Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 39 FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Jón Svavarsson LPC-liðar létu dansóða gesti finna fyrir taktinum. HALLA Birgisdóttir, Fanný Bogadóttir, Erla Ragnarsdóttir, Ólafia Lárusdóttir, Guðrún E. Hafsteinsdóttir og Tinna D. Marínósdóttir. LPC á íslandi HÉR Á landi er stödd sænska dans- hljómsveitin Lucky People Center. Meðlimir hennar eru ekki þekktir fyrir að vera hræddir við að láta skoðanir sínar í ljós í tónlist sinni. Þeir gerðu meðal annars myndband um Rodney King-atburðinn í Bandaríkjunum á sínum tíma. Það hlaut mikla athygli og var mikið spilað á sjónvarpsstöðinni MTV. Einnig hafa þeir samið lög um rétt- mæti dauðarefsingar, sjónvarpspresta, tilraunir á dýrum, umhverfisvernd og málefni ættbálka og frumbyggja víða um heim. Nýjasta myndband þeirra fjallar um kjarn- orkutilraunir Frakka í sunnanverðu Kyrrahafi. Hver eru skilaboð þeirra til Chirac? „Við komum í rauninni bara á framfæri skoðunum Tahiti- búa. Rappararnir í laginu eru leið- togar sjálfstæðishreyfingar á Ta- hiti. Þeir segja: „skammist ykkar Frakkar“.“ Eru stjórnmál stór þáttur í tón- list ykkar? „Stjórnmál er ekki rétta orðið. Við endurspeglum skoðanir fólksins. Við höfum aðstöðu til að tjá okkur um menn og málefni." Takmarkar það áheyrendahópinn þegar þið tjáið skoðanir ykkar á umdeildum málum? „Við hugsum ekki þannig og er sama um það. Við segjum bara það sem við viljum og ef fólk samþykkir það ekki get- ur það bara átt sig.“ Hver er staða danstónlistar í Svíþjóð? „Vinsældir danstónlistar fara sífellt vaxandi þar. Svíar voru eftir á í þróuninni, en vinsældirnar aukast hratt. Danstónlist er enn ung og töluvert „neðan- jarðar" enn þá.“ Hvernig hafa viðbrögð íslenskra áheyrenda ver- ið? „Um leið og við kom- um til landsins, í bílnum á leiðinni frá Keflavík, heyrðum við mun betri tónlist í útvarpinu en spiluð er í sænsku útvarpi. íslendingar virðast því vera töluvert framarlega í dans- menningunni. Það sýndi sig á tón- leikunum á miðvikudaginn. Við fengum mjög góð viðbrögð.“ Að lokum vildu meðlimir LPC lýsa yfir aðdáun sinni á íslandi og sögðust hafa fengið góðar móttökur í alla staði. Síðastliðið miðvikudagskvöld lék hljómsveitin á busaballi MH í Tunglinu. Hér sjáum við myndir frá því. Við endur- speglum skoðanir al- mennings RAGNHILDUR Guðrúnardóttir, Hildur Gunnlaugsdóttir, Gunn- ar Þorvaldsson og Hanna Ruth Ólafsdóttir. Fegursta strönd Karíbahafsins Cancun frá kr. Heimsferðir kynna nú beint leiguflug í vetur til Cancun , fegurstu strandar Karíbahafsins og vinsælasta áfangastaðar í Mexíkó. í Cancun nýtur þú aðbúnaðar á heimsmælikvarða eins og hundruðir Heimsferðafarþega hafa kynnst á síðustu árum. Glæsilegir gististaðir og fararstjóri Heimsferða tryggir þér örugga þjónustu í fríinu ásamt því að bjóða spennandi kynnisferðir. Bókaðu strax til að tryggja þér sæti. * Islensk fararstjórn Beint leiguflug 25. des. - jólaferð 8./22. janúar 5./19. febrúar 4./18. mars 1./15. apríl Spennandi kynnisferðir • Chichen ltza - pýramidarnir • Tulum • Isla Mujeres eyjan • Kúba Verð kr. 75.031 Verð kr. 79.950 m.v. hjón með bam á Posada Laguna, 8. janúar. m.v. 2 í herbergi, Posada Laguna, 8. janúar. Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, skattar, ísl. fararstjóm. Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, skattar, ísl. fararstjórn. HEIMSFERÐIR 4600. Austurstræti 17,2. hæð. Sími

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.