Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 16
fttffrattiiWfofcife ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVIN N %MAUGL ÝSINGA R Þróunarsamvinnu- stofnun íslands óskar að ráða útgerðarstjóra fyrir hafrann- sóknaverkefni í Mozambique. Miðað er við að ráðningartími sé tvö ár. Umsækjendur skulu hafa menntun í skip- stjórn og reynslu af útgerðarmálum. Sömu- leiðis skulu þeir hafa reynslu af störfum í þróunarlöndum og undirstöðuþekkingu í portúgölsku. Menntun og reynsla í rekstri og bókahaldi er æskileg. Umsóknum skal skilað á skrifstofu stofnunar- innar, Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík, sími 560 9980, fyrir 19. október nk. SEAFLOWER WHITEFISH CORPORATION LIMITED Seaflower Whitefish Corporation Ltd. er alhliða sjávarútvegsfyrirtæki í Luderitz í Namibíu. Fyrirtækið hóf starfsemi á árinu 1993 og er í eigu Namibíska ríkisins og íslenskra sjávarafurða hf. Seaflower á og rekur 4 togara og stórt frystihús. Framleiðslustjóri FACTORY MANAGER Óskum eftir að ráða framleiðslustjóra til starfa. Starfssvið: 1. Öll almenn framleiðslustjórn í frystihúsi fyrirtækisins í Luderitz. 2. Umsjón með sölu og markaðsmálum. 3. Yfirumsjón með rekstri frystigeymslu, útflutningi og afskipunum. 4. Framleiðslustjórn á vinnsluskipum fyrirtækisins. Hæfniskröfur: 1. Menntun og mikil reynsla í framleiðslu- stjórn í matvælaiðnaði. 2. Reynsla í markaðssetningu og sölumennsku er æskileg. 3. Góð enskukunnátta (talmál og ritmál) er nauðsynleg. 4. Þekking og reynsla af notkun tölva í framleiðsluiðnaði er nauðsynleg. Annað: Við leitum að manni, sem hefur góða samstarfshæfileika, getur unnið sjálfstætt og sýnir frumkvæði í starfi. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Allar frekari upplýsingar veita Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri og Gísli J. Gústafsson, framleiðslustjóri í símum 00 264 6331 2031 skrifstofa og 2518 í frystihúsi. Heimasímar: Magnús 3070 - Gísli 2978. Umsóknir sendist til íslenskra sjávarafurða hf., Kirkjusandi, 105 Reykjavík, merktar: „SEAFLOWER". Bifvélavirki Sérhæft bflastillingaverkstæði í borginni óskar að ráða bifvélavirkja til starfa sem allra fyrst. Starfið felst í vélastillingum ásamt viðgerðum. Algjört skilyrði að viðkomandi hafi mjög góða þekkingu á bflarafmagni og reynslu í að nota tölvustýrð vélastillingartæki. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast hafi samband við skrifstofu okkar og fái eyðu- blað sem allra fyrst. (tUÐNT TÓNSSON RÁDGIÖF & RÁDNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Ritari frákl. 12.30-16.00 Fyrirtæki, miðsvæðis í borginni, óskar að ráða reyklausan ritara til starfa. Vinnutími frá kl. 12.30 til 16.00. Skilyrði að viðkomandi hafi góða reynslu af almennum skrifstofustörfum og þekkingu á Macintosh tölvu. Lipurð í mannlegum sam- skiptum og eigið frumkvæði er nauðsynlegt. Góð laun eru í boði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til föstudagsins 29. september. ÖUÐNT ÍÓNSSON RÁDGIÖF & RÁÐNINGARMÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 Viðskiptafræðingar - endurskoðun Löggiltir endurskoðendur hf. óska að ráða þrjá starfsmenn til endurskoðunarstarfa. Við leitum að viðskiptafræðingum af endur- skoðunarsviði, sem eru tilbúnir að fakast á við krefjandi og ábyrgðarmikil störf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, þar sem skipulögð starfsþjálfun hefst um miðjan október. Löggiltir endurskoðendur hf. eru eitt af stærstu endurskoðunarfyrirtækjum landsins með um 30 starfsmenn og er fyrirtækið full- trúi hér á landi fyrir Arthur Andersen & Co, SC., stærsta endurskoðunar- og ráðgjafar- fyrirtæki heims. Við veitum fyrirtækjum og einstaklingum í nær öllum atvinnugreinum þjónustu á sviði endurskoðunar, reiknings- halds, skattskila og margvíslegrar rekstrar- ráðgjafar. Umsóknir sendist skrifstofu okkar, merktar: „Atvinnuumsókn", fyrir lok mánaðarins og verður þeim öllum svarað í fyrstu viku októ- ber. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Löggiltir endurskoðendur hf., fulltrúar Arthur Andersen & Co. S.C., Suðurlandsbraut 32, pósthólf 8191, 128 Reykjavík. Akureyrarbær Forstöðumaður atvinnuskrifstofu Atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar óskar að ráða starfsmann til að vinna að atvinnuþróun þæjarins. Forstöðumaður annast m.a. daglegan rekst- ur skrifstofunnar í umboði atvinnumála- nefndar, samkvæmt nánari starfslýsingu. Sóst er eftir dugmiklum, framsýnum aðila, sem getur unnið sjálfstætt. Um er að ræða brautryðjendastarf sem krefst stöðugrar ár- vekni og frumkvæðis. Góð menntun, reynsla og þekking á íslensku atvinnulífi nauðsynleg. Upplýsingar um starfið gefa Guðmundur Stefánsson, formáður atvinnumálanefndar, í síma 462 4507 eða 462 6255, og starfs- mannastjóri í síma 462 1000. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Ráðningartími er til 15. júní 1998. Möguleiki á framhaldsráðningu. Umsóknarfrestur er til 5. október nk. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, sími 462 1000. Bæjarstjórinn á Akureyri. Hvar ertu? Þú ert hugmyndaríkur og faglegur sölumaður sem leitar að sjálfstæðu og áhugaverðu framtíðarstarfi. Þú hefur ánægju af mannleg- um samskiptum og nýtur þess að veita góða þjónustu. Þekkt innflutnings- og framleiðsiufyrirtæki í Reykjavík býður þér starf í söludeild sinni ásamt fleirum sölumönnum, sem aðstoða við val og veita ráðgjöf við kaup á innrétting- um, byggingavörum o.fl. Starfið gefur þér möguleika á að sinna lif- andi og skemmtilegu sölustarfi, sem krefst metnaðar, góðrar menntunar, t.d. á sviði hönnunar (innanhúss), útstillingarhönnunar eða reynslu úr sambærilegu umhverfi. Reynsla af sölustarfi er einnig mikilvæg. Tölvu- og tungumálakunnátta (enska, danska) og þekking á teikniforriti er nauðsyn- leg. Þú sækir um starfið hjá Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. og nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Umsóknarfrestur ertil og með 29. sept. nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.