Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 B 25 Anand vel undirbúinn SKAK World Tradc Ccntcr, Ncw York HEIMSMEISTARAEIN- VÍGI ATVINNUMANNA 11. sept.-13. október 1995. ANAND gefur enn engan högg- stað á sér í heimsmeistaraeinvíginu í New York. Hann mætti afar vel undirbúinn til leiks og varðist skosk- um leik Kasparov af mikilli hug- kvæmni. Eftir æsispennandi og tví- sýna byrjun var niðurstaðan því mið- ur sú að eftir 20 leiki átti hvorugur keppenda möguleika á öðru en að þráleika. Kasparov og Anand eru því báðir ennþá taplausir, en sama verður ekki sagt um skáklistina. Fjölmargir sjón- varpsáhorfendur eru nú að sjá skák í fyrsta sinn á íþróttastöðvunum Eurosport og ESPN í Bandaríkjun- um. Hvað eiga þeir að halda? Hvítt: Kasparov Svart: Anand Skoski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. d4 - exd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rxc6 - bxc6 6. e5 - De7 7. De2 - Rd5 8. c4 - Ba6 9. b3 - g5!? Nýr og djarfur leikur í stöðunni. Hér hefur venjulega verið leikið 9. - g6. í skák Kasparovs og ívantsjúks í fyrra varð framhaldið 10. Ba3 - Dg5. Kasparov nýtir sér það nú að svarta drottningin á ekki g5 reitinn og fómar skiptamun fyrir heilmiklar bætur. 10. Ba3 - d6 11. exd6 - Dxe2+ 12. Bxe2 - Bg7 13. cxd5 - Bxe2 14. Kxe2 - Bxal 15. Hcl Peðastaðan er mjög athyglisverð. Hér bjuggust flestir áhorfenda við því að nú yrði látið sverfa til stáls. 15. - 0-0-0 16. Hxc6 - Hhe8+ 17. Kd3 - Hd7 18. Rc3 - Bxc3 19. Kxc3 - He5 20. Kc4 - He4+ Ef svartur vill tefla til vinnings ætti hann að leika 20. - He2, en eftir 21. Bc5 - Hxa2 22. b4! má hvítur vel við una. Svartur nær ekki að láta hrókana vinna saman. 21. Kd3 - He5 22. Kc4 - He4+ og samið jafntefli því teflendur þrá- leika. Skellur hjá TR í París Taflfélag Reykjavíkur tapaði 1-5 fyrir sterku liði Empor Berlín í und- anrásum Evrópukeppni Taflfélaga í París í gær. Vladímir Kramnik, einn stigahæsti skákmaður heims kom frá New York, þar sem hann aðstoðar Kasparov, til að tefla í keppninni við TR. Annar 2.700 stiga skákmaður, Aleksei Shirov, tefldi á öðru borði. Einstök úrslit urðu: Kramnik-Jóhann Hj. 1-0 Shirov-Hannes Hlífar 1-0 Lobron-Karl Þorsteins 'A-'/t Luther-Helgi Áss 'A—'A Muse-Þröstur Þórh.1-0 Volke-Benedikt Jón. 1-0 í gær, laugardag, átti TR að keppa við portúgalskt félag í baráttu um 5.-8. sætið í riðlinum. Titilhafar á faraldsfæti Eftirfarandi félagaskipti titilhafa hafa verið tilkynnt: Jóhann Hjartar- son, stórmeistari, gengur úr TR yfir í Taflfélag Garðabæjar, Hannes Hlíf- ar Stefánsson, stórmeistari, fer úr TR í Taflfélagið Helli og Þröstur Þórhallsson gengur úr Helli í TR. Stigahæsti skákmaðurinn sem eftir er í Taflfélagi Reykjavíkur er nú Jón L. Árnason. Svo virðist sem Taflfélag Garða- bæjar verði með öflugasta liðið á pappírnum í fyrri hluta deildakeppn- innar, 6.-8. október næstkomandi. Margeir Pétursson Morgunblaðið/Halldór EIGENDUR hinnar nýju verslunar, fv. Guðmundur Óskarsson, Gauja Sverris, Óskar Guðmundsson og Svava Gísladóttir. Bolungarvík Ljósmyndir í Ráðhúsi SÝNING á ljósmyndum fréttarit- ara Morgunblaðsins verður opnuð í Ráðhúsi Bolungarvíkur í dag. Sýningin verður opin milli kl. 16 og 18 í dag og síðan á skrifstofu- tíma, út vikuna. Heiti sýningarinnar er Til sjós og lands. Á henni eru 30 verð- launamyndir úr ljósmyndasam- keppni sem Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, efndi til meðal fréttaritara. Sýningin hefur verið sett upp víðsvegar um landið á undanförnum mánuðum. Á sýningunni í Ráðhússalnum eru meðal annars myndir frá fréttariturum Morgunblaðsins á Vestfjörðum. Mynd Gunnars Hallssonar í Bolungarvík af löndun ísbjarnarins sem sjómenn bönuðu úti af Vestfjörðum vann til verð- Iauna í flokki fréttamynda. Úlfar Ágústsson á Isafirði vann til verð- launa með myndröð af „Bormönn- um íslands" í Breiðadalsgöngum og fékk auk þess viðurkenningu fyrir spaugilega mynd frá ganga- gerðinni. i —~ w/r W :! Gleraugnahús Óskars opnar ÓSKAR Guðmundsson sjóntækja- fræðingur hefur opnað verslun og verkstæði á Laugavegi 8, Reykja- vík, sem nefnist Gleraugnahús Ósk- ars; Á boðstólum eru gleraugnaum- gjörðir frá mörgum heimsþekktum hönnuðum og framleiðendum, svo sem Jean Paul Gaultier, Dolce & Gabbana, Saki, Iceberg, Benetton, RED, Filtenborg, Yohja Yamamoto og fleirum. Er þetta eina verslunin hérlendis sem hefur fengið i sölu 1996-línuna frá Gaultier. Einnig eru á boðstólum allar venjulegar vörur tengdar gleraugum. Óskar Guðmundsson lærði sjón- tækjafræði í Stuttgart í Þýska- landi. Árið 1992 varð hann 5. í gler- augnasamkeppni á vegum Alain Mikli, enþátttakendur voru 350. Eftir að Oskar flutti heirn hefur hann unnið að hönnun gleraugna og haldið sýningar. Hann mun bjóða viðskiptavinum sínum þá þjónustu að sérhanna fyrir þá gler- augu. Verslunin er opin kl. 10-18 virka daga. RAÐSTEFNA UM ÖRYGGISMÁL SJÓMANNA föstudaginn 29. september Sjómenn, útgerðarmenn og áhugamenn um öryggismál sjómanna! Ráðstefna um öryggismál sjómanna verður haldin í Borgartúni 6 föstudaginn 29. september nk. kl. 09.00 RÁÐSTEFNUSTJÓRI: Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands. FUNDARRITARI: Harald Holsvik, loftskeylamaður, Pósts og stma. DAGSKRÁ: 0830-0900 SKRÁNING ÞÁTTTAKENDA. 0900 SETNING RÁÐSTEFNU: Ragnhildur Hjaltadóttir skrifstofustjóri samgönguráðuneytinu. 0905 ÁVARP SAMGÖNGURÁÐHERRA Halldórs Blöndal. 0915 ÖRYGGI 5MÁBÁTA a) Réttindamál: Friðrik Ásmundsson, skólastjóri Stýrimannaskölans í Vestmannaeyjum b) Þekking sjómanna, reynsla og vélfræðsla: Sigfús Tómasson, sjómaður. c) Slys um borð í smábátum: Erlendur Hákonarson, nemandi í stýimannaskólanum í Reykjavík. d) Hönnun báta stöðugleiki hleðsla: Gunnar Tryggvason, skipaverkfræðingur. 1005 Kaffi 1025 e) Vélbúnaður skipa, öryggi sjómanna: Haukur Óskarsson, kennari, Vélskóla Islands. Umræður ll35 ÖRYGGISFRÆÐSLA a) Nýliðafræðsla Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna. Karel Karelsson, skipstjóri. 1215 - 1315 Matarhlé 1315 b) Öryggismál frá sjónarhóli sjómanns: Lúðvík Friðbergsson, sjómaður, nemandi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. c) Vaktstaða um borð f skipum: Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólameistari í Stýrimannakólans í Reykjavík. Umræður 1430 Rannsókn sjóslysa a) Rannsókn sjóslysa: Hvernig er rannsókn sjóslysa framkvæmd í dag? Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri, samgönguráðuneyti. b) Forvarnir - siysaskráning: Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir, Borgarspítalanum. c) Upplýsingarkerfi um veður og sjólag fyrir sjófarendur: Gísli Viggósson, forstöðumaður rannsóknadeildar Vita- og hafnarmálastofnunar. 1530 - 1550 Kaffihlé. d) Hvemig má fækka slysum til sjós? Sigmar Gíslason, skipstjóri, Vestmannaeyjum. Umræður 1800 Slit ráðstefnu Skráning þátttakenda í síma 552-5844, hjá Siglingamálastofnun ríkisins og á ráðstcfnustað í Borgartúni 6 frá kl. 08.30 ráðstefnudag. Þátttökugjald kr. 3.000, ráðstcfnugögn, hádegisverður og kafft innifalið. ÓDÝRAR F R YSTIKJSTUR, KÆLI - OG FRYSTISKÁPAR VESTFROST A FRABÆRU VERÐI VERÐFRÁ' 41.58° Svp- ...blabib - kjarni málsins! Frystikistur í mörgum stœrðum Yfir 25 ára reynsla á íslandi. Niðurfall í botni fyrir afþíðingu Öiyggisrofar v/hitabreytinga og bama Spamaðarstilling - djúpfrystirofi Ljós í loki Danfoss kerfi Dönsk gœðavara - 3ja ára ábyrgð Úrval kœli- og frystiskápa • Orkusparandi - • Tvœr pressur í sambyggðum skápum • Hœgri eða vinstri opnun • Djúpfrystirofi - öryggisrofi • Danfoss kerfi oaöka • FAXAFEN 12 • SÍMI 553 8000 •ÓÝRAR FRVSTIKiSTUR, K Æ L I - O G FRYSTISKÁPAR*. • >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.