Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 28
,28 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA STEINUNN ÞÓRÐARDÓTTIR, Bauganesi 35, andaðist á heimili sínu þann 20. september. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Föðursystir okkar, FANNEY SIGURJÓNSDÓTTIR, áðurtil heimilis i Munkaþverárstræti 24, síðast á dvalarheimilinu Hlíð, andaðist íá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 3. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Hólmfríður Gisladóttir, Baldvin S. Gíslason og fjölskyldur. t Elskulegi fósturfaðir okkar, JÓHANNES BOGASON, Gautastöðum, Fljótum, sem lést 19. september, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju þriðjudaginn 26. september kl. 14.00. Árný Jóhannsdóttir, Gunnlaug Stefánsdóttir og aðrir aðstandendur. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN JÓNSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 58, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 26. september kl. 13.30. Steinvör Sigurðardóttir, Elias Hilmar Árnason, Sigríður Ingunn Eliasdóttir, Haukur Elías Benediktsson, Eygló Benediktsdóttir. t Okkar ástkæra, VIVAN HREFNA ÓTTARSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 26. september kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á söfnunarreikning nr. 137-05-18734 fyrir Urði Úu. Urður Úa Guðnadóttir, Elín Sólveig Benediktsdóttir, Guðlaugur Kristinn Óttarsson, Sólveig Jóhannesdóttir, Vivan Svavarsson, Marfa Hermannsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför systur okkar, mágkonu og föður- systur, STELLU JÓNSDÓTTUR MILLER, Dofrabergi 7, Hafnarfirði, áður Seattle, Washington. Sérstakar þakkir viljum við færa Karítas, heimaaðhlynningu krabbameinssjúkra. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigrún Jónsdóttir, Kristján H. Jónsson, Ásdís G. Konráðsdóttir, Jón Konráð Kristjánsson, Sólveig Kristjánsdóttir, Finnur Óskarsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Björn K. Svavarsson, Kristján Rúnar Kristjánsson, Katrín Sveinsdóttir, Stella Kristjánsdóttir, Svavar Svavarsson, Ragnar Frank Kristjánsson, Ulla R. Petersen og frændsystkini. Stefán Gísli Guðmundsson fæddist í Reykjavík þann 21. mars 1932. Hann lést á deild 8, endurhæfingar- deild Landspítalans í Kópavogi, þann 15. september sl. Foreldrar hans voru Guðmundur Stefán Gíslason, múrarameistari, f. 15. janúar 1906, d. 20. janúar 1971, og Guðbjörg Bene- diktsdóttir hús- freyja, f. 20. júlí 1907, d. 30. júní 1970. Systkini hans eru Brynhildur, f. 15. mars 1930, 0KKUR langar til að minnast frænda okkar, hans Stebba. Stebbi frændi, eins og við systkinabörnin kölluðum hann alltaf, var einstak- ur. Meiri blíðu hjá nokkurri mann- eskju er varla hægt að hugsa sér. Það var alltaf sérstakt að koma í heimsókn til Stebba frænda, það skildi alltaf eftir eitthvað sem maður upplifir ekki í hinu daglega lífi. Það eru mörg atvikin sem koma upp í hugann þegar við lát- um hugann reika aftur í tímann. Minnisstætt var þegar komið var í heimsókn til Stebba að hann tók mann að skrifborðinu sínu, sýndi manni úrklippur úr erlendum blöð- um af einhveiju sem hann langaði í. Það var ekki verið að biðja um mikið, það gat verið tyggjópakki, hringur, hermannabúningur í felu- litum eða bara kaskeiti, en Stebbi hafði mikið dálæti á virðulegum húfum og gleymi ég ekki brosinu á andlitinu á honum þegar honum var færð stúdentshúfa að gjöf. Þakklætið sem hann sýndi með vingjarnlega brosinu sínu var meira en nokkur orð fá lýst. Einn- ig hafði hann gaman af því að fylgjast með myndum af kónga- fólkinu og benti oft á þetta glæsi- lega fólk í virðulegu uniformi, enda var Stebbi annálað snyrti- menni. Stebbi hafði mikla ánægju af að bjóða til veislu og var það fastur liður að fara í afmæli til Stebba í Kópavogi. Þar sat hann í forsæti, bauð kaffi og góðar tert- ur og leið vel við matarborðið, með vini sína og fjölskyldu sér við hlið. Stebbi var einstaklega laginn við að koma skilaboðum sínum á framfæri, t.d. ef hann langaði í meiri köku, þá passaði hann sig á því að eiga kaffí í bollanum og benti síðan á að hann þyrfti meiri köku til að borða með kaffinu. Eins var það að ef hann langaði í meira kaffi þá skildi hann eftir smá kökubita og þá vantaði vitan- lega kaffísopa til að drekka með Ingvi Benedikt, f. 12. júní 1934, Pétur, f. 7. febrúar 1942, og Björn Jóhannes, f. 1. apríl 1949. Stefán bjó í for- eldrahúsum, þar til hann fluttist á end- urhæfingardeild Landspítalans í Kópavogi í október 1965, þar sem hann dvaldist til dauða- dags. Utfór Stefáns fer fram frá Kópavogs- kirkju á morgun, mánudaginn 25. september, og hefst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirlqugarði. kökunni. Eitt atriði er okkur mjög minnisstætt frá jólaboðum hér áður fyrr, en það var þegar Stebbi fékk rauðvínsglas og vindil eftir matinn. Það á jafnt við um okkur systk- inabörnin og börn okkar að öll höfum við laðast að Stebba og var oft gaman að fýlgjast með okkar eigin börnum, en það var eins og þegar við vorum sjálf ung. Alltaf átti Stebbi stað í hjarta sínu fyrir börnin og það er ekki skrýtið að börnin skyldu laðast að honum, því hann gaf miklu meira en við oft og tíðum gerðum okkur grein fyrir. Á morgun kveðjum við elskuleg- an og góðan frænda og viljum við systkinabörnin þakka honum fyrir allar ánægjustundirnar og þá gleði sem hann gaf okkur og vitum við að hann er kominn „upp“ eins og hann orðaði það sjálfur. Guð blessi minningu Stebba frænda. F.h. systkinabarna, Kristján S. Sigmundsson. Hann Stebbi bróðir er horfinn frá okkur. Minningar um kær- leika, glaðværð og vandvirkni, öll jákvæðu lýsingarorðin koma upp í hugann, þegar litið er til baka. „Drottinn á drenginn", „Ó Faðir gjör mig lítið ljós“ og fleiri bænir fengum við í veganesti frá mömmu og pabba. Æðruleysi, ró og friður einkenndu nærveru við hann, það voru vissulega forréttindi að fá að alast upp með honum og læra um gang lífsins. Eg nefndi það einu sinni hvort hann héldi að hann væri kóngur, það stóð ekki á svari: „Já og þú ert bróðir hans.“ Víst varstu kóngur í ríki þínu. í hjarta mínu er tómarúm. Litli bangsinn þinn þakkar þér samfylgdina, kannski verð ég prins í konungdæmi þínu hjá Guði einhvern tímann. Pétur. Við andlát Stefáns Gísla Guð- mundssonar rifjast upp svo marg- ar minningar um ljúfan og yndis- Iegan mann sem gæddur var góðu og blíðu lundarfari og miklum persónuleika sem birtist oft í kímni. Hann var mikið fyrir að halda sér til og vera uppáklæddur og fór sér ævinlega hægt. Þannig munum við hann hvað best, allt starfsfólkið sem kynntist Stefáni. Stefán veiktist fyrir um það bil ári og þá bjó hann á sambýli D. Þá varð að flytja hann á deild 8, þar sem mun þægilegra var að veita honum þá aðhlynningu sem hann þurfti orðið á að halda og gat hann kvatt þetta líf í faðmi fjölmargra vina. Blessuð sé minning hans. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (V. Briem.) Við vottum öllum aðstandend- um hans okkar in'nilegustu sam- úðarkveðjúr, þeir reyndust Stefáni í alla staði mjög og vel og við vit- um að hans verður sárt saknað. Starfsfólk á deild 8, Endurhæfingar- og hæfingar- deild Landspítalans í Kópavogi (fyrrum Kópavogshæli). Mig langar að minnast elsku- legs frænda míns, Stebba, sem hefur nú kvatt okkur. Góða drengsins með ljúfa brosið, sem var hvers manns hugljúfi. Snyrti- mennska var honum í blóð borin og allt, sem fallegt var, gladdi hann. Röð og regla á öllum hlutum og honum lá ekkert á í skarkala heimsins. Pappírinn utan af gjöf- um sem hann fékk var vandlega brotinn upp og allt smátt sem stórt fékk sinn samastað. Ljósbirtu lagði af lífi hans, sem fyllti hjörtun af friði og sameinaði fjölskyldu og vini, sem allir hugsuðu vel til Stebba. Kristur sagði: „Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá.“ Stebbi var barn í hjarta sínu og þar var ekki rúm fyrir fals qg margt hefði af honum mátt læra. Mynd hans kemur til með að vara í þakklátum hugum þeirra er til hans þekktu og máist ekki. Við sem eftir stöndum þökkum sam- fylgdina við Stebba. Drottinn gefur, drottinn tekur dýrlegt sé nafn hans. Innilegar kærleikskveðjur til systkinanna og systranna frá Krossi frá mér, Gísla og Margréti, móðursystur ykkar og frænku. Megi Guð blessa og leiða ástvini Stefáns Gísla um ókomin ár. Rannveig Björg. STEFÁN GÍSLI GUÐMUNDSSON HBHBBERG ■Hl ERFISDRYKKfAN Veislusalur Lágmúla 4, sími 588-6040 ~ MOSAIK hf. ABCD KFOHIJ Hamars/iöfði 4 T2587 1960 LEGSTEINAR Margar gerðir Fjölbreitt úrval steintegunda Islensk framleiðsla A.BCW FCHUtL tm Mi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.