Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 21 Morgunblaðið/Guðni „Við fengum yfir 400 þúsund pantanir í fyrra, þar af 530 frá íslandi. Það er ekki svo lítið, því þið eruð ekki mörg sem búið þar.“ setti upp verksmiðju í Corsicana fyrir rúmlega þremur árum þar sem hnetukjarninn er skilinn frá skel- inni. Þessi verksmiðja er hin nú- tímalegasta í heiminum, að sögn McNutt, Jr. og auk þess að vinna fyrir . bakaríið brýtur hún hnetur fyrir fjölmörg önnur fyrirtæki, ís- gerðir, sælgætisverksmiðjur, snarl- iðjur svo fátt eitt sé talið. Um 17% af innihaldi kökunnar eru ananas og er hann ræktaður á plantekru bakarísins í Costa Rica. Þeir eru meira en sjálfum sér nógir og selja umframuppskeruna til Dole og DelMonte ávaxtafyrirtækjanna. Um 15% kökunnar eru kirsuber og öllu þessu er haldið saman af hun- angsdeigi. Þriðja dótturfyrirtæki bakarísins er DataDallas tölvufyrirtækið. „Gagnavinnslan er mjög mikilvæg- ur þáttur í rekstrinum," segir McNutt. „Við settum upp stórt tölvufyrirtæki sem annast alla gagnavinnslu, tekur við pöntunum og þess háttar. Þetta fyrirtæki vinn- ur auk þess fyrir marga aðra aðila.“ í COLLIN Street Bakery eru einnig bökuð brauð og kökur af ýmsu tagi sem seld eru í brauð- búðinni í Corsicana. Það er til að bakararnir haft eitthvað að gera á milli jólakökuvertíða. Fjöldi ferðamanna alls staðar að úr heiminum leggur leið sína í bakaríið og fær sér kaffi og köku á 6,50 krónur. Þá má fá ýmsa minjagripi sem tengjast ávaxta- kökunni frægu. Til allra landa Hefur kökuuppskriftin haldist óbreytt frá upphafi? „Nei, það voru gerðar tvær breyt- ingar 1947,“ segir McNutt, Jr. „Þá var hætt að nota smjör í deigið, því það vildi þrána, og í staðinn sett hágæða smjörlíki. Hin breytingin var sú að í skreytingunni ofan á kökunni voru fjórar möndlur, en þær voru teknar burt og settar pecanhnetur í staðinn." En hvað fara kökurnar víða? „Fjórðungur viðskiptavina okkar er utan Bandaríkjanna," segir McNutt, Jr. „Við erum eiginlega hættir að telja löndin. Það var talað um 196 lönd, en löndunum er alltaf að fjölga. Til dæmis þegar Sovétrík- in liðuðust í sundur þá fjölgaði lönd- unum, þótt um sömu viðskiptavini væri að ræða. Nú segi ég bara að við eigum viðskiptavini í öllum lönd- um heims, nema þremur. íran, írak og Kúbu. Þangað er enga póstþjón- ustu að fá frá Bandaríkjunum." Pantanirnar eru með ýmsu móti, það hafa komið bréf einfaldlega stíluð á Ávaxtaköku, Texas og þau hafa komist til skila. „Við njótum þess að vera þekkt fyrirtæki og póstþjónustan er svo góð að koma þessu áleiðis til okkar," segir McNutt, Jr. Hann segir að nú sé unnið að sérstakri markaðssetningu utan Bandaríkjanna. Fyrir nokkrum árum var kynningarpési fyrirtækis- ins þýddur á japönsku og í kjölfarið margfölduðust viðskiptin þar. Nú er búið að þýða efnið á spænsku og búist við auknum viðskiptum frá spænskumælandi löndum. Það var komið að lokum heim- sóknarinnar. L. William McNutt, Jr. og John Crawford, báðu fyrir kærar kveðjur til jólakökuunnenda á ís- landi. Þegar minnst var á að íslensk tollayfirvöld hefðu skattlagt jóla- glaðninginn frá Texas, hristi McNutt höfuðið og sagði að það hlyti að vera á einhveijum misskiln- ingi byggt. Slíkt þekktu þeir ekki úr nokkru öðru landi. „Það er ekki stórmannlegt að heimta skatt af jólagjöfum sem fólki eru sendar," sagði McNutt, Jr. I3ICMIEGA vítamín og kalk fæst í apótekinu Aðalfundur Rauða kross Islands 1995 Aðalfundur Rauða kross íslands verður haldinn á Hótel Loftleiðum í Reykjavík 27.-29. október nk. Fundurinn verður settur föstudaginn 27. október kl. 17.00. Dagskrá samkvæmt 16. grein laga RKÍ. Stjórn Rauða kross íslands. Fræðslumiðstöð Náttúrulækningafélagsins, Laugavegi 20b, 101 Reykjavík. Sími 551 4742. Matreiðslunámskeið - Jurtafœði Námskeið um jurtafæði verður haldið í Natreiðsluskólanum okkar dagana 27.-28. september og hefst kl. 18.00 bæði kvöldin. Kennslan byggir á hugmyndafræði í makróbíótík og verður leiðbeinandinn Gunnhildur Emilsdóttir (frá matstofunni A næstu grösum). Skráning í síma 5514742 frá kl. 13.00 til 16.00 mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. september. í SEPTEMBER í hverjum mánuði frá september fram í apríl verður sérstakt PLÚS-tilboð mánaðarins auglýst í fjölmiðlum. PLÚS-afsláttur nemur 10ðOb fyrir handhafa almennra VISA-korta. 2000 kr. fvhjón/ferðafélaga. fyrir handhafa Farkorta \TSA. 4000 kr. f.hjón/ferðafélaga. kr. fyrir handhafa Gullkorta VISA. 6000 kr. f.hjón/ferðafélaga. Frábær ný sólarparadís við Mexíkóflóa Glóðheitir dagar, blá- Verð frá tærar öldur og hreinar strendur. 71.510 Vönduð gisting. á manninn m.v. 2 í íbúð á Glæsilegir golfvellir. Santa Maria í 2 vikur. Hagstætt bílaleiguverð. * Með 3000 kr. Gull-plús. Innrfalið: flug, gisting og flugvallarskattar. Tilboðið gildir til 30. september. ÆNRVAL-ÚTSÝN Lágmúla 4: sími 569 9300, Hafnarfirði: st'mi 565 2366, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: sírni 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og hjá umboðsmönnum utn land allt. •»!$/•!« NfJ01SV9NISfl9AV VISN11SI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.