Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 C 3 Chevrolet Blazer '90 módel, 4ra dyra. MMC Lancer, 4x4, st., árg.1994, ekinn 40 þús km. Verð 1.850 þús. Verð 1.490 þús. MMC Colt, GLXi, árg. 1993, ekinn 52 þús km. Verð 930 þús. Wolkswagen Golf, árg. 1994, ekinn 40 þús km. Verð 950 þús. Bílasala Guðfinns, sími 562-1055. "pnáitt 6C<æn. C detfU (UC. FORNBÍLAR Á ÍSLANDI-9 Gaz 69 rússajeppi úrgerð 1956 UM miðjan sjötta áratuginn urðu straumhvörf í bifreiðainnflutningi til íslands. Bretar höfðu sett löndunar- bann á íslensk fiskiskip vegna land- helgisdeilunnar og því ekki um ann- að að ræða en leita nýrra markaða. Gerður var tímamótasamningur við Sovétríkin sem fengu fisk í skiptum fyrir olíu, bensín, timbur og bifreið- ar. Meðal þeirra var rússajeppinn. Gorkí bílaverksmiðjan í Rúss- landi, Gorkovsky Avtomobilni Zavod (GAZ) var sett á laggirnar árið 1931. Verksmiðjubyggingarnar voru á þeim tíma þær stærstu í Evrópu, samtals 100 hektarar að stærð og starfsmenn yfir 12.000 talsins. Verkfræðingar fyrirtækisins höfðu verið sendir í læri til Ford í Banda- ríkjunum og komu heim með efni í fyrsta bílinn, AA-GAZ vörubíl sem rann af færibandinu i janúar 1932. Jafnt voru framleiddir fólksbílar sem vörubílar ásamt fjórhjóladrifnum A-GAZ, sem byggður var á hinum trausta A-Ford og reyndist hann vel í síðari heimsstytjöldinni. Það var svo á árunum eftir 1950 sem hinn eini sanni rússajeppi fæddist. Bifreiðar og land- búnaðarvélar stofnað Þegar ljóst var að löndunarbann Breta myndi opna viðskiptagátt til Sovétríkjanna var úr vöndu að ráða fyrir bílainnflytjendur á íslandi. Rússar ætluðu að kaupa mikið af fiski og því auðséð að hinir nýju bílar myndu koma hingað í það miklu magni að hægt yrði að selja þá án tilskilinna leyfa, en hingað til hafði þjóðin búið við ströng innflutnings- höft. Niðurstaðan varð sú að stofnað var fyrirtæki í eigu allra bílainnflytj- enda í landinu. Var fyrirtækið nefnt Bifreiðar og landbúnaðarvélar og fyrsti stjórnarformaður kosinn Gunnar Ásgeirsson. Aðsetur þess var á horni Nýlendugötu og Ægis- götu í Reykjavík, þar sem Gísli Jóns- son hafði umboð fyrir Kaiser-bíla, en þeir höfðu verið fluttir inn í vöru- skiptum frá ísrael ásamt Willys CJ3, sem flestir þekkja sem ísraelsjepp- ann með háa húddinu. Fyrsta Pobi- edan kom frá Rússlandi árið 1954, ZIM kom 1955 og loks fyrsti rússaj- eppinn 1956. Allir þessir bílar komu í vönduðum trékössum sem nýttust mörgum vel við smíði sumarhúsa í timburleysi haftaáranna. var hann svo á vegum Landsvirkjun- ar við Sigöldu, þar sem hann steypt- ist ofan í vatnsinntak og eyðilagð- ist. Ekki endaði hann þó lífdaga sína þar, enda enginn bíll nógu slæmur til að reynast Ragnari Geirdal ofviða við endurbyggingu. Á árunum 1992-93 var rússinn gerður upp frá grunni, en blæjurnar voru saumaðar eftir þeim gömlu í Seglagerðinni, en þess má geta að bíllinn var alla sína tíð með blæjum. Undir vélarhlífinni er fjögurra strokka bensínhreyfill, 80 hestafla. Er þessi forni rússa- jeppi glæsilegur minnisvarði þeirra landbúnaðartækja sem einna best reyndust í sveitum landsins og óbyggðum í upphafi jeppaaldar á íslandi. • Örn Sigurðsson. Alla sína tíð með blæjum Sá rússi sem hér'er fjallað um var einn þeirra fyrstu sem kom til landsins. Biðu hans hefð- bundin landbúnaðarstörf í Eyjafirðinum, ekki ólíkt því sem beið fyrstu Willys-jeppanna eft- ir stríð. Rússajepp- inn þótti þó ólíkt betri kostur, enda bæði rúm- betri og mýkri. Ragnar Geirdal eign- aðist vagninn árið 1970 og gerði í stand. Eftir það var rússinn leigður til Orkustofnunar allt að sjö til átta mánuði á ári og var að jafnaði notaður við_ virkjana- rannsóknir á hálendinu. Árið 1978 TILBOÐ ÓSKAST í Jeep Grand Cherokee Laredo 4x4, árgerð '94 (ekinn 15 þús. mílur), Buick Skylark, árgerð ’91, Ford Bronco U-15 XLT 4x4, árgerð '88 og aðrar bifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 26. september kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA V n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.