Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 SKOÐUIM MORGUNBLAÐIÐ HVERS VERÐUR AÐ VÆNTA AF S AGNFRÆÐIN GUM? Ætlast verður til, að riti, sem hlýtur að vera gefíð út í því skyni að segja sem rétt- ast frá því umhverfí, sem það lýsir, megi treysta í öllum veigamestu atriðum, skrifar Jón Aðalsteinn Jónsson í umfjöllun um Indælu Reykjavík. Hitt sé aftur svolítið und- arleg sagnfræði að taka að sér að semja rit og gera strax ráð fyrir, að endilega þurfí að lagfæra misfellur í næstu útgáfu. MÉR datt þessi spurning í hug, þegar ég las í Morgunblaðinu frá 20. júlí sl. svör Guðjóns Friðriks- sonar sagnfræðings við hógværum athugasemdum Sigurgeirs Jóns- sonar, fyrrv. hæstaréttardómara, við nokkur atriði í bók Guðjóns, sem nefnist Indæla Reykjavík. Svo sem alkunna er hefur Guðjón Frið- } riksson um allmörg ár helgað sig sögu Reykjavíkur. Hafa þegar komíð út tvö mikil bindi, bæði að vöxtum og efni, frá hendi hans. Hefur hann dregið þar saman gey- simikinn fróðleik um tímabilið frá 1786 til um 1940. Ég vil ég leyfa mér að blanda mér örlítið inn í þessa söguritun og benda á ýmsa ónákvæmni, sem ég hef fundið við stutta athugun. Annars má benda lesendum á rit- dóm, sem Bergsteinn Jónsson, fyrrv. sagnfræðiprófessor við Há- skóla íslands, hefur samið um þau tvö bindi, sem • út eru komin af Sögu Reykjavíkur. Birtist hann í . Sögu, tímariti Sögufélags, XXXIII - 1995, 217. - 225. bls. Guðjón Friðriksson segir þetta um athuga- semdir Sigurgeirs Jónssonar; „Hann tínir þar til ein sex atriði sem varða allstórt svæði, sem lýst er í bókinni og færa má til betri vegar.“ Um leið segir hann: „Mér var hins vegar í upphafi ljóst að smávillur hlytu að fljóta með i þeim mikla frumskógi sem bygg- ingasaga Reykjavíkur er.“ Þá tek- ur Guðjón þetta fram: „Bókin In- dæla Reykjavík var aldrei hugsuð beinlínis sem strangfræðilegt sagnfræðirit heldur fyrst og fremst til þess að fólk geti gengið eftir henni um Þingholt og sunnan- vert Skólavörðuholt og til þess að vekja áhuga þess á umhverfi sínu, ekki sízt gróðri: og arkitektúr, og því til skemmtunar." Ég skil ummæli Guðjóns Frið- rikssonar, þegar hann talar um, að Sigurgeir „tíni til“ sex atriði, að honum finnist i raun fremur fátt um afskiptasemi við bók, sem hann hefur einkum samið „til þess að vekja áhuga [fólks] á umhverfi sínu ... og því til skemmtunar“. Jafnframt tekur hann fram, að hægt sé „í næstu útgáfu að lag- færa missagnir". Ég er vafalaust ekki einn um það að ætlast til þess, að riti, sem hlýtur að vera gefið út í því skyni að segja sem réttast frá því umhverfi, sem það lýsir, megi treysta í öllum veiga- mestu atriðum. Þannig og á þann eina hátt kemur það að verulegu gagni. Hitt er aftur svolítið undar- leg sagnfræði að taka að sér að semja rit og gera strax ráð fyrir, að endilega þurfi að lagfæra mis- fellur í næstu útgáfu. „Lengi býr að fyrstu gerð,“ segir orðtakið, og það eiga auðvitað allir þeir, sem taka að sér verk, að hafa í huga, og vanda þegar í upphafi eins vel til þess og kostur er. Á þetta virð- ist mér skorta nokkuð í þessum ritverkum — því miður. Fyrst vil ég ræða örlítið um Indælu Reykjavík. Þessi bók er mjög læsilega skrifuð, eins og allt það, sem ég hef lesið eftir Guðjón Friðriksson. Frásögnin er bæði lif- andi og yfirleitt á mjög góðu máli. Þess vegna þykir mér leitt að sjá í skrifum höfundar ýmsar mis- sagnir, sem vel hefði mátt komast hjá í fyrstu gerð. En þar hlýtur einungis að vera við höfundinn að sakast, enda þótt aðrir hafi lesið handritin yfir. Hugmyndin að útgáfu bókar, eins og Indæla Reykjavík er sett fram, er bæði bráðskemmtileg og eins gagnleg, a. m. k. fyrir þá, sem láta sig varða sögu Reykjavíkur og einstök hverfi hennar. Hins vegar er höfundi slíkrar „leiðsögu- bókar“ eðlilega vandi á höndum, því að hún má ekki verða svo stór í sniðum, að menn geti ekki haft hana með sér á göngu um þau hverfi, sem verið er að lýsa. Engu að síður verður að ætlast til þess, að því sé komið á framfæri, sem varpi sem gleggstri mynd af um- hverfinu, og þá um leið, að sagn- fræði þeirra húsa, sem koma við sögu, sé sem réttust. Höf. getur þess í formálsorðum, að hann hafi fengið skógfræðing til þess að fara með sér um þær sex göngu- leiðir um Þingholtin og sunnanvert Skólavörðuholt, sem lýst er í bók- inni, til þess að gefa honum upp- lýsingar um heiti tijáa, sem blasa við augum. Jafnframt fékk hann sérfróðan mann um húsagerðarlist og eins annan sérfræðing „með tilliti til gróðurs og garða“ til þess að fara með sér um téð hverfi. Samvinna þeirra allra kemur líka vel og skemmtilega fram í lýsingu hverfanna. Fram kemur á titilsíðu, að bókin lýsi einnig mannlífi hverf- anna. En hefði ekki í ljósi þess einnig verið skynsamlegt að fá sérfróða menn um mannlífið á þessum slóðum á fyrri hluta aldar- innar til þess að rölta með höfundi um þessi svæði? Ég hlýt að svara því játandi, bæði eftir þeirri gagn- rýni, sem fram hefur komið hjá öðrum, og eins við ferð mína um hverfin i fylgd bókarinnar. Nokkur atriði ætla ég nú að „tína til“, sem ég saknaði við heldur hraða yfirferð um bókina og hverfin. Af sjálfu sér léiðir, að höfundi er vandi á ferðum um lýsingar einstakra gatna og þau hús, sem við þær standa. Og vissulega verður ekki öllu lýst rækilega. Hins vegar finnst mér, að nokk- urs jafnvægis eigi að gæta í þessum efnum. I fimmtu gönguferð sinni lýsir höf. Fjölnis- vegi og íbúum þar all- rækilega, en fer á hálfgerðum hlaupum um Sjafnargötu og tyllir tánni aðeins niður á örfáum stöð- um. Vel má vera, að ég sé hér ekki með öllu hlutlaus, þar sem ég bjó við þessa götu í nær 40 ár og þekki byggingasögu hennar frá upphafi. Á Sjafnargötu 2 bjó til dauðadags Sæmundur E. Olafs- son, sem lengi var sjómaður, en vann eftir að í land kom í Kexverk- smiðjunni Esju hjá svila sínum, Eggerti Kristjánssyni stórkaup- manni. Sæmundur var þekktur fyrir áhuga sinn á búskap og hafði kindur á ýmsum stöðum, sem hann heyjaði fyrir á túnum í Reykjavík eða í nágrenni hennar langt fram eftir öldinni. Um skeið hafði hann kindur í bílskúr í garði sínum við Sjafnargötu, en ekki minnist ég þess, að þær væru mörgum til ama. í þessu sambandi dettur mér það í hug, að Pétur í Málaranum, sem bjó á Sjafnargötu 3, hafði um skeið hesta í bílskúr sínum. Þetta sýnir einungis, hvernig sú kynslóð, sem runnin var upp í sveitum landsins og settist að í Reykjavík á fyrstu áratugum aldarinnar, var enn bundin við þá búskaparhætti, sem hún ólst upp við. Þess má svo geta, að ekkja Sæmundar, Vigdís Þórðardóttir, býr enn í húsi þeirra Sæmundar, háöldruð. Ætla ég, að hún sé eini íbúinn, sem enn býr við Sjafnargötu frá upphafi henn- ar. Vel hefði líka mátt minnast á það, að á Sjafnargötu 4 bjó lengi Guðný Jónsdóttir frá Galtafelli og svo löngu síðar dóttir hennar og tengdasonur, Hendrik Sv. Björns- son, fyrrv. sendiherra. Húsið nr. 5 reisti Júlíus Björnsson rafv.meist- ari og bjó þar lengi með fjölskyldu sinni. Á nr. 8 var Jóhann Eyjólfs- son frá Sveinatungu, kunnur borg- ari á sinni tíð. Húsið gegnt því, nr. 9, reisti Jónas Eyvindsson símaverkstjóri og einnig vel þekkt- ur borgari. Þar búa enn afkomend- ur hans. ÁÐUR en ég fluttist á Sjafnargöt- una með foreldrum mínum bjugg- um við á Baldurgötu 13 (eða Oð- insgötu 25, svo sem venja var að kalla húsið þá). Til þess lá sú saga, að þeir bræður, Éiríkur og Jón Ormssynir, reistu húsið á Baldurs- götu 13 árið 1920. Jafnframt því áttu þeir lóðina við Óðinsgötu 25 og eins næstu lóð fyrir neðan, Baldursgötu 11, sem náði langt út í torg það, sem nú er farið að kalla Baldurstorg, en var óþekkt heiti í minni æsku. Þeir hófu rekst- ur fyrirtækis síns árið 1922 á neðstu hæð hússins við Baldurs- götu, en einnig fljótlega á næstu hæð fyrir ofan og svo í skúrbygg- ingum við Óðinsgötuna. Þess má svo geta, að þeir bræður bjuggu með fjölskyldum sínum í húsinu um allmörg ár. Lóðina Baldursgötu 11 keypti af þeim bræðrum Kolbeinn Árnason, fyrrum kaupmaður og út- gerðarmaður á Akur- eyri, og reisti þar stór- hýsi árið 1921. Þessu húsi lýsir Guðjón rækilega, en minnist því miður ekki á Kol- bein, sem átti allan veg og vanda af bygg- _ ingu þess og því að láta þau Ástu málara og Einar Jónsson frá Fossi skreyta stiga- gang hússins. Kolbeinn bjó í hús- inu til dauðadags, 1947, og ekkja hans, Sigríður Jónsdóttir, eftir hann, þar til hún lézt. Þau voru fósturforeldrar Ingólfs Ásmunds- sonar, sem lengi var skrifstofu- stjóri hjá Eimskip. Við Baldurs- götu 31 hefði mátt geta þess, að húsið reistu þeir í sameiningu um 1920 Sveinn Ólafsson frá Hvammi í Mýrdal og systursonur hans, Ormur Ormsson vélstjóri, og bjuggu þar fram yfir 1930. Eftir lát Sveins árið 1934 bjó ekkja hans, Vilborg Einarsdóttir frá Strönd í Meðallandi, áfram í hús- inu til dauðadags, 1962, þá hund- rað ára gömul. Þess er getið við húsið Þórsgötu 8, að bak við það sé annað hús úr timbri og miklu eldra. Það hús stóð áður við götuna, en þegar sr. Sigurður Norland í Hindisvík keypti það fyrir 1950, lét hann í stað þess að rífa það flytja það lengra inn í lóðina og síðan reisa það hús, sem nú stendur við göt- una. Á 52. og 53. bls. segir frá svonefndum Heilmannsbæ, sem er lítill steinbær, sem stendur enn á horni Óðinsgötu og Bjargar- stígs. Tekið er fram, að stóra stein- húsið þar fyrir neðan hafi verið reist af Jóni Þorsteinssyni kaup- manni, tengdasyni Heilmanns- hjónanna. Þá segir, að Jón hafi um hríð verzlað „á horninu hinum megin við götuna“. Hér átta ég mig ekki alveg á skýringu höfund- ar. Vel man ég Jón Þorsteinsson fyrir og um 1930. Hann bjó þá í húsinu nr. 9 við Óðinsgötu og var hættur að verzla, að ég bezt veit. Þótti okkur strákunum hann al- lundarlegur í háttum, en alltaf var hann góður við okkur. Hann átti lóðina sunnan við hús sitt og hafði þar stóran matjurtagarð á horn- inu. Þar reis síðar hús Silla og Valda við Freyjugötu 1. Jón rak verzlun í húsi sínu við Bjargarstíg- inn á fyrstu áratugum aldarinnar, enda báru stórir gluggar merki þess fram eftir öldinni, að þar hafði verið verzlun. Lengi mátti líka greina nafn verzlunarinnar á vesturgafli hússins. Við Bergstaðastræti, sem hét nú raunar alltaf Bergstaðastígur í mínu ungdæmi, vil ég benda á tvennt, sem hefði mátt koma fram. Þegar rætt er um húsið nr. 36 við téða götu er tekið fram á spássíu, að það hafi áður staðið að Hverfis- götu 30. Hér hefði að ósekju mátt geta þess, svo sem sums staðar er getið við aðrar lóðir (sbr. nr. 48 við sömu götu), að á þessari lóð stóð áður allsérkennilegt timb- Jónsson urhús, sem margir muna áreiðan- lega. Það átti Gísli Þorbjarnarson búfræðingur, kallaður Gísli búi, sem var vel þekktur Reykvíkingur á fyrri hluta aldarinnar. í þessu húsi ólust upp kunnir synir hans, Alfreð Gíslason bæjarfógeti og alþingismaður og Óskar Gíslason kvikmyndatökumaður, og enn fremur dóttursonur, Ævar Kvaran leikari. Við húsið nr. 55 hefði mátt geta þess, að Sigurður Björnsson brúarsmiður bjó þarna lengi og eftir hann ekkja hans, Guðfríður Lilja Benediktsdóttir. Rak hún um langt árabil Liljubúð þar á horn- inu. Afkomendur þeirra búa enn í húsinu og er þekkt skákfólk hér á landi og víðar um lönd. Höf. hyggur, að gatan Hellu- sund, sem liggur frá Bergstaða- stræti sunnan við húsið 36 og nið- ur að Þingholtsstræti, dragi nafnið af Hellusundi í Tyrklandi. Heldur virðist það heiti langsótt og öllu nærtækari er sú skýring, sem Páll Líndal setur fram í Reykjavík- urbók sinni. Honum segist svo frá: „Grjóthella mikil var til trafala við lagningu götunnar og tengist nafngiftin því.“ Þá segir Páll, að Jón Ölafsson ritstjóri, tengdafaðir Ágústs H. Bjarnasonar prófessors, hafi átt hugmyndina að nafninu. Um Fjólugötu 15 má e.t.v. skilja frásögnina sem svo, að Norðmenn hefðu byggt þar sendiherrabústað sinn, úr því að þeir reistu sendi- ráðsbygginguna á hornlóðinni við nr. 17. Ekki veit ég betur en þetta hús hafi Lúðvig Lárusson skó- kaupmaður látið reisa og búið í því síðustu æviár sín. Áður bjó hann í húsinu við Þingholtsstræti nr. 31, svo sem um er getið við það hús. Ýmislegs annars sakna ég í bók sem þessari en hér hefur verið getið, en sumt af því getur auðvitað verið matsatriði hverju sinni. En eins og áður hefur kom- ið fram hafði ég gaman af að njóta fylgdar bókarinnar um þessi gömlu hverfi frá uppvaxtarárum mínum. AÐ lestrinum loknum datt mér hins vegar í hug, hvort ekki væri hyggilegra með tilliti til stærðrar og brots, ef framhald verður á þessum bæjarlýsingum, að hafa þær mun rækilegri en hér hefur víða orðið, en færri gönguleiðir í hverri bók eða heftum. Læt ég þessum ábendingum mínum um Indælu Reykjavík þá lokið, en vil svo að endingu minnast á nokkur atriði í Sögu Reykjavíkur. í jafn- viðamiklu verki og Saga Reykja- víkur er, þar sem birtur er fjöldi mynda, sem margar hveija hafa ekki áður komið fyrir sjónir al- mennings, hljóta þær einna fyrst að vekja verðskuldaða athygli les- enda. Um leið verður að gera ráð fyrir, að skýringar við þær séu sem traustastar. Bergsteinn Jónsson hefur í ritdómi sínum m. a. tekið þetta efni fyrir. Því til viðbótar vil ég nefna nokkur atriði, sem ég hef rekizt á. Lítum fyrst á fyrra bindið. Skýring myndar við 66. bls. getur ekki verið rétt að öllu leyti. Svæðið er fyrir vestan Bræðra- borgarstíg, en Bárugata endar við hann. Mun því hér vera um að ræða Ránargötu. Skýringartexti myndarinnar á 73. bls. kemur að mínum dómi undarlega við það, sem á mynd- inni sést, að hér séu gangandi við Lækinn ekkjur eða dætur embætt- ismanna. Af hverju má ráða það? Við mynd á 173. bls. er ekki tekið fram, hver maðurinn er lengst til hægri í annarri röð. E.t.v. þekkist hann ekki, en það hefði þá átt að koma fram. Við mynd á 328. bls. stendur: „Togarar við bryggju." Mest áberandi skipið þar er samt ekki togari, heldur varð- skipið Óðinn. Á 436. bls. er mynd af stóru timburhúsi með skýringartextan- um: „Grettisbúð á Grettisgötu 45.“ Ékki verður annað séð en myndin sé af húsi, sem var nr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.