Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 B 5 Eistlandi, eru alvarlegt um- hverfisvandamál. Það kostar gífurlega fjármuni að hreinsa upp geislavirkan úrgang í stöðinni, en þar hafa Finnar komið frændum sínum til að- stoðar. Arfleifð sovéttímans í byggingarstíl og skipulags- málum er umhverfisvandamál út af fyrir sig. Víða má sjá gríðarstórar verksmiðjur, sem nú ein margar hveijar úreitar og grotna niður. Endalaus úthverfi með íbúðablokkum í sovézkum stíl, flatneskjuleg- um torgum og holóttum göt- um eru eitur í beinum inn- fæddra íbúa Eystrasaltsland- anna og þeir vita varla hvað þeir eiga að gera við þau; fólk þarf jú húsnæði, en engan langar til að halda því við. ' Perlur í steinsteypuflæminu Öðru máli gegnir um hinar fornu miðborgir í Tallinn, Riga, Vilnius og Kaunas. Þar liggja mikil menningarverð- mæti undir skemmdum eftir hálfrar aldar vanrækslu, en út um allt má sjá iðnaðar- menn, sem eru að reyna að gera þar einhveija bragarbót. Þrátt fyrir að ástandið sé einna verst í gamla bænum í Vilnius fær nú hver barokk- kirkjan á fætur annarri and- litslyftingu. I Riga sýna borg- arbúar stoltir stærsta safn húsa í Jugendstíl, sem fyrir: finnst í evrópskri stórborg. í Tallinn ilmar þinghúsið, Riig- ikogu, af málningu og hefíl- spónum. Gömlu miðborgirnar eru eins og perlur í gráma hins sovézka stein- steypuflæmis og gætu einna helzt dregið ferðamenn að Eystrasaltsríkjunum, en ferðaþjónusta hefur þar lítt náð sér á strik. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Að sögn Evald Ojaveer, yfir- manns rannsókna hjá eist- nesku hafrannsóknastofrtun- inni, hefur lífríkið við strendur landsins tekið við sér á ný vegna þess að við hrun hins sovézka þungaiðnaðar minnk- aði frárennslismengun veru- lega. Og það sem meira er; strendur Eystrasaltsríkjanna eru ekki lengur sumarleyfis- staður tuga þúsunda sveittra rússneskra verkamanna og fjölskyldna þeirra. „Bakteríu- mengun hefur minnkað veru- lega eftir að við hættum að heyra rússnesku hér á strönd- inni,“ segir Ojaveer. Stuðningur Vesturlanda afgerandi Þegar ferðazt er um Eystrasaltsríkin -og rætt við fólk á götunni, jafnt sem stjórnmála- og fjármálamenn, er auðheyrt að þjóðunum þremur fínnst þær ekki lengur njóta þess stuðnings vest- rænna stjórnvalda, fjölmiðla og almenningsálits sem þær gerðu í sjálfstæðisbaráttu sinni. Margir óttast að Vestur- lönd gleymi þeim hreinlega og láti sér fátt um finnast, þótt rússneski björninn fari að sýna tennurnar á ný. „Vest- rænir blaðamenn eru orðnir of sjaldgæf sjón hér. Við erum víst ekki spennandi lengur,“ sagði litháískur þingmaður við mig. Það fer varla á milli mála að án stuðnings Vesturlanda. halda Eystrasaltsríkin ekki sjálfstæði sínu. Efnahagsað- stoð og fjárfestingar skipta auðvitað miklu máli, en stuðn- ingur við aðild ríkjanna að Evrópusambandinu og NATO er þó enn mikilvægari. Hætt- an er sú að urrið í Rússum verði til þess að Vesturlönd horfi í hina áttina og stuðli að því með aðgerðaleysi að „nýjar markalínur" verði dregnar í Evrópu. Endurbygg- ingunni verður hins vegar ekki lokið fyrr en löndin þrjú verða orðin fullgildir meðlimir í sam- tökum vestrænna lýðræðis- ríkja. * níunda áratugnum að mati Arna Bresk bylgja Gróskan í bresku rokki hefur ekki verið eins mikil síðan snemma á Matthíassonar, sem hér segir frá bresku rokksveitinni Blur og ÞAÐ MÁ heita furðulegt hve bresk popp- og rokktónlist hefur verið áberandi í heimin- um; allt frá því á sjötta ára- tugnum hafa breskir tónlistarmenn ráðið ferðinni að mestu í rokksög- unni og flestar helstu hljómsveitir heims verið frá Bretlandseyjum. Frumstraumarnir hafa komið frá Bandaríkjunum, jass, blús, vagg og velta, Seattlerokk og house-tónlist, en bresk ungmenni hafa tekið við straumunum og endurgert með góð- um árangri, eins og til að mynda þegar breskar rokksveitir lögðu Bandaríkin að fótum sér á sjöunda áratugnum, síðan önnur bylgja á þeim áttunda og loks ein til þegar pönkið náði sem hæst í byijun níunda áratugarins. Helsta skýringin er að á Bretlandseyjum hafa tónlistar- mennirnir sjálfir ráðið ferðinni að mestu og endurnýjun verið ör, en vestan hafs hafa peningamenn ráðið mestu og hæg hreyfing verið í gegn- um rokkheiminn. Þessi heimsmynd rokksins hefur þó verið að breytast á undanförnum árum, meðal annars vegna efnahagsniðursveiflu í Bret- landi, sem nú er að baki, og þess að tónlistarmarkaður vestan hafs hefur opnast meira með tilheyrandi uppgangi smáfyrirtækja og jaðartón- listar eins og pönksins, sem Banda- ríkjamenn eru að uppgötva öðru sinni. Breskum hljómsveitum hefur því gengið illa að hasla sér völ! utan heimalandsins, þar til fyrir skemmstu að hljómsveitirnar Blur og Oasis hrintu af stað nýrri breskri bylgju. Blur gegn Oasis Um fátt hefur verið meira rætt og ritað undanfarnar vikur í bresku popppressunni en baráttu bresku rokksveitanna Blur og Oasis, sem gáfu út smáskífu sama daginn fyrir skemmstu. Baráttu Blur og Oasis hefur verið líkt við baráttu Bítlanna og Rollinganna, baráttu snyrtilegra listamanna við úfnar fyllibyttur. Hliðstæður má finna margar í þeim slag; Blurliðar eru snyrtilegir og fág- aðir í tali og tónlistin afskaplega bresk, en Oasisliðar eru sífellt að slást og drekka, gefa heimskulegar yfirlýsingar og spila hrátt rokk að mestu. Aftur á móti má segja að barátta Bítlanna og Rollinganna hafi verið glíma sveitar og borgar; átök norðanmannanna frá Liverpool við sunnlendinganna frá Lundúnum. I átökum Blur og Oasis er þessu þver- öfugt farið, því Blurliðar eru Lund- únabúar og Oasis kemur frá Manc- hester í norðurhluta Englands. Báðar þessar sveitir sækja reyndar sitthvað til Bítlanna, eins og heyra má á nýútkominni skífu Blur og á væntanlegri plötu Oasis, sem er öllu rólegri en frumraun þeirrar sveitar, en Blur er þó frekar í ætt við þá gömlu Kinks, og Damon Albarn, söngspíra Blur, hefur ekki farið leynt með dálæti sitt á Ray Davies. Damon Albarn er leiðtogi Blur og stofnaði sveitina með gítarleikaran- um Graham Coxon. Þeir Coxon ólust upp í smáborginni Colchester, en þegar Albarn fannst hann hafa aldur til fluttist hann til Lundúna að freista gæfunnar. Þar gekk honum hvorki rié rak, þótt hann hafi lagt á sig mikla vinnu til að komast á samning Oasis og gengið á miili útgáfufyrirtækja með lagasafn sitt, sem þá var all- nokkuð að vöxtum. Á endanum sneri hann aftur til Colchester að halda tónleika og endurnýjaði vinskapinn við Coxon, sem kynnti hann fyrir trymblinum Dave Rowntree. Úr þeim kynnum varð tríó og leit hófst að bassaleikara. Sú bar árangur með Alex James og kvartettinn Seymour varð til. Þetta var 1989. í upphafi árs gekk Seymour á mála hjá útgáfunni Food, sem setti sem skilyrði fyrir samningnum að sveitin skipti um nafn og Blur varð tih Næstu mánuðir fóru í viðtöl, tón- leika og svall, því hljómsveitarmenn vissu ekkert betra að gera við ný- fengið fé en drekka það út. Það kom vissu óorði á Blurliða, sem tók nokk- ur ár að losna við. Með bestu nýsveitum Þegar hér var komið sögu var sveitin talin með bestu nýsveitum Bretlands, en fyrsta breiðskífan, Leisure, sem gerð var undir stjórn Grahams Coxons, var ekki til þess fallin að auka hróður hennar; hrá gítarplata með tilheyrandi hama- gangi. Þrátt fyrir það gekk sveitinni allt í haginn í tónleikahaldi og 1991 eyddu Blurliðar lunganum úr árinu í tónleikaferð um Bandaríkin. Þeir gáfu sér þó tíma til að taka upp nýja breiðskífu og öllu betri en þá fyrstu, en sú, sem fékk heitið Pop Scene, fékk dræmar viðtökur gagn- rýnenda, sem flestir létu svo um mælt að nú væri þetta búið hjá Blur og mál að leita upp nýjar sveitir og ferskari. Í kjölfarið yfirgaf umboðs- maður sveitarinnar hana í skuldafeni og um tíma rambaði Blur á barmi gjaldþrots og örvæntingar. Með stífu tónleikahaldi vestan hafs tókst sveitamönnum þó að halda lífi í Blur, en á meðan sveitin var að beijast í bönkum kom Suede, sá og sigraði. Sérbresk rokksveit Umboðsmaður sveitarinnar greip inní á réttum tíma, fékk drengina ofan af drykkjunni og píndi þá til að fá utanaðkomandi mann til að stýra upptökum á næstu breiðskífu, Andy Partridge úr XTC. Damon Al- barn hefur látið þau orð falla að fyr- ir Partridge hafí það eitt vakað að láta sveitina hljóma eins og XTC og niðurstaðan hafi verið ömurleg. Plat- an, Modern Life is Rubbish, var svo á skjön við það sem Blurliðar sjálfir vildu að þeir neituðu að gefa hana út, og munaði minnstu að útgáfu- samningi þeirra við EMI yrði sagt upp fyrir vikið. Á endanum lét útgáf- an undan og gaf náðarsamlegast leyfi sitt fyrir því að Blur hljóðritaði plötuna aftur með upptökustjóra að eigin vali. Snemma árs 1993 kom Modern Life is Rubbish loks út og fékk góð- ar viðtökur gagnrýnenda, sem höfðu orð á því að hljómsveitin hefði breyst verulega í yrkisefni og hljóm; væri orðin sérbresk. Platan seldist og þokkalega, fór í fimmtánda sæti breska breiðskífulistans. Næsta plata á eftir, Parklife, tryggði svo sess Blur sem vinsælustu hljómsveit Bret- lands, fór á toppinn þegar hún kom út á síðasta ári og hefur reyndar verið að sveima um listann, yfirleitt ofan við fimmtánda sæti, frá því hún kom út, í á annað ár og salan á henni er þegar orðin betri en á nokk- urri Smiths-plötu svo dæmi sé tekið. Metsala í kjölfarið hefur Blur lagt á sig gríðarlega vinnu til að treysta bönd- in milli sín og breskra áheyrenda, á milli þess sém drög voru lögð að næstu breiðskífu. Fyrstu merki um þá skífu og í raun mælikvarði á stöðu sveitarinnar í Bretlandi var útgáfa á fyrstu smáskífunni af plötunni, Co- untry House, sem gefin var út með miklu húllumhæi sama dag og smá- skífa Oasis af væntanlegri plötu. Sú „tilviljun" hrinti af stað meiri eftir- væntingu og spennu en nokkur smá- skífuútgáfa síðustu ár eða áratugi og breska popppressan gerði mikið úr stríðinu á milli sveitanna um hvor lenti á toppnum. Markaðssetningin tókst frábærlega; hvor smáskífa selst í yfir 200.000 eintökum, sem er fá- heyrð heildarsala smáskífu og hefur ekki gerst áður að smáskífa hafí selst í svo stóru upplagi fyrstu vik- una. Blur hafði betur í þeim slag, sem margir vilja meina hafí verið skipulagt ævintýri af útgáfum sveit- anna beggja, sem báðar hafa grætt svo um munar, aukinheldur sem gamla Blurplatan Parklife, sem hefur verið á siglingu um breska breið- skífulistann í á annað ár eins og áður er getið, tók kipp uppávið og fór í áttunda sæti. Eftir þennan hamagang biðu bresk ungmenni með öndina í hálsinum eftir breiðskífunni, sem fór vitanlega beint á toppinn í Bretlandi í fyrstu vikunni, seldist tvöfalt meira en næsta skífa á eftir og sannaði að Blur er vinsælasta hljómsveit Bret- lands um þessar mundir. Hratt upp, hratt niður Breski tónlistarheimurinn er sér- kennilegur um margt og þá ekki síst hve erfitt það er fyrir hljómsveitir að halda velli á toppnum, þó leiðin uppávið sé hröð. Sagan af Blur er dæmigerð fyrir þá sögu að mörgu leyti, til að mynda hvernig fór með aðra' breiðskífu sveitarinnar, sem gagnrýnendur afskrifuðu og blöðin tóku ekki eftir eftir að hafa verið búin að hampa sveitinni sem næstu stórsveit Bretlands. Samkeppnin er gríðarlega hörð þar í landi, ekki síst í íjölmiðlaheiminum þar sem menn eru sífellt að finna upp nýjar stór- stjörnur og daginn eftir er leit hafin að annarri. Dæmi um hljómsveitir sem blásnar hafa verið upp í fjölmiðl- um, jafnvel áður en þær gefa nokkuð út, og gleymast síðan um leið og fyrsta breiðskífan kemur eru legíó og dæmi um það er hljómsveitin Suede sem var hljómsveit ársins 1993, fram á mitt ár, og eftir það öllum gleymd. Fatist Blur flugið bíða fjölmargar sveitir eftir því að skjótast upp fýrir hana, þar á meðal Oasis, ársgömul sveit sem er ekki langt undan Blur í vinsældum, en næsta breiðskífa Oasis er væntanleg á næstu vikum. Supergrass er ungtyrkir breska poppsins; sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu í vor og hefur gengið allt í haginn síðan og síðan er að vænta breiðskífu hljómsveitarinnar Pulp, sem á sér álíka langa sögu og Blur og átti eitt vinsælasta lag sumars- ins. Það er því bjartara framundan í bresku poppi en verið hefur i árarað- ir; fjórar sveitir bítast um hituna og margar bíða átekta. Hvort þeim eigi eftir að ganga eins vel vestan hafs er svo annað mál. hamaganginum í kríngum hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.