Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 5
-t MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 B 5 KNATTSPYRIMA Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson ' warð markakóngur 1. delidar með delldarkeppnlnni. rfyrri ijá ÍA látinn ganga hratt manna á milli og Eyjamenn gátu lítið annað gert en elta og fylgjast með. Hvort lið gerði eitt mark og heimamenn mun nær því að bæta við- en Eyjamenn. Leikurinn var góð generalprufa fyrir Evrópuleikinn gegn Raith Rovers og ef Skagamenn leika eins í dag og þeir gerðu á laugardaginn komast þeir í aðra umferð keppninnar. Lítið reyndi á vörnina og maður hafði á tilfinningunni að varnarmennirnir þyrftu ekki að taka á af fullum krafti. Miðjuleikmennirnir voru fastir fyrir og stjórnuðu leiknum gjörsamlega. Arnar og Bjarki áttu báð- ir mjög góðan leik og Arnar mátti varla koma við boltann í fyrri hálfleik án þess að skora og nýtingin var ekki slæm hjá honum. Þrjú mörk eftir 44 mínútur. 1>ÍT|Skagamenn áttu ¦ %r giæsiiega sókn á 12. mínútu. Sigurður Jónsson gaf á Olaf Þórðarson á vinstri vængn- um, hann lék aðeins áfram og stakk síðan innfyrir vörnina á Amar GnniUaugsson sem sendi knöttinn snyrtiléga í boga frarahjá Friðriki Friðrikssyni. Nú munaði einu marki á Arnari og Tryggva Guðmundssyni. 2 "II1 ¦ Uí »Tíu mínútum síðar fékk Bjarki Gunn- laugsson boltann á miðjum vall- arheimingi Eyjamanna, lék upp undir vítateig og skaut Friðrik varði en héit ekki knettinum og hver var mættur annar en Arn- ar Gunnlaugsson sem setti boltann í markið yfir Friðrik. Jafntefli hjá Arnari og Tryggva. 3«Jn|Skaginn gerði þriðja ¦¦¦%r-markið á 26. mínútu. Bjarki Gunniaugsson einiék upp miðjan völlinn, skaut aðeins utan við vítateiginn og boltinri fór í Hermann Hreiðarsson og í netið. 4'tt1 iVí urning ið hafa hampað íslandsbikarnum. „Það var gaman að klára þetta með stæð. Ég er sáttur við að fá titilinn og að hafa sigrað svona stórt í dag en síðari hálfleikur hefði mátt vera betri hjá okkur. Það er alltaf hætt við að menn slaki á þegar þeir hafa náð svona for- ystu eins og við náðum, þá ná menn ekki að halda fullri einbeitingu," sagði Ólafur. „Ég er mjög ánægður með sumarið í heild. Við höfðum yfirburði í deildinni og það var í góðu lagi. Það var ekkert stórmál að taka við bikarnum, ég er vanur, var líka fyrirliði í fyrra. En auðvitað er þetta gaman. Þetta eru æðstu verðlaun sem hægt er að vinna til í knattspyrnunni hér heima og það er auðvitað heiður að fá að hampa bik- arnum." ,Ekki var allt búið enn, Mínútu fyrir leikhié kom stórglæsiieg sókn upp vinstri kantinn sem lauk með því að Sigursteinn Gíslason fékk boltann eftir þríhyrninga- spii úti í horni. Hann renndi út á Ai'iiar Gunnlaugsson sem setti boltann raeð lausu skoti i markhornið, 15. mark hans í sjö leikjum. S.fV .¦W£ iSíðari hálfieikur var aðeins orðinn 7 min- útna gamall er fimmta markið kom. Bjarki Gunnlaugsson kom upp miðjuna og hefði hæg- lega getað gefið til hægri á Óiaf Þorðarson etí það köm enginn í hann þannig að hann lék nær og skaut síðan um leið og Her- mann Eyjamaður kom í hann og skoraði. 5m *M Á 61. mínútu náðu ¦ I Eyjamenn aðeins að rétta úr kútnum. Tryggvi Guð- mundsson stakk þá boltanum inn fyrir vörn ÍA og Steingrím- ur Jóhannesson skoraði með föstu skoti ur raiðjum vítateign- um. L Innkoma Óla Þórs skipti sköpum Lagði upp tvö og skoraði eitt í jafntefli gegn KR KR og Keflavík gerðu jafntefli, 3:3, ísíðustu umferð 1. deildar karla í Frostaskjólinu á laugar- daginn. Leikurinn var ansi fjör- ugur, einkum ísíðari hálfleik þegar sex mörk litu dagsins Ijós. KR-ingar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og riáðu að skapa sér nokkur góð færi. Keflvík- ¦¦¦¦¦¦¦ >ngar fóru aftur á Stefán m<^' rólega af stað, Eiríksson virtust hálf óöruggir skrifar lengi vel en áttu þó spretti í fyrri hálf- leik. í síðari hálfleik mættu KR-ing- ar mjög ákveðnir til leiks og voru komnir með tveggja marka forskot eftir innan við tíu mínútna leik. Á 64. mínútu skiptu Keflvíkingar tveimur sóknarmönnum inn á, og gjörbreytti það leik liðsins. Óli Þór Magnússon var annar þeirra og fyrsta verk hans í leiknum var að leggja upp fyrsta mark Keflvíkinga. Tveimur mínútum síðar átti hann frábæra stungusendingu á Marko Tanasic sem jafnaði leikinn. KR- ingar voru ekki nema um tíu mínút- ur að jafna sig eftir þennan sprett gestanna, og afmælisbarnið Bi- bercic kom þeim aftur yfír með öðru marki sínu á 80. mínútu. En Óli Þór var ekki búinn að segja sitt síðasta orð og jafnaði fjórum mínút- um síðar, nú eftir undirbúning Tan- asic. Keflvíkingar áttu síðan síðustu mínúturnar í leiknum en náðu ekki að knýja fram sigur þrátt fyrir góð tækifæri. KR-ingar léku ágætlega lengi vel, en gerðu sig seka um kæru- leysi um miðjan síðari hálfleik, þeg- ar þeir héldu að björninn væri unn- inn. Steinar lék feikivel í vörninni alveg þar til meiðsli fóru að hrjá hann. Þormóður átti einnig mjög góðan dag, en óöryggi einkenndi leik bakvarðanna Brynjars og Daða Dervic. Á miðjunni hjá KR stóðu Heimir, Einar og Ásmundur sig vel, en Porca fann sig ekki. Ás- mundur gerði marga góða hluti en fékk ekki nægilega aðstoð frá sam- herjum. Bibercic var ógnandi í framlínunni og stóð heldur betur fyrir sínu. Keflvíkingar sýndu hvað í liðinu býr í síðari hálfleik og Óli Þqr átti örugglega sterkustu inn- komu sumarsins þegar hann kom inná um miðjan síðari hálfleik. Marko Tanasic hafði hægt um sig lengi vel en var mikilvægur á enda- sprettinum, Haukur Ingi Guðnason vakti athygli fyrir góðan leik í fram- línunni og í vörninni stóðu Helgi Björgvinsson og Karl Finnbogason sig vel. 1g#^Heimir Guðjónsson sendi knöttinn inn {teig á 49._ mínúttt, ¦ %#Mihajlo Bibercic skallaði hann fyrir fætur Izudin Daða Dervíe sem þrumaði honum úr vítateignum i vinstra markhornið. 2p^^KR-ingar fengu hornspyrau frá hægri á 54. mínútu, As- ¦ ^pmundur Haraldsson sendi knöttinn á nærstöngina þar sem Mihajlo Bibercic sto'kk hæst og skallaði efst í markhornið. 2g m% Keflvikingar fengu hornspyrnu frá hægri á 64. mínútu, ¦ I sendu knöttinn inn í markteiginn vinstra megin, þar stökk Óli Þór Magnússon upp, skailaði knöttinn niður og fyrir fætur Marko Tanasic sem skoraði af stuttu færi. 2g^^Eftir útspark á 69. mínútu fékk Óli Þór Magnússon knött- ¦ aMÍnn fyrir innan miðju, sendi stungusendingu í gegnum vðrn KR á Markö Tanasic sem lék upp að vítateignum og sendi knöttinn svo á miili iappa Kristjáns Finnbogasonar og í netið. 3B*3rKR-ingar náðu snarpri sókn upp vinstri kantinn á 80. mín- ¦ £m ötu, Einar Þór Daníelsson sendi knöttinn laglega fyrir mark- ið á Mihajlo Bibercic sem átti ekki i vandræðum með að skora fram- hjá öiafi Gottskálkssyni. 3B*kEftir hornspyrnu að marki KR á 84. minútu sendi Marko ¦ %#TanasÍc knottinn frá hægra vítateigshominu inn í markteig- inn vinstra raegin, þar stóð Óli Þór Magnússon einn og yfirgefinn og skallaði af öryggi í netið. Ekki nógu stór hópur segirÓskarlngimundarson, þjálfari Leifturs Flugeldasýningin eftir leik Leift- urs og FH í Ólafsfirði missti marks því Ieikmenn og áhorfendur voru vonsviknir. Þetta átti að vera fagnaðarhátíð því möguleikar Leift- urs á sæti í Toto-keppninni voru miklir fyrir leikinn. Oskar Ingi- mundarson, þjálfari Leifturs, var hnípinn í leikslok. „Við vorum staðráðnir í því að tryggja okkur sæti í þessari keppni hér í dag og þess vegna er ákaflega erfitt að sætta sig við niðurstöðuna. Ég er líka afar ósáttur við lokakafl- ann hjá okkur í deildinni. Við unn- um aðeins einn leik af síðustu fjór- um eða fimm," sagði Óskar. Nú settir þú það markmið í upp- hafi að liðið héldi sætinu í deildinni en það markmið hefur væntanlega breyst eftir nokkrar umferðir, ekki satt? „Jú, við sáum það fljótlega að liðið hafði alla burði til að gera mun betur. Ef við hefðum verið heppn- ari á lokakaflanum og haft breiðari hóp er ég sannfærður um að við hefðum náð Evrópusæti eða í það minnsta Toto-sætinu. Hópurinn er alls ekki nógu stór og við máttum ekki við þessum meiðslum og skakkaföllum í síðustu umferðun- um," sagði Óskar. Sem fyrr segir átti þetta að vera fagnaðarhátíð í Ólafsfírði. Fjörugar klappstýrur, tónlist og flugeldar, en allt kom fyrir ekki. ¦ Lelkurlnn / B7 Geysilegt kæruleysi aðmissa þetta niður „Það rættist úr þessu í seinni hálfleik, en við áttum að vera búnir að skora fyrr. En það var geysilega mikið kæruleysi að missaþetta niður," sagði Guðjón Þórðarson þjálfari KR eftir leik- inn gegn Keflavík. Aðspurður um það hvort hann væri sáttur við árangur sumarsins sagði Guðjón að þeir hefðu lagt upp með það í upphafi að vinna hvern einasta leik. „Það hefur gengið ágætlega seinni part mótsins og okkur hefur tekist á köflum að sameina skemmtilegan fótboita og árangur. Þetta var hins vegar ekki nægilega stöðugt framanaf, en þegar á leið var mjög ánægju- legt og gaman að sjá liðið spila allmarga leiki. Það sem var að í byrjun voru meiðsli, Guðmund- ur og Steinar voru úti til að byrja með og menn sjá það núna hvað þeir eru mikilvægir fyrir liðið. Auk þess hafa leikmennirn- ir lært að nota Mikka [Mihajlo Bibereic], sem hefur spilað geysivel undanfarið." Ekkl sáttur vid árangurinn „Við náðum að rífa okkur upp, sýndum mikinn karakter í þess- um leik. Ég er í sjálfu sér ekki sáttur við árangurinn í deitdinni, við byrjuðum mótið vel, spiluðum síðan mikið af leikjum og lentum í lægð sem við hefðum viijað vera lausir við. Ef það hefði ekki gerst þá værum við líklega einu sæti ofar, og sæti í Evrópu- keppni félagsliða líklega tryggt, seni hefði verið viðunandi árang- ur. En við eram með efnilegt lið og mikið af ungum strakum sem eru reynslunni ríkari eftir þetta sumar," sagði Ólafur Gottskálks- son fyrirliði og markvðrður Keflavíkur. Aðspurður hvort þjálfaraskiptin snemma sumars hefðu haft eitthvað að segja sagðist hann ekki geta dæmt um það. „En það var auðvitað óþægi- íegt fyrir liðið að lenda í svona tilfæringum." itfmiR F01_K ¦ ÞAÐ var leiðindaveður á Akra- nesi þegar leikur ÍA og ÍBV fór fram. Undir lok leiksins kom mikil haglél og þá brá Arnar Gunn- laugsson á það ráð að koma sér í skjól við varamannaskýli Eyja- manna og Bjarki bróðir hans var snöggur að hlaupa þangað þegar flautað var til leiksloka. ¦ EFTIR að flautað var til leiks- loka hópuðust leikmenn ÍA saman við varamannaskýlið og þegar þeir snéru sér að áhorfendum voru þeir allir komnir með rauðköflóttar húf- ur, Skotahúfur, og rautt hár. ¦ ÞETTA var ekki gert til að storka leikmönnum Raith Rovers heldur til heiðurs vallarverðinum á Akranesi, Birgi Elinbergssyni, en hann var rauðhærður fyrir 20 árum, „áður en hann varð sköllóttur," sagði Ólafur Þórðarson. ¦ MIHAJLO Bibercic hélt upp á 27 ára afmæli sitt á laugardag^inn og var heldur betur í sviðsljósinu, lagði upp eitt mark og skoraði tvö fyrir KR gegn Keflavík í síðasta leiknum í deildinni. ¦ FKAAÍlékánRíkharðarDaða- sonar, sem farinn er til náms í Bandarikjunum, og Nökkvi Sveinsson tók út leikbann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.