Morgunblaðið - 24.09.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.09.1995, Qupperneq 1
A UDITT - NOAHFRA VW - GLÆSILEGURINITIALE - MITSUBISHIGA US - GAZ 69 RÚSSAJEPPIÁRGERÐ1956 Sölumenn bifreiðaumboðanna annast útvegun lánsins á 15 mínútum Giitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 BLAÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg FERÐAKLÚBBURINN 4x4 heldur sína árlegu jeppasýningu I Laugardalshöllinni um helgina. Þar eru hátt í 50 mikið breyttir jeppar sýndir en sýningin verður opinn fram til kl. 22 í kvöld, sunnudag. A bls. C4 er sagt frá breytingum á Ram pallbíl í máli og myndum. Volvo S4 í stað 400 FYRIR rúmu hálfu ári var frum- kynntur í Amsterdam Mitsubishi Carisma,_ bíll mitt á milli Laneer og Galant. A alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt var tvíburi Carisma frá Volvo, S4, frumkynntur en bílarnir eru báðir smíðaðir í NedCar verk- smiðjunum í Hollandi sem Mitsubis- hi og Volvo eiga með hollenska rík- inu. S4 er líka mitt á milli núver- andi 400 línu og 850 en hann er 4 sm lengri en Carisma og meira í hann lagt. Framleiðslu á 400 bílun- um verður hætt nú með tilkomu S4. Volvo S4 er framhjóladrifínn, fjögurra hurða bíll, 4,48 m á lengd. Línurnar eru allar mun mýkri en menn eiga að venjast frá Volvo. S stendur fyrir stallbak en seinna kemur á markað F4 sem er hlað- baksútfærsla og þriðja nýjungin frá Volvo verður C7 sem er blæju- og tveggja dyra sportútfærsla af 850 bílnum. S4 verður líklega kominn á mark- að næsta vor víðast hvar í Evrópu og verður bíllinn á svipuðu verði og Audi A4. Staðalbúnaður í S4 verður m.a. fjórir líknarbelgir, þar af tveir í hliðunum. Hurðir eru styrktar til að þola árekstur á 65 km hraða á klst. Einnig verður ABS-hemlalæsivörn og fjórir hnakkapúðar staðalbúnaður. Inn- byggður barnabílstóll í aftursæti verður aukabúnaður sem og raf- stýrð sjálfskipting og loftræstikerfi. Val um fjöðrun S4 verður boðinn með tveimur, nýjum vélum, þ.e. 1,8 lítra vél sem skilar 115 hestöflum, er 10,5 sek- úndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst og nær 195 km hámarks- hraða. 2,0 lítra vélin skilar 137 hestöflum, er 9,3 sekúndur úr kyrr- stöðu í 100 km hraða á klst og nær 210 km hámarkshraða. Þá getur kaupandi valið um hvort hann tekur undirvagn með þægi- legri og slaglangri fjöðrun eða stíf- ari og sportlegri fjöðrun. Volvo bryddar einnig upp á þeirri nýjung að um leið og kveikt er á ökuljósun- um kviknar á fjórum gulum stöðu- ljósum sem staðsett eru nálægt öll- um fjórum hornum stuðaranna. Auk þess er ný gerð hemlaljósa á S4, svonefnd LED-lugt, sem kvikn- ar mun fyrr á, eða á einni millisek- úndu, en á hefðbundnum hemlaljós- um tekur það 250 millisekúndur að verða ljós frá því stigið er á heml- ana. Þetta þýðir að hemlunarvega- lengd ökumanns sem ekur á eftir S4 á 130 km hraða á klst styttist um 8,7 m þurfi hann að snögg- hemla. ■ VOLVO S4 með mjúkar línur og ríkulegan búnað tekur við af 400-línunnL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.