Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LAMDSMANNA &tot&uM$fai!b 1995 KNATTSPYRNA LAUGARDAGUR23. SEPTEMBER BLAÐ D Gædaskói handa markahæstu stúlkunum Morgunblaðið/Asdís MARKAHÆSTU leikmenn 1. delldar kvenna í knattspyrnu fengu í gœr afhenta gull-, sllfur- og bronsskó fyrir frammlstöðuna í sumar, frá aðal styrktaraAila deildarinnar, KJ. Kjartanssyni hf., sem hefur umboA fyrir Mlz- uno-íþróttavörur. Markahæsti leikmaður deiidarinnar var Margrét Ólafsdóttir Breíðabllfci, en hún gerði þrettán mörk í deildinnl í sumar. Önnur varð félagi hennar úr Brelðabliki, Sigrún Óttarsdóttir, með 12 mörk. Fast á hæla hennar kom Kristbjörg Ingadóttir Val með 11 mörk. Stúlkurnar eru á myndinni f ra vinstri Slgrún Óttars- dóttir, Kristbjörg Ingadóttir og Margrét Ólafsdóttir. FRJALSIÞROTTIR Anderlecht gagnrýnir UEFA BELGÍSKA knattspy rnuliðið Anderiecht er ekki sátt við ákvörðun UEFA að láta danska liðið Álaborg taka sætí Dynamo Kiev í meistaradeild Evrópu, verði niðurstaðan sú að Kiev verði dæmt í þriggja ára bann. Þeir hjá Anderlecht tejja að þeir eigi miklu frekar að vera í keppniuni og byS83a Þ* skoðun sína á þvi hversu vel liðið lék í síðustu Evrópukeppni. „ Við sjáum engin rök, hvorki íþróttaleg né annars konar, sem styðja þá ákvörðun að Alaborg taki sæti Kiev," segir i bréfl Anderlecht tíl UEFA. Dalglish ætlar ekki að taka við Blackburn KENNY Ðalglish mun ekki taka að sér að stíórna liði Blackburn eins og orðrómur hefur verið uppi um, en hann var gerður að yf irmanni knatt- spyrnumála hjá Blacburn eftír að hafa tryggt liðinu Englandsmeistaratitílinn síðasta vor. Blackburn hefur gengið mjög illa það sem af er keppnistímabilinu undir stíórn Ray Harford og segist Dalglish ætla að aðstoða hann en ekki taka við. „Eg er tilbúinn að veita honum alla þá aðstoð sem ég get, en hann ræður. Hann var mér innan handar í fyrra og nú er komið að mér að endurgjalda það. En hann hefur lokaorð- ið í ölluni mikil vægum málum uúna, hans er valið og það á að gefa honum færi á að sinna skyldum sfnum án afskipta. Ég mun eingöngu aðstoða og veita ráðleggiugar," sagði Ðalglish. Klinsmann vill Ijúka ferlinum hjá Bayern JÚRGEN Klinsmann, fyrirliði þýska landsliðsins og miðherji Bayeru MUnchen, segir að hann ætli að ljúka ferli sínum sem knattspyrnumaður hjá Bayern. Klinsmann, sem er 31 árs, hefur leikið með Stuttgart, Inter Milanó, Mónakó og Tottenham. Klinsmann hefur aðeins skorað tvö mörk f sex deildarleikjum í Þýskalandi. „ V ið höfum enn ekki fundið rétta stígandann tíl að opna varnir andstæðinganna. Skíðalandsliðið íAusturríki SKÍÐ ALANDSLIÐH) verður gert út frá Austur- ríki í vetur eins og í fyrravetur. Liðið verður í Schladming fram í aprfl og mun æfa eftir sömu áætlun og i fyrra. í fyrra var liðið með bílaleigu- bf 1 í sjö mánuði og keyrði 46 þúsund kílómetra en nú hefur Skiðasambandið keypt Toyota Hiace fyrir liðið þannig að ekki þarf að borga leigu. Sprautur finnast í Gautaborg Sænskir fjölmiðlar greindu frá því nýverið að í kringum 100 notaðar sprautur hafí fundist í ruslinu í búðum keppenda á Heims- meistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fór í Gautaborg í ágúst. Sviþjóö Grétar Þór Eyþórsson Talið er fullvíst að sprautur þessar hafi innihaldið lyf, þótt ekki virðist um ólögleg lyf að ræða. Pram hefur komið að ekk- ert þeirra efna sem fundist hafa séu á bannlista, heldur séu þau flest efni sem telja má á gráu svæði, þar sem ekki hefur verið hægt að sanna að notkun þeirra bæti árangur íþróttamannanna. Meðal efnanna var þó efnið Argin- in sem eykur framleiðslu líkamans á vaxtarhormónum, en er þó ekki bannað. Tönu Saartok, yfirmaður lyfjaprófunar á HM, segir í sam- tali við Dagens Nyheter að sín persónulega skoðun sé að efnið eigi að vera á bannlistanum. Alls voru framkvæmd um 300 lyfjapróf á meðan HM stóð og var ekkert þeirra jákvætt. Að sögn Saartok verður afgöngunum af lyfjunum sem fundust þó haldið til haga, því þetta gefi dýrmætar upplýsingar um hvaða efni það eru sem toppíþróttamenn eru að dæla í sig í dag. Saartok mun skila skýrslu til alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem tekur ákvörðun um hvort ein- hverjir eftirmálar verða af þessum fundi. KIVIATTSPYRNA: SJONVARPSTÆKNITIL AÐSTOÐAR VIÐ DÓMGÆSLU / D3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.