Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 3
2 D LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ GOLF LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER1995 D 3 IÞROTTIR KNATTSPYRNA Tryggvi og Amar bevjast um markakóngstitilinn KEPPNI á íslandsmótinu í knattspyrnu lýkur í dag með lokaumferð 1. deildar karla. Flestum vegsemdum sem fylgja góðum árangri á mótinu hefur þegar verið úthlutað, Skagamenn tryggðu sér ís- landsmeistaratitilinn strax í 15. umferð og ÍBV náði sæti í Evr- ópukeppni félagsliða í síðustu umferð. Þrennt á þó eftir að útkljá; ífyrsta lagi hvort KR eða ÍBV verði í öðru sæti í deild- inni, í öðru lagi hvort Leiftur eða Keflavík tryggi sér þátt- tökurétt íTOTO-keppninni og í þriðja lagi hver hreppi marka- kóngstitilinn í deildinni. KR-ingar hafa þegar með sigri í bikarkeppninni tryggt sér þátttökurétt í Evrópukeppni bikar- hafa og ljóst er að ÍBV keppir í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári hvort heldur liðið hafnar í öðru eða þriðja sæti. Barátta KR og ÍBV snýst því eingöngu um heiðurinn; hvort liðið verður ofar í deildinni. KR-ingar standa óneitanlega betur Morgunblaðið/Ásdís Tryggvi Guðmundsson. að vígi, hafa 34 stig og dugar því jafntefli eða að ÍBV tapi stigum í síðasta leiknum til að annað sætið sé þeirra. KR tekur á móti Keflavík á heimavelli sínum í Frostaskjólinu en Eyjamenn fara upp á Akranes Morgunblaðið/Júlíus Arnar Gunnlaugsson. pg mæta Íslandsmeisturunum. Sigri ÍBV og tapi KR er annað sætið Eyjamanna þar sem markahlutfall þeirra er mun hagstæðara en KR- inga. Eyjamenn hafa 16 mörk í plús en KR 11. Keflavík og Leiftur berjast um fjórða sætið Baráttan um fjórða sætið og þátttökurétt í TOTO-keppninni verður væntanlega hörð í dag. Kefl- víkingar eru í því sæti núna með 25 stig og eitt mark í mínus, en Leiftursmenn eru ekki langt undan með 24 stig og sama markahlut- fall. Þetta þýðir að tapi Keflavík gegn KR clugar Leiftri jafntefli gegn FH í Ólafsfirði. Sigri Keflvík- ingar eru þeir öruggir með sæti í TOTO-keppninni, en jafntefli dugar þeim ekki ef Leiftur sigrar. Tryggvi eða Arnar? Eyjamaðurinn Tryggvi Guð- mundsson er markahæstur í deild- inni með 14 mörk en Arnar Gunn- laugsson er með 12 mörk. Barátta þeirra tveggja verður væntanlega hörð í dag á Akranesi og hvorugur ætlar að gefa tommu eftir, sam- kvæmt fregnum úr herbúðum lið- anna. Aðrir leikmenn eiga í sjálfu sér möguleika á nafnbótinni en möguleikar þeirra eru minni. íþrótlir helgarinnar Knattspyrna LAUGARDAGUR 1, deild karla: Ólafsfjörður: Leiftur - FH.....14 KR-völlur: KR - Keflavík.......14 Grindavík: UMFG - Breiðablik...14 Akranes: ÍA - ÍBV..............14 Lapgardalur: Fram - Valur......14 ■Áríðandi fundur verður hjá Framheij- um, stuðningsmannafélagi Fram, á sunnudaginn kl. 17 í Framheimilinu. Körfuknatlleikur SUNNUDAGUR Meistarakeppni kvenna: Keflavík: Breiðablik - Keflavík.15 Meistarakeppni karla: Keflavík: Njarðvík - Grindavík..17 ■Leikir þessir eru góðgerðarleikir og ágóðinn rennur til Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna. Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins: Austurberg: KR - IR.............20 Golf LAUGARDAGUR Keilir Opið styrktarmót hjá Keili, 18 holur með og án forgjafar. Setberg Opið mót hjá Golfklúbbi Setbergs, 18 holur með og án forgjafar. Oldungar Bændaglíma LEK verður í Mosfellsbæn- um í dag. KORFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Ásdís Reynir frá Sandgeröi sigurvegarar í 4. deild karla REYNIR frá Sandgerði, aftari röð frá vlnstri: Gunnar Óskarsson, stjórnarmaður, Ásgeir Þor- kelsson, stjórnarmaður, Ólafur Þ. Ólafsson, stjórnarmaður, Sigurður Björnsson, Þórður Þor- kelsson, Gunnar Guðjónsson, Ævar Finnsson, Anthony Stissi, Sigurður Björgvinsson, Guðjón Ólafsson, llðsstjóri, Sigurður Þ. Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar, Þórdís Stefánsdótt- ir, stjórnarmaður og Júlía Stefánsdóttir, stjórnarmaður. Neðri röð frá vinstrl: Bergur Eggerts- son, Sigurður B. Sigurðsson, Anton Ólafsson, Arnar Óskarsson, fyrirliði, Guðmundur Hilmars- son, þjálfari, Jón Örvar Arason, Daði Bergþórsson, Jónas G. Jónasson, Marteinn Guðjónsson, Trausti Ómarsson og Guðjón Bragason, stjórnarmaður. Ungl og mikið breytt lið hjá KR-ingum TÖLUVERÐAR breytingar hafa verið á úrvalsdeildarliði KR í körfuknatt- leik frá því síðasta vetur. Liðið hefur misst fjóra leikmenn; Birgi Mikaelsson til Breiðabliks, Fal Harðarson til Kefla- víkur, Milton Bell til ÍA og svo var Brynj- ar Harðarson búinn að lýsa því yfir að hann væri hættur, en nýjustu fréttir herma að hann sé hættur við að hætta. Liðið hefur fengið sex nýja leikmenn í staðinn. Þeir eru: Jonathan Bow frá Val, Lárus Árnason frá ÍS, Tómas Her- mannsson frá Snæfelli, Ingimar Guð- mundsson frá ÍH, Unnar Hermannsson frá KFÍ og svo hefur Lárus Valgarðsson bytjað aftur með KR eftir sex ára hlé. Áxel Nikulásson, þjálfari félagsins, segir að liðið sé ungt, meðalaldur hópsins aðeins 22 ár. „Ég tel að þetta lið sem ég er með í höndunum núna sé samhent- ara en það var í fyrra, þó það sé ekki sterkara á pappírnum. Við leggjum af stað án þess að vita almennilega hvar við stöndum gagnvart hinum liðunum. Það verður bara að koma í ljós, en ég treysti þessum leikmönnum til að gera góða hluti í vetur,“ sagði þjálfarinn á blaðamannafundi sem KR-ingar héldu nýverið. Lárus Árnason, fyrirliði og leikstjórn- andi KR, sagði að menn innan félagsins væru ekkert með of miklar væntingar. „Við viljum heldur láta verkin tala og forðumst allar yfirlýsingar. Hópurinn er mjög samstæður og leikmenn eru tilbún- ir að leggja hart að sér til að ná ár- angri. Ég hlakka til að leika aftur með Jonathan Bow, en við náðum vel saman árið 1991 og urðum þá meðal annars bikarmeistarar," sagði Lárus. Þeir þurfa að leika vel ætli Evrópa sér sigur ÞEIR Nick Faldo, t.v., og Colin Montgomerie, t.h., eru taldir þungavigtarmenn í liði Evrópu sem hóf keppni við Bandaríkja- menn í gær. Margir telja að ætli Evrópubúar sér að ná bik- arnum aftur verði þessir tveir að leika vel. Þetta er í annað sinn sem þeir eru látnir leika saman og á síðasta móti gekk þeim ágætlega. Mikill áhugi er á mótinu hér á landi og margir hafa forvitnast um hvar hægt sé að fylgjast með keppninni. Þeir sem hafa að- gang að SKY sport-stöðinni geta séð alla keppnina þar, en þess má geta að Stöð 2 hefur keypt sýningarréttinn á keppninni og mun sýna frá Ryder-keppninni laugardag- inn 30. nóvember. Utsending hefst þá kl. 12 á hádegi og verður sýndur þriggja klukku- stunda langur þáttur um keppnina. Reuter Keilis-sveK fer á EM Fimm styrktarmót fyrir sveitina verða haldin næstu vikurnar KEILISMENN sigruðu í sveitakeppni GSÍ í sumar. KARLASVEIT Keilis, sem sigr- aði í 1. deild sveitakeppninnar í golfi í sumar, mun taka þátt í Evrópukeppni félagsliða sem fram fer á Vilamoura II í Portúgal í lok nóvember. Til að fjármagna þá ferð er ætlunin að hafa mótaröð á Hval- eyrinni og verður fyrsta mótið af fimm á laugardaginn. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þijú sætin með og án forgjafar í hveiju móti fyrir sig auk þess sem þijú bestu mót keppenda gilda til heildarverðlaunanna en þar er utanlandsferð í boði, bæði með og án forgjafar. Auk þess verður sér- stakt happdrætti í gangi til styrkt- ar sveitinni aila mótsdagana og einnig verður sérstök Hólmakeppni þar sem keppendur fá að slá af 16. teig út í hólmann á tjörninni á æfingasvæðinu og sá sem næstur verður holu sem þar verður komið fyrir fær verðlaun, en þetta er um 80 metra högg. Keilismenn eru ekki enn búnir að ákveða hveijir skipa sveitina en ijórir leikmenn verða valdir, eða sérstök keppni verður háð þar sem ákvarðast hveijir komast í sveitina. Á Evrópumótinu eru þriggja manna sveitir þar sem skor tveggja gilda hvern dag. Golfferð með liðinu Úrval-Útsýn verður með sér- staka golfferð í tengslum við Evr- ópumeistaramótið. Flogið verður út föstudaginn 17. nóvember og spilað golf í fimm daga áður en Evrópumeistaramótið hefst en með því geta menn fylgst, eða farið í golf á eigin vegum. Flogið verður frá Portúgal til London mánudaginn 27. nóvember og heim daginn eftir. Verð á mann í tvíbýli er 82.900 með fimm golf- hringjum, bílaleigubíl í 9 daga, ferðum til og frá flugvelli erlendis, gistingu í eina nótt í London og fararstjórn. UMFA sigraði í 2. deild kvenna AFTURELDING úr Mosfellsbæ sigraði í 2. deild kvenna í knattspyrnu 1995 og leikur liðið því í þeirri fyrstu á næstu leiktíð. Liðið er skipað eftirtöldum, efri röð frá vinstri: Eiríkur Sigfús- son, þjálfari, Þórný Þórðardóttir, Halldóra Hálfdánardóttir, Silja Rán Ágústsdóttir, Silja Ed- vardsdóttir, Hansína Þorkelsdóttir, Hugrún Hjaltadóttir, Brynja Kristjánsdóttir og Eygerður Helgadóttir. Neðri röð frá vinstri: Erla Ólafsdóttir, Linda Hilmarsdóttir, Erla Edvardsdóttir, Bryndís Marteinsdóttir, íris Stefánsdóttir, Hekla Daðadóttir, Helga Hreiðarsdóttir, Harpa Sigur- björnsdóttir og Eva Jódís Pétursdóttir. KNATTSPYRNA Meistaraflokksráð Breiðabliks hyggstleggja nýjungarlyrirnæsta þing Knattspyrnusambandsins Sjónvarpstækni til að- stoðar við dómgæslu IFRAMHALDI af umfjöllun um ljót brot á knattspyrnuvellinum sem fara fram hjá dómara, hafa fulltrúar í meistaraflokksráði Breiðabliks áhuga á að leggja til á næsta KSÍ þingi að heimilt verði að dæma menn í leikbann eftir sjónvarpsupptökum. Valgarðuri Guðjónsson er formaður meistaraflokks karla hjá Breiðabliki og hefur hann áhuga á opna umræð- una strax, þó svo talsvert sé enn þar til þingið fer fram, til að fá athuga- semdir og hugmyndir frá öðrum í hreyfingunni, áður en tiliagan fær endanlegan búning. Aðstoð „Hugmyndin er að dómari og eftir- litsdómari fái tækifæri til að skoða myndband af leik og lagfæra leik- skýrslu ef þeim þykir ástæða til. Það er lykilatriði að myndbandið verði dómara til aðstoðar eftir leik. Ekki er verið að taka völdin af dómara og ekki kemur til greina, að okkar mati, að breyta úrslitum leikja eða láta endurtaka ieiki,“ segir Valgarður. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndir um myndbönd við dóm- gæslu koma fram og hefur þeim flest- um verið hafnað,“ segir Valgarður. Hann segir helstu rökin fyrir höfnun fram að þessu hafa verið eftirfarandi: 1. „Af því bara“, „Þetta hefur alltaf verið svona“, „Æi, ég held ekki . . .“ 2. Dómarar gera hvort sem er færri mistök en leikmenn. 3. Mistök dómara eru hluti af leiknum (!?)• 4. FIFA (Aiþjóða knattspyrnusam- bandið) er á móti notkun sjónvarps- tækni. 5. Það gæfi slæmt fordæmi. 6. Sjónvarpsupptökur þyrftu að ná öllum atvikum. 7. Sjónvarpsupptökur þurfa að vera til af öllum leikjum í öllum deildum. 8. Sjónvarpsupptökur eru of dýrar. Hann bendir hins vegar á að leikur- inn hafi breyst mikið, sé orðinn hrað- ari og meira um brot sem ekki þekkt- ust áður. „Þess vegna er rétt að bregð- ast við nýjum aðstæðum með nýrri tækni. Það er rétt að dómarar gera miklu færri mistök en leikmenn. Þau eru hins vegar annars eðlis. Mistök leikmanns í leik bitna á honum og hans liði. Mistök dómara bitna á öðru liðinu. Hlutverk dómara er að sjá til þess að leikreglur séu virtar og það er hægt að aðstoða hann við að sinna því hlutverki betur,“ segir Valgarður. Hann segir fullyrðinguna, að mistök dómara séu hluti af leiknum, rétta svo langt sem hún nái, en ekki sé þar með sagt að ekki megi fækka mistök- um þeirra. Gott fordæmi „FIFA hefur haft í hótunum við þau sambönd sem leyfa að nota sjón- varpsupptökur. FIFA er, að mér skilst, fyrst og fremst að koma i veg fyrir að leikir séu endurteknir eða úrslitum breytt vegna mistaka dómara. For- dæmið er gott og gilt meðan sjón- varpstæknin er notuð sem aðstoð við dómara en ekki til að taka yfir dóm- arastarfið. Það er heldur ekki hægt að krefjast þess að sjónvarpsupptökur nái öllum atvikum í leik. Með sömu rökum mætti halda því fram að ekki megi vera dómari í leikjum! Hann sér jú ekki öll atvikN Eða, svo við tökum sambærilegt dæmi úr umferðinni, að ekki. megi dæma menn í sekt eftir radarmælingum nema að allar götur séu alltaf mældar!" Valgarður segir sjónvarpsupptökur ekki þurfa að vera til úr öllum leikjum í öllum deildum, að mati þeirra Breiða- bliksmanna. „Hraðinn er mestur og mest er í húfi í efstu deildum og því rétt að byija þar.“ En eru upptökur of dýrar? „Flestir leikir eru teknir upp hvort sem er og einfalt að tryggja að allir leikir séu teknir upp,“ segir hann. Valgarður hefur áhuga, sem fyrr segir, á að heyra álit sem flestra sem málið varðar — svo sem dómara, áhorfenda, þjálfara, leikmanna, eftir- litsdómara og forráðamanna félag- anna. Til dæmis er hægt að senda lionum línu á Alnetinu, en netfang hans er vgmmedia.is. Þessir spila um Ryder-bikarinn ÞAÐ ERU tóif kylfingar í hvorri sveit og átta spila í hverri umferð, en umferðirnar eru fimm. Fjórir kylfingar hvíla sem sagt S hvoru liði í hverri umferð. Hér eru upplýsingar um kylfingana 24 sem keppa: EVRÓPA ■Bernard Gallacher, fyrirliði, er 46 ára gamall og er þetta í þriðja sinn sem hann er fyrirliði liðsins. Hann starfar sem kennari á Went- worth golfvellinum sem er rétt utan við London. Gallacher keppti sjö sinnum í Ryder, vann 13 viðureign- ir, gerði 5 sinnum jafntefli og tap- aði 13. ■Colin Montgomerie frá Bret- landi er 32 ára og hefur verið með í tveimur síðustu Rydermótum þar sem hann hefur sigrað í ijórurn leikjum, gert tvö jafntefli og tapað tvívegis. Hefur verið efstur á pen- ingalistanum í Evrópu síðustu tvö árin en er nú í öðru sæti. Hefur verið mjög sigursæll í Evrópumóta- röðinni. ■Bernhard Langer er 38 ára Þjóðveiji og er í 4. sæti á heimslist- anum. Hann hefur sjö sinnum keppt í Ryder, verið með allar götur frá árinu 1981, sigrað í 13 leikjum, gert fimm jafntefli og tapað 11. Hefur tvívegis sigrað á Masters og á 36 sigra á mótaröðinni. ■Sam Torrance er 42 ára gamall Breti og hann er í 23. sæti á heims- listanum. Hefur verið með í Ryder frá sama tíma og Langer, en gengi hans er talsvert lakara en Þjóðveij- ans. Torrance hefur sigrað í 4 leikj- um, gert 6 jafntefli og tapað 13. ■Constantino Rocca er 38 ára gamall ítali sem var með í fyrsta sinn í síðustu keppni árið 1993. Hann er í 33. sæti á heimslistanum. Hann lék tvo leiki í síðasta móti og tapaði þeim báðum. ■ Severino Ballesteros frá Spáni er líka 38 ára og hefur sjö sinnum verið með í Ryder, fyrst 1979. Hann var ekki með í næstu keppni en hefur síðan verið með og staðið sig frábærlega, sigrað 19 sinnum, gert 5 jafntefli og 10 sinn- um hefur hann tapað. Seve er í 14. sæti á heimslistanum. ■David Gilford er 29 ára Breti sem var með í síðustu keppni og lék tvo leiki sem hann tapaði báðum. Hann er í 56. sæti á heimslistanum. ■Mark James er 41 árs Breti sem hefur sex sinnum tekið þátt í Ryd- er, 1977, 1979, 1981, 1989, 1991 og 1993. Hann hefur sigrað í sjö leikjum, gert eitt jafntefii og tapað 14 sinnum. ■ Howard Clark er 41 árs Breti sem er í 70. sæti heimslistans og hefur 5 sinnum verið í Ryder-liðinu, fyrst 1977, síðan 1981,1985,1987 og 1989. Hann hefur leikið 13 leiki, sigrað 6 sinnum, gert eitt jafntefii og tapað sex leikjum. ■Per-UIrik Johansson er 28 ára nýliði frá Svíþjóð og er annar Svíinn til að komast í Ryder-liðið en í síð- asta Ryder var landi hans Joakim Hággmann í liðinu. Johansson lærði við sarna skóla og Phil Mickelson sem er í sveit Bandaríkjanna. ■Philip Walton frá írlandi er hinn nýliðinn í liðinu. Hann er 33 ára og í 107. sæti heimslistans. Hann tryggði sér sæti í liðinu með sigri í Opna Katalóníumótinu og Opna enska og er staðráðinn í að sýna hvað hann getur. ■ Nick Faldo er 38 ára gamall, frá Bretlandi, og er valinn í liðið af fyrirliðanum. Faldo hefur níu sinnum verið með í Ryder, allt frá 1977. Hann er í 3. sæti á heimslist- anum og hefur leikið 36 leiki í Ryder, sigrað 19 sinnum, gert 4 jafntefli og tapað 13 leikjum. ■Ian Woosnam er 37 ára Breti sem einnig er valinn af íyrirliðanum. Hann kemiír inn í liðið fyrir Spán- veijann Jose Maria Olazabal sem forfallaðist. Woosnam hefur sex sinnum verið í Ryder, unnið 12 leiki, gert tíu jafntefli og tapað fjórum sinnum. Vann fjóra leiki í síðustu keppni og gerði eitt jafntefli. BANDARÍKIN ■Lanny Wadkins, fýrirliði, er 45 ára og þetta er fyrsta árið hans sem fyrirliði bandaríska iiðsins. Wadkins tók átta sinnum þátt í Ryder, vann 20 leiki, gerði þrívegis jafntefli og tapaði 11 leikjum. Mjög sigursæll í bandarísku mótaröðinni þar sem • hann sigraði 25 sinnum auk þess að sigra einu sinni á PGA. ■Fred Couples er 35 ára og valinn í liðið af fyrirliðanum. Hann hefur verið með í síðustu þremur Ryder- .um og leikið 12 leiki, sigrað þríveg- is, tapað jafn oft og gert 6 jafn- tefli. Hefur átt í bakmeiðslum að undanfömu. Kylfingur ársins 1991 og 1992 í Bandaríkjunum og hefur sigrað með Davis Love í þijú ár í röð í heimsbikamum. ■Ben Crenshaw er 43 ára og var með í Ryder árið 1981, 1983 og 1987. Hann hefur þrisvar unnið leik í Ryder, fimm sinnum gertjafn- tefli og tapað einum leik. Sigraði í „ Masters í sumar í annað sinn og er talinn einn albesti púttarinn í golfinu. ■Brad Faxon er 34 ára nýliði í Ryder. Hann tryggði sér sæti í lið- inu er hann lék einn hring á PGA á 63 höggum og jafnaði eldra met- ið í því móti, en varð í fímmta sæti. Hefur sigrað fjórum sinnum í mótaröðinni. ■Jay Haas er 41 árs gamall og var í Ryder-liðinu árið 1983, lék þá fjóra leiki, vann tvo, gerði eitt jafntefli og tapaði einum. Hann hefur sigrað í níu mótum í mótaröð- inni. ■Peter Jacobsen er 41 árs og hefur einu sinni áður leikið í Ryder- liðinu, árið 1985. Þá lék hann þijá leiki, vann einn þeirra og gerði tví- vegis jafntefli og hefur því ekki tapað leik í Ryder. Hann hefur átt í langvarandi meiðslum en virðist búinn að ná sér af þeim. Hefur sigr- að sex sinnum í mótaröðinni. ■Tom Lehman er 36 ára nýliði sem varð í öðru sæti á Masters í fyrra og hefur tvívegis sigrað í mótaröðinni. ■Davis Love er 31 árs og hann var með í Ryder síðast og lék þá , fjóra leiki, sigraði tvívegis og gerði 1 tvö jafntefli. Varð annar á Masters í ár og fjórði á Opna bandaríska. Hann er sonur frægs golfkennara. ■Jeff Maggert er líka 31 árs og hann er nýliði. Tryggði sér rétt til að keppa I Ryder með þvi að leika síðasta hringinn á PGA á 69 högg- um og ná þar með þriðja sætinu. Hefur einu sinni sigrað á mótaröð- inni. ■Phil Mickelson er líka nýliði. Hann er 25 ára, örvhentur kylfing- ur sem hefur fimm sinnum sigrað á mótum í mótaröðinni eftir að hann gerðist atvinnumaður árið 1992, en áður en hann gerðist það var hann stjarna í skólanum sínum.« ■Loren Roberts er fertugur nýiiði sem tryggði sér sæti í liðinu með góðum árangri I sumar. Hefur unn- ið tvö ár í röð á Bay Hili og tapaði Opna bandaríska I fyrra í 20 hola umspili. Hann varð í 5. sæti á Mast- ers í fyrra. ■Corey Pavin er 35 ára og var með í síðustu tveimur Ryderum og lialaði inn þijú stig I síðustu keppni. Hann hefur fjórum sinnum sigrað, fjórum sinnum gert jafntefii en hefur ekki enn tapað leik í Ryder og hefur 12 sinnum sigrað I móta- v röðinni. ■Curtis Strange er einnig fertug- ur og hann er valinn í liðið af fyrir- liðanum. Var í Ryder 1983, 1985, 1987 og 1989 og vann sex leiki, gerði 9 jafntefii og tapaði tveimur leikjum. Hefur tvívegis unnið Opna bandaríska mótið, í seinna skiptið á Oak Hill vellinum. Strange hefur _ 17 sinnum sigrað í mótaröðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.