Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JttttgmiMbifeifr 1995 KNATTSPYRNA Ásgeir tekur við Fram ÁSGEIR Elíasson, landsliðs- þjálfari, hefur gert tveggja ára samning við Fram og tekur samningurinn gildi þegar samn- ingur hans við KSÍ rennur út, þann 11. nóvember. Á fundi með Framherjum á sunnudaginn las Ólafur Helgi Árnason formaður knattspyrnudeildar upp frétta- tilkynningu og þegar hann var hálfnaður með hana og ljóst var að Fram hefði ráðið Ásgeir til sín að nýju var klappað mikið. Greinilegt að Framarar vonast til að Ásgeir nái að rífa Fram upp á nýjan leik. Asgeir þjálfaði Fram um sjö ára skeið, 1985 til 1991, og náði einstaklega glæsilegum árangri með liðið, gerði það þrívegis að íslandsmeisturum og jafn oft að bikarmeisturum. Formaðurinn sagði í ræðu sinni að menn von- uðust eftir því að starf Ásgeirs yrði farsællt nú eins og þá. Hann varaði þó við of mikilli bjart- sýni, sagði þetta allt taka sinn tíma og ekki væri verið að biðja um kraftaverk. „Það voru fleiri lið búin að hafa samband við mig en ég sagðist fyrst ætla að ræða við Fram og tók síðan ákvörðun um að taka við liðinu um helgina," sagði Asgeir. „Ég er ekkert far- inn að hugsa um hvort við mun- um fá okkur nýja leikmenn eða hvernig þetta verður, en mun nota frítímann hjá KSÍ til þess. Það er þó ljóst að við seljum stefnuna uppá við og á toppinn eins og alltaf hefur verið hér á bæ," sagði Ásgeir. Hann sagði yngri flokka félagsins steka og því væri engu að kvíða í framtíð- inni og eins væru margir Fram- arar að leika með öðrum liðum. Magnúsi Jónssyni, þjálfara Fram í sumar, voru þökkuð vel unnin störf og sagði hann að- spurður að hann ætlaði að taka sér frí frá þjálfun næsta sumar. ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER BLAÐ B Renna blint í sjóinn í Rúmeníu „VIÐ rennum blint í sjóinn," sagði Þorbjörn Jensson, landsliösþjálfari, við Morgunblaðið í gærkvöldi, aðspurður um Evrópuleik íslands og Rúmeníu íVilcea i'Rúmeníu á morgun. Þetta verður fyrsti leikurinn í Evrópukeppninni í handknattleik að þessu sinni og mætast liðin aftur f Kaplakrika í Haf narfirði á sunnudag. Rússar og Pól- verjar eru í sama riðli og kom- ast tvö efstu liðin áfram í 16-liða úrslitakeppni á Spáni næsta vor. Islenski landsliðshópurinn kom til Calimanesti, sem er skammt frá Vilcea, eftir fjögurra tíma akstur frá Búkarest á laugardags- kvöld. Undirbttningurinn í keppn- islandinu er því óvenju langur en Þorbjörn sagði það ekki slæmt. „Við höfum ekki verið mikið saman til þessa og þetta eykur samkenndina og baráttuandann. Þetta er að mörgu leyti betra en tveggja daga undir- búningur eins og til stóð, en það er slæmt að hafa ekki haft Geir og Júlíus með allan tímann." Þorbjörn tók við landsliðinu eftir HM í vor og var með hópinn saman í þrjár vikur í júní og júlí. Síðan fór liðið á fjögurra þjóða æfingamót í Austurríki fyrir skömmu, en um annan undirbún- ing hefur ekki verið að ræða fyrir Evrópukeppnina. Steinþór Guðbjartsson skrifarfrá Rúmeníu Morgunbtaðið/Bjarni Eiríksson ÓLAFUR Þórðarson, fyrlrliðl Skagamanna, með íslandsblkarinn sem þelr hafa unnlð fjögur ár í röð, en það hefur engu liðl tekist áður í sögu 1. deildar keppninnar. Yfirburðir Við vorum ákveðnir í að sýna Eyjamönnum hverjir væru bestir og einnig að koma í veg fyr- ir þeirra „fögn" sem hafa skemmt áhorfendum í síðustu umferðunum. Við ætluðum hins vegar að skemmta áhorfendum með góðri knattspyrnu, og það_ tókst í fyrri hálfleik," sagði Logi Ólafsson þjálf- ari Skagamanna, sem jöfnuðu stigamet sitt, 49 stig, frá 1993, og voru fjórtán stigum á undan næsta liði, KR, sem eru mestu yfirburðir í sögu deildarinnar. „Það var erfiðara að leika knett- inum með jörðinni undan vindinum í síðari hálfleik, en ég er sérstak- lega ánægður með fyrri hálfleikinn því hann spilaðist mjög vel, en eftir að við komumst í fimm núll datt botninn úr þessu. Ég vissi að Eyja- menn eru sókndjarfir og vilja gleyma sér þannig að við sendum mikið upp í hornin á bak við vörn- ina og sköpuðum okkur helling af færum. Við ætuðum að sýna að við værum með besta og skemmtileg- asta lið deildarinnar," sagði Logi. „Það er að sjálfsögðu viss sökn- uður að fara héðan eftir eitt ár og ég hef sagt það áður að ég hefði aldrei farið nema til að taka við landsliðinu. Ég er þó ekki alveg farinn og vonandi verð ég hér eitt- hvað fram eftir vetri," sagði Logi og vonast til að komast langt í Evrópukeppninni. „Hér er gott að vera. Aðstaðan hér á Akranesi er mjög góð og allt í kringum liðið er einstakt og það er trúlega hvergi betra að þjálfa en hér. Arið hefur ekki valdið mér von- brigðumj nema bikarleikurinn gegn Fram. Ég á eftir að vinna með mörgum úr liðinu þó það sé að sjálf^ sögðu komið undir þeim hvort þeir komast í landsliðið, en ef þeir standa sig verða þeir valdir," sagði Logi. Míkiivægir leikir Rúmenía lenti í 10. sæti á HM á íslandi og sagðist Þorbjörn gera ráð fyrir að liðið spilaði á sömu nótum og þá. „Möguleikar okkar felast í að spila agað og hanga á boltanum. Við verðum að láta þá puða í vörninni því þá er líklegra að þeir verði óþolinmóðir og sókn- ir þeirra verði styttri ." Almennt er gert ráð fyrir að Rússar séu með besta lið riðilsins og telur Þorbjörn að ísland og Rúmenía berjist um annað sætið. „Þess vegna skipta þessir leikir rosalega miklu máli. Rúmenía og ísland eru svipuð að styrkleika og því eru þetta úrslitaleikir. Það yrði frábært að ná sigri hérna og tveggja til þriggja marka tap yrði ekki slæmt því við eigum mögu- leika á að ná hagstæðari úrslitum heima. Samanlögð úrslit leikjanna reiknast þegar upp verður staðið og því eru þessir tveir leikir gífur- lega mikilvægir," sagði Þorbjörn. Ástþór hættur ÁSTÞÓR Ingason, leikmaður Njarðvikinga í körfuknattleik, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann hefur verið fyr- irliði íslandsmeistaranna und- anfarin ár og einn leikreyndasti maður liðsins. Hann hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða undanfarin ár og ákvað að vera ekki með f vetur. Ljóst er að Njarðvíkingar missa þrjá af sín- um leikreyndustu mönniun, því Valur Ingúnundarson er farinn til Danmerkur og ísak Tómas- son er hættur eins og Ástþór. GOLF / EVRÓPULIÐIÐ TRYGGÐISÉR RYDER-BIKARINN Á ELLEFTU STUNDU / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.