Morgunblaðið - 23.09.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 23.09.1995, Síða 8
8 C LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Samtímis nýtt og gamalt Breski Hilliard söngflokkurinn og norski saxófónleikarinn Jan Garbarek leika á hátíðartónleikum RúRek í kvöld. Ami Matthíasson komst að því að þar verður fluttur miðaldajass. Hilliard söngkvartettinn, sem syngur jöfnum höndum miðalda- messur og nútíma kórverk. EÐAL HELSTU gesta RúRek jasshátíðar- innar eru norskur saxófónleikari, Jan Garbarek, og breskur miðalda- söngflokkur, Hilliard kvartettinn, sem flytja saxófónskreyttar mið- aldamessur í Hallgrímskirkju í kvöld. Samstarf þessara aðila setti allt á annan endann á síð- asta ári þegar platan Officium varð metsöluplata víða um heim, en á henni sungu Hilliard-liðar einmitt miðaldamessur og Garba- rek spann á milli orðanna á saxó- fón. Ekki voru það bara plötu- kaupendur sem tóku plötunni vel, því ráðsettir og íhaldssamir gagnrýnendur hrifust af og hún var víða nefnd í vali á plötum ársins, þar á meðal í því virta tímariti Grammophone. Platan dregur nafn sitt af Officium defunctorum eftir mið- aldatónskáldið spænska Christóbal de Morales og gefur þýska útgáfan ECM hana út. ECM, sem er skammstöfun yfír Utgáfa á nútímatónlist, er í eigu Manfreds Eichers, sem stofnaði fyrirtækið til að gefa út framúr- stefnujass, en fyrir nokkrum árum stofnaði hann einskonar hliðarmerki sem kallast ECM New Series og hefur náð góðum árangri í útgáfu á jaðartónlist og gleymdri klassík, oft fluttri af jasstónlistarmönnum sem vilja glíma við veigameiri verk. Sérvitur í útgáfu Manfred Eicher er klassískt menntaður tónlistarmaður og lék um tíma á kontrabassa í Fíl- harmóníuhljómsveit Berlínar. Hann stofnaði ECM útgáfuna fyrir 25 árum og þykir sérvitur í útgáfunni, en hefur iðulega gefið út plötur sem selst hafa í stærra upplagi en dæmi eru um með framúrstefnutónlist. Segja má að Eicher hafi lagt grunnin að fyrirtæki sínu með útgáfu á Kölnartónleikum jassp- ianóleikarans Keiths Jarrets, en sú hefur selst í hálfri þriðju millj- ón eintaka og gefið Eicher svig- rúm til ýmiskonar tilraunastarf- semi sem oft hefur lukkast vel. Þannig hafa upptökur hans af verkum eistneska tónskáldsins Arvo Párts selst afskaplega vel, betur en búast hefði mátt við, nú síðast Miserere. Þess má geta að Eicher er nú staddur í Eist- landi að taka upp nýtt verk eftir Párt með Hilliard kvartettinum. Hugmyndin kviknaði á íslandi Eicher segist fyrst hafa heyrt Officium defunctorum Moralesar í kapellu í Sevilla á Spáni á átt- unda áratugnum. „Þegar ég svo heyrði verkið aftur, á ferð um hraunfláka íslands, hafði það enn sterkari áhrif á mig,“ segir hann í inngangi að plötunni, en hann var staddur hér við að stjórna upptökum á kvikmynd eftir verki Max Frich. Hann segist hafa hlustað mikið á Jan Garbarek þessa daga á íslandi, en Garba- rek er á samningi hjá ECM, og einnig á Tenebrae Responsories eftir Gesualdo. Þá segir Eicher að honum hafi vitrast sú hug- mynd að flétta saman saxófón Garbareks og verkum miðaldat- ónskálda líkt og Morales. Þegar heim var komið hratt hann verkefninu af stað. Hilliard kvartettinn, sem er líklega einn fremsti miðaldasönghópur heims, með kontratenórinn David James í fremstan meðal jafningja, en aðrir liðsmenn eru John Potter og Roger Covey-Crump tenór- söngvarar og barítónsöngvarinn Gordon Jones, varð fyrir valinu, enda tekið mikið upp fyrir ECM af fomri tónlist og nútímatónlist. Að sögn eins liðsmanna Hilliard flokksins, Johns Potters, leist þeim félögum þegar vel á sam- starfið, „vegna þess að ef við sem söngvarar vildum líkjast ein- hverju hljóðfæri, þá er það saxó- fón“. Hljóðritað í klaustri Hilliard-liðar og Garbarek hittust í klaustri heilags Ge- rolds í Austurríki og æfðu saman í fjóra daga áður en upptök- ur fóru fram. Verkin sem taka átti upp voru áðurnefnt Offic- ium eftir Morales, verk eftir Perotin og Dufay og ýmislegt eftir óþekkt miðald- atónskáld. Að sögn Potters féll þeim fé- lögum þegar vel að vinna með Garbarek og Garbarek tekur í sama streng, en hann segist hafa þurft að gera það upp við sig hvort hann ætti að láta saxófón sinn vera hluta raddanna og eiga á hættu að týnast í þeim, eða vera utan við raddirnar og allt um kring. Síðamefndi kosturinn varð fyrir valinu og á plötunni má heyra að Hilliard-menn vinna með Garbarek á ýmsan hátt, meðal annars með því að gefa honum eyður til að spinna í, en þeir félagar, sem höfðu fram að þessu aðeins unnið með nótur fyrir framan sig, segjast hafa uppgötvað nýtt frelsi og þannig leyfi þeir sér sitthváð í túlkun, sem þeim hafi ekki hugkvæmst áður, enda leggja þeir áherslu á að mikið af fornri tónlist hafi í raun aðeins verið skrifuð upp sem grind utan um framlag flytjand- ans, sem átti að bæta við eftir bestu getu og eftir þörfum. Aukinn áhugi á gamalli tónlist Mörgum er í fersku minni gríð- arleg sala á gregórskum kirkju- söng frá Spáni á síðasta ári, sem sannaði að áhugi á miðaldatónlist hefur sjaldan verið meiri; nokkuð sem stingur í stúf við hraða og spennu núitímans. Tenórinn John Potter, segist reyndar vera á móti greiningu tónlistar í nútíma og miðaldir; „Officium sannar eftriminnilega að það er ekkert til sem heitir miðaldatónlist - þetta er bara tónlist. Hún sannar að eitthvað getur samtímis verið nýtt og gamalt." Jan Garbarek tek- ur undir þetta að vissu leyti og segir að honum finnist sem Hilliard liðum og onum hafi tekist að skapa eitthvað alveg nýtt. „Vera má að jassgeggjurum þyki lítið til þessa koma, en ég tel að allir sem ekki eru of uppteknir af gamalli tónlist eða jass eigi eftir sjá að þegar þetta er sett saman, verður eitt- hvað alveg nýtt til.“ Potter segir að hugmyndir Eichers um upptökuhljóm hafi fallið einkar vel að verkunum, en þau voru tekin upp í klaustri, eins og áður er getið, með tveimur hljóðnemum og lágmarks eftirvinnu, rétt eins og á tónleikum. Potter segir og að flutningurinn hafi fallið einkar vel að klaustustemmningunni og henti afskaplega vel til flutnings í kirkjum, enda tónlistin þaðan upp runnin í árdaga. Þegar frekara samstaf ber á góma segjast Hillard menn, Gar- barek og Eicher að það komi mjög til álita, en þá með nýja tónlist; með tónverk nútímatón- skálda sem semji verk sérstak- lega fyrir þessa samsetningu. Norski saxófón- leikarinn Jan Gar- barek er talinn með fremstu jass- tónlistarmönnum heims. ALÞJÓÐLEIKI Bók- menntahátiðar ’95 telst varla galli. Það var til dæmis sérstök ánægja að hlýða á Patrick Chamoiseau frá Martinique í Karíbahafi segja frá að hætti innfæddra. Hann las úr skáldsögu sem kemur út í byijun næsta árs og náði beint til áheyr- enda þótt hún vitnaði um aðra sagnahefð en við þekkjum. Taslima Nasrin frá Bengladesh höfðaði líka til margra, enda hefur hún verið í heimsfréttum. Varðveisla arfleifðar Synnove Persen frá Samalandi kom á óvart þegar hún fullyrti að hún yrki fyrst og fremst til þess að varðveita samíska tungu og arf- leifð. Slíkar yfirlýsingar eru ekki vanalegar, enda tilgangsbókmennt- ir ekki í miklum metum. Það kom aftur á móti í ljós að Persen yrkir einkum myndræn náttúruljóð og leyfir lesandanum að draga eigin ályktanir. Til þess að auka áhrifamátt ljóðanna mynd- skreytir hún þau, þannig að texti og mynd renna saman í eitt. Þetta virðist tíðkast hjá Samaskáldum og er verðlaunaskáldið Nils-Aslak Valkeapáá gleggsta dæmið. Æðið írska skáldið Desmond O’Grady ræddi töluvert um æði og jafnvel btjálsemi skálda sem gerir þau hættuleg. Á daginn kom að hann taldi að skáld þyrftu einna helst að hafa duende sem García Lorca skrifaði um kunna ritgerð. Orðið er ekki hægt að þýða með góðu heyra og sjá fjölmarga erlenda rithöfunda. Bókmenntahátíðin verður æ alþjóðlegri eins og Jóhann Hjálmarsson bendir á, en hefur þó norrænar rætur eins og áður. Morgunblaðið/Ásdís IRSKA skáldið Desmond O’Grady ræddi töluvert um æði og jafnvel brjálsemi skálda sem gerir þau hættuleg. Arfur og alþjóðleiki Á Bókmenntahátíð ’95 gafst kostur á að móti, en í því felst meðal annars að vera haldinn, gagntekinn einhveiju innra afli. Desmond O’Grady, sem Thor Vilhjálmsson hefur þýtt á sinn tónræna hátt, yrkir yfirleitt marg- orð ljóð, en stundum stutt. Eitt ljóðanna í þýð- ingu Thors hefst á þess- um orðum: „Blómlilju myndir slangra/ í morg- unstund inn og út/ um salgólf mitt’eins og svöl- ur.“ Myndmál O’Gradys getur minnt á íslensk skáld sem yrkja oftast miðleitin ljóð um náttúr- una og manninn í náttúr- unni. Knut Odegárd, sem í nýjustu bókum sínum, Kinomaskinist og Bukt- ale, innleiðir hversdagslíf og daglegt mál í ljóðheim sinn, en þó einkum ný yrkisefni, lýsti þeirri skoðun fyrir undirrituð- um að íslenskar bókmenntir væru mjög háðar tungumálinu, sögunni; með öðrum orðum arflnum. Hefðin hindrun Módernisminn kom seint til ís- lands vegna sterkrar bókmennta- hefðar að mati Odegárds. í sam- ræðum við hann kom fram að varð- veisla arfsins sé góð, en geti líka verið hindrun, staðið í vegi á vissan hátt. Yrkisefni norskra og íslenskra skálda eru ólík. „Jafnvel hjá ís- lenskum nútímaskáldum er annað mál en talað er úti á götu,“ sagði Knut Odegárd. „íslensk skáld yrkja sjaldan um það ljóta, skuggahliðar lífsins,“ bætti hann við, „varðveisla arfsins er mest áberandi, framleng- ing bókmenntahefðar- innar.“ Odegárd vildi þó und- anskilja fáein skáld, ekki síst Halldór Laxness: „Laxness bjó til sitt eigið mál, byijaði að skrifa eins og talað er.“ Knut Odegárd var eina ljóðskáldið á Bókmennta- hátíð ’95 sem upphátt talaði um húmanisma og kristna trú og flutti ljóð i þeim anda. Færeyska skáldið Tóroddur Poulsen lýsti áhrifamætti Andrés- ar andar á hann og Finn- inn Arto Melleri hrifn- ingu sinni á rokki og róli og Bob Dylan. Þetta eru vitanlega dæmi um æski- lega fjölbreytni á slíkri hátíð. Þegar ég spurði Desmond O’Grady um írskan skáldskap vildi hann ekki mikið um hann tala. Um írland sagði hann: „Ég þekki ekki írland. Seamus Heaney þekkir það.“ Þögn Ezra Pounds Desmond O’Grady hefur áratug- um saman búið erlendis, einkum á Ítalíu. Hann var í hirð Ezra Pounds, eitt þeirra ungu skálda sem sátu við fótskör meistarans í einsemd hans í nágrenni Brennerskarðs. Ég minntist á þagnir Pounds við O’Grady og fékk eftirfarandi svar: „Hann þagði mikið síðustu árin sem hann lifði, þú segir heldur ekki mikið.“ Synnove Persen Knut Odegárd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.