Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ UR MYNDINNI Hyldýpið frá 1910 Asta Nielsen var fyrsta norræna leikkonan sem varð alþjóðleg stjama á þögla tímabilinu. Oddný Sen rekur hér feril leikkonunnar í tilefni af aldarafmæli kvikmyndasýninga í heiminum. FYRSTA alþjóðlega kvik- myndastjaman frá Norð'- urlöndum, Asta Nielsen, var allt í senn, dularfull, .fáguð, kynþokkafull og djörf. Á sínum tíma var hróður hennar ekki minni en Chaplins. I ár er haldið upp á aldarafmæli kvikmyndasýninga í heiminum, eins og alkunna er. í tilefni af því hefur áhugahópur sem saman- stendur m.a. af fulltrúum flestra sendiráða á_ íslandi ásamt Kvik- myndasafni íslands skipulagt mik- il hátíðahöld, þar sem sýndur verð- ur fjöldi sígildra mynda frá ýmsum löndum. Hefst hátíðin í Bæjarbíói í Hafnarfirði hinn 21. september nk._ í fyrirrúmi verða þó myndir Astu Nielsen og fyrsta mynd henn- ar, „Afgrunden“ (Hyldýpið) frá 1910 er opnunarmynd hátíðarinn- ar. Die Asta sem leikkonu, stakk Asta sjálf upp á hugmyndinni að Hyldýpinu við eiginmann sinn, Urban Gad, sem var leikstjóri myndarinnar. Asta leikur píanókennarann Mögdu, sem er trúlofuð prestssyni, en svík- ur hann í tryggðum þegar hún verður ástfangin af víðreistum ijölleikamanni sem er leikinn af Poul Reumert. Hyldýpið er afþrey- ingarmynd, sem átti strax feikileg- um vinsældum að fagna, jafnt heima og erlendis, frá því hún var frumsýnd í Kosmorama-kvik- myndahúsinu í Kaupmannahöfn. Ný leiktækni Á fyrsta áratugnum stóðu af- þreyingarkvikmyndir sjaldan leng- ur en í 15-20 mínútur og var því örðugt að útfæra einstakar senur og gæða þær dýpt. Upp úr 1910 hófst framleiðsla lengri kvik- mynda í auknum mæli og er Hyl- dýpið ein slíkra mynda. Með hinni nýju lengd kvikmyndanna gafst ÞÖGLA kvikmyndagyðjan Asta Nielsen, leikurum aukið svigrúm til tján- ingar og Asta notfærði sér það til fulls. Sjálf segir hún í endurminn- ingum sínum, „Den tiende Muse“ (Þögla gyðjan, 1945) að kvik- myndagerð hafi verið sú listgrein sem var hvað mest vanmetin og þess vegna ætlaði hún sér að beina hæfileikum sínum að því sviði til hins ýtrasta. Hún hafði óvenju næman og þroskaðan skilning á kvikmyndaforminu og gerði aldrei þau algengu mistök sviðsleikara að tjá tilfmningar með ýktum til- burðum. Einföld en áhrifarík túlk- un hennar greip samstundis áhorf- endur; í sorginni var andlit hennar eins og meitlað í stein og í stórum augunum birtist heilt hyldýpi til- finninga. Hún varð samstundis stjarna. Þrátt fyrir hróður Astu á Norðurlöndum var Nordisk film kompany, stærsta kvikmyndafé- lag Danmerkur, lengi að taka við sér og forráðamenn þess buðu henni ekki hlutverk fyrr en hálfu ári síðar. Hún lék í tveimur kvik- myndum sem voru framleiddar af Nordisk film, Svarta drauminum og Ballerínunni, en fékk síðan samning við þýskt kvikmyndafyr- irtæki sem tryggði henni leik í átta kvikmyndum á ári fyrir mjög há laun. Auk þess fékk hún tæki- færi til að þróa leikhæfileika sína í dramtískum, tragískum hlutverk- um. En þótt hún væri þekktust fyrir slík hlutverk, fékk hún ijölda tækifæra til að nýta hæfileika sína í ijölbreyttum hlutverkum og lék í mörgum gamanmyndum. Ein þeirra, Litli engillinn, verður sýnd á hátíðinni. Þar leikur Asta ungl- ingsstúlku sem ætlar sér að gæta hagsmuna sinna sem einkaerfingi auðugs frænda síns, en er svo óheppin að verða ástfangin af honum. Þýskaland á tímum expressj ónistanna Þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á veittist Astu erfitt að vinna í Þýskalandi og sneri því aftur til Danmerkur. Þá var hinni stuttu norrænu gullöld, sem hófst í byij- un stríðsins, að mestu lokið og eftir að hafa leikið í einni mynd sem hlaut fremur laka dóma, sneri Asta aftur til Þýskalands strax að stríðinu loknu. Á þeim tíma ríkti mikill uppgangur í kvikmynda- heiminum í Þýskalandi, enda voru þýsku expressjónísku kvikmynd- irnar að ryðja sér til rúms. Árið 1920 lék Ásta í kvikmyndaðri út- gáfu af Hamlet og var útfærslan byggð á vinsælli kenningu nokk- urra amerískra leikhúsfræðinga um að Hamlet hefði í rauninni verið kona í karlmannsgervi. Asta lék Hamlet og fékk mikið lof fyrir Asta Nielsen var fyrsta norræna leikkonan sem varð alþjóðleg stjarna á þögla tímabilinu. Fágað- ar • hreyfingar hennar, kynþokka- fullt útstreymi, tjáningaríkt andlit og öguð tækni hennar gerði hana að goðsögn í lifanda lífi. Frá árinu 1910 til 1932 lék „Die Asta“, eins og hún var kölluð, í einum 76 kvikmyndum, einkum í Þýska- landi. Asta fæddist 11. september 1881 í Kaupmannahöfn og ólst upp á fátæku verkamannaheimili á Norrebro. Allt frá barnæsku hafði hún brennandi áhuga á leikl- ist og hóf nám í konunglega leik- listarskólanum í Kaupmannahöfn. Fyrsta hlutverkið fékk hún í Dagmarsleikhúsinu árið 1902 og var þar fastráðin í þijú ár. Hún lék í nokkur ár með ferðaleikhópi í Noregi og Svíþjóð og fékk síðan samning við Det Ny Teater í Kaup- mannahöfn. Hún var þó ósátt með þau fáu hlutverk sem henni buð- ust, enda hæfðu þau iila aldri hennar og veittu henni lítil sem engin tækifæri til að nýta hæfi- leika sína til fulls. í von um að glæða feril sinn VIÐ tökur á myndinni Litla englinum. ASTA í hlutverki Hamlets frá 1920.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.