Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 19 Morgunblaðið/Árni Sæbcrg FRÆNDURNIR úr slökkvíliðsmannafjölskyldunni, Svavar Tryggvason og Bjarkl Sigfússon. Hitti konuna sem hann vakti til lífsins „ÞAÐ eru andstæðurnar, gleðin og sorgin. Starfið er gefandi þeg- ar vel gengur en Hka slítandi þeg- ar það gengur verr,“ segir Svavar Tryggvason er rætt var við hann og frænda hans, Bjarka Sigfússon, um starfið á slökkvistöðinni. Þeir eru systkinasynir og koma úr mik- illi slökkviliðsmannafjölskyldu. Feður þeirra, Tryggvi Ólafsson og Sigfús Svavarsson, hafa starf- að lengi í Slökkviliði Reykjavikur og afi þeirra, Svavar Sigurðsson, var einnig slökkviliðsmaður. Bjarki og Svavar eru sammála um að spennan hafi dregið þá í starfið. Bjarki starfaði sem múr- ari og byrjaði í slökkviliðinu fyrir ári. „Eg var var orðinn leiður á átta til sex vinnu. Maður vissi allt- af hvað gerðist yfir daginn og það kom aldrei neitt á óvart. Starfið hér er andstæða þessa. Það er fjöl- breytt og þú veist aldrei að morgni í hverju þú lendir þann daginn," segir Bjarki. Slys sem aldrel gleymlst Svavar hefur verið i liðinu í 13 ár. Hann segir að starf slökkviliðs- mannsins sé erfitt, ekki síst and- lega. Það sé verst að geta ekki bjargað sjúklingi með endurlífgun, sérstak- lega þegar börn eiga í hlut. Það komi illa við alla. Starfið sé líka lík- amlega erfitt, ekki síst reykköfunin. Svavar segist hafa lent í flestu á sínum ferli. „Einu slysi gleymi ég aldrei og geta flestir slökkviliðsmenn sagt það sama. Unglingur dó í höndun- um á mér þegar ég var að reyna endurlífgun eftir slys,“ segir Svavar þegar spurt er um verstu málin. Hann segir að þannig at- burðir séu ákaflega slítandi og andlega niðurdrepandi fyrir við- komandi björgunarmann. „Eftirá fer maður yfir alla atburðarrásina í huganum. Spyr sig að því hvort það hefði breytt einhveiju að standa öðruvisi að málum, til dæmis hvort það hefði dugað að vera aðeins fljótari á staðinn. Þetta fylgir starfinu, maður veit aldrei hvað gerist. Maður venst þessu aldrei. Fólk sér kannski ekki mikla geðshræringu á okkur á slysstað en hún kemur síðar. Maður losnar ekki við starfið þeg- ar maður stimplar sig út úr vinnu á slökkvistöðinni," segir Svavar. Hann segir að slökkviliðsmenn hafi aðgang að áfallahjálp. Þá ræði þeir félagarnir einnig um svona hluti í sínum hópi og það hjálpi mikið. Jafnast ekkert á vlð að taka á móti barni En gleðilegu stundirnar eru líka margar og segir Svavar að það sé alltaf eftirminnilegt þegar vel hefur tekist til við að taka á móti barni. Sjálfur hefur hann tekur tvisvar á móti barni og aðstoðað í þriðja skiptið. Vel hafi gengið í öllum tilvikum. „Það jafnast ekk- ert á við að sjá nýtt líf koma í heiminn. Það undirstrikar líka andstæðurnar í starfinu. Maður er kannski að koma frá því að flylja gamla veika manneskju sem ekki á mikið eftir þegar maður lendir í því að hjálpa barni að fæðast," segir hann. Vel heppnuð endurlífgun er gefandi á sama hátt og að taka á móti barni, að sögn Svavars. Það gerir atburðinn ógleymanlegan ef slökkviliðsmaðurinn síðan hittir þann einstakling sem hann vakti til lífsins og ræðir við hann. Sjálf- ur hefur hann lent í því. „Eg var einu sinni sendur suður á Kefla- víkurflugvöll að sækja konu sem var að koma úr aðgerð erlendis. Hún sagði okkur að menn úr slökkviliðinu hefðu endurlífgað hana. Ég þekkti hana ekki en spurði hvar hún ætti heima. Þegar hún sagði heimilisfangið mundi ég strax eftir því að ég hafði vak- ið hana til lífsins. Konunni brá þegar ég sagði henni frá þessu, ekki síður en mér, og varð svolít- ið vandræðaleg. Þetta var mjög sérstök stund fyrir mig, sérstaklega af því hvað konan var kát og virtist geta átt langt líf fyrir höndum," segir Svavar. Fékk mjúka lendingu Bjarki hefur verið skemur í lið- inu en hefur eigi að síður öðlast mikla lifsreynslu á sínu fyrsta ári. Hann segist reyna að taka málin ekki of mikið inn á sig og telur sig vera lánsaman að geta skilið áhyggjurnar eftir í vinn- unni. „Þetta situr auðvitað í manni fyrstu dagana en svo gerist eitt- hvað nýtt og þetta gleymist," seg- ir hann. „Það er alltaf erfitt að koma nýr inn í hóp. Það tekur tíma fyr- ir mann að kynnast félögunum. En hér standa vaktirnar vel saman og mér var vel tekið," segir Bjarki um það hvernig hafi verið að koma nýr inn í slökkviliðið. Hann segir að nýliðarnir fái að heyra það frá eldri starfsmönnunum hversu miklir kettlingar þeir séu og hvað þeir viti lítið í sinn haus en hann segir að þetta sé svona alls staðar. Hann var i fyrsta nýliðahópnum sem fór Brunamálaskóla ríkisins. „Ég er viss um að það hefur hjálp- að mér. Við voru í stöðugri þjálfun og á skólabekk fyrstu þijá mánuð- ina. Með því móti höfum við feng- ið mýkri lendingu í starfinu en menn hafa oft verið að fá, erum betur búnir undir slys og Ijóta aðkomu. Ég hef heyrt sögur af mönnuin sein hafa lent í að koma að stórslysum einhvern fyrstu dagana í starfi. Það hlýtur að hafa verið erfitt," segir Bjarki Sigfússon. Veit aldrei í hverju maður lendir DEMPARAR í margar gerðir bíla Mjög gott verð. Sendi öllum œttingjum mínum og vinum innilegar þakkir fyrir hlýhug á 80 ára afmœli mínu. Hulda Helgadóttir, Skólabraut 3. Hellu- og varmalagnir kynna: gonifiiiiie MYNSTURSTEYPA úti&inni SnjóbræSslukerfi, hellulagnir og öll almenn lóóastandsetning. Ath.: Hagstæð hausttilboð! Frískum upp ó mynstursteypt og hellulögð svæði með steypugljóa. Hellu- og varmalagnir sf. símar 896-9594 (Halldór) og 893-2550 (Ellert).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.