Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 25
24 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 25 JHwgmtHftfrlto STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI 'STJÓRNARFORMAÐUR RITSTJÓRAR KVÖRÐUN FORSÆTIS- nefndar Alþingis í fyiTadag um að leggja fram lagafrumvarp í þingbyijun um skattskyldu þeirra 40 þúsund króna, sem ganga eiga til greiðslu kostnaðar þingmanna en áður hafði verið ákveðið að væru framtalsskyldar en ekki skattskyldar er rétt og skynsamleg. Með þessari ákvörðun er komið til móts við meginatriði þeirrar gagn- rýni, sem beinzt hefur að þing- mönnum að undanfömu vegna kjaramála þeirra. Alþingismenn hafa alltaf verið í erfiðri stöðu, þegar kjaramál þeirra hafa verið til umræðu. Það á ekki einungis við um þingmenn hér heldur á það sama við í flestum ef ekki öllum lýðræðisríkjum i okkar heimshluta. Það sem fyrst og fremst olli því uppnámi, sem orðið hefur undanfarnar vikur er sú tilfinning almennra skattgreið- enda, að þingmenn ætluðust til, að þeir fengju aðra skattameðferð en almennir borgarar. Nú hefur því verið lýst yfir að það verði lag- fært. Þessar umræður hafa hins vegar valdið óróa og beint athygli þeirra, sem gerðu kjarasamningana snemma árs að því, að aðrir hópar, sem sömdu síðar hafi fengið um- talsvert meiri kjarabætur í sinn hlut. Það er spuming, hvort ákvörð- Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. un forsætisnefndar þingsins dugar til að lægja þær öldur og ummæli Benedikts Davíðssonar, forseta ASÍ, í Morgunblaðinu í dag benda til að svo sé ekki. Bersýnilegt er, að reiði launþega síðustu vikur hefur komið forystumönnum Al- þýðusambands Islands í opna skjöldu. Verkalýðshreyfingin á ekki auð- velt með að segja kjarasamningum upp eins og þau ákvæði samning- anna eru orðuð. Hins vegar á eftir að koma í ljós, hvort forystumenn hennar halda því fram, að siðferði- legur grundvöllur samninganna sé brostinn. Hættan er auðvitað sú, að með þeirri óánægju, sem hefur verið að safnast upp að undanförnu sé verið að efna til sprengingar í kjarasamningum að ári liðnu. Það hefur tekizt ótrúlega vel, að halda við þau markmið, sem sett voru í kjarasamningunum í febrúar 1990. Verðbólgan er í lág- marki og lífskjör fólks eru hætt að versna og byijuð að batna, þótt hægt fari. Það getur skipt sköpum um framtíðarvelferð þjóðarinnar, að takist að halda þeim stöðug- leika, sem hér hefur ríkt það sem af er þessum áratug. Þess vegna er þess að vænta, að með góðra manna ráðum megi takast að leysa úr þeim ágreiningi, sem upp er kominn, þannig að verkalýðshreyfingin geti sætt sig við kjarasamningana út samnings- tímabilið. MIKILVÆG ÚTGÁFA I* MORGUNBLAÐINU í GÆR var frá því sagt, að í undirbúningi er ný útgáfa tölvuorðasafns á veg- um orðanefndar Skýrslutæknifé- lags íslands. Fyrsta tölvuorðasafn- ið kom út árið 1983 og voru í því 700 orð. Önnur útgáfa kom út 1986 með 2.600 orðum. Nú er gert ráð fyrir, að í nýrri útgáfu muni orðafjöldinn tvöfaldast. í samtali við Morgunblaðið í gær bendir Stefán Briem, ritstjóri tölvu- orðasafnsins á, að ör þróun á tölvu- sviðinu kalli á ný orð og segir: „Nú er til dæmis mjög ör þróun í notk- un tölvuneta og þar skjóta upp kollinum alls konar ný orð. Á með- an sviðið er nýtt og aðeins sérfræð- ingar fást við það, þá gengur kannski að fræðihugtök séu á er- lendu máli. Um leið og notendahóp- urinn stækkar þá þarf íslenzk heiti á hugtökunum." Sigrún Helgadóttir, formaður orðanefndar Skýrslutæknifélags- ins, bendir á annan þátt, sem er gluggaumhverfið og segir: „Frá því að það (Tölvuorðasafnið) kom út hefur gluggaumhverfið orðið alls ráðandi í stýrikerfum og hug- búnaði. Ýmsir hafa spreytt sig á að þýða þau hugtök, sem notuð eru í gluggaumhverfi. Hér starfa margir tölvuskólar og margar nýj- ar kennslubækur á íslenzku hafa komið út. Það vill oft verða fólki hjartans mál að nota „sín orð“ ...Það eru allir sammála um, að þarna sé samræmingar þörf.“ Tölvunotkun er orðin útbreidd og á eftir að verða enn ríkari þátt- ur í daglegu lífi okkar. Það er ein- faldlega þáttur í stöðugri baráttu okkar fyrir því að veija íslenzka tungu og menningu ásókn erlendra menningaráhrifa að finna góð ís- lenzk orð yfir allt það sem lýtur að tölvum og notkun þeirra. Þess vegna er útgáfa tölvuorðasafns mikilvæg. NIÐURSTAÐA FORSÆTISNEFNDAR MIG LANG- • aði aldrei til að endurtaka það sem hafði verið gert áður í bókmenntum okkar. Þess vegna glímdi ég við samtalsbækur og hóf gagnbyltingu gegn ríkjandi hefð í atómskáldskap. Eg fékk á baukinn fyrir það en gerði ekkert til. Hlaut aftur á móti mikið þakklæti fyrir samtalsbækumar, þær féllu í góðan jarðveg og urðu metsölubækur. Þegar maður er ungur rithöfundur er það takmark í sjálfu sér að gera allt nýtt og taka út píslarvætti vegna dirfsku og frumleika ef svo ber undir. Það sem er vinsælt er einskis virði, hugsar maður. En þetta er ekki svona einfalt. Ósáinn akur er spennandi. Hann er áskor- un. Kallar á ræktun. En hann er ekkert merkilegrí en sá vitaðsgjafi sem skilar árvissri uppskeru. Það lærist manni með þroska og reynslu. Mig langaði ekkert til að skrifa ævisögur eftir öðrum. Karl ábóti hafði gert það á sínum tíma og Sturlungar síðar. Guðmundur G. Hagalín og Þórbergur höfðu skráð miklar bókmenntir í þessu formi, yirka daga, Eldeyjar-Hjalta og séra Árna. Það yrði ekki betur gert. Og mig langaði ekki að sigla í kjölfar- ið. Ævisagan var of kunnuglegt landslag til þess hún freistaði. Samtalið var mér eiginlegt. Það var andstaða kyrrstöðu og stöðnun- ar. Það var lífið sjálft í allri sinni dýrð. Það var mitt fyrirheitna land og mig langaði að kanna það, draga upp kort af því. Allt stóð þetta í einhveiju dularfullu sambandi við ástríðu og skáldlega þörf sem þá var ófullnægð. Löngun til að glíma við form og stíl. Minnka bilið milli talmáls og bókmáls. Þetta var hálf- meðvituð krossferð gegn stöðnuð- um bókmálsstíl sem var í senn stolt okkar og ijötrar. Ég þóttist þess fullviss það væri nauðsynlegt að losa bókmenntimar úr læðingi, svo ámátleg sem samtöl eru einatt í skáldsögum og leikritum. Það varð einhvern veginn að brúa ókleifa gjá milli venjulegs talmáls og þessa hallæris- lega bókmáls, sem var svo langt frá eðlilegu tungutaki í skáldverkum. Það yrði helzt gert með því að rækta þetta sama talmál í kröfuhörðu umhverfi bókmennta. Þetta er löng leið. Bilið milli bókmáls og talmáls er lengra í íslenzku en flestum tung- um öðrum. Samtalsbækumar voru ekki ein- ungis keppni um vinsældir þótt ég hafi áreiðanlega sótzt eftir hlýrra viðmóti en ég átti einatt að mæta sem ljóðskáld. Þessi grein hefur átt undir högg að sækja og sumir bók- menntamenn líta viðtalsbækur enn homauga vegna þess hvernig þessu formi hefur verið misþyrmt; eða ölluheldur hvemig það hefur verið misnotað í vinsældastreðinu á met- sölumarkaðnum. Úr þessum barningi spratt áhugi minn á leikritinu. Það á sinn vem- leika einsog annar skáldskapur, en umgjörðin er í ætt við einskonar gerviheim, hvaðsem öðru líður. Sem rithöfundur kann ég bezt við mig í hlutverki einfarans. En vona samt það sé eitthvað auðveld- ara að skrifa samtöl í íslenzkum leikritum og skáldverkum vegna þeirra plógfara sem samtalsbækur hafa skilið eftir, þráttfyrir allt. Og þar hafa sem betur fer margir lagt hönd á plóg. Og þá ekkisízt blaðamenn. BANDARÍSKA SKÁLD- • ið Robert Lowell hefur ein- hvers staðar talað um verk sín eins- og þau væru opinberun dauðans; þessi opna bók, segir hann, þessi opna líkista... Á ljóðakvöldi vestur í Bandaríkj- unum minntist hann á reynslu skáldsins; minninguna og ímyndun- ina. Gat þess hversu óglögg skil væru milli minninga og þess sem við ímyndum okkur eða gerum okk- ur í hugarlund. Ég tek undir þessi orð. Skilin eru afar óljós. Stundum er þessi reynsla eða óljósa ímyndun pökkuð inní alls- kyns umbúðir sem veija innihaldið fyrir hættum frumskógarins einsog þegar kamelljónið skiptir um lit og þá er ekki talað um ævisögur eða augljósa persónulega reynslu höf- undarins, heldur skáldskap. Þá hef- ur höfundurinn fundið nokkurn veg- inn öruggt skjól fyrir hættum skóg- arins. Eg hef því einungis áhuga á þessari blekkingu, eða þessum gerviveruleika, að hann sé ekki flótti frá lífinu; reynslu okkar. Sú bók skiptir mig litlu máli sem er ekki einhvers konar ferðalag inní mikilvægi mannsins þarsem hann stendur oft og einatt vamarlítill í heldur nöturlegu umhverfi sínu. Blaðamennska hefur ávallt gegnt því mikilvæga hlutverki í lífi mínu að sjá til þess það sé alltaf nóg rafmagn á geymnum einsog ég minnti Jónínu Leósdóttur á þegar hún talaði við mig fyrir Helgarpóst- inn um smásögurnar í Konunginum af Aragon. Þegar geymirinn tæmist er ekki hægt að hringja í BSR og biðja þá um að senda sér mann með kapal. Minn kapall er blaðamennskan. Og hún er því nauðsynlegri sem skáld- ið hefur meiri tilhneigingu til að hverfa bak við þá andlegu klaustur- múra sem geta verið freistandi skjól í köldum næðingum. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall Morgunblaðið/Einar Falur „Það væri skemmtilegt rannsóknarefni að finna út hvaða stjórninálamaður eða stjórnmála- menn fluttu svona ræður á því 30 ára tímabili, sem Jak- ob F. Asgeirsson fjallar um í fyrr- nefndri bók sinni. Ekki skal dregið í efa, að Tómas Björnsson hefur fengið að heyra það á sínum tíma, þegar hann gerði athugasemdir við leyfaúthlutun vegna húsabygg- inga fyrir tæpri hálfri öld, að t.d. útboð á bygging- arleyfum mundi verða „nýr baggi á rekstrinum“ og leiða til „stöðnun- ar“ í byggingar- iðnaði.“ REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 23. september SL. MIÐVIKUDAG FÓRU fram athyglisverðar um- ræður á fundi, sem Verzl- unarráð íslands efndi til um samkeppni í landbún- aði. Þar komu m.a. fram ólík sjónarmið varðandi þá aðferð, sem var viðhöfð við úthlutun innflutningsleyfa fyrir kjötvörur, sem nú er heimilt að flytja inn í takmörkuð- um mæli skv. GATT-samningum. Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, lýsti þeirri skoðun, að sú aðferð að bjóða þessi inn- flutningsleyfi út væri óheimil skv. GATT- samningi. Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna, upp- lýsti, að sérfræðingar OECD hefðu sér- staklega mælt með þessari aðferð. Vil- hjálmur Egilsson, alþingismaður og fram- kvæmdastjóri Verzlunarráðsins, sem var einn þeirra þingmanna, sem beittu sér fyrir því, að lagaheimild var samþykkt á Álþingi í júní sl. um þessa aðferð, kvaðst stöðugt sannfærðari um, að þetta væri rétt leið til þess að úthluta svo takmörkuð- um gæðum, sem um væri að ræða og benti á, að nánast samstundis mundi skap- ast markaðsverð á þessum innflutnings- leyfum, m.ö.o., að þau mundu ganga kaup- um og sölum á milli manna. Það er mikið til í þessu hjá Vilhjálmi Egilssyni, sem vitnaði máli sínu til stuðn- ings í bók Jakobs F. Ásgeirssonar „Þjóð í hafti“, sem fjallar um þijátíu ára sögu verzlunarhafta á íslandi frá 1931 til 1960. í bók Jakobs er m.a. vitnað til ræðu, sem Tómas Björnsson á Akureyri flutti á aðal- fundi Verzlunarráðsins árið 1950 en þar sagði m.a.: „Um leið og hömlur voru sett- ar á byggingu íbúðarhúsa, urðu bygging- arleyfi Fjárhagsráðs að verzlunarvöru, eða a.m.k. húsin, sem voru byggð samkvæmt þeim og að svo eftirsóttri vöru, að talið hefur verið öruggt að geta stungið 10-20 þúsund krónum í vasann, éf hægt væri að ná í fjárfestingarleyfí fyrir íbúðarhús- byggingu. Af þessu leiðir það, að miklu fleiri umsóknir koma til Fjárhagsráðs um fjárfestingarleyfi en eðlilegt er.“ Þetta var einungis eitt af fjölmörgum dæmum um það, að alls kyns leyfi, sem úthlutað var af stjórnvöldum urðu að verzl- unarvöru. Alþekkt var, að þeir, sem af einhveijum ástæðum áttu rétt á því að fá innflutningsleyfi fyrir bílum seldu þau gjarnan hæstbjóðanda. Þeir, sem af ein- hveijum ástæðum gátu komizt yfir gjald- eyri, seldu hann á svörtum markaði o.s.frv. Það er því alveg rétt hjá Vilhjálmi Egils- syni, að um leið og menn hafa leyfi í hönd- um frá opinberum aðilum, sem úthluta þeim einhveijum þeim gæðum, sem tak- markaður aðgangur er að, skapast um- svifalaust markaðsverð á slíkum leyfum. Það gerðist á haftaárunum, sem fyrr voru nefnd og það hefur gerzt síðar með stór- brotnari hætti en menn hafa viljað viður- kenna. Þess vegna eru ákaflega sterk rök fyrir því, að nú þegar stjórnvöld hafa á ný hafið úthlutun á innflutningsleyfum, þótt sú leyfaúthlutun sé vissulega fyrsta skref í átt til aukins fijálsræðis í innflutn- ingi landbúnaðarvara, sé nauðsynlegt að fínna aðferð til þess, að sú leyfaúthlutun verði ekki að sérstökum gróðavegi í við- skiptum á milli einstaklinga, heldur sé þá eðlilegra að andvirði leyfanna renni í sam- eiginlegan sjóð landsmanna. Þau rök má færa fram á móti þessari aðferð eins og raunar var gert á fyrrnefnd- um fundi, að hún gangi gegn þeim til- gangi GATT-samninganna að lækka vöru- verð til neytenda. Sumir segja, að þá sé betra að koma í veg fyrir viðskipti með innflutmngsleyfín með því að setja ákvæði um hámarksálagningu á hina innfluttu vöru og útiloka með þeim hætti viðskipti manna á milli með innflutningsleyfin. En það haftakerfi þekkjum við líka frá fyrri tíð og tæpast væri betri kostur að taka verðlagshöft upp á ný. Þess vegna mæla sterk rök með þeirri aðferð, sem Alþingi ákvað að heimila og landbúnaðarráðuneyt- ið hefur nú tekið upp í sambandi við úthlut- un á innflutningsleyfum fyrir ákveðnum kjötvörum. Þessi ákvörðun Alþingis varðandi útboð á innflutningsleyfum fyrir þeim takmörk- uðu gæðum, sem innfluttar landbúnaðar- vörur eru enn sem komið er, er hins vegar hluti af margfalt stærra máli, sem er al- menn meðferð stjórnvalda á úthlutun tak- markaðra gæða, hveiju nafni, sem nefn- ast. Og þegar þingmenn, sumir hveijir a.m.k. og alla vega þingmenn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks hafa nú sam- þykkt þetta grundvallaratriði, þótt umræð- ur um það hafi orðið ótrúlega litlar á Al- þingi, eins og oft vill verða um stórmál, verður að ætla, að þeir séu tilbúnir til að fylgja þessari ákvörðun eftir og vera sjálf- um sér samkvæmir. Stjórnvöld hafa á undanförnum rúmum tíu árum úthlutað takmörkuðum gæðum í gífurlegum mæli til fámenns hóps ein- staklinga, þar sem eru fískveiðikvótar til útgerðarmanna án þess að nokkur greiðsla hafi komið fyrir. Eins og menn vita hefur skapast markaðsverð á þessum fískveiði- leyfum en það hefur farið um þau leyfi eins og raunar innflutningsleyfin og gjald- eyrisleyfin á haftaárunum, að andvirði þeirra hefur ekki runnið í sameiginlegan sjóð landsmanna, heldur í vasa þeirra ein- staklinga, sem hafa komizt yfir þessi tak- mörkuðu gæði. Hið sama má segja um fleiri úthlutanir stjórnvalda svo sem mjólk- urkvóta og úthlutun á sjónvarpsrásum. Sjávarút- vegsskattur Þorsteins Pálssonar EINN ÞEIRRA þingmanna, sem samþykkti heimild til ríkisstjórnar um útboð á innflutn- ingsleyfum fyrir ákveðnum kjötvör- um var Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra. Væntan- lega hefur hann fallizt á þær röksemdir Vilhjálms Egilssonar, að það mundi hvort sem er skapast markaðsverð á leyfum fyr- ir þessum takmörkuðu gæðum og þess vegna væri eðlilegt, að andvirðið rynni frekar í sameiginlegan sjóð landsmanna. Á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær, föstudag, flutti ráðherrann furðu- lega ræðu, þar sem hann sagði m.a.: „Það er býsna undarlegt, að sumir menn skuli enn ræða það í alvöru, að það sé helzt til ráða að auka skattheimtu á atvinnugrein- ina. Því er jafnvel haldið fram, að það eitt feli í sér nýja tíma í sjávarútvegi á ís- landi. Ugglaust má það rétt vera. En að minni hyggju opnuðu þeir nýju tímar ekki dyr fyrir nýsköpun og framþróun. Þær gáttir eru fyrir svefngengla stöðnunar. Ástæðan er einföld. Skattar eru nefnilega afar slæm útflutningsvara... Það er ekki líklegt að greiðlega gangi að selja sjávarút- vegsskattinn í útlöndum. Hann yrði því nýr baggi á rekstrinum. Svigrúmið til ný- sköpunar, þróunar og launahækkana yrði að sama skapi minna. Sjávarútvegsskatt- urinn myndi þá veikja þá sókn, sem sjávar- útvegurinn er í. Sú breyting hefur altént orðið með komu nýrrar ríkisstjórnar að deilur um þetta grundvallaratriði eru ekki lengur innan ríkisstjórnar heldur á milli hennar annars vegar og tveggja stjórnar- andstöðuflokka hins vegar.“ Það væri skemmtilegt rannsóknarefni að finna út hvaða stjórnmálamaður eða stjórnmálamenn fluttu svona ræður á því 30 ára tímabili, sem Jakob F. Ásgeirsson fjallar um í fyrmefndri bók sinni. Ekki skal dregið í efa, að Tómas Björnsson hefur fengið að heyra það á sínum tíma, þegar hann gerði athugasemdir við leyfa- úthlutun vegna húsabygginga fyrir tæpri hálfri öld, að t.d. útboð á byggingarleyfum mundi verða „nýr baggi á rekstrinum“ og leiða til „stöðnunar“ í byggingariðnaði. Þeir sem börðust fyrir frelsi í innflutningi á sínum tíma fengu m.a. þau andmæli að slíkt innflutningsfrelsi mundi eyðileggja heilu atvinnugreinarnar o.s.frv. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, virðist ekki hafa áttað sig á því enn, að útgjöldin, sem hann telur að verði svo mikil skattheimta á sjávarútveginn eru til staðar í rekstri þessara fyrirtækja að verulegu leyti en þau renna bara ekki í sameiginlegan sjóð landsmanna heldur í vasa þeirra, sem af ýmsum ástæðum urðu handhafar hinna takmörkuðu gæða, fisk- veiðikvótanna. Hvað skyldu t.d. fyrirtæki eins og Grandi hf., Útgerðarfélag Akur- eyringa hf. og Samheiji hf. hafa greitt miklar fjárhæðir á undanförnum árum í kvótakaup? Þessi fyrirtæki virðast þó lifa góðu lífi! Og tæplega mundi Árni Vil- hjálmsson, stjórnarformaður Granda hf., hafa fallizt á grundvallaratriðið um greiðslu fyrir kvóta í ræðu á síðasta aðal- fundi Granda hf. ef hann teldi, að það mundi ríða fyrirtækinu að fullu. Það er hins vegar umhugsunarefni fyrir þá, sem á sínum tíma fylgdust með bar- áttu Sjálfstæðisflokksins fyrir auknu fijálsræði í viðskiptum við Framsóknar- flokkinn, sem þá eins og nú var gjarnan í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, að ráðherrann skuli fagna sérstaklega sam- stöðu þessara tveggja flokka um óbreytt ástand í fískveiðimálum. Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hins vegar átt- að sig á því grundvallaratriði, að kjötleyf- in mundu verða að markaðsvöru og þess vegna væri eðlilegt, að stjórnvöld byðu þau út og andvirði þeirra rynni í sameiginlegan sjóð en ekki að útboðið færi fram á milli einstaklinga og fyrirtækja eftir að stjóm- völd hefðu úthlutað leyfunum til einhvers úrvalshóps, sem á sínum tíma var fyrst og fremst Samband ísl. samvinnufélaga. Það eru fleiri dæmi um, að úthlutun leyfa fyrir takmörkuðum gæðum verði að markaðsvöru. Morgunblaðið hefur marg- sinnis bent á, að sjónvarpsrásir hafa verið og eru takmörkuð gæði. Fyrir nokkrum árum var sjónvarpsrásum m.a. úthlutað Sungið í Tungnaréttum að drætti loknum. til hlutafélagsins Sýnar. Það fyrirtæki hóf aldrei útsendingar á sínum tíma heldur var það selt eigendum helzta keppinautar- ins, Stöðvar 2, fyrir tugi milljóna króna. Engar teljandi eignir voru í þessu fyrir- tæki aðrar heldur en þær, sem stjórnvöld höfðu úthlutað fyrirtækinu, þ.e. sjónvarps- rás og eigendur samkeppnisaðila voru til- búnir til að greiða stórfé fyrir þá rás til að útiloka samkeppni. Auðvitað var eðli- legt og er eðlilegt, að slíkum takmörkuðum gæðum sé úthlutað með öðrum hætti, t.d. með útboðum eins og nú eiga sér stað á innflutningsleyfum fyrir kjötvörur. Nú er augljóst, að samkeppni fer vax- andi á sjónvarpsmarkaðnum og þá er spurning, hvort ekki er tilefni fyrir stjórn- völd til þess að taka þetta mál upp á nýj- an leik. Kannski er málið ekki eins við- kvæmt eftir að fleiri aðilar koma til skjal- anna! Slík útboð á sjónvarpsrásum og raunar hljóðvarpsrásum einnig hafa verið tekin upp í Bretlandi og var gert í tíð Margrétar Thatcher svo að varla geta menn í Sjálfstæðisflokknum verið andvígir því af hugmyndafræðilegum ástæðum. Slík útboð eru byijuð í Bandaríkjunum á öðrum takmörkuðum gæðum, sem eru símarásir. Það er löngu tímabært, að Alþingi taki öll þessi mál upp til alvarlegrar umræðu. Þótt kjötleyfin séu ekki stórt mál er sú grundvallarhugsun, sem liggur að baki þeirri ákvörðun Alþingis að heimila útboð á kjötleyfunum stórmál. ÍSLENDINGUM kom það töluvert á óvart, þegar fréttir bárust fyrir nokkr- um dögum um nýja alþjóðlega skýrslu, þar sem komizt er að þeirri niðurstöðu, að við séum sjöunda rík- astá þjóð í heimi. Þetta mat byggist á nýjum mælikvörðum, þar sem ákveðið eignamat er lagt til grundvallar. Sam- kvæmt því eignamati er stærsta eign ís- lenzku þjóðarinnar náttúruauðlindir, sem eru svo sem engin tíðindi fyrir okkur. Það gildir einu, hvort um er að ræða einstaklinga, fyrirtæki eða þjóðir; allir vilja hafa einhveijar tekjur af eignum sínum. Það er eðlilegt, að íslenzka þjóðin hafi tekjur af sínum eignum. Þær eignir eru m.a. fiskimiðin í kringum ísland. Eins og nýtingu þeirra er nú háttað er fráleitt, að þjóðin hafi ekki beinan arð af þeirri eign og að þeir, sem nýta eignina greiði gjald fyrir þá nýtingu alveg með sama hætti og allir þeir, sem nýta annarra eignir greiða gjald fyrir. Sjónvarpsrásir eru líka eign þjóðarinnar. Þess vegna er fráleitt að úthluta þeirri eign endurgjaldslaust til fyrirtækja eins og gert hefur verið. Það er hugsanúvilla að halda öðru fram og tími til kominn að segja það umbúða- laust að þeir, sem halda öðru fram eru að ganga erinda ákveðinna hagsmunahópa í þjóðfélaginu. Það er að vísu misskilning- ur hjá útgerðarmönnum, að það séu þeirra hagsmunir að standa í margra ára stríði um svo sjálfsagðan hlut, að þeir greiði það gjald, sem þeir hvort sem er greiða fyrir kvótann í dag, í sameiginlegan sjóð í stað þess að greiða hann í vasa hver annars. En málflutningur sjávarútvegsráðherra, bæði á fundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær, föstudag, og fyrr er engu að síður hagsmunabarátta fyrir þrönga sérhags- muni en ekki þjóðarhagsmuni. Að undanförnu hafa staðið yfir miklar umræður um lífskjör landsmanna, launa- kjör, skattbyrði ö.s.frv. Það er augljóst, að með því að þjóðin hafi eðlilegar tekjur af eignum sínum og að skipting þeirra sé með eðlilegum hætti er hægt að bæta lífs- kjörin og draga úr skattbyrði. Þjóðar- eignin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.