Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 B 3 KNATTSPYRNA Skagamenn áfram í UEFA? íslandsmeistarar Akraness leika seinni leik sinn gegn Raith Rovers á Akranesi í dag SKAGAMENN taka á móti Raith Rovers í UEFA-keppninni á Akranesi í dag og hef st leikurinn kl. 16. Þetta er síðari leikur liðanna ífyrstu umferðinni, Skagamenn töpuðu 1:3 íSkotlandi fyrir hálfum mánuði og þvíverður róðurinn erfiður. Logi Ólafsson, þjálfari Akurnes- inga, segir Skagamenn eiga mgguleika og það komi ekkert ann- að til greina en að komast í aðra umferð. „Ég held að með dulítilli heppni og góðum leik eigum við góða möguleika á að komast áfram. Eg mun ekki láta strákana sækja of stíft og tel reyndar að það væri glapræði að leika stífan sóknarleik. Við munum spila okkar venjulega leik og reyna að sigra þannig. Styrk- ur Raith Rovers er að leikmenn eru mjög vinnusamir og vinna vel hver fyrir annan. Þarna eru engar stjörn- ur heldur liðsheildin sem ræður, þeir hlaupa mikið og spila auk þess ágætis knattspyrnu og þetta er alls ekki auðunnið lið." Um veikleika mótherjanna sagði Logi: „Við verðum að reyna að spila knettinum hratt með jörðinni þannig að pressuvörn þeirra, sem þeir nota um allan völl, virki ekki. Láta þá halda áfram að hlaupa, því þeir bíða ekki eftir að við komum heldur elta um allan völl. Vörn þeirra er frekar flöt og miðverðirnir þungir, þannig að við munum reyna að keyra dálít- ið á þá. Við erum miklu sterkari á jörðinni og.mínir strákar eru bæði fljótari og fara betur með bolta. Við verðum að koma boltanum aftur fyrir bakverðina í stað þess að senda háa bolta á miðverðina," sagði Logi. Ólafur Þórðarson, fyrirliði ÍA, var sammála þjálfaranum og taldi Skagamenn eiga þokkalega mögu- leika á að komast áfram. „Þetta verður erfitt, það er alveg ljóst. Ég held að það sé alveg ljóst að við vei-ðum að pressa stíft alveg frá byrjun og verðum að stoppa háar sendingar þeirra inn í hornin, við áttum í vandræðum með það úti. Við fengum fjölmörg marktækifæri úti - við þurfum að fá þau aftur og nýta þau. Ef það tekst, held ég við eigum góða möguleika á að ná hagstæðum úrslitum," sagði Ólafur. Arnar Gunnlaugsson var líka bjartsýnn: „Ég held við eigum mjög góða möguleika á að komast áfram. Við verðum að halda boltanum niðri eins og við gerðum í fyrri hálfleikn- um gegn Eyjamönnum og megum alls ekki fara á taugum þó við skor- um ekki á fyrstu mínútunum - við höfum níutíu mínútur til að skora," sagði Arnar, en njósnarar frá KORFUKNATTLEIKUR Meistararnir sterkari Njarðvíkingar sigruðu nágranna sína frá Grindavík 95:89 ítvísýn- um og skemmtilegum leik þegar liðin mættust í Meistarakeppn- inni — ágóðaleikjum, sem nú var háð í fyrsta sinn í báðum f lokk- um. Allur ágóðinn af leikjunum, fjögur hundruð þúsund krónur, rann til krabbameinssjúkra barna og tókst prýðilega til með f ram- kvæmdina. skrifar frá Keflavík Leikur nágrannanna var bæði jafn og spennandi. Grindvík- ingar byrjuðu betur, en þá skiptu ¦¦¦i Njarðvíkingar yfir í Björn pressuvörn og náðu Blöndal með því undirtökun- um og höfðu yfir í hálfleik 40:34. í síð- ari hálfeik náðu Grindvíkingar fljót- lega að jafna og komast yfir 45:47, en það stóð stutt því Njarðvíkingar náðu 15 stiga forskoti af bragði. Grindvíkingar gáfust samt ekki upp og með mikilli baráttu tókst þeim að jafna 81:81 þegar stutt yar til leiksloka. En þá tók Teitur Örlygs- son til sinna ráða og tryggði liði sínu sigurinn í leiknum. Teitur og Rondey voru allt í öllu hjá íslandsmeisturunum og þeir settu saman 56 stig eða liðlega helming. Nokkrar breytingar hafa Skoraði f rá miðju, með skoti aftur fýrir sig GUÐJÓN Skúlason, leikmað- ur Kefiavíkurliðsins, vann það afrek í skotkeppni — að skora frá miðju. Guðjón, sem er fræg þriggja stiga skytta, setti niður ævintýralegt skot; sneri baki í körfuna og skaut aftur fyrir sig beint í körf- una, sem færði honum Kaup- mannahafnarferð. frönsku liði munu fylgjast með hon- um og Bjarka í leiknum í dag, eins og þeir gerðu reyndar í fyrri leiknum í Skotlandi. Áhorfendur geta ráðið úrslitum Forráðamenn Skagans lögðu mikla áherslu á að áhorfendur geti ráðið úrslitum. Með Raith Rovers koma rúmlega 200 áhorfendur sem taka sitt pláss í stúkunni og telja forráðamenn ÍA nauðsynlegt að ís- orðið á liði Grindvíkinga sem hafa misst Guðjón Skúlason og fengið nýjan erlendan leikmann Hermann Myers sem lofar góðu. A því leikur varla vafi að þegar Grindvíkingar hafa náð að slípa lið sitt saman þá verða þeir ekki auðveldir andstæð- ingar. Blikastúlkur héldu uppteknum hætti Stúlkurnar í Breiðabliki héldu uppteknum hætti í fyrsta stórleikn- um á kepnnistímabilinu þegar þær sigruðu bikarmeistara Keflavíkur nokkuð sannfærandi. En þessi lið áttust við í úrslitum íslandsmótsins í vor og þá sigruðu Blikastúlkur einnig. Keflavíkurstúlkurnar hófu leikinn af miklum krafti og náðu 10 stiga forystu í upphafí, en svar meistaranna var að setja 13 stig í röð. Þetta virtist setja Keflavíkur- stúlkurnar út af laginu og það var ekki fyrr en á síðustu mínútunum eftir mikla baráttu að þeim tókst að komast inn í leikinn að nýju þegar 3 stig skyldu á milli. En Blikastúlkur voru ekki á því og þeim tókst að halda sínum hlut. Blikastúlkur eru komnar með nýjan erlendan leikmann Betby Harris sem er ákaflega fjölhæf og hún gefur Penny Pepas sem lék með liðinu í fyrra og leikur nú með Grindavík ekkert eftir. „Ég held að flest liðin í kvennaflokki séu komin með erlenda leikmenn og það verð- ur því órugglega á brattan að sækja hjá okkur. Það hefur ekki verið rætt á þessu stigi að styrkja liðið með erlendum leikmanni, við ætlum að bíða átektar og sjá hvort við getum ekki spjarað okkur," sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkinga. lenskir áhorfendur yfirgnæfí þá. Þess má til gamans geta að Skaga- áhorfendur sem fóru út með ÍA fengu góða einkunn hjá lögreglunni ytra og með Skotunum kemur lög- reglustjórinn í bænum, sem segir Akurnesinga bestu áhorfendur sem hann hafi fengið í heimsókn. Akraborgin mun breyta áætlun sinni vegnaJeiksins. Akraborgin fer frá Reykjavík kl. 12.30 og til baka eftir leik, klukkan 18.15 og síðasta ferð frá Reykjavík verður því kl. 19.30 í dag. Raith Rovers lék gegn Partick um helgina og vann 3:1 með mörk- um Colin Cameron, sem skoraði tvívegis, og Jason Dair. „Við lékum vel í fyrri hálfleik en í þeim síðari varð leikurinn hálf slakur. Þetta er fínt veganesti fyrir ferðina til ís- lands. en það skýrist ekki fyrr en síðar hvort Ally Graham, Davie Kirkwood og Tony Rougier geta ieikið með þvi þeir eru allir lítillega meiddir," sagði Jimmy Nicholl. VIÐ ERUM NATTURULEGA AÐ TALA UM MIKILFENGLEGUSTU SVIÐSMYND ALLRA TÍMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.