Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C ffrttunliflfifeife STOFNAÐ 1913 217.TBL.83.ARG. SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vatnsveitu- stjóri sþarar YFIRMAÐUR vatnsveitunnar í York- shire, hinn 51 árs gamli Trevor New- ton, hefur eins og aðrir ráðamenn vatnsveitnanna, sem nú hafa verið einkavæddar, verið hart gagnrýndur fyrir að vera með of há laun. Þau eru nú um 127.000 pund á ári, eða 13 milljónir króna. Newton vill að um 400.000 við- skiptaívinir fyrirtækisins spari vatnið enda hafa miklir þurrkar í Bretlandi í sumar valdið því að óvenju lágt er í vatnsbólum. Hann gengur nú á und- an með góðu fordæmi og hefur að eigin sögn hvorki notað baðkar eða steypibað í þrjá mánuði „og enginn hefur tekið eftir því. Það er alveg hægt að baða sig eða fara í sturtu með því að nota hálfa fötu af vatni." Newton segist einnig fylgjast vel með vatnsnotkun eiginkonu sinnar. „Ég bannaði henni að nota þvottavél- ina nema hún væri með nóg í fulla vél." Hjónin hafa einnig sett fulla og lokaða vatnsflösku ofan í klósettkass- ann til að draga þar úr bruðlinu. Orvar nikó- tín heilann? London. The Daily Telegraph. RANNSÓKNIR vísindamanna hafa leitt í h'ós að nikótin eykur hraða raf- boða í heilanum og er talið að þessi uppgötvun geti orðið til þess að fund- in verði upp lyf er auki árvekni og seinki andlegri hrörnun. Það hefur lengi verið kunnugt að ákveðnar teg- undir af ellihrörnun eru sjaldgæfari meðal reykingamanna en annarra. Einnig er h'óst að nikótín getur aukið einbeitinguna. í skýrslu vísindamanna við Golumb- ia-háskólann bandaríska, sem birtist í tímaritinu Science, er því m.a. lýst hvernig nikótín líkir eftir og eflir þannig starf sameindar, acetylcholin, sem annast boðskipti milli heilafruma. Efnið hefur áhrif á stöðvar í svo- nefndu randkerfi taugastöðva og taugabrauta er stjórna tilfinningum, skapferli og árvekni. Nikótín virðist ennfremur geta ör- vað hámsgetu og minni sem acetyl- cholin hefur áhrif á. Aðrar sameindir þar sem nikótin getur komið við sögu eru glutamat, sem örvar starfsemi í taugafrumum og dopamin sem veldur þrám og löngunum. Nikótín er ekki krabbameinsvaldurinn í tóbaki. Það eru einkum tjara og kolmónoxíð en alls eru um 3.000 efni í tóbaksreyk sem talin eru geta valdið krabbameini. Reuter HÖRÐ átök urðu í miðborg Ziirich í Sviss í gær í tengslum við fjöldafund gegn samstarfi við Evrópusambandið. Oeirðalögregla barðist við hóp vinstri- Óeirðir í Ziirich sinnaðra f élaga í svonefndu Andfasista- bandalagi með kylfum, táragasi og vatnsdælum. Óeirðaseggirnir, sem voru nokkur hundruð, köstuðu grjóti og flösk- um í brynvarða bíla lögreglumannanna og kveiktu einnig í bíl. Bosníu-Serbar treysta vígstöðu sína á ný Sarajevo, Washington. Reuter. BOSNÍU-Serbar virðact hafa náð nokkru landi af múslimum og Króotum á ný með gagnárásum í norðvesturhluta landsins, að sögn talsmanns friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í gær. Hafa Serbar tekið á ný tvær borgir, Mrconjic Grad og Sanski Most, og eflt þannig varnir Banja Luka. Alþjóðleg- ar hjálparstofnanir segja neyðarástand ríkja meðal 120.000 flóttamanna í borginni. Yfirvöld í Banja Luka sögðu að 124, aðal- lega aldraðir og sjúkir, hefðu þegar látist úr vosbúð og vegna skorts á lyfjum. Radovan Karadzic, leiðtogi stjórnar Bosníu-Serba í Pale, vísaði á bug í gær orðrómi þess efnis að gerðir hefðu verið leynilegir samningar við andstæðingana um skipti á landi. Fullyrt hefur verið að þetta sé ástæðan fyrir því að múslimar og Króat- ar hafa á svo skömmum tíma tekið drjúgan hluta af yfirráðasvæðum stjórnar Karadzic, hörfað hafi verið af ráðnum hug. Liðsmenn úr einni af herdeildum Serba í norðri ákváðu að yfirgefa stöðvar sínar af þessum sökum og fóru með flóttafólki til Banja Luka. aðild að Friðarsamstarfi Atlantshafsbanda- Mohamed Sacirbey, utanríkisráðherra lagsins, NATO, og síðar fulla aðild að banda- Bosníu, ræddi við ráðamenn í Washington laginu. „Aðild Bosníu að NATO myndi í gær. Sacirbey lagði til að Bosnía fengi treysta stöðugleika á svæðinu," sagði hann. Banna útflutning eiturefna við því að samþykktin væri áfall fyrir „lög- leg, ábyrg fyrirtæki er stunda endur- vinnslu" í fátækum ríkjum. Mörg þessara landa hefðu mikla þörf fyrir endurunna málma til eigin nota. 75% þátttökulandanna þurfa að staðfesta samninginn eigi hann að taka gildi. Banda- ríkin, Astralía, Indland og fleiri ríki voru sökuð um að reyna að koma í veg fyrir , samþykktina en fulltrúar þeirra sögðust aðeins vilja tryggja réttindi fátæku ríkj- anna. Bandaríkjamenn eru stærstir í út- flutningi af þessu tagi og ákveði þeir að staðfesta ekki samkomulagið verður það lítils virði, að sögn heimildarmanna. Genf. Reuter. FULLTRÚAR 90 ríkja á ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna samþykktu á fundi í Genf í gær bann við því að auðug ríki geti flutt eitruð úrgangsefni til þróunarríkjanna. Iðnríkin hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarin ár fyrir að losa sig við hættuleg- an úrgang með því að senda hann til fá- tækra þróunarríkja þar sem mörg dæmi eru um að efnin valdi miklum náttúruspjöllum. Talsmenn umhverfisverndarsamtaka fögnuðu samþykktinni ákaft og sögðu að um söguleg þáttaskil væri að ræða. Franc- is Veys, fulltrúi nefndar sem fylgdist með fundinum fyrir hönd fyrirtækja er hags- muna eiga að gæta, varaði á hinn bóginn KYLAVEIRIN BJARGAR ELLIQAÁNUM RÉTT- LÆTINU FULLNJEGT 12 vmaamjBviNNUxíF Á SUNNUDEGI Víðförul kaka úr Collin- stræti 20 aEŒEmsBniaiiEn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.