel máluð?“ segir Merkert. Neitar hann að viður- kenna að list frá nasistatímanum sé hættulegri en önnur list, fyrr en rætt hefur verið um hana opins'kátt. Fyrr sé ekki hægt að meta áhrif hennar. Listletur MYNPLIST Listhúsiö Grcip KALLIGRAFÍA Katharina Pieper Opið alla daga frá kl. 14—19. Lokað mánudaga til 24. september. Aðgangur ókeypis. AÐ LISTIN sæki sér fijómögn í fortíðina er hin austurlenzka iist- skrift eða réttara kalligrafía, eins og hún er jafnan nefnd til lifandi vitnis. Uppruna hennar má finna í kín- versku letri frá elleftu öld fyrir tíma- tal okkar, innsiglisskrift, og hún hef- ur verið að þróast og endumýja sig alla tíð síðan. Eins og impressjónist- arnir urðu fyrir áhrifum frá jap- anskri list um miðbik síðustu aldar leituðu ýmsir óhlutbundnir málarar til japönsku kalligrafíunnar hundrað árum seinna, einkum hins lífræna, fijálslega og þó stranga vinnsluferli sem hún grandvallst á. Skilgreiningin kalligrafía er komið úr grísku og merkir forna skraut- skrift, þ.e. skrifttákn á fagurfræði- legum granni, en hin austurlenzka útgáfa, og þá einkum japanska, er afar flókið ferli lestákna. Er í ætt við sjálfa lífsgátuna og tjáir hugsæi gerandans á lífið og tilveruna. Og eins og ég hef endurtekið vísað til tekur það 13 ár að verða stórmeist- ari í japanskri kalligrafíu og byggist námið ekki minnst á hugrænni þjálf- un og hugleiðslu á meðan á sjálfri útfærslunni og ferlinu stendur. Eink- um var það Zen Búddisminn sem ýtti undir og þróaði þessa ströngu einbeitingu við gerð trúarlegra og skáldlegra‘texta. Segja má að í al- mennri kalligrafíu haldist skrift, bók og myndlýsing í hendur, en þetta þrennt eru höfuðeinkenni indverskra, perneskra, islamskra. býzanskra og grískra handrita. Það er vel til fundið af áhuga- mönnum um leturgerð og listritun að bjóða hinum vel menntaða þýska listritara Katherine Pieper (f. 1962) hingað til að halda námskeið og op- inn fyrirlestur í Odda, sem verður væntanlega þann 22 september. Þó vil ég efast um að mikið sé hægt að læra á 4 dögum, en hins vegar má auka dijúgu við skilninginn á hinu flókna ferli. Áður hafa sömu samtök boðið bandaríska leturgerðarmanninum Julian Waters hingað og var einnig sett upp sýning á verkum hans í list- húsinu Greip, sem mun mörgum eft- irminnileg. Ekki er sýning Piepers síðri og þó mjög frábragðin enda sviðið nokkuð annað, þar sem Wat- ers gekk út frá latínuletri sem er þrengra svið. Mun öllum hollt sem stunda auglýsingahönnun að gera sér ferð í listhúsið, uppgötva og upp- lifa. Hér er nefnilega um að ræða hluti sem ekki verða gerðir í tölvum sem allt eru að gleypa í faginu hér á landi. Höndin, taugakerfið, sálin og hjartað mega ekki mæta af- gangi, en á vettvangi þessara atriða „Á VIT sálarinnar", unnið á efni (hluti), 1995, við texta eftir Kahlil Gibran. hefur Pieper náð langt. Innblásið vald hennar á miðlinum er aðdáunar- vert og á sýningunni geta menn sannfærst um þýðingu skapandi let- urs í auglýsingahönnun og það er fyrir öllu. Meira af slíku ... Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.