Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og ienni jyjUDJt Ss/r^ t, Jhi rrtufc Mwt Mhsi é- ignjsAajUL do ~nat Kæri pennavinur. í siðasta bréfi spurði ég hvort þú ættir hund. í bréfinu þínu í dag segirðu að þú eigir ekki hund. 'U)MV U)RITE TO 50MEB0PT WHO DOESN'T KAVE A D0&-7 B-/Í Hvers vegna að vera skrifa einhverjum sem ekki á hund? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Veljum traustan formann Frá Álfhildi Ólafsdóttur o.fl.: NÚ stendur fyrir dyrum formanns- kjör í Alþýðubandalaginu. Kjör for- manns í stjórnmálaflokki er ætíð spennandi, þar sem nýr leiðtogi getur haft veruleg áhrif á stjórnmál komandi ára. Það veltur mikið á því hver niðurstaðan verður í kosn- ingunum. Formannskjörið gefur félögum í Alþýðubandalaginu tæki- færi til að hafa áhrif á þróun stjórn- mála á komandi árum. Þegar valinn er formaður stjórn- málaflokks, þá er ekki einungis verið að velja hópstjóra, heldur einnig pólitískan leiðtoga. Formað- urinn skýrir stefnu flokksins, er andlit hans út á við og bindur hann saman inn á við. Hann er formaður fyrir aila flokksmenn, en ekki ein- ungis fyrir hluta þeirra. Formaður- inn vinnur að því að lagfæra það sem betur má fara í innra starfi og hvetur flokksmenn til verka. Formaður er mannasættir, en efnir ekki til ófriðar eða hefur forgöngu um að auglýsa fyrir almenningi veikleika flokksins og það sem úr- skeiðis hefur farið. Kjör formanns í Alþýðubandalag- inu vekur áhuga mun fleiri en skráðra félaga í flokknum. Hópur fólks á vinstri væng stjórnmálanna hefur verið í nokkur konar tilvistar- kreppu undanfarin ár og stofnaði nýjan flokk m.a. til að sameina vinstri menn. Sú aðferðafræði að sundra til að sameina hefur ennþá einu sinni sýnt hve röng hún er, enda þótt hún hafi tryggt fáeinum persónum seturétt á Alþingi næsta kjörtímabil. Það kemur því ekki á óvart að fólk úr þessum röðum standi nú með miklum hljóðum vegna formannskjörs í Alþýðu- bandalaginu og reyni að hafa áhrif á niðurstöðu þess. Það hefði verið saga til næsta bæjar ef Alþýðú- bandalagsfélagar hefðu verið með slíka tilburði til að hafa áhrif á for- mannskjör í Alþýðuflokknum eða Framsóknarflokknum. Því er í hæsta máta undarlegt að flokks- bundið fólk í öðrum fiokkum skuli nú reyna að hafa áhrif á formanns- kjör innan Alþýðubandalagsins og er auðvelt að ímynda sér með hvaða hugarfari það er gert. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður í Norðurlandskjördæmi eystra, hefur sýnt það með verkum sínum að hann er þess trausts verð- ur að leiða Alþýðubandalagið til vaxandi áhrifa í þjóðfélaginu. Fylgi flokksins í Norðurlandskjördæmj eystra hefur vaxið og styrkst á þeim tíma sem hann hefur leitt flokkinn í kjördæminu. Sem einn af yngstu ráðherrum í sögu lýðveld: isins, mikilvirkur þingmaður til margra ára, varaformaður flokksins um sex ára skeið og ötull baráttu- maður fyrir þeim gildum sem hann trúir á, hefur hann sýnt það að hann hefur alla burði til að auka brautargengi flokksins á komandi árum. Sem talsmaður róttækrar vinstri stefnu gegnum tíðina er ho'num manna best treystandi tii að skerpa áherslur flokksins í þeim efnum og ná fram aukinni samstöðu meðal vinstri manna í þjóðfélaginu. Við viljum því hvetja alla Alþýðu- bandalagsmenn til að veita Stein- grími J. Sigfússyni brautargengi í kjöri til formanns fyrir næsta kjör- tímabil. ÁLFHILDUR ÓLAFSDÓTTIR, bóndi, Vopnafirði. EINAR PÁLSSON, kennari, Vesturbyggð. JÓN VIÐAR JÓNMUNDSSON, ráðunautur, Reykjavík,, SIGURBJÖRG GÍSLADÓTTIR; efnafræðingur, Reykjavík^ * f, Oviðunandi aðstaða á bráðavakt! 1 Frá Ingihjörgu Jónsdóttur ÞANN 19. september sl. fór ég með leigubíl á bráðavakt vegna þess að ég veiktist skyndilega þar sem ég stóð fyrir framan af- greiðsluborð í apóteki. Afgreiðslu- fólk apóteksins brást skjótt við mér til aðstoðar. Lyf|afræðingur mældi blóðþrýsting minn. Sagði ég honum að ég hefði nýlega legið á Borgarspítalnum með bólgur í líffæri. Niðurstaðan var sú að rétt- ast væri að ég færi strax á bráða- vakt þess sjúkrahúss, þar sem læknir þar hafði sagt mér að hafa samband ef eitthvað kæmi upp á. Þegar inn á móttökugang gjörgæzlunnar kom blöskraði mér aðstaðan. Frammi á göngum lá fólk með alls konar meiðsl og sjúk- dóma, sumir stúkaðir af með skil- rúmum, aðrir ekki. Þar urðu lækn- ar að sinna fólkinu, hitamæla, taka blóðprufur, hjartalínurit o.sv.fv. Skoðunarherbergi voru augljós- lega allt of fá og gangar nýttir í neyð. Aðstaðan til að sinna þeim ■>i fjölda, sem hjálpar leitar, var öldJ ungis ófullnægjandi. Mér fannst hún satt bezt að segja til háborinn- ar skammar. Bráðavaktin þarf meira hús- næði. Það er varla hægt með góðú móti vegna þrengsla, svo dæmi sé tekið, að „aka“ sjúklingum út új* skoðunarherbergjum að næstá gangvegg. Að auki þarf illa þjáð fólk oft að bíða hálfan annan og upp í tvo klukkutíma, jafnvel leng- ur. Það verður að finna lausn á þeim vanda sem þarna er sýnilega fyrir hendi. Það er hlálegt að knýja á um enn frekari „sparnað" þar sem sárþjáðu fólki er þjappað sam- an eins og síld í tunnu. Ég sá held- ur ekki betur en starfsfólk væri dauðþreytt vegna vinnuálags. Þeir sem fjármálum ráða - og skara að sögn eld að eigin köku - mættu gera sjúkrastofnunum betur kleift að sinna fólki í neyð! INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Þorfinnsgötu 2, Reykjavík Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.