Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 15
14 B SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 B 15 'Káttí Skíðakennarar KENNARARNIR stilltu sér upp með Loðmund í baksýn. F.v.: Pétur Valgeirs- son, Theodór Ásgeirsson, Jóhann Oskar Heimisson, Órnólfur Þorvarðarson. Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum var stofnaður fyrir 35 árum. Síðan hefur fjöldi fólks átt þar unaðsstundir til fjalla. Guðni Einarsson blaðamaður o g Ragnar Axelsson ljósmyndari heimsóttu Kerlingarfjöll í sumar og fengu nasasjón af hinni rómuðu Kerlingarfjallastemmningu. KERLINGARFJÖLL á Kili eru á miðju há- lendi Íslands. Þessi sérstæða fjallaþyrping suð- vestan við Hofsjökul dregur nafn sitt af Kerlingu, svört- um steindrangi, sem stendur upp úr ljósri líparítskriðu sunnan í Kerlingartindi. í Kerlingarijöllum' er ótrúlega fjölbreytt landslag á litlu svæði. Tignarleg fjöll, jöklar, hverasvæði, íshellar, hrikaleg gljúfur og hlýleg dalverpi. I þessari stórfenglegu umgjörð hefur Skíðaskólinn í Kerling- arfjöllum starfað í 35 ár. Skíðaskólinn er í Árskarði og rennur Árskarðsá eftir dalbotninum. í skarðinu er þyrping húsa. Þeirra stærst er aðalskáli Skíðaskólans og í næsta nágrenni sex smá- hýsi sem kölluð eru næpur, baðhús, rafstöðvarhús, bú- staðir og skemmur. í hlíðinni gegnt Skíðaskólanum standa nokkrir sumarbústaðir eig- enda Skíðaskólans. Á ár- bakkanum er grasigróið tjaldstæði. Það var blíða og fremur hlýtt þegar okkur bar að garði. Krakkar voru að stökkva á tveimur trampolín- um framan við aðalskálann. Stökkin mynduðu þungan trumbutakt sem blandaðist niði árinnar. Krakkarnir voru óþreytandi og þeyttust upp og niður í fastri hrynjandi. Þau linntu ekki stökkunum fyrr en einn pabbinn rak þau af dýnunni og fór sjálfur að hoppa. Hann virtist jafn frá sér numinn og krakkarnir, eini munurinn á hoppi hans og afkvæmanna var að takt- urinn þyngdist og tónninn dýpkaði. Stofnendurnir enn að Við knúðum dyra í skálan- um og spurðum eftir skóla- stjóranum. Sigurður R. Guð- mundsson skólastjóri var að koma úr heita pottinum. Hann tók á móti okkur sól- brúnn og sællegur á hvítum stuttbuxum. Það var anna- söm helgi að baki og stund milli stríða þar til næsti hóp- ur kæmi. Sigurður stofnaði Skíða- skólann ásamt Valdimar Örnólfssyni og Eiríki Har- aidssyni fyrir 35 árum. Sig- urður og Valdimar skiptast á um skólastjórnina og hafa dvalið meira og minna í Kerl- ingarflöllum undanfarin 35 sumur. Stofnfélagarnir þrír fengu ýmsa sérfræðinga í lið með sér og nú eru eigendur Skíðaskólans átta talsins. Þeir hafa allir unnið meira og minna við starfsemina í Kerlingarflöllum. Það var liðið á dag og hætt að skíða. Fjórir skíða- kennarar voru ókomnir úr fjallinu og Sigurður bað þá að taka nokkur brun fyrir ljósmyndarann. Skíðabrekk- an er neðan við Fannborgar- jökul. Fyrir ofan gnæfa Loð- mundur, Snækollur og Fann- borg. Jökulfönnin bráðnar ekki og þarna er gott færi allt sumarið. Hofsjökull blas- ir við úr brekkunni og í góðu skyggni má sjá langt norður Kjöl. Skíðakennarar í stellingum Skíðakennararnir Pétur Valgeirsson, Theodór^ Ás- geirsson, Jóhann Óskar Heimisson og Örnólfur Þor- varðarson tóku nokkur brun í skíðabrekkunni neðan við Fannborg og Snækoll. Þetta var fyrsta sumar Péturs Valgeirssonar, sem fastráðinn skíðakennari í Kerlingarflöllum, en hann hefur áður kennt í Bláfjöll- um. Pétur er ævintýramaður og hefur víða farið. Hann á að baki ferðalög um AsíUj Afríku og Suður-Ameríku. I fyrravetur var hann í Hi- malayafjöllum, Pakistan og íran. En hvað dró Pétur í Kerlingarfjöll? „Mig langaði að vera um- kringdur dásemdum Is- lands,“ svaraði Pétur. Hvernig gengur kennslan, hvað tekur langan tíma að læra á skíði? „Það voru tvær fjölskyldur hér í dag sem aldrei höfðu stigið á skíði. Fólkið fór í verslun í gær og keypti allan skíðabúnað. Þau voru farin að skíða hér niður brekkuna eftir þriggja tíma kennslu!" Pétur segir skíðakennar- ana gera fleira en að bruna á skíðum og spila á gítar. Þeir fara einnig með nemend- urna í göngu inn í Hveradal. Morgunblaðið/RAX Stígur ekki á skíði JÓHANN Óskar Heimisson kennir á snjó- bretti í Kerlingarfjöllum. Hann hefur ekki stigið á skíði í sjö ár eða frá því hann fékk snjóbrettið. Fram að því æfði hann á skíðum í tvö ár. „Eftir að ég kynntist brettinu finnst mér leiðinlegt á skíðum,“ sagði Jóhann. „Bretta- fólk hefur verið nánast svelt á skíðasvæðum, annars eru menn alltaf að verða liðlegri gagn- vart okkur. Hér í Kerlingarfjöllum hefur þessi íþrótt mætt miklum skilningi." í sumar var haldið mót brettabrunara í Kerlingarfjöllum. Þangað komu tæplega 90 snjóbrettaunnendur, „flóran af landinu" eins og Jóhann orðaði það. Ýtt var upp hólum og hæðum og meðal annars keppt í „free-style“- bruni. „Það fóru allir óbrotnir heim,“ sagði Jóhann, sem sigraði í mótinu.“ Skólastjórinn SIGURÐUR R. Guðmundsson skólastjóri Skíðaskólans að koma af kvöldvöku með gítarinn. Á bakvið má sjá trampolínin sem krakkarnir hömuðust á sem mest þau máttu. Kvöldvaka ISLENSKIR og erlendir gestir tóku vel undir sönginn á kvöldvökunni og klöppuðu með. Auk velþekktra íslenskra rútusöngva voru tekin alþjóðleg númer með auðlærðum texta. Morgunblaðið/RAX í sumarfríi ÞAU Sigrún Ólafsdóttir, Eva Dögg Rúnarsdóttir og Rúnar Sigurpálsson voru búin að aka hringinn í kring- um landið og enduðu sumarleyfið í Kerlingarfjöllum. Enduðu sumarfríið á skíðum Kennararnir- eru klæddir klofstígvélum og vaða með göngufólkið yfir ána. I daln- um er mikill jarðhiti og bræð- ir hann ísinn og myndar ís- hella. „Fólki þykir mjög áKrifamikið að koma þarna,“ sagði Pétur. Byrjuðu í Ferðafélagsskála Sigurður R. Guðmundsson var skólastjóri Heiðarskóla í Borgarfirði en hefur látið af því starfi. Auk skólastjórnar í Kerlingarfjöllum fæst hann nú við fararstjórn í ferðum eldri borgara og hefur stýrt sparidögum Hótels Arkar. En hvers vegna stofnuðu þeir félagarnir Skíðaskólann á þessum stað? „Valdimar fór hingað í ferð með Ferðafélagi íslands og tók með sér skíðin," segir Sigurður. „Hann sá strax möguleikana hér og það var smalað í tvær rútur fyrsta sumarið. Til að bytja með fengum við lánaðan gamla Ferðafélagsskálann hér í Ár- skarði." Búið er að byggja upp góða aðstöðu í Árskarði. Þar er nú gistipláss fyrir 90 manns í aðalskálanum og sex „nípum“ eða smáhýsum. Uppi í fjalli eru skíðalyftur og annar búnaður sem þarf í skíðabrekkurnar. Þeir Skíðaskólamenn reistu vatnsaflsvirkjun sem næst- um annar raforkuþörf skól- ans. Þokkalegur akvegur er í Kerlingarfjöll og vel fær öllum jeppum og jafnvel fólksbílum á góðum degi. Leiðin liggur yfir nokkrar ár sem geta bólgnað í vatn- avöxtum. Þá eru tveir flug- vellir í næsta nágrenni Kerl- ingarfjalla og ekki óalgengt að skíðafólk komi á smáflug- vélum. Fjölbreyttar snjóíþróttir Sigurður segir ólíku sam- an að jafna nú og í byijun. „Þá kenndum við í tveimur hópum. Þetta voru kannski 25-30 manns. Nú eru nem- endurnir fleiri og kennt á svigskíði, gönguskíði og snjó- bretti. I tengslum við þetta hafa líka verið haldin mót, bæði svigskíðamót, göngu- skíðamót og snjóbrettamót." Aukin umsvif hafa kallað á Ijölgun starfsmanna. Við Skíðaskólann starfa nú um 20 manns, skíðakennarar, starfsfólk í eldhúsi og við ræstingu og lyftumenn. Sig- urður segir að börn stofnend- anna og eigenda sem síðar bættust í hópinn hafi sótt í að starfa í Kerlingarfjöllum. Þá hafa starfsmenn unnið sig upp. Jafnvel byrjað að koma til skíðaiðkana og náð leikni á því sviði. Síðan hafa þeir fengið vinnu sem lyftuverðir og unnið sig upp í að vera skíðakennarar. Nemendur á báða bóga „Ef maður kemur í Blá- fjöll eða á önnur skíðasvæði heilsar maður fólki á báða bóga,“ segir Sigurður. „Það sýnir að fólk notar skíða- kunnáttuna sem það öðlast hér. Fólk kemur líka stund- um til að undirbúa sig fyrir skíðaferðir til útlanda. Við þökkum okkur að hluta þann aukna skíðaáhuga sem verð- ur vart á höfuðborgarsvæð- inu og víðar.“ Sigurður segir langflesta nemendur Skíða- skólans vera íslenska. Ekki hefur verið lögð áhersla á að laða hingað útlendinga, en þó slæðast þeir í Kerlingar- fjöll. Þeir útlendingar sem koma eru gáttaðir á kvöld- vökunum og þeirri samkennd sem næst í hópunum. Kana- díska skíðalandsliðið kom hingað í fyrra og æfði í Kerl- SIGRÚN Ólafsdóttir og Rúnar Sigurpálsson voru nýkomin í Kerlingarfjöll ásamt dóttur sinni, Evu Dögg. Þau búa í Mosfellsbæ og fóru lengri leiðina í Kerlingarfjöll, voru búin að aka hringinn í kringum landið. Ekki var brunað beinustu leið eftir hring- veginum heldur lögðu þau á sig marga króka. Fyrir austan fóru þau meðal ann- ars í Loðmundarfjörð og Mjóafjörð, heimsóttu Vopnaskak á Vopnafirði, þræddu Melrakkasléttuna og komu við á Síldarævin- týrinu á Siglufirði. Eva Dögg hélt dagbók á ferðalaginu og skráði það markverðasta sem fyrir augu bar. Hún var búin að sjá hreindýr, uglu, smyril og minkafjölskyldu. Nú nálguðust ferðalok og fjölskyldan ætlaði að eyða síðustu dögunum á skíðum í Kerlingarfjöllum þar sem hún var í boði Skíðaskólans. Sigrún tók „ÞETTA ER svo stórfeng- legt land. Náttúran er fal- leg og óspillt af ferða- mennsku og iðnaði,“ sagði Walter Schoonus, sérkenn- ari og ferðalangur, í Kerl- ingarfjöllum. Hann býr í Breda í Hollandi og var i sinni fyrstu íslandsferð. Hann sá mikinn mun á heimalandi sínu og íslandi. „Hollander einungis einn þriðji af Islandi að stærð. Þar búa 14,5 milljónir manna og margar kýr.“ Gönguhópurinn, sem Schoonus var i, ferðaðist á vegum hollenskrar ferða- skrifstofu sem sérhæfir sig þátt í keppni í sjónvarps- þætti í fyrravetur og var svo heppin að vinna dvöl í Kerlingarfjöllum. Þeim þótti gaman á fyrstu kvöldvökunni og leist vel á staðinn. Það var þó ekki laust við að þau væru farin að kvíða því að annast skemmtiatriði á kvöldvöku síðar í vikunni. Fólksbílar á Kili Rúnar starfaði í vegalög- reglunni þar til fyrir fjór- um árum. Honum þótti mikið til um hvað vegirnir höfðu batnað. En hvernig þótti honum að aka um Kjalveg? „Mér fannst ógurlega skrýtið að fara upp hjá Blöndu, aka upphækkaðan veg og mæta þar fólksbíl- um á 70 km hraða. Það eru komnar þessar fínu brýr og ekkert sull í ám lengur. Einu alvöru fjallavegirnir sem við fórum nú voru í Loðmundarfjörð og Öxi fyrir austan." í ferðum fjarri manna- byggðum og hefur ein- kunnarorðin: Þar sem mal- bikið endar byrjum við. Yfirleitt er farið í dags- göngur og síðan ferðast milli landsvæða í bíl. Hóp- urinn var á kvöldvökunni í Kerlingarfjöllum og það var fyrsta kvöldið sem þau voru innan um Islendinga. Hvernig líkaði þeim kvöldvakan? „Við höfðum mikið gam- an af söngnum. Við erum þegar farin að undirbúa skemmtidagskrána fyrir annaðkvöld, bæði söng og fleira skemmtilegt." ingarfjöllum. Það var mjög ánægt með veru sína hér á landi, að sögn Sigurðar. Kvöldvökurnar vinsælar Kerlingarfjallastemmning- in hefur verið rómuð bæði í bundnu máli og óbundnu. í hverju er hún fólgin? „Söngnum og kvöldvökun- um,“ svarar Sigurður að bragði. „Hér er allt upp í átta manna hljómsveit skipuð starfsfólki. Það er nú ekki skilyrði að skíðakennarar hér kunni á gítar, en það spillir ekki. Stundum er slegið upp balli eftir kvöldvökurnar. Hljómsveitin Skíðabrot hefur leikið hér fyrir dansi í 30 ár. Hana hafa skipað ýmsir tón- listarmenn. Eyjólfur Krist- jánsson var til dæmis alinn upp hér og fleiri þekktir.“ Fyrsta kvöldið sem nýr hópur dvelur í Kerlingarfjöll- um er farið yfir dagskrána og kenndir söngvar. Þá er undirbúningi skemmtiatriða fyrir kvöldvökurnar skipt niður á aðalskálann og níp- urnar sex. Gestirnir bera ábyrgð á því að flytja skemmtiatriðin. „Það er gleði hér í gangi um helgar, en í miðri viku er þetta rólegra,“ segir Sig- urður. Ekki er óalgengt að nær 400 manns sé í Kerling- arfjöllum um helgar, þá eru allt upp í 100 tjöld, húsbílar og tjaldvagnar á tjaldstæð- inu. Þrátt fyrir að gleðin geti orðið mikil er sjaldgæft að vín sjáist á fólki að sögn Sig- urðar. Hann segir að yfirleitt sé það ákaflega ljúft fólk sem kemur í Kerlingarfjöll. Aðstaða fyrir göngufólk Skíðaskólinn var opnaður 27. júní í sumar og var kennt til 27. ágúst. Til stóð að hafa opið nú fram í september fyrir gönguhópa sem vildu leggja leið sína í Kerlingar- fjöll. Við skálann er gott tjaldstæði og í nágrenninu mjög skemmtilegar göngu- leiðir. Ætlunin -er að reyna að laða að fyrirtækjahópa og göngufólk sem vill eiga góða haustdaga til fjalla. Auk gist- ingar er hægt að fá morgun- verð í Skíðaskólanum og eldsneyti á bíla. Kvöldvaka Sigurður skólastjóri bauð okkur til kvöldverðar. Gnótt matfanga á hlaðborðinu gaf til kynna að fólk kemur svangt úr skíðabrekkunum. Eftir kvöldmatinn var tekið af borðum og raðað upp fyr- ir kvöldvökuna. Það er til siðs að bjóða gestum af tjaldstæð- inu á kvöldvökuna og nú gisti þar hollenskur gönguhópur. Sigurður stjómaði söngn- um og spilaði á gítar ásamt Theodór Ásgeirssyni skíða- kennara. Fyrsta lagið var Fyrr var oft í koti kátt og næst kom alþjóðlegt númer, af tillitsemi við hina erlendu gesti. Textinn í fyrsta erindi var tralla-lalla-la og í öðru erindi tjúllí-rallí-rallí-rei. Út- lendingarnir sungu með af hjartans lyst og fögnuðu hveiju lagi með áköfu lófa- taki. Börnin fengu einnig sín lög. Eftir sönginn var farið yfir dagskrá vikunnar og börnun- um kenndar notkunarreglur trampolínunnar. Þá var Hol- lendingunum falið að und- irbúa skemmtiatriði fyrir næsta kvöld. Loks var boðið upp á heitt kakó og meðlæti. Það var fafið að skyggja og orðið tímabært að taka á sig náðir. Fyrir utan buldi léttur taktur trampolínunnar. Krakkarnir voru enn að stökkva, en pabbinn var far- inn í háttinn. Göngugarpur WALTER Schoonus, sérkennari frá Hollandi, var í sinni fyrstu Islandsferð. Honum þótti gaman að söngn- um á kvöldvökunni í Kerlingarfjöllum. Stórfenglegt land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.